Þórólfur: Að læknar skuli halda þessu fram finnst mér ótrúlegt

Engin þjóð er nærri því að ná hjarðónæmi. Svíar eru mjög langt frá því og Íslendingar enn lengra. Þó er álag á heilbrigðiskerfið hér mikið og á eftir að aukast á næstu dögum og vikum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Eini sanni sann­leik­ur­inn um hvernig á að gera þetta er ekki til,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Á fund­inum var beint að honum spurn­ingu sem oft hefur heyrst áður: Ætti að fara þá leið að ná hjarð­ó­næmi í sam­fé­lag­inu frekar en að hafa miklar tak­mark­anir á ferðum og sam­komum fólks?„Það eru allar þjóðir langt frá hjarð­ó­næmi,“ svar­aði Þórólf­ur. Oft væri bent á Svía í þessu sam­bandi en þar væru þó aðeins um 10 pró­sent íbúa á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti búnir að sýkj­ast. „Þannig að þeir eru langt frá hjarð­ó­næmi.“

AuglýsingAð sögn Þór­ólfs „þarf ekki öfl­ugt ímynd­un­arafl“ til að sjá hvað myndi ger­ast ef veirunni yrði leyft að ganga óheftri yfir. Um 1 pró­sent íbúa á Íslandi hefðu smit­ast og þó væri álagið á heil­brigð­is­kerfið þegar mik­ið.Hvað ef við fengjum fjórum til fimm sinnum stærri far­ald­ur? Spurði Þórólf­ur. Hvað ef til­fellin væru 300-500 dag? Eða jafn­vel um 2.000 eins og spár vís­inda­fólks í Háskóla Íslands bentu til að þau gætu orðið ef ekk­ert yrði að gert. „Við myndum gjör­sam­lega yfir­keyra heil­brigð­is­kerfið og myndum fá hræði­lega útkomu,“ sagði hann. „Að læknar skuli halda þessu fram [að fara hjarð­ó­næm­is­leið] – mér bara finnst það ótrú­leg­t.“Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, sem einnig var á fundi almanna­varna í dag, sagði engan góðan kost í stöð­unni – eini góði kost­ur­inn væri að hér væri engin veira. „Það verður að velja skásta kost­inn og sá lang­skásti er að reyna að tak­marka sem mest sýk­ing­ar.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent