Mikil einföldun hjá Rio Tinto að tengja stöðuna eingöngu við raforkuverð

Forstjóri Landsvirkjunar segir að það sé ekki byrjað að ræða breytingar á því verði sem álverið í Straumsvík greiðir fyrir rafmagn samkvæmt gildandi raforkusölusamningi.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að það sé mikil ein­földun hjá Rio Tin­to, eig­anda álvers­ins í Straums­vík, að tengja stöðu mála í rekstri þess ein­göngu við það raf­orku­verð sem það greiðir til Lands­virkj­un­ar. 

Vitað hafi verið í nokkurn tíma að þróun á mörk­uðum fyrir ál og rekstr­ar­vandi álvers­ins gerði stöðu Rio Tinto á Íslandi erf­iða. „Þess vegna höfum við ákveðið að setj­ast niður með þeim og skoða þeirra stöðu. En ég tel það mikla ein­földun að tengja þessa stöðu ein­göngu við raf­orku­verð­ið. Það eru miklu stærri áhrifa­valdar henni tengd­ir. Til dæmis álverð á heims­mark­aði, verð­þróun á þeirri vöru sem álverið fram­leið­ir, hátt súráls­verð og það að missa út þriðj­ung af starf­sem­inni í fyrra.“

Þar vísar Hörður í að slökkt var á einum af þremur kerskálum álvers­ins í Straums­vík eftir að svo­kall­aður ljós­bogi mynd­að­ist. Það orsak­aði umtals­vert tekju­tap. 

Auglýsing
Í jan­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að álverið muni draga úr fram­leiðslu sinni um 15 pró­sent á árinu vegna erf­iðrar stöðu á álmörk­uðum erlend­is, en álverð lækk­aði um alls tíu pró­sent í fyrra.  

Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag birt­ist frétt um að for­svars­menn Rio Tinto hafi fundað með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þess að þeir meti sem svo að raf­orku­samn­ing­ur­inn frá 2010 „þrengi svo að starf­­sem­inni að ekki verði við unað.“ Skömmu síðar birt­ist til­kynn­ing á vef Rio Tinto á Íslandi að til greina komi að loka álver­in­u. 

Ekk­ert byrjað að ræða um lægra verð

Gild­andi raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar og álvers­ins í Straums­vík var gerður í júní 2010. Hann gildir til árs­ins 2036 og um er að ræða fyrsta samn­ing­inn sem Lands­virkjun gerði við álf­ram­leið­anda hér­lendis þar sem að teng­ing við álverð var afnum­in. Með því færð­ist mark­aðs­á­hættan af þróun á álmark­aði frá selj­and­anum yfir á kaup­and­ann. 

Í til­­kynn­ing­unni Rio Tinto frá því í morgun segir að fyr­ir­tækið vilji leita leiða til þess að bæta sam­keppn­is­­stöðu álver­s­ins, en að gert sé ráð fyrir því að rekstur þess verði áfram óarð­­bær til skemmri tíma sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sög­u­­legu sam­heng­i.  

Rio Tinto seg­ist nú leita allra leiða til að gera álverið arð­­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­­mörk­uð­um, meðal ann­­ars með sam­tali við stjórn­­völd og Lands­­virkj­un. Það sam­­tal snýst um að reyna að lækka raf­­orku­verð sem samið var um í nýjum samn­ingum sem gerðir voru árið 2010. 

Aðspurður hvort að til greina komi að lækka verð­ið, eða eftir atvikum gera aðrar breyt­ingar á raf­orku­samn­ingn­um, segir Hörður að það sé ekki byrjað að fjalla um það. Það sé í gildi raf­orku­samn­ingur og að óbreyttu gildi hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“
Kjarninn 28. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent