Milliliðurinn hraunar yfir þátt Kveiks, skoðar málsóknir og segir Eimskip hafa gert allt rétt

Fyrirtækið GMS hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks um endurvinnslu fyrrum flutningaskipa Eimskips í Indlandi. Þar segir meðal annars að Kveikur hafi sleppt því að ræða við þúsundir ánægðra starfsmanna í Alang.

Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Auglýsing

Eim­skip var „hepp­ið“ að finna kaup­anda að Lax­fossi og Goða­fossi og gerði hár­rétt með því að hámarka sölu­verð­mæti skip­anna. Stjórn­endum Eim­skips ætti að hrósa „fyrir að beita sér fyrir hags­munum fyr­ir­tæk­is­ins og hlut­hafa“ og þeir gerð­ust síður en svo brot­legir við lög.

Þetta segir í yfir­lýs­ingu frá GMS, fyr­ir­tæk­inu sem keypti öldnu flutn­inga­skipin tvö og seldi síðan áfram til end­ur­vinnslu­stöðva í Alang á Ind­land­i. GMS bregst þar við umfjöllun Kveiks um sölu skip­anna tveggja og end­ur­vinnslu­ferli þeirra, sem er nú á borði emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara eftir kæru frá Umhverf­is­stofn­un. ­Fyr­ir­tækið seg­ist sjálft vera að skoða að ráð­ast í lög­sóknir í tengslum við umfjöllun Kveiks.

Eim­skip sjálft baðst afsök­unar á því skipin hefðu endað í end­ur­vinnslu á ströndum Ind­lands, þar sem kröfur um aðbúnað starfs­manna og umhverf­is­á­hrif end­ur­vinnsl­unnar eru minni en í Evr­ópu. Í yfir­lýs­ingu félags­ins til Kaup­hallar 30. sept­em­ber sagð­ist Eim­skip hafa „mátt gera rík­ari kröfur gagn­vart kaup­and­an­um,“ í ljósi þess að skipin tvö voru komin til ára sinna.

Ásak­anir um að flytja fals­fréttir í póli­tískum til­gangi

Alls enga afsök­un­ar­beiðni er að finna í yfir­lýs­ingu GMS, sem er ansi harð­orð. Frétta­menn Kveiks eru þar sak­aðir um upp­lýs­inga­óreiðu og fals­fréttir í „illa rann­sak­aðri og vill­andi 30 mín­útna heim­ild­ar­mynd“ sem þjóni þeim til­gangi að fá háar áhorfs­tölur með „svo­kall­aðri frétta­mennsku“ í „götu­blaða­stíl.“

Í yfir­lýs­ingu GMS eru athuga­semdir gerðar við margt sem fram kemur í þætti Kveiks og seg­ist fyr­ir­tækið raunar hafa afsannað sumar full­yrð­ingar í þætt­inum þegar það brást við umfjöllun BBC um aðstæður í end­ur­vinnslu­stöðv­unum í Alang, meðal ann­ars hvað varðar fjölda slysa á verka­mönnum og gæði heil­brigð­is­þjón­ustu á svæð­inu.

Auglýsing

GMS segir að þáttur Kveiks sýni „aug­ljósa hlut­drægni“ í þá átt að styðja evr­ópskar end­ur­vinnslu­stöðvar sem starfa sam­kvæmt reglu­gerðum Evr­ópu­sam­bands­ins um skipa­end­ur­vinnslu og geri á móti lítið úr alþjóð­lega Hong Kong-­samn­ingnum um örugga og umhverf­is­væna skipa­end­ur­vinnslu. Sá alþjóða­samn­ingur hefur ekki öðl­ast form­legt gildi.

„Vest­ur­lönd gegn Ind­land­i“ 

GMS gagn­rýnir umfjöllun Kveiks um starfs­að­ferð­irnar við end­ur­vinnsl­una í Alang, sér í lagi umfjöllun um hina svoköll­uðu „þyngd­arafls­að­ferð“, sem lýsir sér þannig að skipin eru bútuð í sundur með gas­brenn­urum og látin falla undan eigin þyngd í flæð­ar­mál­ið. Sú aðferð er ekki heim­iluð sam­kvæmt evr­ópskri lög­gjöf um skipa­end­ur­vinnslu.

Í yfir­lýs­ingu GMS segir að í þætt­inum sé lögð áhersla á að teikna þessa aðferð upp í slæmu ljósi, þegar raun­veru­leik­inn sé sá að um sé að ræða marg­reynda og próf­aða aðferð við nið­ur­rif skipa sem sé ekki ein­ungis notuð í SA-Asíu, heldur víð­ar. Þessi aðferð sé ekki mjög frá­brugðin þeim sem sé notuð til að rífa stór­hýsi á Vest­ur­löndum og sé þar kölluð „stýrt nið­ur­rif“ á máli fag­manna.

Ekki hafi verið talað við ánægðu starfs­menn­ina

GMS segir að Kveiks-liðar hafi vilj­andi reynt að sýna ind­versku end­ur­vinnslu­stöðv­arnar í nei­kvæðu ljósi með því að greina ein­ungis frá nei­kvæðum upp­lif­unum eins óánægðs starfs­manns í Alang.

Á móti hafi frétta­menn­irnir látið undir höfuð leggj­ast að segja frá þeim þús­undum starfs­manna sem séu ánægðir með að hafa vinnu í þessum end­ur­vinnslu­stöðvum og hafi einnig ekki sagt frá því að verka­menn­irnir í Alang komi víða frá í Ind­landi til þess að hljóta þessi „eft­ir­sóttu störf“, sem séu betur launuð en störf á þessu svæði eru alla jafna.

Auglýsing

Einnig hafi Kveikur ekki sagt frá því að end­ur­vinnslu­stöðv­arnar hafi stutt vel við bakið á sínu starfs­fólki í COVID-19 far­aldr­inum þrátt fyrir að starf­semi hefði nán­ast lagst af – haldið áfram að borga þeim og veitt mat­ar­að­stoð.

Skoða meið­yrða­mál­sóknir

Heilt yfir þá sakar GMS Kveik um að ganga erinda frjálsra félaga­sam­taka í Evr­ópu sem fari harka­lega fram í bar­áttu sinni gegn skipa­end­ur­vinnslu á Ind­landi, fyrir sinn eigin póli­tíska og per­sónu­lega ávinn­ing.

Fyr­ir­tækið seg­ist vera að skoða lög­sóknir vegna þess sem kemur fram í þætti Kveiks, þar sem „virt og vel þekkt“ vöru­merki GMS hafi vís­vit­andi verið dregið niður í svað­ið.

Í lok yfir­lýs­ingar sinnar kvartar fyr­ir­tækið svo yfir því að fleiri aðilar í alþjóð­lega skipa­iðn­að­inum láti ekki í sér heyra, þegar „fölsk sjón­ar­horn“ um skipa­end­ur­vinnslu í Asíu séu sett fram. 

GMS telur sig eitt vera að berj­ast með sann­leika og stað­reyndir að vopni gegn rangri umfjöllun og segir að það verði til þess að fyr­ir­tækið lendi efst á fórn­ar­lamba­lista þeirra sem séu stað­ráðnir í að vinna gegn alþjóð­lega Hong Kong-­samn­ingnum og stöðva skipa­end­ur­vinnslu­iðn­að­inn í Ind­landi og nær­liggj­andi lönd­um. 

Fyr­ir­tækið hvetur aðra til þess að „rísa upp og láta í sér heyra!“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent