Gildi telur starfsreglur stjórnar Eimskips færa stjórnarformanni „heldur mikið vald“

Lífeyrissjóður sem er þriðji stærsti eigandi Eimskips vill láta breyta starfsreglum stjórnar félagsins þannig að stjórnarformaðurinn Baldvin Þorsteinsson geti ekki kallað inn varamenn að eigin frumkvæði og án sérstakrar ástæðu.

Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja í Evrópu og einn aðaleigenda Samherja hf., er stjórnarformaður Eimskips.
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja í Evrópu og einn aðaleigenda Samherja hf., er stjórnarformaður Eimskips.
Auglýsing

Samkvæmt gildandi starfsreglum stjórnar Eimskips getur stjórnarformaður félagsins, sem í dag er Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja í Evrópu, að eigin frumkvæði og án sérstakrar ástæðu kallað til einn varamann til viðbótar við þá fimm stjórnarmenn sem ætla sér að sitja stjórnarfund.

Sá varamaður hefur, samkvæmt reglunum, rétt til þess að leggja fram tillögur og taka til máls en er ekki með atkvæðisrétt. 

Þessu ákvæði vill Gildi lífeyrissjóður, þriðji stærsti eigandi félagsins með 14,11 prósent eignarhlut, breyta. Í greinargerð sem fylgir tillögu til ályktunar sem verður á dagskrá komandi aðalfundar Eimskips, sem fram fer 25. mars næstkomandi, segir að ákveðið sé „óvenjulegt og færir stjórnarformanni hverju sinni heldur mikið vald til þess að ákveða einhliða mætingu varamanns á stjórnarfund. Eðlilegra er að varamaður sé kallaður til þegar aðalmaður getur af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í stjórnarstörfum.“

Auglýsing
Viðbúið er að breytingar verði á stjórn Eimskips á aðalfundinum. Hrund Rúdólfsdóttir, varaformaður stjórnar, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda og almennur stjórnarmaður, sækjast ekki eftir endurkjöri og þess í stað vilja Ólöf Hildur Pálsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir eftir setu í stjórninni. 

Varamennirnir tveir sem stjórnarformaðurinn getur að óbreyttu kallað inn á fundinn verða áfram þeir sömu, hin færeyska Jóhanna á Bergi, sem er forstjóri Atlantic Airways, og Óskar Magnússon, stjórnarmaður í stærsta hluthafanum í Eimskip, Samherja Holding. Það félag á alls 27,36 prósent hlut í Eimskip.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent