Enn fjölgar innlögnum vegna COVID-19: 23 á Landspítala

Yfir hundrað smit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Innanlandssmit voru 94. Innan við helmingur var í sóttkví við greiningu. 23 liggja á Landspítalanum með COVID-19.

Tæplega hundrað innanlandssmit greindust í gær.
Tæplega hundrað innanlandssmit greindust í gær.
Auglýsing

23 sjúk­lingar með COVID-19 liggja nú á Land­spít­al­an­um. Þrír eru á gjör­gæslu­deild. Inn­lögðum hefur því fjölgað um þrjá frá því í gær.Yfir hund­rað smit af kór­ónu­veirunni greindust hér á landi í gær. Af þeim voru 94 inn­an­lands­smit og átta greind við landa­mær­in. Aðeins 40 af þeim sem greindust inn­an­lands, innan við helm­ing­ur, var í sótt­kví við grein­ingu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk frá almanna­vörnum í morg­un.Í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins höfðu 20 verið lagðir inn á sjúkra­hús 27 dögum eftir að fyrsta smitið greind­ist. Þá voru sex á gjör­gæslu. Nú, 27 dögum eftir að þriðja bylgjan hófst að mati vís­inda­fólks við Háskóla Íslands, eru 23 á sjúkra­húsi en þrír á gjör­gæslu.

Auglýsing


Vís­inda­fólk við Háskóla Íslands vinnur nú að því að upp­færa spálíkan sitt um mögu­lega þróun far­ald­urs­ins. Til stendur að gera einnig sviðs­myndir um fjölda inn­lagna í þess­ari upp­færðu spá.

Glíma við fjöl­þætt ein­kenniSig­ríður Zöega, sér­fræð­ingur í hjúkrun og dós­ent við Háskóla Íslands, birti í gær fyrstu nið­ur­stöður úr könnun um ein­kenni og líðan sjúk­linga í kjöl­far Covid 19. Til­gangur rann­sókn­ar­innar var að kanna ein­kenni og líðan ein­stak­linga sem fengu Covid-19 og nutu þjón­ustu Covid-19 göngu­deildar Land­spít­ala. Spurn­inga­listi var sendur út í júlí og var svar­hlut­fall um 60%. Þátt­tak­endur mátu líðan sína og ein­kenni bæði á meðan þeir voru í ein­angrun og und­an­farnar 1-2 vikur þegar spurn­inga­lista var svar­að. 

Rann­sóknin sýndi að þótt ein­kennum fækki og það dragi úr styrk­leika þeir þá er fólk engu að síður að glíma við fjöl­þætt ein­kenni sem hafa áhrif á dag­legt líf, einkum þreytu, mæði og verki. Meiri­hluti þátt­tak­enda mat heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19.  

Auknar líkur á veld­is­vexti

Sótt­varna­læknir og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ítreka til­mæli sín vegna auk­ins fjöldi smita einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, vegna Covid-19 síð­ustu daga og aukið hafa líkur á veld­is­vexti í far­aldr­in­um. Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga, segir í til­kynn­ingu sem barst fjöl­miðlum í morg­un. Til­mælin eru:  • Hvetjum alla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að vera eins mikið heima­við og kostur er.
  • Ekki vera á ferð­inni til eða frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu nema nauð­syn sé til.
  • Verjum við­kvæma hópa og tak­mörkum heim­sóknir til ein­stak­linga í áhættu­hópum eins og hægt er.
  • Tak­mörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heim­ili ef kostur er
  • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir við­burðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fresti þeim
  • Klúbb­ar, kór­ar, hlaupa­hópar, hjóla­hópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starf­semi sinni.
  • Allir staðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem almenn­ingur á erindi herði allar sínar sótt­varn­ar­að­gerð­ir, tak­marki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótt­hreinsað hendur við inn­ganga, sótt­hreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjar­lægð­ar­mörk.
  • Íþrótta­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþrótt­um.
  • Íþrótta­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fresti keppn­is­ferðum út á land.
  • Allir sem finni fyrir hinum minnstu ein­kennum haldi sig heima, fari í sýna­töku og líti á að þeir séu í ein­angrun þar til nei­kvæð nið­ur­staða úr sýna­töku liggi fyr­ir.

„Allir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sér­stak­lega vel að sér næstu vik­ur.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent