Hópuppsögn hjá Icelandair Group

Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair Group hefur til­kynnt um upp­sagnir 88 starfs­manna félags­ins frá 1. októ­ber næst­kom­andi. Stærstur hluti hóps­ins eru flug­menn, eða 68, en auk þess var 20 starfs­mönnum af ýmsum öðrum sviðum félags­ins sagt upp. Í til­kynn­ingu segir að enn fremur muni nokkrir tugir starfs­manna ljúka tíma­bundnum ráðn­ing­ar­samn­ingum um kom­andi mán­aða­mót. 

Icelandair Group segir að upp­sagn­irnar séu við­bragð við þeim sam­drætti sem verið hefur í flugi vegna hertra ferða­tak­mark­ana á landa­mærum hér á landi sem tóku gildi seinni­part­inn í ágúst. „Ljóst er að félagið stendur frammi fyrir áfram­hald­andi óvissu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í kjöl­far vel heppn­aðs hluta­fjár­út­boðs er félagið hins vegar vel í stakk búið til að kom­ast í gegnum þá óvissu sem framundan er og jafn­framt bregð­ast hratt við um leið og aðstæður leyfa. Félagið von­ast til að hægt verði að draga upp­sagnir til baka um leið og ástandið batnar og eft­ir­spurn eftir flugi tekur við sér á ný.“

Félagið hélt hluta­fjár­út­boð fyrr í þessum mán­uð­i. Icelandair Group ætl­­aði sér að safna að minnsta kosti 20 millj­­örðum króna í útboð­inu. Hægt yrði að hækka þá fjár­­hæð í 23 millj­­arða króna ef umfram­eft­ir­­spurn yrð­i. 

Auglýsing
Alls bár­ust yfir níu þús­und áskriftir upp á alls 37,3 millj­­arða króna. Umfram­eft­ir­­spurn var því 85 pró­­sent, bæði frá fag­fjár­­­festum og almennum fjár­­­fest­­um. Nýjum hlutum mun líka fylgja 25 pró­­sent áskrift­­ar­rétt­indi, eða sem nemur 5,75 millj­­örðum hluta. Það þýðir að hver og einn sem keypti mun geta bætt við sig 25 pró­­sent af því sem við­kom­andi skráði sig fyrir í við­­bót. 

Flestar þeirra efna­hags­að­­gerða sem íslenska ríkið hefur gripið til vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins hafa auk þess verið sniðnar að Icelanda­ir Group. Félagið var það ein­staka fyr­ir­tæki sem nýtti mest allra hluta­­bóta­­leið stjórn­­­valda. Í mars og apríl fengu launa­­menn hjá þeim félögum sem mynda Icelanda­ir-­­sam­­stæð­una alls um 1,1 millj­­arð króna í greiðslur frá Vinn­u­­mála­­stofnun vegna minn­k­aðs starfs­hlut­­falls. Icelandair nýtti líka leið­ina í maí en ekki hefur verið greint frá því hversu háar greiðslur Vinn­u­­mála­­stofn­unar vegna starfs­­manna sam­­stæð­unnar námu þann mán­uð.

Þá fóru rúm­­lega 3,4 millj­­arðar króna af hinum svoköll­uðu upp­­sagn­­ar­­styrkj­un­um, sem sam­tals námu átta millj­­örðum króna, til Icelandair Group eða tengdra aðila, eða um 43 pró­­sent heild­­ar­­upp­­hæð­­ar­inn­ar vegna upp­sagna á fjórða þús­und starfs­manna.

Til við­­bótar við allt ofan­­greint þá hafa rík­­is­­bank­­arnir tveir heitið því að leggja fram rekstr­­ar­línu upp á sam­tals sjö millj­­arða króna sem Icelandair mun geta dregið á. Íslands­­­banki leggur til fjóra af þeim millj­­örðum króna en Lands­­bank­inn þrjá. 

Icelandair mun auk þess fá þrauta­vara­lána­línu upp á 16,5 millj­­arða króna, sem félagið getur dregið á ef allur annar pen­ingur er búinn. Íslands­­­banki og Lands­­bank­inn munu skipta því láni á milli sín, og lána 8,25 millj­­arða króna hvor ef á lín­una reyn­­ir. 

Alþingi sam­­þykkti nýverið að ábyrgj­­ast 90 pró­­sent lána­lín­unn­­ar, eða tæp­­lega 15 millj­­arða króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent