Siðareglur brotnar þegar smituð knattspyrnukona var nafngreind á Fótbolta.net

Að mati siðanefndar BÍ braut ritstjórn Fótbolta.net gegn siðareglum blaðamanna þegar knattspyrnukona í Breiðabliki, sem kom smituð af COVID-19 heim frá Bandaríkjunum í sumar, var nafngreind í frétt miðilsins. Brotið telst alvarlegt, að mati siðanefndar.

Knattspyrnukonan unga kom smituð til landsins í sumar.
Knattspyrnukonan unga kom smituð til landsins í sumar.
Auglýsing

Siða­nefnd Blaða­manna­fé­lags Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að rit­stjórn Fót­bolta.­net hafi brotið gegn siða­reglum BÍ þegar knatt­spyrnu­kona í Breiða­bliki, sem kom smituð af COVID-19 frá Banda­ríkj­un­um, var nafn­greind í frétt mið­ils­ins 25. júní síð­ast­lið­inn. Brotið telst alvar­legt, að mati siða­nefnd­ar­inn­ar.

Í úrskurð­inum, sem birtur hefur verið á vef BÍ, er vísað til 3. og 4. greinar siða­regln­anna, sem kveða á um að blaða­menn skuli sýna fyllstu til­lits­semi í vanda­sömum málum og forð­ast allt það sem valdið geti sak­lausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda, óþarfa sárs­auka og van­virðu ann­ars vegar og hins vegar að blaða­menn skuli hafa í huga hvenær almennt öryggi borg­ar­anna, sér­stakir hags­munir almenn­ings eða almanna­heill krefj­ist nafn­birt­ing­ar. 

Mál knatt­spyrnu­kon­unnar og fjöl­miðlaum­fjöllun um það vakti tölu­verða athygli og umræðu. Knatt­spyrnu­konan steig sjálf fram, meðal ann­ars í við­tali við mbl.is og lýsti því að það hefði tekið á sig að vera nafn­greind í fjöl­miðl­um.

Auglýsing

For­svars­menn Fót­bolta.­net, fram­kvæmda­stjór­inn Hafliði Breið­fjörð og rit­stjór­arnir Magnús Már Ein­ars­son og Elvar Geir Magn­ús­son, sögðu í andsvörum sínum til siða­nefndar BÍ að þeir hefðu ekki brotið gegn siða­reglum og fóru einnig fram á frá­vísun af þeirri ástæðu að málið hefði einnig verið kært til Per­sónu­vernd­ar, en þeirri kröfu var hafn­að. 

Siða­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekki hefði verið sér­stök nauð­syn til að upp­lýsa um nafn knatt­spyrnu­kon­unnar og birta mynd af henni í tengslum við frétta­flutn­ing­inn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent