Enn fjölgar innlögnum vegna COVID-19: 23 á Landspítala

Yfir hundrað smit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Innanlandssmit voru 94. Innan við helmingur var í sóttkví við greiningu. 23 liggja á Landspítalanum með COVID-19.

Tæplega hundrað innanlandssmit greindust í gær.
Tæplega hundrað innanlandssmit greindust í gær.
Auglýsing

23 sjúk­lingar með COVID-19 liggja nú á Land­spít­al­an­um. Þrír eru á gjör­gæslu­deild. Inn­lögðum hefur því fjölgað um þrjá frá því í gær.Yfir hund­rað smit af kór­ónu­veirunni greindust hér á landi í gær. Af þeim voru 94 inn­an­lands­smit og átta greind við landa­mær­in. Aðeins 40 af þeim sem greindust inn­an­lands, innan við helm­ing­ur, var í sótt­kví við grein­ingu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk frá almanna­vörnum í morg­un.Í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins höfðu 20 verið lagðir inn á sjúkra­hús 27 dögum eftir að fyrsta smitið greind­ist. Þá voru sex á gjör­gæslu. Nú, 27 dögum eftir að þriðja bylgjan hófst að mati vís­inda­fólks við Háskóla Íslands, eru 23 á sjúkra­húsi en þrír á gjör­gæslu.

Auglýsing


Vís­inda­fólk við Háskóla Íslands vinnur nú að því að upp­færa spálíkan sitt um mögu­lega þróun far­ald­urs­ins. Til stendur að gera einnig sviðs­myndir um fjölda inn­lagna í þess­ari upp­færðu spá.

Glíma við fjöl­þætt ein­kenniSig­ríður Zöega, sér­fræð­ingur í hjúkrun og dós­ent við Háskóla Íslands, birti í gær fyrstu nið­ur­stöður úr könnun um ein­kenni og líðan sjúk­linga í kjöl­far Covid 19. Til­gangur rann­sókn­ar­innar var að kanna ein­kenni og líðan ein­stak­linga sem fengu Covid-19 og nutu þjón­ustu Covid-19 göngu­deildar Land­spít­ala. Spurn­inga­listi var sendur út í júlí og var svar­hlut­fall um 60%. Þátt­tak­endur mátu líðan sína og ein­kenni bæði á meðan þeir voru í ein­angrun og und­an­farnar 1-2 vikur þegar spurn­inga­lista var svar­að. 

Rann­sóknin sýndi að þótt ein­kennum fækki og það dragi úr styrk­leika þeir þá er fólk engu að síður að glíma við fjöl­þætt ein­kenni sem hafa áhrif á dag­legt líf, einkum þreytu, mæði og verki. Meiri­hluti þátt­tak­enda mat heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19.  

Auknar líkur á veld­is­vexti

Sótt­varna­læknir og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ítreka til­mæli sín vegna auk­ins fjöldi smita einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, vegna Covid-19 síð­ustu daga og aukið hafa líkur á veld­is­vexti í far­aldr­in­um. Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga, segir í til­kynn­ingu sem barst fjöl­miðlum í morg­un. Til­mælin eru:  • Hvetjum alla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að vera eins mikið heima­við og kostur er.
  • Ekki vera á ferð­inni til eða frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu nema nauð­syn sé til.
  • Verjum við­kvæma hópa og tak­mörkum heim­sóknir til ein­stak­linga í áhættu­hópum eins og hægt er.
  • Tak­mörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heim­ili ef kostur er
  • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir við­burðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fresti þeim
  • Klúbb­ar, kór­ar, hlaupa­hópar, hjóla­hópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starf­semi sinni.
  • Allir staðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem almenn­ingur á erindi herði allar sínar sótt­varn­ar­að­gerð­ir, tak­marki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótt­hreinsað hendur við inn­ganga, sótt­hreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjar­lægð­ar­mörk.
  • Íþrótta­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþrótt­um.
  • Íþrótta­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fresti keppn­is­ferðum út á land.
  • Allir sem finni fyrir hinum minnstu ein­kennum haldi sig heima, fari í sýna­töku og líti á að þeir séu í ein­angrun þar til nei­kvæð nið­ur­staða úr sýna­töku liggi fyr­ir.

„Allir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sér­stak­lega vel að sér næstu vik­ur.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent