Eimskip biðst afsökunar á að skip hafi verið endurunnin í Indlandi

Eimskip segir að sér þyki leitt að tvö skip félagsins hafi endað í endurvinnslu í Indlandi, þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­ari en í Evr­­­ópu.

eimskip
Auglýsing

Eim­skip hefur sent til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem félagið biðst afsök­unar á því að tvö skip sem áður voru í eigu Eim­skips, Goða­foss og Lax­foss, hafi endað í end­ur­vinnslu í Ind­landi. Þar er eru kröfur um aðbúnað starfs­­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­­ari en í Evr­­­­ópu. 

Í til­kynn­ingu Eim­skip segir að félag­inu þyki „málið mjög leitt og lítur það alvar­legum augum enda leggur félag­ið, stjórn­endur þess og starfs­fólk mikla áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverf­is­málum í sinni starf­semi. Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í sölu­ferl­inu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera rík­ari kröfur gagn­vart kaup­and­an­um. Það má gera með því að setja ákvæði í samn­ing um söl­una þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í end­ur­vinnslu þá yrði það gert í end­ur­vinnslu­stöð sem sam­ræm­ist Evr­ópu stöðl­um. Eim­skip biðst afsök­unar á að svo hafi ekki verið gert.“

Þar er einnig haft eftir Vil­helm Má Þor­steins­syni, for­stjóra Eim­skips, að ein­hugur sé á meðal stjórnar og stjórn­enda félags­ins „að draga lær­dóm af mál­inu og aðlaga núver­andi sam­fé­lags- og umhverf­is­stefnu til að tryggja að svona atvik, sem sam­ræm­ist ekki þeim gildum og áherslum sem Eim­skip starfar eft­ir, komi ekki fyrir aft­ur.“

Unnið sé að því að hálfu félags­ins að afla allra gagna og upp­lýs­inga um málið og mun félagið í kjöl­farið yfir­fara verk­ferla og marka sér skýr­ari stefnu varð­andi það hvernig eigin skipa­flota er stýrt og við­haldið með til­liti til ald­urs og sölu.

Seld til sér­hæfðs milli­liðs

Fjallað var um nið­ur­rif skip­ana í skipa­kirkju­garð­inum í Alang á Ind­landi í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á fimmtu­dag. Þar kom fram að skipin tvö hefðu verið seld til­ ­fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­­­hæfir sig í að vera milli­­­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­­ari en í Evr­­­­ópu. 

Auglýsing
Þar eru skip oft rifin í flæð­­­­ar­­­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot. Ástæðan fyrir því að skip eru seld til nið­ur­rifs í Ind­landi er að þar fæst allt að fjórum sinnum betra verð fyrir þau en ef skipin eru end­urunnin í Evr­ópu þar sem staðlar eru hærri, unnið er eftir kjara­samn­ingum og kröfur um öryggi starfs­manna mun meiri. 

Þriðja til­kynn­ingin til Kaup­hallar

Afsök­un­ar­beiðnin er þriðja til­kynn­ingin sem Eim­skip hefur sent frá sér til Kaup­hallar vegna máls­ins. Fyrst sendi félagið slíka áður en að Kveiks­þátt­ur­inn var sýnd­ur, en eftir að frétta­menn hans höfðu óskað eftir við­tali við stjórn­endur Eim­skips. Í þeirri til­kynn­ing­u ­sagð­ist Eim­skip ekki hafa tekið ákvörðun um að senda skipin tvö til Ind­lands í end­­ur­vinnslu, heldur hafi það verið ákvörðun GMS, sem keypti skipin af Eim­­skip.

Í næstu til­kynn­ingu, sem send var dag­inn eftir að þáttur Kveiks fór í loft­ið, var þessi afstaða ítrek­uð. Þar sagði enn frem­ur: Eim­­skip hefur aflað upp­­lýs­inga frá Umhverf­is­­stofnun sem hefur nú upp­­lýst félagið að stofn­unin hafi í vik­unni kært félagið til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara sem lög­­að­ila vegna meintra brota á lögum um með­­höndlun úrgangs. Eim­­skip hafði engar upp­­lýs­ingar um þá kæru fyrr en eftir sam­­tal við Umhverf­is­­stofnun fyrr í dag og stofn­unin afl­aði engra gagna frá Eim­­skip vegna máls­ins. Eim­­skip hafnar þessum ásök­unum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu sölu­­ferli.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent