Ekki hægt að grípa til staðlaðra viðbragða við veirunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vega og meta þurfi marga þætti þegar grípa þarf til sóttvarnaráðstafana vegna COVID-19. Sumir þeirra séu mælanlegir en aðrir huglægir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Almennt má segja að ef hörðum sótt­varna­ráð­stöf­unum er beitt á landa­mærum þá er hægt slaka á ráð­stöf­unum inn­an­lands, og öfugt, skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í nýjasta minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra. Hann segir nán­ast úti­lokað að nota „skapa­lón“ til að áhættu­meta útbreiðslu veirunnar og grípa þannig til staðl­aðra við­bragða á til­teknum tím­um.„Ég tel því að núver­andi fyr­ir­komu­lag um almennar og opin­berar sótt­varna­að­gerðir eins og sótt­varna­lög segja fyrir um tryggi best fag­leg við­brögð vegna COVID-19. Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sótt­varna­ráð­staf­ana á efna­hag og atvinnu­líf er það utan sér­fræði­þekk­ingar sótt­varna­lækn­is.“Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra kynnti minn­is­blaðið á fundi rík­is­stjórnar í dag en í því er fjallað um þá þætti sem sótt­varna­læknir leggur til grund­vallar að til­lögum til heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mark­anir og aðgerðir vegna COVID-19.

AuglýsingFrá því að far­aldur COVID-19 hófst hér á landi í lok febr­úar 2020 hafa opin­berar aðgerðir gegn far­aldr­inum falist í almennum og opin­berum sótt­varna­ráð­stöf­unum eins og þær eru skil­greindar í sótt­varna­lögum nr. 19/1997. Sam­kvæmt lög­unum þá ákveður heil­brigð­is­ráð­herra að fengnum til­lögum frá sótt­varna­lækni hvort grípa skuli til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana en sótt­varna­læknir getur beitt slíkum vörnum til bráða­birgða án þess að leita heim­ildar fyrir fram ef hann telur að hvers konar töf sé hættu­leg en gera skal hann ráð­herra jafn­skjótt kunnar ráð­staf­anir sín­ar.­Til­lögur og ákvarð­anir sótt­varna­læknis er varða sótt­varnir vegna COVID-19 byggja m.a. á far­alds­fræði sjúk­dóms­ins inn­an­lands sem og erlend­is. „Lík­urnar á því að veiran (SAR­S-CoV-19) ber­ist hingað til lands eru einkum háðar útbreiðslu hennar erlend­is, fjölda ein­stak­linga sem ferð­ast hingað til lands, frá hvaða lönd­um/­svæðum þeir koma og hversu lík­legir þeir eru að bera með sér smit,“ skrifar Þórólf­ur. „Líkur á dreif­ingu veirunnar inn­an­lands fara síðan eftir því hversu lengi ein­stak­lingar dvelja hér á landi, hversu náið sam­neyti þeir hafa við Íslend­inga og hversu vel þeir sinna ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um.“Til­lögur sótt­varna­læknis hafa einnig byggst á skimunum fyrir veirunni og rann­sóknum á sjúk­dómnum í sam­fé­lag­inu. „Þar sem að COVID-19 sjúk­dóm­ur­inn er í mörgum til­fellum ein­kenna­lít­ill/-­laus þá geta margir ein­stak­lingar ferð­ast um ógreindir og smitað aðra,“ bendir Þórólfur á. Þá þarf einnig að taka til­lit til smit­hæfni veirunn­ar.Einnig gerir sótt­varna­læknir sínar til­lögur út frá alvar­leika sjúk­dóms­ins og getu heil­brigð­is­kerf­is­ins til að ann­ast sjúk­linga sem með hann grein­ast.Þórólfur skrifar að einnig sé mik­il­vægt að taka ákvarð­anir út frá sam­fé­lags­legum áhrifum og trú­verð­ug­leika ráð­staf­ana.„Þannig er ljóst að marga þætti þarf að vega og meta þegar grípa þarf til almennra og/eða opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana vegna COVID-19,“ skrifar hann í minn­is­blaði sínu. „Ýmsir þættir sem nefndir hafa verið eru mæl­an­legir meðan að á aðra þætti þarf að leggja hug­lægt mat enda margt enn á huldu varð­andi veiruna SAR­S-CoV-2 og sjúk­dóm­inn COVID-19.“Umræður hafa verið uppi hér­lendis og erlendis um hvort ekki sé hægt að nota „skapa­lón“ til að áhættu­meta útbreiðslu veirunnar og grípa þannig til staðl­aðra við­bragða á til­teknum tím­um. „Þar sem að áhættu­mat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nán­ast úti­lokað að nota slíkt skapa­lón á þennan máta. Þó er unnið að skil­grein­ingum fyrir fyr­ir­tæki og ýmis­konar starf­semi til að styðj­ast við þegar mat er lagt á við­brögð hverju sinni t.d. sem snúa að upp­lýs­inga­miðl­un.“Hann lýkur minn­is­blað­inu á að þeim orðum að hann telji núver­andi fyr­ir­komu­lag um almennar og opin­berar sótt­varna­að­gerðir tryggja best fag­leg við­brögð vegna COVID-19. Þegar komi hins vegar að mati á áhrifum sótt­varna­ráð­staf­ana á efna­hag og atvinnu­líf sé það utan sér­fræði­þekk­ingar sótt­varna­lækn­is.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent