Sumir fjölmiðlar algerlega að visna „í skugga Ríkisútvarpsins“

Þingmaður Miðflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu RÚV og einkarekna fjölmiðla á þinginu í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

„Það má segja að Rík­is­út­varpið sé ein­stofna, stórt tré sem er með ræt­urnar í rík­is­sjóði og lögum um inn­heimtu gjalds­ins en allir aðrir fjöl­miðlar séu eins og litlar plöntur sem fá ekki á sig sól­ina af því að Rík­is­út­varpið er með svo langar grein­ar. Þær plöntur eru aðeins að fölna og margar hverjar að visna alger­lega í skugga Rík­is­út­varps­ins.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort sú hug­mynd kæmi til greina að leyfa greið­endum nef­skatts vegna RÚV að ráð­stafa til­teknu hlut­falli af honum til einka­rek­inna miðla.

„Hér vil ég gera stöðu fjöl­miðla, sér­stak­lega einka­rek­inna, að umtals­efni. Í dag liggur fyrir hjá hæst­virtum fjár­mála­ráð­herra sem flestum ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum ber að greiða til Rík­is­út­varps­ins með milli­lend­ingu í rík­is­sjóði úr 17.900 krónum á ári í 18.300 krón­ur. Þetta er það sem í dag­legu tali er kall­aður nef­skatt­ur­inn til RÚV,“ sagði Berg­þór í fyr­ir­spurn sinni.

Auglýsing

Hann benti á að í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar væri reiknað með að útgjöld til Rík­is­út­varps­ins yrði um rúmar 4.500 þús­und millj­ónir og ofan á það bætt­ust tekjur Rík­is­út­varps­ins af aug­lýs­ingum og kost­un. „Á sama tíma er lagt til að hart­nær fjögur hund­ruð millj­ónir fari til einka­rek­inna miðla í gegnum umdeil­an­legt styrkja­kerfi sem meðal ann­ars mun kalla fram aukið opin­bert eft­ir­lit með fjöl­miðl­u­m.“

Berg­þór spurði fjár­mála­ráð­herra hver afstaða hans væri til þess að leyfa greið­endum nef­skatts­ins að ráð­stafa til­teknu hlut­falli af nef­skatti sínum til einka­rek­inna miðla. „Þetta væri til dæmis hægt að gera á skatta­skýrslu hvers árs og ef að við byrj­uðum til að mynda á því að gjald­endur fengu að ráð­stafa 10 pró­sent af skatt­stofni sínum til einka­rek­inna miðla, þá væri það rétt um 450 millj­ónir á ári – sem fer býsna nærri þeirri tölu sem á með frum­varpi hæst­virtum mennta­mála­ráð­herra að færa til einka­rek­inna miðla. Þarna væri hægt að hugsa sér sem svo sem dæmi þar sem menn gætu valið þrjá miðla og þá gæti ein­hver valið að styðja Frétta­blað­ið, ein­hver Morg­un­blað­ið, ein­hver DV, ein­hver Stund­ina, ein­hver Kjarn­ann, ein­hver Fót­bolta.­net og svo fram­veg­is.“

Hann spurði Bjarna enn fremur hvort hann sæi þessa leið sem færa til þess að styðja við inn­lenda einka­rekna fjöl­miðla með ein­földum hætti.

Bergþór Ólason við þingsetningu í síðustu viku. Mynd: Bára Huld Beck

Hug­myndin vekur upp margar grund­vall­ar­spurn­ingar um RÚV

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist þetta vera áhuga­verð hug­mynd en að hún væri ekki á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Ég held að hún ein og sér myndi vekja upp margar grund­vall­ar­spurn­ingar sem við þyrftum fyrst að taka afstöðu til, nefni­lega spurn­ing­una: Eigum við að reka almanna­út­varp og hvernig eigum við að fjár­magna það? Það er ágætt að fá þá umræðu. Sitt sýn­ist hverjum um umfang þeirrar starf­semi, þótt mér þyki sem breið sam­staða sé um að almanna­út­varp þurfi að gegna ákveðnu lyk­il­hlut­verki. Þetta snýst sömu­leiðis ekki bara um grund­vall­ar­spurn­ing­una hvort við eigum að reka slíkt útvarp heldur líka hvernig við eigum að gera það og fjár­magna það.“

Hann sagð­ist hafa verið þeirrar skoð­unar að ákveðið rof hefði átt sér stað í þeirri teng­ingu sem Berg­þór nefndi, „sem er fram­lag hvers og eins ein­stak­lings og lög­að­ila á Íslandi til þessa rekst­urs, með því að við hættum að inn­heimta gjaldið sér­stak­lega. Það voru eflaust ýmsar praktískar ástæður fyrir því en ég held að það hafi slitnað þetta sam­band sem oft er mik­il­vægt að sé til stað­ar, að fólk viti að það sé að leggja eitt­hvað af mörk­um, borgar í hverjum mán­uði og svo fram­veg­is. Ég held að það sé líka galli á þessu fyr­ir­komu­lagi sem við erum með núna. Ef hér er ein­hver hag­sveifla og það fjölgar til dæmis fyr­ir­tækjum í land­inu, þá aukast sjálf­krafa fram­lögin til Rík­is­út­varps­ins án þess að það sé ein­hver rök­bundin nauð­syn til þess eða hægt sé að færa fyrir því rök að það eitt að stofnuð eru 1.000 ný fyr­ir­tæki eða 1.000 nýjar kenni­tölur á fyr­ir­tækja­skrá eigi að leiða til þess að verk­efnum Rík­is­út­varps­ins fjölgi ein­hvern veg­inn eða verði umfangs­meiri. Þarna held ég að sé ákveðin rök­leysa í fyr­ir­komu­lag­in­u.“

Eftir sæti að það þyrfti að halda áfram að ræða þá stöðu sem Rík­is­út­varpið er í gagn­vart fjöl­miðla­mark­aðnum að öðru leyti og telur Bjarni að aug­lýs­ing­arnar séu stór þáttur sem þurfi að taka til frek­ari umræðu.

Spurði hvort hægt væri að minnka umsvif RÚV með ein­hverjum hætti

Berg­þór lýsti yfir ánægðu með vilja fjár­mála­ráð­herra til þess að opna þetta sam­tal og þessa umræðu. „Það eru auð­vitað margar leiðir til þess að styðja við inn­lenda einka­rekna fjöl­miðla. Ein þeirra væri til dæmis að afnema virð­is­auka­skatt af áskrift­ar­tekjum svo hér sé einu dæmi kastað fram. Það væri hægt að eiga við trygg­ing­ar­gjald starfs­manna og fleira slíkt.

En aðeins varð­andi svar hæst­virts ráð­herra þá er staðan auð­vitað þannig að með núver­andi tekjum af nef­skatti og síðan aug­lýs­inga- og kost­un­ar­tekjum sjáum við að Rík­is­út­varpið hefur til ráð­stöf­unar ein­hvers staðar í námunda við 6.000 millj­ón­ir, sýn­ist mér, á næsta ári. Slík tala kippir auð­vitað úr sam­bandi öllum sann­gjörnum sam­keppn­is­sjón­ar­mið­um, ef svo má segja, gagn­vart hinum einka­reknu miðlum sem standa í slags­málum á þessum mark­að­i,“ sagði hann.

Þá spurði Berg­þór ráð­herrann, ef sjón­ar­miðið væri að hér á landi ætti að reka almanna­út­varp með ein­hverjum hætti, hvort hann teldi ekki væri hægt að minnka það að ein­hverju marki frá því sem væri í dag.

Stígur varla inn á frjálsan fjöl­miðil án þess að menn spyrji hvort ekki sé hægt að auka and­rými frjálsu fjöl­miðl­anna

Bjarni kom aftur í pontu og sagði að vissu­lega væri Rík­is­út­varpið alls ekki hafið yfir gagn­rýni hvað varðar umfangið í starf­sem­inni.

„Það má segja að Rík­is­út­varpið sé ein­stofna, stórt tré sem er með ræt­urnar í rík­is­sjóði og lögum um inn­heimtu gjalds­ins en allir aðrir fjöl­miðlar séu eins og litlar plöntur sem fá ekki á sig sól­ina af því að Rík­is­út­varpið er með svo langar grein­ar. Þær plöntur eru aðeins að fölna og margar hverjar að visna alger­lega í skugga Rík­is­út­varps­ins.

Ég held því að mikið rúm sé fyrir umræðu um aug­lýs­inga­mark­að­inn sem er meg­in­upp­spretta tekju­lindar fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Maður stígur varla inn á frjálsan fjöl­miðil án þess að menn hefji við mann umræðu, áður en útvarps­þátt­ur­inn byrj­ar, eða hvað það nú er, um það hvort ekki sé hægt að auka and­rými frjálsu fjöl­miðl­anna til að bjarga sér sjálf­um. Það er nú mjög í anda sjálf­stæð­is­stefn­unnar að hjálpa mönnum til sjálfs­hjálp­ar,“ sagði hann.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent