Álfheiður ráðin forstjóri Elkem á Grundartanga

Álfheiður Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstjóri kísilsmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2006. Einar Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri, verður nú ráðgjafi á sviði orkumála og vinnumarkaðar hjá fyrirtækinu.

Álfheiður Ágústsdóttir hefur tekið við forstjórastöðunni hjá Elkem.
Álfheiður Ágústsdóttir hefur tekið við forstjórastöðunni hjá Elkem.
Auglýsing

Álf­heiður Ágústs­dótt­ir, sem gegnt hefur starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála og inn­kaupa hjá Elkem Ísland und­an­farin ár, hefur tekið við starfi for­stjóra kís­il­málm­verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga. Þetta kemur fram í til­kynnningu frá Elkem.

Þar segir einnig að frá­far­andi for­stjóri, Einar Þor­steins­son, hafi af per­sónu­legum ástæðum óskað eftir að draga úr vinnu­fram­lagi sínu og ábyrgðum en muni taka sér stöðu við hlið nýráð­ins for­stjóra sem ráð­gjafi á sviði orku­mála og vinnu­mark­að­ar.

Álf­heiður þekkir starf­semi verk­smiðj­unnar vel, en hún hóf þar störf sem sum­ar­starfs­maður árið 2006, fyrst í fram­leiðslu og síðar á fjár­mála­sviði. Hún hefur verið í fullu starfi hjá fyr­ir­tæk­inu frá árinu 2009. Í upp­hafi sinnti hún ýmsum störfum hjá Elkem sam­hliða námi sínu í reikn­ings­haldi og end­ur­skoð­un. Hún segir verk­efnin framundan bæði spenn­andi og krefj­and­i. 

Auglýsing

„Ég þekki okkar frá­bæra starfs­fólk og grunn­þætti verk­smiðj­unnar vel eftir öll þessi ár hér á Grund­ar­tanga. Þekk­ingin og sam­heldnin sem hér er til staðar er öfl­ugt hreyfi­afl og það er mik­ill heiður að fá að leiða þennan stór­kost­lega hóp áfram til góðra verka á tímum sem krefj­ast örra breyt­inga og aðlög­un­ar. Ég er viss um að saman muni okkur takast að leggja grunn að far­sælu starfi í góðri sátt við bæði umhverfi okkar og við­skipta­vini til langrar fram­tíð­ar. 

Í þeim efnum mun áfram­hald­andi nær­vera og þekk­ing for­vera míns vafa­laust skipta miklu máli og ég vil nota þessi tíma­mót til þess að þakka Ein­ari Þor­steins­syni fyrir sitt mikla fram­lag til starf­sem­innar hér um langt ára­bil,“ er haft eftir Álf­heiði í frétta­til­kynn­ingu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent