Mynd: Bára Huld Beck

Þrjú sem voru í lykilhlutverkum í Landsréttarmálinu berjast um tvö sæti í Landsrétti

Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti Landsréttardómara séu jafn hæf og að ekki verði gert upp á milli þeirra. Einn umsækjandi er þegar dómari við réttinn en má ekki dæma. Hinir tveir voru metnir á meðal þeirra hæfustu í aðdraganda þess að Landsréttur var stofnaður, en síðan sniðgengnir.

Dóm­nefnd um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þrír umsækj­endur séu hæf­astir þeirra sjö sem sóttu um tvö emb­ætti, og að ekki verði gert upp á milli þeirra.

Þeir þrír umsækj­endur sem um ræðir voru öll í lyk­il­hlut­verkum í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða, sem sner­ist um það að þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður Á. And­er­sen, gerði breyt­ingu á til­lögu dóm­nefndar um þá 15 dóm­ara sem myndu skipa Lands­rétt þegar hann hæfi starf­semi í byrjun árs 2018.

Um er að ræða Ást­ráð Har­alds­son og Jón Hösk­ulds­son, sem dóm­nefnd hafði metið á meðal 15 hæf­ustu umsækj­enda en ráð­herr­ann ákvað að til­nefna ekki, og Ragn­heiði Braga­dótt­ur, sem var ekki á meðal þeirra 15 sem voru metin hæfust en var samt skip­uð. Alþingi sam­þykkti til­nefn­ingar ráð­herr­ans í júní 2017. 

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­­dóm­­­­­stóll Evr­­­­­ópu að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­­ar­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­­með­­­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­mála­ráð­herra. 

Því máli var skotið til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sem hefur enn ekki lokið umfjöllun sinni um mál­ið.

Auglýsing

Þau fjögur sem sóttu um emb­ættin tvö voru, auk þeirra þriggja sem metin voru hæfust, Hild­ur Briem hér­­aðs­­dóm­­ari, Kjartan Bjarni Björg­vins­­son hér­­aðs­­dóm­­ari, Stefán Geir Þór­is­son lög­maður og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­son lög­­­mað­ur. Jóhannes Rúnar var einnig á meðal þeirra fjög­urra sem dóm­nefnd mat á meðal 15 hæf­ustu við upp­haf­lega skipun í Lands­rétt, en var ekki á þeim lista sem þáver­andi dóms­mála­ráð­herra lagði fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar. 

Stóla­leikur

Þeir fjórir dóm­arar við Lands­rétt sem máttu ekki fella dóma eftir að nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins lá fyrir hafa hver á fætur öðrum sótt um lausar stöður við rétt­inn á þessu ári. Þegar hafa Ásmundur Helga­son og Arn­fríður Ein­ars­dóttir verið skipuð að nýju af Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra það sem af er árinu 2020. 

Ragn­heiður hefur sóst eftir þeim stöðum líka en ekki verið metin jafn hæf og þau Ásmundur og Arn­fríð­ur. Sá eini fjór­menn­ing­anna sem hafa ekki mátt dæma í málum frá því í fyrra sem hefur ekki sóst eftir að vera skip­aður að nýju er Jón Finn­björns­son, en hann var neðstur þeirra allra sem voru á end­anum skip­aðir í hæf­is­mat­inu sem fram­kvæmt var 2017. Þar var hann í 30. sæti.

Ást­ráður hefur einnig sótt um báðar þær stöður en í hvor­ugt skiptið verið met­inn jafn hæfur og þau sem skipuð voru, þrátt fyrir að hafa bætt við sig dóm­ara­reynslu sem hér­aðs­dóm­ari frá árinu 2017. Á því er breyt­ing nú.

Ástráður Haraldsson hefur ítrekað sótt um embætti Landsréttardómara.
Mynd: Ríkissáttarsemjari

Í álykt­un­ar­orðum í umsögn dóm­nefndar segir að það sé „nið­ur­staða dóm­nefndar að Ást­ráður Har­alds­son, Jón Hösk­ulds­son og Ragn­heiður Braga­dóttir séu hæfust umsækj­enda til að hljóta skipum í tvö emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, sem aug­lýst voru til umsóknar 19. júní, og ekki verði gert upp á milli hæfi þeirra þriggja að því er það varð­ar.“ Dóm­nefnd­ina skip­uðu: Eiríkur Tóm­as­son, for­mað­ur, Hall­dór Hall­dórs­son, Helga Mel­korka Ótt­ars­dótt­ir, Kristín Bene­dikts­dóttir og Óskar Sig­urðs­son.

Allir fjórir höfð­uðu mál

Þeir fjórir sem Sig­ríður færði af list­anum yfir þá sem voru metnir hæf­astir við skipun Lands­réttar árið 2017 stefndu allir vegna máls­ins. Fyrst stefndu Ást­ráður og Jóhannes Rúnar rík­­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­­ar. Hæst­i­­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­­ur­­­­­­stöðu í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn hæf­is­mati dóm­­­­­­nefnd­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Þeir voru þá báðir starf­andi lög­­­­­­­­­­­­­menn og lögðu ekki fram nein gögn sem gátu sýnt fram á fjár­­­­­­­hagstjón vegna ákvörð­unar ráð­herra. 

Auglýsing

Hinir tveir, Jón og Eiríkur Jóns­son, höfð­uðu líka mál gegn íslenska rík­­inu vegna ólög­­mætrar skip­unar á Lands­rétt­­ar­­dóm­­ur­­um. Í októ­ber 2018 komst hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur að þeirri nið­­ur­­stöðu að ríkið þyrfti að greiða þeim báðum bæt­­ur. Í mars komst Lands­réttur að þeirri nið­ur­stöðu í málum þeirra að ákvörðun þáver­andi dóms­mála­ráð­herra hefði falið í sér veru­lega mein­gerð gegn æru og per­sónu mann­anna tveggja. Skaða­bætur til Jóns voru hins vegar felldar niður og Eiríki voru ekki dæmdar neinar bæt­ur, en hann hafði í milli­tíð­inni verið skip­aður dóm­ari við Lands­rétt. 

Í maí síð­ast­liðnum var greint frá því að Hæsti­réttur Íslands hefði fall­ist á mál­skots­beiðni Eiríks og Jóns og mun málið því hljóta end­an­lega nið­ur­stöðu þar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar