Auknar strandsiglingar „óraunhæfur og óhagkvæmur“ kostur að mati Eimskips

Talið er ólíklegt að auknar strandsiglingar hefðu jákvæð sparnaðaráhrif á flutningskostnað samkvæmt umsögn Eimskips við þingsályktunartillögu um efnið. Félagið kallar eftir innviðauppbyggingu fyrir vistvæna flutningabíla og aukna fjárfestingu í vegum.

Í umsögn Eimskips er sagt að líklega sé ófýsilegt að flytja stóran hluta þeirra vara sem nú eru fluttar í landflutningum með sjófrakt um landið.
Í umsögn Eimskips er sagt að líklega sé ófýsilegt að flytja stóran hluta þeirra vara sem nú eru fluttar í landflutningum með sjófrakt um landið.
Auglýsing



Breytt fyr­ir­komu­lag á strand­sigl­ingum með tíð­ari sigl­ingum á hafnir lands­byggð­ar­innar mun ekki skila þeim árangri sem stefnt er að í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um auknar strand­sigl­ingar að mati Eim­skips. Þetta kemur fram í umsögn Eim­skips við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um könnun á hag­kvæmni strand­flutn­inga sem birt var í gær. Kallað er eftir því að frekar verði und­ir­bún­ingur fyrir vist­væna flutn­inga­bíla haf­inn með við­eig­andi inn­viða­upp­bygg­ingu og fjár­fest­ing í vega­kerf­inu auk­in.

Í sam­an­tekt umsagn­ar­innar kemur fram að Eim­skip telji það ólík­legt að auknir sjó­flutn­ingar hefðu jákvæð áhrif á flutn­ings­kostnað þegar á heild­ina sé lit­ið. Nauð­syn­legt sé að meta ávinn­ing af strand­flutn­ingum með til­liti til allra þátta sem hafa áhrif og að meta þurfi raun­veru­lega eft­ir­spurn eftir strand­flutn­ingum og hvaða magn fær­ist úr vega­flutn­ingum yfir í strand­skip. Þá segir í umsögn­inni að stór hluti flutn­inga í land­flutn­inga­kerf­inu sé flutn­ingur ferskra afurða sem kallar á hraða og tíða þjón­ustu. Að mati Eim­skips mun frek­ari grein­ing leiða í ljós að auknir strand­flutn­ingar óraun­hæfur og óhag­kvæmur kost­ur.

Auglýsing

Strand­sigl­ingar dragi úr sliti á vegum og minnki kolefn­is­spor

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sem um ræðir fjallar um að könnuð verði hag­kvæmni þess að halda úti tveimur strand­flutn­inga­skipum til að flytja vörur um land­ið. Með auknum strand­flutn­ingum megi minnka vöru­flutn­inga á þjóð­vegum lands­ins og draga þannig úr sliti á vega­kerf­inu. Einnig er lagt til að skoð­aður verði sá mögu­leiki á að nýta skipin til sorp­flutn­inga og sem björg­un­ar­skip í neyð­ar­til­fell­um.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er það sagt umhverf­is­vænt að flytja þunga­flutn­inga af vega­kerf­inu því þannig megi minnka kolefn­is­spor í flutn­ing­um. Þar að auki vega þunga­flutn­ingar þyngst þegar kemur að sliti þjóð­vega. „Talið er að áhrif þyngdar hafi fjórða veldis áhrif á nið­ur­brot veg­anna. Þetta þýðir að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þús­und sinnum meiri áhrif á nið­ur­brot vega en öxull sem er 1 tonn,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Nútíma­legri og umhverf­is­vænni kostur

Strand­sigl­ingar eru sagðar nútíma­legri og umhverf­is­vænni kostur en land­flutn­ingar í grein­ar­gerð­inni, þar sem sigl­ing­arnar losi minni koltví­sýr­ing. Þar segir einnig að flutn­ing­ur, losun og urðun sorps verði eitt stærsta og mest krefj­andi verk­efni sveit­ar­fé­laga í nán­ustu fram­tíð og flutn­ings­þörf á sorpi muni aukast.

Stærstan hluta land­flutn­inga, fyrir utan ferskar afurð­ir, megi færa í strand­sigl­ingar með til­heyr­andi sparn­aði fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga, að mati flutn­ings­manna til­lög­unn­ar. „Góðar líkur eru á því að sjó­flutn­ingar yrðu mun ódýr­ari en land­flutn­ing­ar. Því gæti end­ur­vakn­ing strand­flutn­inga haft bein áhrif á afkomu heim­ila og fyr­ir­tækja um land allt,“ segir í grein­ar­gerð. Þó þurfi að skoða hafn­ar­gjöld við rekstur strand­ferða­skipa en þau eru sögð mun hærri en sá kostn­aður sem leggst á land­flutn­inga.

Lítil eft­ir­spurn vegna langs flutn­ings­tíma

Eim­skip gerir nokkrar athuga­semdir við til­lög­una og grein­ar­gerð hennar í umsögn sinni. Þar er tekið undir þau sjón­ar­mið að hag­kvæmara sé að flytja ýmsa vöru í gámum eða þunga­vöru með skipum frá Reykja­vík til hafna á lands­byggð­inni frekar en með bíl­um. Eft­ir­spurn eftir þeim flutn­inga­máta hafi hins vegar verið lítil vegna of langs flutn­ings­tíma. Tekið er fram að gáma­flutn­ingar séu hins vegar í lág­marki á þjóð­vegum lands­ins og að við­skipta­vinir félags­ins nýti sér skipa­sigl­ingar vel í gáma­flutn­ing­um.

Í umsögn­inni er sagt að breytt fyr­ir­komu­lag með tíð­ari sigl­ingum muni ekki skila þeim árangri sem stefnt er að í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni. Ástæðan sé sú að margt sem flutt er út á lands­byggð­ina, til að mynda öll neyslu­vara, kalli á tíðar ferð­ir. Þá séu engir mið­lægir vörulagerar á lands­byggð­inni og sam­kvæmt Eim­skip hafa við­skipta­vinir félags­ins ekki áhuga á að byggja upp slíka lag­era. Lag­er­inn sé því stöðugt á ferð­inni: „Það má því segja að í núver­andi fyr­ir­komu­lagi sé vörulager lands­byggð­ar­innar í raun á leið­inni þangað um þjóð­vega­kerfið á degi hverj­u­m.“

Fisk­ur, bæði nýveiddur og úr eldi, kalli á hraðan flutn­ing

Ferskur fiskur á leið í vinnslu er sagður uppi­staðan í land­flutn­ingum hér á landi. Lönd­uðum fiski þarf að skila í vinnslu áður en vinna hefst að morgni næsta dags og þaðan er hann fluttur ferskur í útflutn­ings­skip eða í flug. Þetta kalli á dag­lega þjón­ustu, fimm til sjö daga vik­unn­ar. Það sama gildi um fisk­eldið en sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni er gert ráð fyrir að umsvif í fisk­eldi eigi eftir að aukast umtals­vert á næstu miss­er­um.

Að mati fyr­ir­tæk­is­ins myndi því óveru­legur hluti sem nú er í land­flutn­inga­kerf­inu fær­ast þaðan í strand­sigl­ing­ar. Með því að færa vöru­flutn­inga af vegum lands­ins yfir í skip væri verið að fara aftur til for­tíðar að mati fyr­ir­tæk­is­ins, þvert á skoðun flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar. Þá segir í umsögn­inni að ekki liggi fyrir neinar upp­lýs­ingar eða for­sendur til að meta hvaða áhrif sú þjón­usta sem lýst er í til­lög­unni muni hafa á kolefn­is­spor flutn­ings.

Kalla eftir inn­viða­upp­bygg­ingu

Það er nefnt í umsögn­inni að þess er ekki langt að bíða flutn­inga­bílar verði farnir að ganga fyrir umhverf­is­vænni orku­gjöfum er nú tíðkast, ef til vill vetni, og því þurfi að búa inn­viði undir slík orku­skipti. „Ef vetni yrði fram­tíð­ar­orku­gjaf­inn til að nota á flutn­inga­bíla sem keyra á lengri leiðum þá vantar að koma á fót vetn­is­fram­leiðslu og byggja upp inn­viða­kerfi landið um kring til að hægt væri að nota slíka bíla hvar sem er á land­in­u,“ segir í umsögn­inni.

Einnig er vikið að upp­safn­aðri fjár­fest­inga­þörf í vega­kerfi lands­ins og það sagt vera bæði bráð­nauð­syn­legt og þjóð­hags­lega hag­kvæmt að styrkja og end­ur­bæta vega­kerf­ið. Vísað er inn­viða­skýrslu Sam­taka iðn­að­ar­ins og Félag ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga í umsögn­inni en sam­kvæmt skýrsl­unni er upp­söfnuð fjár­fest­inga­þörf í vega­kerf­inu um 110 millj­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent