Jón og Ragnheiður skipuð í Landsrétt – Ástráði hafnað enn og aftur

Jón Höskuldsson hefur loks hlotið skipun í embætti dómara við Landsrétt, rúmum þremur árum eftir að hafa verið færður af lista yfir hæfustu umsækjendur. Þrír þeirra fjögurra sem færðir voru upp á listanum hafa nú verið skipaðir í annað sinn í embætti.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að gera til­lögu um að Jón Hösk­ulds­son og Ragn­heiður Braga­dóttir verði skipuð í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt. Ragn­heiður er þegar dóm­ari við Lands­rétt en hefur ekki mátt dæma í málum frá því í fyrra, þegar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri nið­ur­stöðu að hún, og þrír aðrir dóm­arar við rétt­inn, hefðu verið ólög­lega skip­að­ir.

Þrír þeirra fjög­urra hafa nú verið skip­aðir aftur í Lands­rétt.

Með skipun Ragn­heiðar losnar því ein staða við Lands­rétt sem mun verða aug­lýst innan tíð­ar. 

Ást­ráði hafnað í sjötta sinn

Dóm­nefnd um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt hafði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þrír umsækj­endur væru hæf­astir þeirra sjö sem sóttu um tvö emb­ætti, og að ekki yrði gert upp á milli þeirra.

Auglýsing
Um var að ræða Jón, Ragn­heiði og Ást­ráð Har­alds­son, sem dóm­nefnd hafði metið á meðal 15 hæf­ustu umsækj­enda en ráð­herr­ann ákvað að til­nefna ekki. Ragn­heiður var þá ekki á meðal þeirra 15 hæf­ustu en var samt skip­uð. Þetta var í sjötta sinn sem Ást­ráður sótti um stöðu við rétt­inn, og í sjötta sinn sem honum er hafn­að.

Í álykt­un­ar­orðum í umsögn dóm­nefndar sagði að það væri „nið­ur­staða dóm­nefndar að Ást­ráður Har­alds­son, Jón Hösk­ulds­son og Ragn­heiður Braga­dóttir séu hæfust umsækj­enda til að hljóta skipum í tvö emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, sem aug­lýst voru til umsóknar 19. júní, og ekki verði gert upp á milli hæfi þeirra þriggja að því er það varð­ar.“

Lyk­il­hlut­verk í Lands­rétt­ar­mál­inu

Umsækj­end­urnir þrír voru öll í lyk­il­hlut­verkum í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða, sem sner­ist um það að þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður Á. And­er­sen, gerði breyt­ingu á til­lögu dóm­nefndar um þá 15 dóm­ara sem myndu skipa Lands­rétt þegar hann hæfi starf­semi í byrjun árs 2018.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­­dóm­­­­­stóll Evr­­­­­ópu að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­­ar­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­­með­­­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­mála­ráð­herra. 

Því máli var skotið til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sem hefur enn ekki lokið umfjöllun sinni um mál­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent