Bára Huld Beck Sigríður Á. Andersen
Bára Huld Beck

„Þetta er í öllu falli liðin tíð og ég dvel ekki frekar við hana“

Fyrrverandi dómsmálaráðherra segist ekki trúa öðru en að blaðamennskan telji landsréttarmálið orðið „old news“ eða gamlar fréttir – en málið hefur vissulega dregist og mikið hefur verið ritað um það. Kjarninn rifjaði upp aðdraganda þess að málið fór fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og pólitískar afleiðingar hér á landi.

Svo­kallað lands­rétt­ar­mál heldur áfram að draga dilk á eftir sér, núna þremur og hálfu ári eftir að umfjöllun hófst um skipan dóm­ara við nýtt milli­dóm­stig. Kjarn­inn óskaði eftir sam­tali við Sig­ríði Á. And­er­sen um málið og þá sér­stak­lega um aðdrag­anda afsagnar hennar í mars í fyrra. 

Í svari Sig­ríðar til Kjarn­ans segir hún að nú hafi hún rætt þetta mál í þaula og skrifað um það fjölda greina sem hægt sé að nálg­ast á sigri­d­ur.is

„Trúi ekki öðru en að blaða­mennskan telji þetta mál orðið „old news“. Þetta er í öllu falli liðin tíð og ég dvel ekki frekar við hana,“ segir hún í skrif­legur svari til Kjarn­ans.  

Auglýsing

Sam­starfs­fólk hennar í rík­is­stjórn­ látið málið hlaupa með sig í gönur

Sig­ríður ræddi aftur á móti aðdrag­anda afsagnar sinnar í Víg­lín­unni um síð­ast­liðna helg­i. 

„Ég get sagt það heið­ar­lega að þeir fundir sem ég átti með til­teknu fólki, þeir komu mér á óvart að því leyti að mér fund­ust bara allir sem ég tal­aði við vera bara hálf haus­laus­ir. Hafa misst ein­hvern veg­inn fót­inn og koðnað ein­hvern veg­inn niður og menn voru ein­hvern veg­inn algjör­lega óund­ir­búnir fyrir þetta,“ sagði Sig­ríð­ur. 

Það væri furðu­legt.

Hún sagði jafn­framt að sam­starfs­fólk hennar í rík­is­stjórn sem hún ræddi við hefði látið málið hlaupa með sig í gön­ur. „Ein­stakir menn ætl­uðu sér síðan að láta þetta snú­ast um mína per­sónu og því ætl­aði ég nú ekki að sitja und­ir, svo sann­ar­lega ekki.“

Stofnun milli­dóm­stigs

Byrjum á byrj­un­inni. Lengi hafði verið rætt um nauð­syn þess að setja á fót milli­dóm­stig á Íslandi og að dóms­kerfið yrði þar með á þremur stigum í stað tveggja. Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að árið 1972 hafi þáver­andi dóms­mála­ráð­herra skipað sér­staka rétt­ar­fars­nefnd og á grund­velli til­lagna hennar hafi verið lagt fram á árunum 1975 til 1976 frum­varp um milli­dóm­stig sem síðan hefur gengið undir nafn­inu Lög­réttu­frum­varp­ið. Meg­in­mark­mið frum­varps­ins voru hrað­ari með­ferð dóms­mála og auk­inn aðskiln­aður dóms­valds og fram­kvæmd­ar­valds. Þetta frum­varp var lagt fram á Alþingi með ýmsum breyt­ingum alls fimm sinnum á árunum þar á eftir en náði ekki fram að ganga. Hug­myndin um milli­dóm­stig lá eftir það í dvala og var ekki hluti af þeim breyt­ingum á dóm­stóla­skipan og rétt­ar­farsum­bótum sem inn­leiddar voru hér á landi á árinu 1992

Í des­em­ber árið 2006 rit­aði dóm­stóla­ráð bréf til dóms­mála­ráð­herra í til­efni þess að til með­ferðar var frum­varp til nýrra laga um með­ferð saka­mála. Þar var lagt til að komið yrði á fót milli­dóm­stigi í saka­málum til að koma til móts við sjón­ar­mið um rétt­láta máls­með­ferð þannig að full­nægt yrði kröfum mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um áfrýjun dóma í saka­mál­um. Síðar skip­aði dóms­mála­ráð­herra nefnd til að fjalla um hvernig best mætti tryggja milli­liða­lausa sönn­un­ar­færslu í með­ferð saka­mála og skil­aði hún skýrslu um málið 1. októ­ber 2008. 

Taldi nefndin margt benda til þess að gild­andi fyr­ir­komu­lag um sönn­un­ar­færslu fyrir Hæsta­rétti Íslands bryti gegn meg­in­regl­unni um milli­liða­lausa sönn­un­ar­færslu og gengi í ber­högg við mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Ekki hefði tíðkast í fram­kvæmd að rétt­ur­inn end­ur­mæti nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms um sönn­un­ar­gildi fram­burðar með því að taka skýrslur af ákærða eða vitnum þar fyrir dómi. Þess í stað hefði rétt­ur­inn oft­ast gripið til þess ráðs að ómerkja dóm og vísa málum aftur heim í hér­að. Beit­ing úrræð­is­ins ylli oft töfum á með­ferð máls, auk þess sem ekki væri unnt að beita því nema einu sinni í hverju máli. Lagði nefndin til að stofn­aður yrði dóm­stóll á milli­dóm­stigi.

Frum­vörp um stofnun milli­dóm­stigs sam­þykkt 2016

Þann 8. októ­ber 2010 héldu Ákærenda­fé­lag Íslands, Dóm­ara­fé­lag Íslands, Lög­fræð­inga­fé­lag Íslands og Lög­manna­fé­lag Íslands mál­þing um stofnun milli­dóm­stigs hér á landi. Þar kom fram mik­ill ein­hugur um stofnun milli­dóm­stigs í einka­málum og saka­mál­um. Þessi félög sendu í kjöl­farið erindi til dóms­mála- og mann­réttinda­ráðu­neyt­is­ins þar sem skorað var á dóms­mála­ráð­herra að beita sér fyrir stofnun milli­dóm­stigs í einka­málum og saka­mál­um. Ráðu­neytið ákvað þann 13. des­em­ber 2010 að skipa vinnu­hóp til að fylgja þessu erindi eft­ir. Fékk vinnu­hóp­ur­inn þau fyr­ir­mæli „að taka til skoð­unar þörf­ina á að setja á fót hér á landi milli­dóm­stig sem taki bæði til saka­mála og einka­mála, kosti þess og galla og hvernig slíku milli­dóm­stigi væri best fyrir komið auk þess að leggja mat á þann kostnað sem slíku væri sam­fara.“ Þá skyldi hóp­ur­inn hafa sam­ráð við full­trúa fram­an­greindra félaga við vinnu sína. Vinnuhóp­ur­inn skil­aði inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu skýrslu í júní 2011 þar sem fjallað var ítar­lega um stofnun milli­dóm­stigs og kostir og gallar hinna ýmsu leiða rakt­ir.

Árið 2013 skip­aði inn­an­rík­is­ráð­herra nefnd til að vinna frum­varp til að setja á fót milli­dóm­stig. Skil­aði nefndin frum­varpi sínu í mars 2015. Í fram­haldi af því var að til­stuðlan þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, Ólafar Nor­dal, unnið að frek­ari útfærslu frum­varps­ins auk þess sem til­högun stjórn­sýslu dóm­stóla var tekin til nán­ari athug­un­ar. Í kjöl­far­ið, eða í mars 2016, lagði inn­an­rík­is­ráð­herra fram tvö laga­frum­vörp á Alþingi um stofnun milli­dóm­stigs hér á landi, ann­ars vegar frum­varp til nýrra laga um dóm­stóla og hins vegar frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um með­ferð einka­mála og lögum um með­ferð saka­mála. Bæði frum­vörpin voru sam­þykkt á Alþingi þann 26. maí 2016. 

Sigríður Á. Andersen varð dómsmálaráðherra í janúar 2017.
Bára Huld Beck

Listi dóms­mála­ráð­herra ólíkur þeim lista sem dóm­nefnd lagði fram

Sig­ríður Á. And­er­­sen þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tók við sem dóms­mála­ráð­herra í kjöl­far þess að rík­­is­­stjórn Bjarna Bene­dikts­­sonar var kynnt til leiks í jan­úar 2017.

Hún birti þann 30. maí 2017 til­­lögu sína yfir þá 15 umsækj­endur sem hún vildi skipa í Lands­rétt – þetta nýja milli­dóms­stig sem átti að taka til starfa í byrjun jan­úar árið eft­ir. Þá myndu öll saka­mál sem áfrýjað hefði verið til Hæsta­réttar fyrir þann tíma fær­ast til Lands­réttar sem myndi ljúka með­ferð þeirra.

Listi Sig­ríðar var aftur á móti frá­­brugð­inn þeim lista sem dóm­­nefnd um hæfi umsækj­enda hafði lagt fram tæpum tveimur vikum áður. Fjórir af þeim 15 sem dóm­­nefndin hafði mælt með voru ekki lengur til­­­nefndir og fjórir aðrir komnir í þeirra stað. Kynja­hlut­­föll höfðu verið löguð umtals­vert. Í stað tíu karla og fimm kvenna vildi ráð­herr­ann skipa átta karla og sjö kon­­ur. Kynja­­sjón­­ar­mið réðu þó ekki för við breyt­ing­una að sögn ráð­herra. Þau eru ekki hluti af rök­­stuðn­­ingi hennar fyrir breyttri röð­un, heldur ein­ungis dóm­­ara­­reynsla, sem Sig­ríður taldi að gera ætti hærra undir höfði við val á dóm­­ur­­um.

Málið tók hins vegar aðra stefnu þegar Kjarn­inn birti lista dóm­­nefndar um hæfi 33 umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara í Lands­rétt í sömu viku í lok maí. Þar var umsækj­endum raðað í röð eftir hæfi, að mati dóm­­nefnd­­ar. Í ljós kom að þeir sem dóm­­nefnd hafði sett í sjö­unda, ell­efta, tólfta og fjórt­ánda sæti yfir hæf­­ustu umsækj­endur voru ekki á lista dóms­­mála­ráð­herra. Í þeirra stað voru komnir umsækj­endur sem dóm­­nefnd hafði sett í sæti 17, 18, 23 og 30.

Í skýrslu dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda komu fram upp­lýs­ingar þar sem reynsla af dóms­störfum umsækj­enda var borin sam­an. Þar var Eiríkur Jóns­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands, settur í 18. sæti. Fyrir neðan hann, og þar af leið­andi með minni dóm­ara­reynslu, voru nokkrir umsækj­endur sem dóms­mála­ráð­herra vildi skipa í Lands­rétt. Þeirra á meðal voru Oddný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, Jóhannes Sig­urðs­son og Krist­björg Steph­en­sen, sem hafði enga dóm­ara­reynslu. Öll þrjú lentu einnig neðar í heild­ar­mati dóm­nefndar á umsækj­end­um. Þar var Eiríkur í sjö­unda sæti, Krist­björg í því átt­unda, Jóhannes í því níunda og Oddný Mjöll í þrett­ánda sæti. Samt ákvað ráð­herra að skipa þau öll þrjú eftir að dóms­mála­ráð­herra ákvað að gefa dóm­ara­reynslu aukið vægi við skipan dóm­ara, og víkja þar með frá nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar.

Ákvað að skipa ekki 4 af þeim 15 sem dóm­nefnd hafði talið hæf­asta

Með ákvörðun sinni ákvað Sig­ríður að skipa ekki fjóra af þeim 15 sem dóm­nefnd hafði talið hæf­asta til að sitja í Lands­rétti. Einn þeirra var Eirík­ur, sem lenti líkt og áður seg­ir, í sjö­unda sæti á lista dóm­nefndar yfir þá sem hún taldi hæf­asta til að sitja í rétt­in­um. Jón Hösk­ulds­son, sem hefur ára­langa reynslu sem dóm­ari, lenti í 11. sæti á lista dóm­nefnd­ar, en hlaut heldur ekki náð fyrir augum Sig­ríð­ar. Það gerðu heldur ekki Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem var í 12. sæti, eða Ást­ráður Har­alds­son, sem var í 14. sæti.

Þess í stað bætti Sig­ríður fjórum inn á list­ann. Þar ber fyrst að nefna Ásmund Helga­son, sem var númer 17 á lista dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda og í 13. sæti þegar sam­an­burður var gerður á umsækj­endum á grund­velli reynslu af dóms­störf­um. Arn­fríður Ein­ars­dóttir var í 18. sæti á lista dóm­nefndar um hæfi umsækj­enda en Sig­ríður gerði samt sem áður til­lögu um hana í eitt af emb­ætt­unum 15. Arn­fríður er eig­in­kona Brynjars Níels­son­ar, sam­flokks­manns Sig­ríðar og for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á þeim tíma.

Ragn­heiður Braga­dóttir var líka valin af Sig­ríði þrátt fyrir að hafa lent í 23. sæti á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar. Bæði Ragn­heiður og Arn­fríður voru reynslu­miklir dóm­ar­ar.

Sá síð­asti sem hlaut ekki náð fyrir augum dóm­nefndar en Sig­ríður ákvað að gera til­lögu um í Lands­rétt var Jón Finn­björns­son. Hann lenti í 30. sæti af 33 á hæf­is­lista dóm­nefnd­ar. Hann hafði enga reynslu af lög­manns­störfum né stjórn­sýslu­störfum en hafði gegnt dóm­ara­störfum um ára­bil.

Alþingi sam­þykkti til­lög­una

Alþingi sam­þykkti síðan til­lögu dóms­mála­ráð­herra um 15 dóm­ara við Lands­rétt þann 1. júní 2017. Stjórn­ar­þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Við­reisn og Bjartri fram­tíð greiddu atkvæði með til­lög­unni og stjórn­ar­and­stað­an, að Fram­sókn­ar­flokknum und­an­skild­um, greiddi atkvæði á móti. Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins sátu hjá við atkvæða­greiðsl­una​. Til­lagan var sam­þykkt með 31 atkvæði gegn 22. Átta greiddu ekki atkvæð­i. 

Landsréttur tók til starfa 1. janúar 2018.
Bára Huld Beck

Ást­ráður Har­alds­son stefndi íslenska rík­­inu vegna skip­un­­ar­inn­ar og það gerði Jóhannes Rúnar Jóhanns­son einnig. Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu 15. sept­em­ber 2017, sama dag og rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar sprakk, að dóms­mála­ráð­herra hefði brotið lög við skipun Land­rétt­­ar­­dóm­­ara. Dóm­­ur­inn komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að Sig­ríður hefði átt að óska eftir nýju áliti dóm­­nefndar um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­­stöðu, ef hún teldi ann­­marka á áliti dóm­­nefnd­­ar­inn­­ar. Í nið­­ur­­stöðukafla dóms­ins var tekið fram að stjórn­­­sýslu­­með­­­ferð ráð­herra hefði „ekki verið í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórn­­­sýslu­rétt­­ar­ins um rann­­sókn máls, mat á hæfni umsækj­enda og inn­­­byrðis sam­an­­burð þeirra“.

Ríkið var sýknað af bóta­­kröfum Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars. Þeim þætti máls­ins var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar. 

Dóms­mála­ráð­herra braut stjórn­sýslu­lög

Í des­em­ber sama ár komst Hæsti­réttur Íslands að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún vék frá hæfn­is­mati dóm­nefndar um skipun 15 dóm­ara í Lands­rétt.

Í dómi hans sagði að Sig­ríður hefði að lág­marki átt að gera sam­an­burð á hæfni ann­ars vegar fjög­urra umsækj­enda sem dóm­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­ustu en Sig­ríður ákvað að gera ekki til­lögu um að yrðu skip­að­ir, og þeirra fjög­urra sem hún ákvað frekar að skipa. Það hefði hún ekki gert og gögn máls­ins bentu ekki til þess að nein slík rann­sókn hefði farið fram af hálfu Sig­ríð­ar.

Í dómnum sagði: „Sam­kvæmt því hefði máls­með­ferð hans verið and­stæð 10. gr. stjórn­sýslu­laga og af því leiddi að það sama ætti við um með­ferð Alþingis á til­lögu ráð­herra þar sem ekki hefði verið bætt úr þeim ann­mörkum sem máls­með­ferð ráð­herra var hald­in.“

Í dómnum var fall­ist á miska­bóta­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars. Hæsti­réttur sýkn­aði hins vegar ríkið af skaða­bóta­kröfu og hafði áður vísað frá ógild­ing­ar­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars, sem laut að ógild­ingu þeirrar ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra að leggja ekki til við Alþingi að þeir yrðu skip­aðir í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt.

Hæsti­réttur tók hins vegar afdrátt­ar­lausa efn­is­lega afstöðu til máls­ins. Ef dóms­mála­ráð­herra ætl­aði að víkja frá áliti dóm­nefndar um veit­ingu dóm­ara­emb­ættis yrði slík ákvörðun að vera reist á frek­ari rann­sókn ráð­herra, líkt og kveðið er á um í stjórn­sýslu­lög­um.

Íslenska ríkið dæmt til að greiða skaða- og miska­bætur

Jón Hösk­ulds­­son og Ei­­ríkur Jóns­­son leit­uðu í kjöl­farið réttar síns og var ís­­lenska ríkið dæmt til að greiða þeim skaða- og miska­bætur þar sem þeir hlutu ekki skip­un, þvert á mat nefnd­ar­inn­ar. Í októ­ber 2018 komst Hér­aðs­­dómur Reykja­víkur að því að Jóni skyldu greiddar fjórar millj­ónir í skaða­bætur og 1,1 milljón í miska­bætur vegna lands­rétt­ar­­máls­ins. Þá var skaða­­bóta­­skylda Ei­­ríks við­ur­­­kennd en hann átti eftir að sækja bætur sín­ar. 

Í mars á þessu lækk­aði Lands­réttur bætur sem Jóni voru dæmdar og komst jafn­framt að þeirri nið­ur­stöðu að Eiríkur Jóns­son, sem þá var orð­inn dóm­ari við Lands­rétt, ætti ekki rétt á neinum bót­um. Sami dóm­ari skil­aði sér­at­kvæði í báðum mál­un­um. 

Eiríkur var skip­aður dóm­ari við Lands­rétt í ágúst á síð­asta ári þegar Vil­hjálmur Vil­hjálms­son hætti vegna ald­urs.

Hæstirétt­ur féllst í maí á þessu ári á mál­skots­beiðni Ei­­ríks og Jóns og mun hann því taka mál þeirra fyr­ir. Í ákvörð­unum Hæsta­rétt­ar um að veita áfrýj­un­­ar­­leyfi kom fram að líta yrði svo á að úr­­slit þess­­ara mála gæti haft for­­dæm­is­­gildi um þau atriði sem þeir Ei­­rík­­ur og Jón vísa til í mál­skots­beiðnum sín­­um. Því var fall­ist á að veita leyfið – en enn liggur ekki fyrir nið­ur­staða hjá Hæsta­rétt­i. 

Van­traust­s­til­laga felld

Sam­fylk­ingin og Píratar lögðu fram van­traust­s­til­lögu á dóms­mála­ráð­herra í byrjun mars 2018 vegna fram­göngu hennar í lands­rétt­ar­mál­inu en til­lagan var felld. 33 þing­menn stjórn­ar­flokk­anna greiddu atkvæði gegn van­traust­s­til­lög­unni en 27 þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar og tveir þing­menn Vinstri grænna greiddu atkvæði með til­lög­unni. Einn þing­maður Mið­flokks­ins greiddi ekki atkvæð­i. 

Atkvæði féllu að mestu eftir flokkslín­um. Allir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins greiddu atkvæði gegn van­trausti á dóms­mála­ráð­herra. Það gerðu líka níu af ell­efu þing­mönnum Vinstri grænna.

Auglýsing

Ísland tap­aði

Mál­inu var þó alls ekki lokið en í mars í fyrra – eða ári eftir van­traust­s­til­lög­una – var síðan greint frá því að Ísland hefði brotið gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan var sú að mað­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­með­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­ari við rétt­inn, hefði ekki verið skipuð í hann með lög­­­mætum hætt­i.  

Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­­­son, verj­andi manns­ins, lagði fram kröfu í Lands­rétti þann 2. febr­­­úar árið 2018 um að Arn­­­­fríð­­ur, sem átti að dæma í mál­inu, væri van­hæf í ljósi þess að hún hefði ekki verið skipuð með réttum hætti í emb­ætti. Lands­­réttur hafn­aði kröfu Vil­hjálms og sagði að skipun Arn­­fríðar yrði ekki hagg­að.

Vil­hjálmur kærði þá nið­­ur­­stöðu til Hæsta­réttar sem komst að sömu nið­­ur­­stöðu og Lands­rétt­­ur. Þann 24. maí 2018 stað­­festi Hæst­i­­réttur svo dóm Lands­réttar í mál­inu og skjól­­stæð­ingur Vil­hjálms var dæmdur í 17 mán­aða fang­elsi.

Vil­hjálmur kærði í kjöl­farið þá nið­­ur­­stöðu að seta Arn­­fríðar í Lands­rétti væri í sam­ræmi við lög til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu (MDE). Hann ákvað að taka málið fyrir í lok júní 2018 og veita því flýt­i­­með­­­ferð sem end­aði með þess­ari nið­ur­stöð­u. 

Þótti ekki ástæða til að stíga til hliðar

Sig­ríður taldi á þessum tíma dóm Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu ekki vera til­­efni til þess að segja af sér. Hún sagð­ist ­áfram njóta trausts hjá rík­­is­­stjórn­­inni allri og hafði því ekki í hyggju að segja af sér­. Hún sagði dóm­inn bæði ver­a ó­væntan og for­­dæma­­lausan og þá kæmi líka á óvart að dóm­­ur­inn hefði klofnað í afstöðu sinni til máls­ins. 

Sig­ríður sagði það ekki koma sér á óvart að fólk væri að krefj­­ast afsagnar hennar en hún taldi að þessi dómur gæfi ekki til­­efni til þess. „­Menn hafa haldið því á lofti eins og þeir mög­u­­lega geta. En nei, ég tel nú ekki að þessi dómur gefi til­­efni til þess og ég minni á og bendi á og árétta að afstaða íslenskra dóm­stóla til lög­­­mætis skip­unar dóm­­ar­anna í Lands­rétti liggur alveg skýr fyr­­ir. Það voru nú allar þrjár greinar rík­­is­­valds­ins sem einmitt komu að þeirri skipun og end­aði núna síð­­­ast með Hæsta­rétti sem dæmdi þessa skipun lög­­­mæta,“ sagði hún. 

Dómsmálaráðherra á blaðamannafundinum í mars 2019 þar sem hún steig til hliðar.
Bára Huld Beck

Degi síð­ar, eða þann 13. mars 2019, til­kynnti Sig­ríður á blaða­manna­fundi í dóms­mála­ráðu­neyt­inu að hún myndi stíga til hliðar sem dóms­mála­ráð­herra. Á þeim fundi lýsti Sig­ríður afstöðu sinni til lands­rétt­­ar­­máls­ins í löngu máli, sagði að nið­­ur­­staðan hefði komið henni „veru­­lega á óvart“ og að hún ætl­­aði að stíga til hliðar sem ráð­herra á meðan að verið væri að fjalla meira um ­málið og vinna úr þeirri stöðu sem upp var kom­in. Hún hefði skynjað að hennar per­­sóna kynni að hafa trufl­­andi áhrif á frek­­ari með­­­ferð máls­ins.

Það er hins vegar ekki hægt að stíga til hliðar tíma­bundið sem ráð­herra. Stjórn­­­skipun lands­ins gerir ein­fald­­lega ekki ráð fyrir því. Sig­ríður var að segja af sér emb­ætti. Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dóttir tók tíma­bundið við sem dóms­­mála­ráð­herra en sinnti áfram fyrri ráð­herra­­störfum líka. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir tók við emb­ætti dóms­mála­ráð­herra í sept­em­ber sama ár. 

Yfir­deild MDE stað­festi nið­ur­stöð­una

Þann 9. apríl 2019 ákvað íslenska ríkið að óska eftir end­­ur­­skoðun yfir­­­deildar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu á dómnum sem féll 12. mars. Yfir­­­deildin stað­­festi síðan þann 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn dóm rétt­­ar­ins í lands­rétt­­ar­­mál­inu.

Nið­­ur­­staðan var sú að Guð­­mundur Andri Ást­ráðs­­son, maður sem dæmdur var fyrir umferð­­ar­laga­brot í Lands­rétti skömmu eftir að milli­­­dóms­­stigið tók til starfa, hefði ekki notið þess að fá úrlausn máls síns fyrir sjálf­­stæðum og óvil­höllum dóm­stól. 

Yfir­­­deild dóm­stóls­ins, sem skipuð var 17 dóm­­ur­um, var ein­róma um að brotið hefði verið gegn rétti hans til rétt­látrar máls­­með­­­ferð­­ar, þar sem Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir hefði ekki verið skipuð með lög­­­mætum hætti. Íslenska rík­­inu var gert að greiða Guð­­mundi Andra 20 þús­und evrur í máls­­kostn­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar