Hópuppsögn hjá Icelandair Group

Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair Group hefur til­kynnt um upp­sagnir 88 starfs­manna félags­ins frá 1. októ­ber næst­kom­andi. Stærstur hluti hóps­ins eru flug­menn, eða 68, en auk þess var 20 starfs­mönnum af ýmsum öðrum sviðum félags­ins sagt upp. Í til­kynn­ingu segir að enn fremur muni nokkrir tugir starfs­manna ljúka tíma­bundnum ráðn­ing­ar­samn­ingum um kom­andi mán­aða­mót. 

Icelandair Group segir að upp­sagn­irnar séu við­bragð við þeim sam­drætti sem verið hefur í flugi vegna hertra ferða­tak­mark­ana á landa­mærum hér á landi sem tóku gildi seinni­part­inn í ágúst. „Ljóst er að félagið stendur frammi fyrir áfram­hald­andi óvissu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í kjöl­far vel heppn­aðs hluta­fjár­út­boðs er félagið hins vegar vel í stakk búið til að kom­ast í gegnum þá óvissu sem framundan er og jafn­framt bregð­ast hratt við um leið og aðstæður leyfa. Félagið von­ast til að hægt verði að draga upp­sagnir til baka um leið og ástandið batnar og eft­ir­spurn eftir flugi tekur við sér á ný.“

Félagið hélt hluta­fjár­út­boð fyrr í þessum mán­uð­i. Icelandair Group ætl­­aði sér að safna að minnsta kosti 20 millj­­örðum króna í útboð­inu. Hægt yrði að hækka þá fjár­­hæð í 23 millj­­arða króna ef umfram­eft­ir­­spurn yrð­i. 

Auglýsing
Alls bár­ust yfir níu þús­und áskriftir upp á alls 37,3 millj­­arða króna. Umfram­eft­ir­­spurn var því 85 pró­­sent, bæði frá fag­fjár­­­festum og almennum fjár­­­fest­­um. Nýjum hlutum mun líka fylgja 25 pró­­sent áskrift­­ar­rétt­indi, eða sem nemur 5,75 millj­­örðum hluta. Það þýðir að hver og einn sem keypti mun geta bætt við sig 25 pró­­sent af því sem við­kom­andi skráði sig fyrir í við­­bót. 

Flestar þeirra efna­hags­að­­gerða sem íslenska ríkið hefur gripið til vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins hafa auk þess verið sniðnar að Icelanda­ir Group. Félagið var það ein­staka fyr­ir­tæki sem nýtti mest allra hluta­­bóta­­leið stjórn­­­valda. Í mars og apríl fengu launa­­menn hjá þeim félögum sem mynda Icelanda­ir-­­sam­­stæð­una alls um 1,1 millj­­arð króna í greiðslur frá Vinn­u­­mála­­stofnun vegna minn­k­aðs starfs­hlut­­falls. Icelandair nýtti líka leið­ina í maí en ekki hefur verið greint frá því hversu háar greiðslur Vinn­u­­mála­­stofn­unar vegna starfs­­manna sam­­stæð­unnar námu þann mán­uð.

Þá fóru rúm­­lega 3,4 millj­­arðar króna af hinum svoköll­uðu upp­­sagn­­ar­­styrkj­un­um, sem sam­tals námu átta millj­­örðum króna, til Icelandair Group eða tengdra aðila, eða um 43 pró­­sent heild­­ar­­upp­­hæð­­ar­inn­ar vegna upp­sagna á fjórða þús­und starfs­manna.

Til við­­bótar við allt ofan­­greint þá hafa rík­­is­­bank­­arnir tveir heitið því að leggja fram rekstr­­ar­línu upp á sam­tals sjö millj­­arða króna sem Icelandair mun geta dregið á. Íslands­­­banki leggur til fjóra af þeim millj­­örðum króna en Lands­­bank­inn þrjá. 

Icelandair mun auk þess fá þrauta­vara­lána­línu upp á 16,5 millj­­arða króna, sem félagið getur dregið á ef allur annar pen­ingur er búinn. Íslands­­­banki og Lands­­bank­inn munu skipta því láni á milli sín, og lána 8,25 millj­­arða króna hvor ef á lín­una reyn­­ir. 

Alþingi sam­­þykkti nýverið að ábyrgj­­ast 90 pró­­sent lána­lín­unn­­ar, eða tæp­­lega 15 millj­­arða króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent