Milliliðurinn hraunar yfir þátt Kveiks, skoðar málsóknir og segir Eimskip hafa gert allt rétt

Fyrirtækið GMS hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks um endurvinnslu fyrrum flutningaskipa Eimskips í Indlandi. Þar segir meðal annars að Kveikur hafi sleppt því að ræða við þúsundir ánægðra starfsmanna í Alang.

Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Auglýsing

Eim­skip var „hepp­ið“ að finna kaup­anda að Lax­fossi og Goða­fossi og gerði hár­rétt með því að hámarka sölu­verð­mæti skip­anna. Stjórn­endum Eim­skips ætti að hrósa „fyrir að beita sér fyrir hags­munum fyr­ir­tæk­is­ins og hlut­hafa“ og þeir gerð­ust síður en svo brot­legir við lög.

Þetta segir í yfir­lýs­ingu frá GMS, fyr­ir­tæk­inu sem keypti öldnu flutn­inga­skipin tvö og seldi síðan áfram til end­ur­vinnslu­stöðva í Alang á Ind­land­i. GMS bregst þar við umfjöllun Kveiks um sölu skip­anna tveggja og end­ur­vinnslu­ferli þeirra, sem er nú á borði emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara eftir kæru frá Umhverf­is­stofn­un. ­Fyr­ir­tækið seg­ist sjálft vera að skoða að ráð­ast í lög­sóknir í tengslum við umfjöllun Kveiks.

Eim­skip sjálft baðst afsök­unar á því skipin hefðu endað í end­ur­vinnslu á ströndum Ind­lands, þar sem kröfur um aðbúnað starfs­manna og umhverf­is­á­hrif end­ur­vinnsl­unnar eru minni en í Evr­ópu. Í yfir­lýs­ingu félags­ins til Kaup­hallar 30. sept­em­ber sagð­ist Eim­skip hafa „mátt gera rík­ari kröfur gagn­vart kaup­and­an­um,“ í ljósi þess að skipin tvö voru komin til ára sinna.

Ásak­anir um að flytja fals­fréttir í póli­tískum til­gangi

Alls enga afsök­un­ar­beiðni er að finna í yfir­lýs­ingu GMS, sem er ansi harð­orð. Frétta­menn Kveiks eru þar sak­aðir um upp­lýs­inga­óreiðu og fals­fréttir í „illa rann­sak­aðri og vill­andi 30 mín­útna heim­ild­ar­mynd“ sem þjóni þeim til­gangi að fá háar áhorfs­tölur með „svo­kall­aðri frétta­mennsku“ í „götu­blaða­stíl.“

Í yfir­lýs­ingu GMS eru athuga­semdir gerðar við margt sem fram kemur í þætti Kveiks og seg­ist fyr­ir­tækið raunar hafa afsannað sumar full­yrð­ingar í þætt­inum þegar það brást við umfjöllun BBC um aðstæður í end­ur­vinnslu­stöðv­unum í Alang, meðal ann­ars hvað varðar fjölda slysa á verka­mönnum og gæði heil­brigð­is­þjón­ustu á svæð­inu.

Auglýsing

GMS segir að þáttur Kveiks sýni „aug­ljósa hlut­drægni“ í þá átt að styðja evr­ópskar end­ur­vinnslu­stöðvar sem starfa sam­kvæmt reglu­gerðum Evr­ópu­sam­bands­ins um skipa­end­ur­vinnslu og geri á móti lítið úr alþjóð­lega Hong Kong-­samn­ingnum um örugga og umhverf­is­væna skipa­end­ur­vinnslu. Sá alþjóða­samn­ingur hefur ekki öðl­ast form­legt gildi.

„Vest­ur­lönd gegn Ind­land­i“ 

GMS gagn­rýnir umfjöllun Kveiks um starfs­að­ferð­irnar við end­ur­vinnsl­una í Alang, sér í lagi umfjöllun um hina svoköll­uðu „þyngd­arafls­að­ferð“, sem lýsir sér þannig að skipin eru bútuð í sundur með gas­brenn­urum og látin falla undan eigin þyngd í flæð­ar­mál­ið. Sú aðferð er ekki heim­iluð sam­kvæmt evr­ópskri lög­gjöf um skipa­end­ur­vinnslu.

Í yfir­lýs­ingu GMS segir að í þætt­inum sé lögð áhersla á að teikna þessa aðferð upp í slæmu ljósi, þegar raun­veru­leik­inn sé sá að um sé að ræða marg­reynda og próf­aða aðferð við nið­ur­rif skipa sem sé ekki ein­ungis notuð í SA-Asíu, heldur víð­ar. Þessi aðferð sé ekki mjög frá­brugðin þeim sem sé notuð til að rífa stór­hýsi á Vest­ur­löndum og sé þar kölluð „stýrt nið­ur­rif“ á máli fag­manna.

Ekki hafi verið talað við ánægðu starfs­menn­ina

GMS segir að Kveiks-liðar hafi vilj­andi reynt að sýna ind­versku end­ur­vinnslu­stöðv­arnar í nei­kvæðu ljósi með því að greina ein­ungis frá nei­kvæðum upp­lif­unum eins óánægðs starfs­manns í Alang.

Á móti hafi frétta­menn­irnir látið undir höfuð leggj­ast að segja frá þeim þús­undum starfs­manna sem séu ánægðir með að hafa vinnu í þessum end­ur­vinnslu­stöðvum og hafi einnig ekki sagt frá því að verka­menn­irnir í Alang komi víða frá í Ind­landi til þess að hljóta þessi „eft­ir­sóttu störf“, sem séu betur launuð en störf á þessu svæði eru alla jafna.

Auglýsing

Einnig hafi Kveikur ekki sagt frá því að end­ur­vinnslu­stöðv­arnar hafi stutt vel við bakið á sínu starfs­fólki í COVID-19 far­aldr­inum þrátt fyrir að starf­semi hefði nán­ast lagst af – haldið áfram að borga þeim og veitt mat­ar­að­stoð.

Skoða meið­yrða­mál­sóknir

Heilt yfir þá sakar GMS Kveik um að ganga erinda frjálsra félaga­sam­taka í Evr­ópu sem fari harka­lega fram í bar­áttu sinni gegn skipa­end­ur­vinnslu á Ind­landi, fyrir sinn eigin póli­tíska og per­sónu­lega ávinn­ing.

Fyr­ir­tækið seg­ist vera að skoða lög­sóknir vegna þess sem kemur fram í þætti Kveiks, þar sem „virt og vel þekkt“ vöru­merki GMS hafi vís­vit­andi verið dregið niður í svað­ið.

Í lok yfir­lýs­ingar sinnar kvartar fyr­ir­tækið svo yfir því að fleiri aðilar í alþjóð­lega skipa­iðn­að­inum láti ekki í sér heyra, þegar „fölsk sjón­ar­horn“ um skipa­end­ur­vinnslu í Asíu séu sett fram. 

GMS telur sig eitt vera að berj­ast með sann­leika og stað­reyndir að vopni gegn rangri umfjöllun og segir að það verði til þess að fyr­ir­tækið lendi efst á fórn­ar­lamba­lista þeirra sem séu stað­ráðnir í að vinna gegn alþjóð­lega Hong Kong-­samn­ingnum og stöðva skipa­end­ur­vinnslu­iðn­að­inn í Ind­landi og nær­liggj­andi lönd­um. 

Fyr­ir­tækið hvetur aðra til þess að „rísa upp og láta í sér heyra!“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent