Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum

Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.

Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson.
Auglýsing

Krist­ján Vil­helms­son, útgerð­ar­stjóri Sam­herja og um ára­bil annar stærstu eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins, sendu tölvu­póst til fram­kvæmda­stjóra Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­dem­í­unnar (ÍK­SA),  sem veitir Eddu­verð­launin ár hvert, þann 17. jan­úar árið 2019, og fór fram á að Helgi Seljan yrði sviptur Eddu­verð­laun­um. Helgi hafði hlotið verð­launin sem besti sjón­varps­maður lands­ins árin 2016 og 2017, en almenn­ingur kýs þann sem hlýtur þau. 

Frá þessu er greint í Stund­inni í dag

Þar segir að í tölvu­pósti Krist­jáns, sem bar yfir­skrift­ina „Helgi Selj­an“ hafi stað­ið: „Sæl. Er svona fölsun frétta­manns til­efni til að draga verð­laun hans til­bak­a?“ Tengd við póst­inn var aðsend grein eftir Elínu Björgu Ragn­ars­dótt­ur, lög­fræð­ing og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fisk­fram­leið­enda, sem birst hafði í Morg­un­blað­inuHelgi Seljan.

Í grein­inni vændi hún Kast­ljós og Helga um slæ­leg vinnu­brögð í þætti um hús­leit hjá Sam­herja vegna meintra brota á lögum um gjald­eyr­is­mál sem sýndur var í lok mars árið 2012.  ÍKSA vildi ekki svara spurn­ingum Stund­ar­innar um mál­ið.

Auglýsing
Kristján seldi stærstan hluta sinn í Sam­herja hf., ann­ars helm­ings Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, til barna sinna fyrir skemmstu. Hann er enn stærsti eig­andi Sam­herja Hold­ing, hins helm­ings sam­stæð­unn­ar, sem heldur utan um þorra erlendrar starf­semi hennar og rúm­lega 30 pró­sent eign­ar­hlut í Eim­skip.

Sendi bréf á þekktan háskóla

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greint er frá því opin­ber­lega að Krist­ján hafi beitt sér gegn nafn­greindu fólki sem hafði fjallað með gagn­rýnum hætti um hann eða sjáv­ar­út­vegs­mál.

Í maí 2014 greindi Kjarn­inn frá könnun sem sýndi að sjött­i hver háskóla­­­maður á Íslandi hafði komið sér hjá því að tjá sig við fjöl­miðla ­vegna ótta við við­brögð valda­­­fólks úr stjórn­­­­­mála- og efna­hags­­­lífi. Þar kom einnig í ljós að meiri­hluti háskóla­­­manna taldi að akademísku frelsi fræði- og ­vís­inda­­­manna á Íslandi stafi ógn af gagn­rýni eða hót­­­unum frá valda­­­fólki í stjórn­­­­­mál­um, efna­hags- og atvinn­u­­­lífi.

Skömmu síðar birti Kjarn­inn umfjöllun eftir Björn Gísla­­son þar sem sagt var frá­ því hvern­ig Jón Steins­­­son, þá dós­ent í hag­fræði við Col­umbi­a-há­­­skól­ann í New York sem flutti sig yfir til Berkel­ey-há­­skól­ans í fyrra, hefði fengið að finna fyrir því að ­skrifa reglu­­­lega um hita­­­mál sam­­­fé­lags­ins í íslenska fjöl­miðla, sér­­­stak­­­lega um ­fisk­veið­i­­­­stjórn­­­un­­­ar­­­kerf­ið, auð­linda­nýt­ingu og skatta­­­mál. 

Þar nefndi Jón dæmi af áhrifa­­manni í íslensku atvinn­u­­lífi sem hafi nokkrum árum áður sent deild­­ar­­for­­seta Col­umbi­a-há­­skóla bréf þar sem hann gerði athuga­­semdir við skrif Jóns í íslenska miðla.  

Umrædd skrif voru skoð­anapist­ill sem birt­ist á Press­unni 10. maí 2011 þar sem Jón gagn­rýndi orð útvegs­­manna um að sér­­stakt auð­linda­­gjald væri í raun lands­­byggð­­ar­skatt­­ur. „Í dag fá eig­endur útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja einka­af­nota­rétt af auð­lindum sjávar nán­­ast án end­­ur­gjalds,“ sagði í grein­inni eftir Jón. „Allur auð­lindaarð­­ur­inn í sjá­v­­­ar­út­­­vegi rennur því til eig­enda útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja. Um þessar mundir er auð­lindaarð­­ur­inn lík­­­lega í kringum 45 ma. kr. á ári. Stærstur hluti þessa fjár fer í lúx­uslíf og gælu­verk­efni útgerð­­ar­­manna, svo sem kampa­vín og kav­íar í útlönd­um, þyrlur og bíla­um­boð og það að dekka tap­­rekstur Morg­un­­blaðs­ins. En vita­skuld eru ein­staka brauð­molar sem detta fyrir fæt­­urna á venju­­legu fólki á lands­­byggð­inni. Útgerð­­ar­­menn styrkja til dæmis íþrótta­­fé­lög víða á lands­byggð­inn­i.“

Jón vildi ekki greina frá því hver þessi maður væri við Kjarn­ann árið 2014 en sagði deild­­ar­­for­­set­ann hafa sagt að aug­­ljós­­lega myndi hann ekki gera neitt í mál­inu enda nyti Jón frelsis sem háskóla­­maður til þátt­­töku í opin­berri umræðu. „Ef þessir menn reyna að hafa áhrif á yfir­­­mann hag­fræði­deildar í Col­umbia, sem þeir hafa aug­­ljós­­lega engin tök á, þá getur maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar ein­hver í háskólum á Íslandi skrifar eitt­hvað svona.“ 

Jón sagð­ist ekki hafa upp­­lifað við­líka hót­­­anir eða gagn­rýni eftir að hafa tjáð sig um önnur mál.

Í bók­inni „Ekk­ert að fela – Á slóð Sam­herja í Afr­ík­­u“, eftir Helga Selj­an, Aðal­­­stein Kjart­ans­­son og Sté­fán Aðal­­­stein Drengs­­son, sem kom út fyrir rúmu ári, var greint frá því hver áhrifa­­mað­­ur­inn er í fyrsta sinn opin­ber­­lega. Um var að ræða Krist­ján Vil­helms­­son.

Þar var líka vitnað í bréfið sem Krist­ján skrif­aði. Í því stóð meðal ann­ars: „„Í krafti stöðu minnar sem for­­maður stjórnar Útvegs­­manna­­fé­lags Norð­­ur­lands beini ég þeirri spurn­ingu til þín hvort slíkur póli­­tískur áróður sam­ræm­ist siða­­reglum Col­umbi­a-há­­skóla.“ 

Starfs­maður Sam­herja áreitti Helga

Kjarn­inn greindi frá því 27. ágúst síð­­ast­lið­inn að Jón Óttar Ólafs­son, fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­manns, sem starf­aði hefur fyrir Sam­herja árum sam­an, hefði allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stund­­­ar­innar um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu birt­ist þann 12. nóv­­­em­ber á síð­­­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­­­­­fé­lag­inu, kaffi­­­­­húsi í miðbæ Reykja­vík­­­­­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­­­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. 

Kjarn­inn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hefði ítrekað sent Helga skila­­­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­­­reikn­ing eig­in­­­konu sinn­­­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­­­son, blaða­­­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­­­boð þar sem honum var hótað „um­­­fjöll­un“.Jón Óttar Ólafsson Mynd: Skjáskot/Samherji

Jón Óttar sendi frá sér yfir­­lýs­ingu í kjöl­far umfjöll­un­­ar­innar og sagði að það hefði verið rangt af sér að senda Helga SMS-skila­­­boð. Þau end­­­ur­­­spegl­uðu dóm­­­greind­­­ar­brest af hans hálfu og hann sagð­ist sjá mikið eftir að hafa sent þau. Jóni Ótt­­­ari fannst miður ef þessi gagn­rýni­verða hátt­­­semi hans yrði á ein­hvern hátt bendluð við Sam­herja „og starfs­­­fólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð“.

Félög Jóns Ótt­ars fengu um 135 millj­ónir króna í greiðslur frá Sam­herja yfir nokk­urra ára tíma­bil vegna vinnu þeirra við Seðla­banka­málið svo­kall­aða. Sam­herji gerði kröfu um að Seðla­banki Íslands myndi greiða þann kostnað í skaða­bóta­máli sem fyr­ir­tækið höfð­aði á hendur bank­an­um. Það mál tap­að­ist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent