Álfheiður ráðin forstjóri Elkem á Grundartanga

Álfheiður Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstjóri kísilsmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2006. Einar Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri, verður nú ráðgjafi á sviði orkumála og vinnumarkaðar hjá fyrirtækinu.

Álfheiður Ágústsdóttir hefur tekið við forstjórastöðunni hjá Elkem.
Álfheiður Ágústsdóttir hefur tekið við forstjórastöðunni hjá Elkem.
Auglýsing

Álf­heiður Ágústs­dótt­ir, sem gegnt hefur starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála og inn­kaupa hjá Elkem Ísland und­an­farin ár, hefur tekið við starfi for­stjóra kís­il­málm­verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga. Þetta kemur fram í til­kynnningu frá Elkem.

Þar segir einnig að frá­far­andi for­stjóri, Einar Þor­steins­son, hafi af per­sónu­legum ástæðum óskað eftir að draga úr vinnu­fram­lagi sínu og ábyrgðum en muni taka sér stöðu við hlið nýráð­ins for­stjóra sem ráð­gjafi á sviði orku­mála og vinnu­mark­að­ar.

Álf­heiður þekkir starf­semi verk­smiðj­unnar vel, en hún hóf þar störf sem sum­ar­starfs­maður árið 2006, fyrst í fram­leiðslu og síðar á fjár­mála­sviði. Hún hefur verið í fullu starfi hjá fyr­ir­tæk­inu frá árinu 2009. Í upp­hafi sinnti hún ýmsum störfum hjá Elkem sam­hliða námi sínu í reikn­ings­haldi og end­ur­skoð­un. Hún segir verk­efnin framundan bæði spenn­andi og krefj­and­i. 

Auglýsing

„Ég þekki okkar frá­bæra starfs­fólk og grunn­þætti verk­smiðj­unnar vel eftir öll þessi ár hér á Grund­ar­tanga. Þekk­ingin og sam­heldnin sem hér er til staðar er öfl­ugt hreyfi­afl og það er mik­ill heiður að fá að leiða þennan stór­kost­lega hóp áfram til góðra verka á tímum sem krefj­ast örra breyt­inga og aðlög­un­ar. Ég er viss um að saman muni okkur takast að leggja grunn að far­sælu starfi í góðri sátt við bæði umhverfi okkar og við­skipta­vini til langrar fram­tíð­ar. 

Í þeim efnum mun áfram­hald­andi nær­vera og þekk­ing for­vera míns vafa­laust skipta miklu máli og ég vil nota þessi tíma­mót til þess að þakka Ein­ari Þor­steins­syni fyrir sitt mikla fram­lag til starf­sem­innar hér um langt ára­bil,“ er haft eftir Álf­heiði í frétta­til­kynn­ingu.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent