Siðareglur brotnar þegar smituð knattspyrnukona var nafngreind á Fótbolta.net

Að mati siðanefndar BÍ braut ritstjórn Fótbolta.net gegn siðareglum blaðamanna þegar knattspyrnukona í Breiðabliki, sem kom smituð af COVID-19 heim frá Bandaríkjunum í sumar, var nafngreind í frétt miðilsins. Brotið telst alvarlegt, að mati siðanefndar.

Knattspyrnukonan unga kom smituð til landsins í sumar.
Knattspyrnukonan unga kom smituð til landsins í sumar.
Auglýsing

Siða­nefnd Blaða­manna­fé­lags Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að rit­stjórn Fót­bolta.­net hafi brotið gegn siða­reglum BÍ þegar knatt­spyrnu­kona í Breiða­bliki, sem kom smituð af COVID-19 frá Banda­ríkj­un­um, var nafn­greind í frétt mið­ils­ins 25. júní síð­ast­lið­inn. Brotið telst alvar­legt, að mati siða­nefnd­ar­inn­ar.

Í úrskurð­inum, sem birtur hefur verið á vef BÍ, er vísað til 3. og 4. greinar siða­regln­anna, sem kveða á um að blaða­menn skuli sýna fyllstu til­lits­semi í vanda­sömum málum og forð­ast allt það sem valdið geti sak­lausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda, óþarfa sárs­auka og van­virðu ann­ars vegar og hins vegar að blaða­menn skuli hafa í huga hvenær almennt öryggi borg­ar­anna, sér­stakir hags­munir almenn­ings eða almanna­heill krefj­ist nafn­birt­ing­ar. 

Mál knatt­spyrnu­kon­unnar og fjöl­miðlaum­fjöllun um það vakti tölu­verða athygli og umræðu. Knatt­spyrnu­konan steig sjálf fram, meðal ann­ars í við­tali við mbl.is og lýsti því að það hefði tekið á sig að vera nafn­greind í fjöl­miðl­um.

Auglýsing

For­svars­menn Fót­bolta.­net, fram­kvæmda­stjór­inn Hafliði Breið­fjörð og rit­stjór­arnir Magnús Már Ein­ars­son og Elvar Geir Magn­ús­son, sögðu í andsvörum sínum til siða­nefndar BÍ að þeir hefðu ekki brotið gegn siða­reglum og fóru einnig fram á frá­vísun af þeirri ástæðu að málið hefði einnig verið kært til Per­sónu­vernd­ar, en þeirri kröfu var hafn­að. 

Siða­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekki hefði verið sér­stök nauð­syn til að upp­lýsa um nafn knatt­spyrnu­kon­unnar og birta mynd af henni í tengslum við frétta­flutn­ing­inn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent