Siðareglur brotnar þegar smituð knattspyrnukona var nafngreind á Fótbolta.net

Að mati siðanefndar BÍ braut ritstjórn Fótbolta.net gegn siðareglum blaðamanna þegar knattspyrnukona í Breiðabliki, sem kom smituð af COVID-19 heim frá Bandaríkjunum í sumar, var nafngreind í frétt miðilsins. Brotið telst alvarlegt, að mati siðanefndar.

Knattspyrnukonan unga kom smituð til landsins í sumar.
Knattspyrnukonan unga kom smituð til landsins í sumar.
Auglýsing

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ritstjórn Fótbolta.net hafi brotið gegn siðareglum BÍ þegar knattspyrnukona í Breiðabliki, sem kom smituð af COVID-19 frá Bandaríkjunum, var nafngreind í frétt miðilsins 25. júní síðastliðinn. Brotið telst alvarlegt, að mati siðanefndarinnar.

Í úrskurðinum, sem birtur hefur verið á vef BÍ, er vísað til 3. og 4. greinar siðareglnanna, sem kveða á um að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt það sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda, óþarfa sársauka og vanvirðu annars vegar og hins vegar að blaðamenn skuli hafa í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. 

Mál knattspyrnukonunnar og fjölmiðlaumfjöllun um það vakti töluverða athygli og umræðu. Knattspyrnukonan steig sjálf fram, meðal annars í viðtali við mbl.is og lýsti því að það hefði tekið á sig að vera nafngreind í fjölmiðlum.

Auglýsing

Forsvarsmenn Fótbolta.net, framkvæmdastjórinn Hafliði Breiðfjörð og ritstjórarnir Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon, sögðu í andsvörum sínum til siðanefndar BÍ að þeir hefðu ekki brotið gegn siðareglum og fóru einnig fram á frávísun af þeirri ástæðu að málið hefði einnig verið kært til Persónuverndar, en þeirri kröfu var hafnað. 

Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sérstök nauðsyn til að upplýsa um nafn knattspyrnukonunnar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent