Jón og Ragnheiður skipuð í Landsrétt – Ástráði hafnað enn og aftur

Jón Höskuldsson hefur loks hlotið skipun í embætti dómara við Landsrétt, rúmum þremur árum eftir að hafa verið færður af lista yfir hæfustu umsækjendur. Þrír þeirra fjögurra sem færðir voru upp á listanum hafa nú verið skipaðir í annað sinn í embætti.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu um að Jón Höskuldsson og Ragnheiður Bragadóttir verði skipuð í embætti dómara við Landsrétt. Ragnheiður er þegar dómari við Landsrétt en hefur ekki mátt dæma í málum frá því í fyrra, þegar Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að hún, og þrír aðrir dómarar við réttinn, hefðu verið ólöglega skipaðir.

Þrír þeirra fjögurra hafa nú verið skipaðir aftur í Landsrétt.

Með skipun Ragnheiðar losnar því ein staða við Landsrétt sem mun verða auglýst innan tíðar. 

Ástráði hafnað í sjötta sinn

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír umsækjendur væru hæfastir þeirra sjö sem sóttu um tvö embætti, og að ekki yrði gert upp á milli þeirra.

Auglýsing
Um var að ræða Jón, Ragnheiði og Ástráð Haraldsson, sem dómnefnd hafði metið á meðal 15 hæfustu umsækjenda en ráðherrann ákvað að tilnefna ekki. Ragnheiður var þá ekki á meðal þeirra 15 hæfustu en var samt skipuð. Þetta var í sjötta sinn sem Ástráður sótti um stöðu við réttinn, og í sjötta sinn sem honum er hafnað.

Í ályktunarorðum í umsögn dómnefndar sagði að það væri „niðurstaða dómnefndar að Ástráður Haraldsson, Jón Höskuldsson og Ragnheiður Bragadóttir séu hæfust umsækjenda til að hljóta skipum í tvö embætti dómara við Landsrétt, sem auglýst voru til umsóknar 19. júní, og ekki verði gert upp á milli hæfi þeirra þriggja að því er það varðar.“

Lykilhlutverk í Landsréttarmálinu

Umsækjendurnir þrír voru öll í lykilhlutverkum í Landsréttarmálinu svokallaða, sem snerist um það að þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, gerði breytingu á tillögu dómnefndar um þá 15 dómara sem myndu skipa Landsrétt þegar hann hæfi starfsemi í byrjun árs 2018.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórnsýslulög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra. 

Því máli var skotið til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem hefur enn ekki lokið umfjöllun sinni um málið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent