Veiran les ekki minnisblöð og reglugerðir

„Veiran les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og ekki reglugerðir ráðuneytisins,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um gagnrýni sem fram hefur komið á misræmi tillagna hans og ákvörðunar ráðherra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn segj­ast finna fyrir sam­stöðu hjá rík­is­stjórn­inni á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síð­ustu daga. „Rík­is­stjórnin stendur þétt við bakið á okk­ur,“ sagði Víðir á upp­lýs­inga­fundi dags­ins en í frétt Frétta­blaðs­ins í dag kom fram að nokkrir þing­menn og ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins væru með efa­semdir á aðgerð­irn­ar. 

94 greindust með veiruna inn­an­lands í gær og er þetta þriðji dag­ur­inn í röð sem álíka mörg smit hafa greinst. 23 liggja á Land­spít­al­anum með COVID-19 og þrír á gjör­gæslu og í önd­un­ar­vél. Lang­flestir þeirra sem greindust í gær eru búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Rúm­lega þús­und manns hafa greinst með veiruna frá því að þriðja bylgjan hófst um miðjan sept­em­ber. 850 manns eru nú í ein­angr­un. Sótt­varna­læknir telur að á næstu dögum eigi svip­aður fjöldi eftir að grein­ast dag­lega og að inn­lögnum á sjúkra­hús eigi eftir að fjölga að sama skapi.

Auglýsing

„Það er hlut­verk stjórn­mála­manna að spyrja ágengra spurn­inga,“ sagði Víð­ir, spurður út í frétt Frétta­blaðs­ins í morg­un. Hann sagði almanna­varnir vilja fá rýni á það sem verið væri að gera. „Það að ein­hver hafi skoðun sem ein­hverjum örðum finnst skrítin – það er bara þannig. Við fögnum allri umræð­u,“ sagði Víðir og ítrek­aði að full sam­staða væri í rík­is­stjórn­inni.

Eins og lands­lið

Þórólfur sagði það mjög mik­il­vægt að sam­staða væri hjá stjórn­völdum og að ráð­herrar og þing­menn yrðu að sýna sam­stöðu eins og verið væri að biðja almenn­ing að gera. „Ég lít þannig á að fólk geti verið ósam­mála og komið fram með sínar skoð­anir en þegar við höfum ákveðið að gera eitt­hvað þá standi menn saman um það. Að halda áfram að karpa um það út í hið óend­an­lega gerir ekk­ert annað en að rjúfa sam­stöð­una.“

Líkti hann þessu við sam­stöð­una og stuðn­ing­inn við lands­lið í fót­bolta. Fólk hefði skiptar skoð­anir en þegar lands­liðið mætti á völl­inn og leik­ur­inn byrjar hvetji allir það áfram. „Eini sanni sann­leik­ur­inn um hvernig á að gera þetta er ekki til,“ sagði hann um mis­mun­andi skoð­anir á aðgerðum í far­aldr­in­um. 

Þórólfur vitn­aði í umræðu um mis­ræmi í hans til­lögum um íþrótta­iðkun í minn­is­blaði og svo ákvörðun ráð­herra sem sett var fram í reglu­gerð. Honum finnst ástæðu­laust að dvelja við slíkt því nú væri mik­il­væg­ast að allir legð­ust á eitt til að minnka líkur á smiti. „Veiran les ekki minn­is­blöð sótt­varna­læknis og ekki reglu­gerðir ráðu­neyt­is­ins,“ sagði hann.

Hvatt væri áfram til þess að ónauð­syn­leg hópa­mynd­un, sem krefst nálægð­ar, verði frestað. 

Grunn­prinsippin eru skýr

Veiran smit­ast með dropa­smiti, snert­ismiti og úða­smiti, rifj­aði hann upp. Til að minnka líkur á dropa­smiti þyrfti að forð­ast nánd við aðra og við­hafa 1-2 metra nánd­ar­reglu. Einnig gætu and­lits­grímur hjálp­að. Hvað snert­ismit varðar sé mik­il­vægt að þvo hendur og spritta og hreinsa sam­eig­in­lega snertifleti. Til að forð­ast úða­smit ætti fólk að forð­ast illa loft­ræsta staði og nota grím­ur.

„Þetta eru grunn prinsippin sem þarf að hafa í huga,“ sagði Þórólf­ur. Dæmi væru um að ein­stak­lingar væru að leita leiða til að koma sér hjá því að taka þátt í aðgerð­um, flytja til dæmis lík­ams­rækt út úr húsum og undir beran him­in. Aðrir hafi skil­greint starf­semi sína upp á nýtt svo að reglu­gerðir nái ekki yfir þá. „Þetta finnst mér leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í bar­átt­unni gegn veirunn­i.“

Hann lagði áherslu á að flestir væru að fara eftir leið­bein­ingum en minnti á að það væri nóg að fáir gerðu það ekki, „þá getum við sett af stað far­ald­ur“.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent