Hópuppsögn hjá Icelandair Group

Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair Group hefur til­kynnt um upp­sagnir 88 starfs­manna félags­ins frá 1. októ­ber næst­kom­andi. Stærstur hluti hóps­ins eru flug­menn, eða 68, en auk þess var 20 starfs­mönnum af ýmsum öðrum sviðum félags­ins sagt upp. Í til­kynn­ingu segir að enn fremur muni nokkrir tugir starfs­manna ljúka tíma­bundnum ráðn­ing­ar­samn­ingum um kom­andi mán­aða­mót. 

Icelandair Group segir að upp­sagn­irnar séu við­bragð við þeim sam­drætti sem verið hefur í flugi vegna hertra ferða­tak­mark­ana á landa­mærum hér á landi sem tóku gildi seinni­part­inn í ágúst. „Ljóst er að félagið stendur frammi fyrir áfram­hald­andi óvissu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í kjöl­far vel heppn­aðs hluta­fjár­út­boðs er félagið hins vegar vel í stakk búið til að kom­ast í gegnum þá óvissu sem framundan er og jafn­framt bregð­ast hratt við um leið og aðstæður leyfa. Félagið von­ast til að hægt verði að draga upp­sagnir til baka um leið og ástandið batnar og eft­ir­spurn eftir flugi tekur við sér á ný.“

Félagið hélt hluta­fjár­út­boð fyrr í þessum mán­uð­i. Icelandair Group ætl­­aði sér að safna að minnsta kosti 20 millj­­örðum króna í útboð­inu. Hægt yrði að hækka þá fjár­­hæð í 23 millj­­arða króna ef umfram­eft­ir­­spurn yrð­i. 

Auglýsing
Alls bár­ust yfir níu þús­und áskriftir upp á alls 37,3 millj­­arða króna. Umfram­eft­ir­­spurn var því 85 pró­­sent, bæði frá fag­fjár­­­festum og almennum fjár­­­fest­­um. Nýjum hlutum mun líka fylgja 25 pró­­sent áskrift­­ar­rétt­indi, eða sem nemur 5,75 millj­­örðum hluta. Það þýðir að hver og einn sem keypti mun geta bætt við sig 25 pró­­sent af því sem við­kom­andi skráði sig fyrir í við­­bót. 

Flestar þeirra efna­hags­að­­gerða sem íslenska ríkið hefur gripið til vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins hafa auk þess verið sniðnar að Icelanda­ir Group. Félagið var það ein­staka fyr­ir­tæki sem nýtti mest allra hluta­­bóta­­leið stjórn­­­valda. Í mars og apríl fengu launa­­menn hjá þeim félögum sem mynda Icelanda­ir-­­sam­­stæð­una alls um 1,1 millj­­arð króna í greiðslur frá Vinn­u­­mála­­stofnun vegna minn­k­aðs starfs­hlut­­falls. Icelandair nýtti líka leið­ina í maí en ekki hefur verið greint frá því hversu háar greiðslur Vinn­u­­mála­­stofn­unar vegna starfs­­manna sam­­stæð­unnar námu þann mán­uð.

Þá fóru rúm­­lega 3,4 millj­­arðar króna af hinum svoköll­uðu upp­­sagn­­ar­­styrkj­un­um, sem sam­tals námu átta millj­­örðum króna, til Icelandair Group eða tengdra aðila, eða um 43 pró­­sent heild­­ar­­upp­­hæð­­ar­inn­ar vegna upp­sagna á fjórða þús­und starfs­manna.

Til við­­bótar við allt ofan­­greint þá hafa rík­­is­­bank­­arnir tveir heitið því að leggja fram rekstr­­ar­línu upp á sam­tals sjö millj­­arða króna sem Icelandair mun geta dregið á. Íslands­­­banki leggur til fjóra af þeim millj­­örðum króna en Lands­­bank­inn þrjá. 

Icelandair mun auk þess fá þrauta­vara­lána­línu upp á 16,5 millj­­arða króna, sem félagið getur dregið á ef allur annar pen­ingur er búinn. Íslands­­­banki og Lands­­bank­inn munu skipta því láni á milli sín, og lána 8,25 millj­­arða króna hvor ef á lín­una reyn­­ir. 

Alþingi sam­­þykkti nýverið að ábyrgj­­ast 90 pró­­sent lána­lín­unn­­ar, eða tæp­­lega 15 millj­­arða króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent