Björn og Hlédís móta landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Kristján Þór Júlíusson hefur skipað í verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

samsettbbhlé.jpg
Auglýsing

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­mað­ur, og Hlé­dís Sveins­dótt­ir, ráð­gjafi og verk­efna­stjóri, hafa verið skipuð í verk­efn­is­stjórn um land­bún­að­ar­stefnu fyrir Ísland af Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

Bryn­dís Eiríks­dótt­ir, sér­fræð­ingur í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, og Sig­ur­geir Þor­geirs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri, munu starfa með verk­efna­stjórn­inn­i. 

Verk­efna­stjórnin á að vinna að mótun nýrrar land­bún­að­ar­stefnu fyrir Ísland og byggja á grunni sviðs­mynda­grein­ingar um fram­tíð land­bún­að­ar­ins til árs­ins 2040 sem KPMG vann fyrir Krist­ján Þór. Gert er ráð fyrir að til­laga að land­bún­að­ar­stefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir þann 31. mars 2021.

Auglýsing
Samkvæmt skip­un­ar­bréfi verk­efn­is­stjórn­ar­innar á hún að horfa til ýmissa þátta við mótun land­bún­að­ar­stefnu. Á meðal þeirra er að Íslandi verði leið­andi í fram­leiðslu á heil­næmum land­bún­að­ar­af­urð­um, að sér­stak­lega verði hugað að fæðu- og mat­væla­ör­yggi og sam­keppn­is­hæfum rekstr­ar­skil­yrðum í sátt við umhverfi og sam­fé­lag og að tryggð verði byggð­ar­festa með nýt­ingu tæki­færa í krafti nýsköp­unar og vöru­þró­unar sem taki mið af grænum lausnum, mat­ar­menn­ingu og sjálf­bærni. Þá á að horfa til þess að mennt­un, rann­sóknir og þróun mót­ist af hæfi­legri sam­þætt­ingu fræði­legra við­fangs­efna og ráð­gjafar í þágu þeirra sem stunda land­búnað og vinnslu land­bún­að­ar­af­urða og að nota hvata og stuðn­ing til að draga úr umhverf­is­á­hrifum og stuðla að vernd­un, end­ur­heimt og nýt­ingu land­vist­kerfa í sam­ræmi við heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun frá árinu 2016.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyti hans segir að mótun land­bún­að­ar­stefnu sé sam­vinnu­verk­efni stjórn­valda, bænda, neyt­enda og atvinnu­lífs. „Verk­efn­is­stjórn mun efna til funda með bændum og öðrum hag­að­ilum í því skyni að virkja þá til þátt­töku í stefnu­mót­un­inni. Fyrir milli­göngu ráðu­neyt­is­ins verður stofnað til sam­ráðs við þing­flokka. Sam­ráð verður haft við full­trúa Bænda­sam­taka Íslands, Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Neyt­enda­sam­tak­anna og Alþýðu­sam­bands Íslands og þeim gef­inn kostur á að fylgj­ast með fram­vindu verks­ins á vinnslu­stig­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent