Ólafur telur enga ástæðu til að hræðast lokun álversins í Straumsvík

Doktor í hagfræði hvetur Íslendinga til þess að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug varðandi hvað gera eigi við orkuna.

Ólafur Margeirsson
Ólafur Margeirsson
Auglýsing

Ólafur Mar­geirs­son, doktor í hag­fræði, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að engin ástæða sé til að „panikka“ þótt álverið í Straums­vík loki.

Ástæða skrif­anna er að fram hefur komið í fréttum að Lands­­virkjun eigi nú í sam­tali við Rio Tin­to, eig­anda álver­s­ins í Straum­s­vík, en fyr­ir­tækið til­­kynnti í vik­unni að það ætl­­aði að hefja „sér­­­staka end­­­ur­­­skoðun á starf­­­semi álver­s­ins í Straum­s­vík til að meta rekstr­­­ar­hæfni þess til fram­­­tíð­­­ar­.“

Auglýsing

Ólafur lætur fylgja með töflu með útflutn­ingi á Íslandi en hann bendir á að Straums­vík sé að baki sirka 20 pró­sentum af grænu lín­unni – sem merkir ál og álaf­urð­ir.

Mynd: Hagstofan

„At­hugið að til að geta flutt út um 220 millj­arða af áli þarf að flytja inn aðföng (t.d. súrál) að and­virði 100 millj­arða. Og sé miðað við hlut­falls­lega stærð Straums­víkur af heild­ar­ál­iðn­að­inum á Íslandi (20%) má geta sér til um að inn­lendur kostn­aður Straums­víkur (sem eru tekjur fyr­ir­tækja, starfs­manna og hins opin­bera á Íslandi) sé um 15 millj­arðar á ári. Þetta er byggt á tölum frá Sam­tökum Álf­ram­leið­enda á Ísland­i,“ skrifar hann.

Lands­virkjun mun finna aðra kaup­endur að orkunni

Þess vegna segir hann að engin ástæða sé til að ótt­ast þótt Straums­vík loki, 15 millj­arðar á ári sé rétt um hálft pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu.

„Og Lands­virkjun mun með tíð og tíma finna aðra kaup­endur að orkunni – fyrir utan að ef móð­ur­fé­lags­á­byrgðin á raf­orku­samn­ingnum er virk er tap Lands­virkj­unar tak­markað og hún get­ur, í raun, selt sömu ork­una tvisvar (einu sinni til álvers sem ákveður síðar að láta sig hverfa áður en raf­orku­samn­ing­ur­inn rennur út en móð­ur­fé­lagið þarf að borga og svo aftur til nýs kaup­anda sem t.d. byggir gróð­ur­hús eða ein­hvern annan fjand­ann á svæð­in­u/ann­ars stað­ar­).“

Hann hvetur því fólk frekar til þess að láta sér detta eitt­hvað snið­ugt í hug varð­andi hvað eigi að gera við ork­una.

Hér er útflutn­ingur á Íslandi. Straums­vík er að baki ca. 20% af grænu lín­unni. Athugið að til að geta flutt út um 220...

Posted by Ólafur Mar­geirs­son on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent