Veiran les ekki minnisblöð og reglugerðir

„Veiran les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og ekki reglugerðir ráðuneytisins,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um gagnrýni sem fram hefur komið á misræmi tillagna hans og ákvörðunar ráðherra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn segj­ast finna fyrir sam­stöðu hjá rík­is­stjórn­inni á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síð­ustu daga. „Rík­is­stjórnin stendur þétt við bakið á okk­ur,“ sagði Víðir á upp­lýs­inga­fundi dags­ins en í frétt Frétta­blaðs­ins í dag kom fram að nokkrir þing­menn og ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins væru með efa­semdir á aðgerð­irn­ar. 

94 greindust með veiruna inn­an­lands í gær og er þetta þriðji dag­ur­inn í röð sem álíka mörg smit hafa greinst. 23 liggja á Land­spít­al­anum með COVID-19 og þrír á gjör­gæslu og í önd­un­ar­vél. Lang­flestir þeirra sem greindust í gær eru búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Rúm­lega þús­und manns hafa greinst með veiruna frá því að þriðja bylgjan hófst um miðjan sept­em­ber. 850 manns eru nú í ein­angr­un. Sótt­varna­læknir telur að á næstu dögum eigi svip­aður fjöldi eftir að grein­ast dag­lega og að inn­lögnum á sjúkra­hús eigi eftir að fjölga að sama skapi.

Auglýsing

„Það er hlut­verk stjórn­mála­manna að spyrja ágengra spurn­inga,“ sagði Víð­ir, spurður út í frétt Frétta­blaðs­ins í morg­un. Hann sagði almanna­varnir vilja fá rýni á það sem verið væri að gera. „Það að ein­hver hafi skoðun sem ein­hverjum örðum finnst skrítin – það er bara þannig. Við fögnum allri umræð­u,“ sagði Víðir og ítrek­aði að full sam­staða væri í rík­is­stjórn­inni.

Eins og lands­lið

Þórólfur sagði það mjög mik­il­vægt að sam­staða væri hjá stjórn­völdum og að ráð­herrar og þing­menn yrðu að sýna sam­stöðu eins og verið væri að biðja almenn­ing að gera. „Ég lít þannig á að fólk geti verið ósam­mála og komið fram með sínar skoð­anir en þegar við höfum ákveðið að gera eitt­hvað þá standi menn saman um það. Að halda áfram að karpa um það út í hið óend­an­lega gerir ekk­ert annað en að rjúfa sam­stöð­una.“

Líkti hann þessu við sam­stöð­una og stuðn­ing­inn við lands­lið í fót­bolta. Fólk hefði skiptar skoð­anir en þegar lands­liðið mætti á völl­inn og leik­ur­inn byrjar hvetji allir það áfram. „Eini sanni sann­leik­ur­inn um hvernig á að gera þetta er ekki til,“ sagði hann um mis­mun­andi skoð­anir á aðgerðum í far­aldr­in­um. 

Þórólfur vitn­aði í umræðu um mis­ræmi í hans til­lögum um íþrótta­iðkun í minn­is­blaði og svo ákvörðun ráð­herra sem sett var fram í reglu­gerð. Honum finnst ástæðu­laust að dvelja við slíkt því nú væri mik­il­væg­ast að allir legð­ust á eitt til að minnka líkur á smiti. „Veiran les ekki minn­is­blöð sótt­varna­læknis og ekki reglu­gerðir ráðu­neyt­is­ins,“ sagði hann.

Hvatt væri áfram til þess að ónauð­syn­leg hópa­mynd­un, sem krefst nálægð­ar, verði frestað. 

Grunn­prinsippin eru skýr

Veiran smit­ast með dropa­smiti, snert­ismiti og úða­smiti, rifj­aði hann upp. Til að minnka líkur á dropa­smiti þyrfti að forð­ast nánd við aðra og við­hafa 1-2 metra nánd­ar­reglu. Einnig gætu and­lits­grímur hjálp­að. Hvað snert­ismit varðar sé mik­il­vægt að þvo hendur og spritta og hreinsa sam­eig­in­lega snertifleti. Til að forð­ast úða­smit ætti fólk að forð­ast illa loft­ræsta staði og nota grím­ur.

„Þetta eru grunn prinsippin sem þarf að hafa í huga,“ sagði Þórólf­ur. Dæmi væru um að ein­stak­lingar væru að leita leiða til að koma sér hjá því að taka þátt í aðgerð­um, flytja til dæmis lík­ams­rækt út úr húsum og undir beran him­in. Aðrir hafi skil­greint starf­semi sína upp á nýtt svo að reglu­gerðir nái ekki yfir þá. „Þetta finnst mér leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í bar­átt­unni gegn veirunn­i.“

Hann lagði áherslu á að flestir væru að fara eftir leið­bein­ingum en minnti á að það væri nóg að fáir gerðu það ekki, „þá getum við sett af stað far­ald­ur“.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent