Mikil einföldun hjá Rio Tinto að tengja stöðuna eingöngu við raforkuverð

Forstjóri Landsvirkjunar segir að það sé ekki byrjað að ræða breytingar á því verði sem álverið í Straumsvík greiðir fyrir rafmagn samkvæmt gildandi raforkusölusamningi.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að það sé mikil ein­földun hjá Rio Tin­to, eig­anda álvers­ins í Straums­vík, að tengja stöðu mála í rekstri þess ein­göngu við það raf­orku­verð sem það greiðir til Lands­virkj­un­ar. 

Vitað hafi verið í nokkurn tíma að þróun á mörk­uðum fyrir ál og rekstr­ar­vandi álvers­ins gerði stöðu Rio Tinto á Íslandi erf­iða. „Þess vegna höfum við ákveðið að setj­ast niður með þeim og skoða þeirra stöðu. En ég tel það mikla ein­földun að tengja þessa stöðu ein­göngu við raf­orku­verð­ið. Það eru miklu stærri áhrifa­valdar henni tengd­ir. Til dæmis álverð á heims­mark­aði, verð­þróun á þeirri vöru sem álverið fram­leið­ir, hátt súráls­verð og það að missa út þriðj­ung af starf­sem­inni í fyrra.“

Þar vísar Hörður í að slökkt var á einum af þremur kerskálum álvers­ins í Straums­vík eftir að svo­kall­aður ljós­bogi mynd­að­ist. Það orsak­aði umtals­vert tekju­tap. 

Auglýsing
Í jan­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að álverið muni draga úr fram­leiðslu sinni um 15 pró­sent á árinu vegna erf­iðrar stöðu á álmörk­uðum erlend­is, en álverð lækk­aði um alls tíu pró­sent í fyrra.  

Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag birt­ist frétt um að for­svars­menn Rio Tinto hafi fundað með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þess að þeir meti sem svo að raf­orku­samn­ing­ur­inn frá 2010 „þrengi svo að starf­­sem­inni að ekki verði við unað.“ Skömmu síðar birt­ist til­kynn­ing á vef Rio Tinto á Íslandi að til greina komi að loka álver­in­u. 

Ekk­ert byrjað að ræða um lægra verð

Gild­andi raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar og álvers­ins í Straums­vík var gerður í júní 2010. Hann gildir til árs­ins 2036 og um er að ræða fyrsta samn­ing­inn sem Lands­virkjun gerði við álf­ram­leið­anda hér­lendis þar sem að teng­ing við álverð var afnum­in. Með því færð­ist mark­aðs­á­hættan af þróun á álmark­aði frá selj­and­anum yfir á kaup­and­ann. 

Í til­­kynn­ing­unni Rio Tinto frá því í morgun segir að fyr­ir­tækið vilji leita leiða til þess að bæta sam­keppn­is­­stöðu álver­s­ins, en að gert sé ráð fyrir því að rekstur þess verði áfram óarð­­bær til skemmri tíma sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sög­u­­legu sam­heng­i.  

Rio Tinto seg­ist nú leita allra leiða til að gera álverið arð­­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­­mörk­uð­um, meðal ann­­ars með sam­tali við stjórn­­völd og Lands­­virkj­un. Það sam­­tal snýst um að reyna að lækka raf­­orku­verð sem samið var um í nýjum samn­ingum sem gerðir voru árið 2010. 

Aðspurður hvort að til greina komi að lækka verð­ið, eða eftir atvikum gera aðrar breyt­ingar á raf­orku­samn­ingn­um, segir Hörður að það sé ekki byrjað að fjalla um það. Það sé í gildi raf­orku­samn­ingur og að óbreyttu gildi hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent