Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum

Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.

Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson.
Auglýsing

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja og um árabil annar stærstu eigenda útgerðarfyrirtækisins, sendu tölvupóst til framkvæmdastjóra Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA),  sem veitir Edduverðlaunin ár hvert, þann 17. janúar árið 2019, og fór fram á að Helgi Seljan yrði sviptur Edduverðlaunum. Helgi hafði hlotið verðlaunin sem besti sjónvarpsmaður landsins árin 2016 og 2017, en almenningur kýs þann sem hlýtur þau. 

Frá þessu er greint í Stundinni í dag

Þar segir að í tölvupósti Kristjáns, sem bar yfirskriftina „Helgi Seljan“ hafi staðið: „Sæl. Er svona fölsun fréttamanns tilefni til að draga verðlaun hans tilbaka?“ Tengd við póstinn var aðsend grein eftir Elínu Björgu Ragnarsdóttur, lögfræðing og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskframleiðenda, sem birst hafði í MorgunblaðinuHelgi Seljan.

Í greininni vændi hún Kastljós og Helga um slæleg vinnubrögð í þætti um húsleit hjá Samherja vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál sem sýndur var í lok mars árið 2012.  ÍKSA vildi ekki svara spurningum Stundarinnar um málið.

Auglýsing
Kristján seldi stærstan hluta sinn í Samherja hf., annars helmings Samherjasamstæðunnar, til barna sinna fyrir skemmstu. Hann er enn stærsti eigandi Samherja Holding, hins helmings samstæðunnar, sem heldur utan um þorra erlendrar starfsemi hennar og rúmlega 30 prósent eignarhlut í Eimskip.

Sendi bréf á þekktan háskóla

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greint er frá því opinberlega að Kristján hafi beitt sér gegn nafngreindu fólki sem hafði fjallað með gagnrýnum hætti um hann eða sjávarútvegsmál.

Í maí 2014 greindi Kjarn­inn frá könnun sem sýndi að sjött­i hver háskóla­­maður á Íslandi hafði komið sér hjá því að tjá sig við fjöl­miðla ­vegna ótta við við­brögð valda­­fólks úr stjórn­­­mála- og efna­hags­­lífi. Þar kom einnig í ljós að meiri­hluti háskóla­­manna taldi að akademísku frelsi fræði- og ­vís­inda­­manna á Íslandi stafi ógn af gagn­rýni eða hót­­unum frá valda­­fólki í stjórn­­­mál­um, efna­hags- og atvinn­u­­lífi.

Skömmu síðar birti Kjarn­inn umfjöllun eftir Björn Gísla­son þar sem sagt var frá­ því hvern­ig Jón Steins­­son, þá dós­ent í hag­fræði við Columbia-há­­skól­ann í New York sem flutti sig yfir til Berkeley-há­skól­ans í fyrra, hefði fengið að finna fyrir því að ­skrifa reglu­­lega um hita­­mál sam­­fé­lags­ins í íslenska fjöl­miðla, sér­­stak­­lega um ­fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar­­kerf­ið, auð­linda­nýt­ingu og skatta­­mál. 

Þar nefndi Jón dæmi af áhrifa­manni í íslensku atvinnu­lífi sem hafi nokkrum árum áður sent deild­ar­for­seta Columbia-há­skóla bréf þar sem hann gerði athuga­semdir við skrif Jóns í íslenska miðla.  

Umrædd skrif voru skoð­anapist­ill sem birt­ist á Press­unni 10. maí 2011 þar sem Jón gagn­rýndi orð útvegs­manna um að sér­stakt auð­linda­gjald væri í raun lands­byggð­ar­skatt­ur. „Í dag fá eig­endur útgerð­ar­fyr­ir­tækja einka­af­nota­rétt af auð­lindum sjávar nán­ast án end­ur­gjalds,“ sagði í grein­inni eftir Jón. „Allur auð­lindaarð­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi rennur því til eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tækja. Um þessar mundir er auð­lindaarð­ur­inn lík­lega í kringum 45 ma. kr. á ári. Stærstur hluti þessa fjár fer í lúx­uslíf og gælu­verk­efni útgerð­ar­manna, svo sem kampa­vín og kav­íar í útlönd­um, þyrlur og bílaumboð og það að dekka tap­rekstur Morg­un­blaðs­ins. En vita­skuld eru ein­staka brauð­molar sem detta fyrir fæt­urna á venju­legu fólki á lands­byggð­inni. Útgerð­ar­menn styrkja til dæmis íþrótta­fé­lög víða á lands­byggð­inn­i.“

Jón vildi ekki greina frá því hver þessi maður væri við Kjarn­ann árið 2014 en sagði deild­ar­for­set­ann hafa sagt að aug­ljós­lega myndi hann ekki gera neitt í mál­inu enda nyti Jón frelsis sem háskóla­maður til þátt­töku í opin­berri umræðu. „Ef þessir menn reyna að hafa áhrif á yfir­mann hagfræðideildar í Columbia, sem þeir hafa aug­ljós­lega engin tök á, þá getur maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar ein­hver í háskólum á Íslandi skrifar eitt­hvað svona.“ 

Jón sagð­ist ekki hafa upp­lifað við­líka hót­anir eða gagn­rýni eftir að hafa tjáð sig um önnur mál.

Í bók­inni „Ekk­ert að fela – Á slóð Sam­herja í Afr­ík­u“, eftir Helga Selj­an, Aðal­stein Kjart­ans­son og Stéfán Aðal­stein Drengs­son, sem kom út fyrir rúmu ári, var greint frá því hver áhrifa­mað­ur­inn er í fyrsta sinn opin­ber­lega. Um var að ræða Krist­ján Vil­helms­son.

Þar var líka vitnað í bréfið sem Kristján skrifaði. Í því stóð meðal annars: „„Í krafti stöðu minnar sem for­maður stjórnar Útvegs­manna­fé­lags Norð­ur­lands beini ég þeirri spurn­ingu til þín hvort slíkur póli­tískur áróður sam­ræm­ist siða­reglum Col­umbi­a-há­skóla.“ 

Starfsmaður Samherja áreitti Helga

Kjarn­inn greindi frá því 27. ágúst síð­ast­lið­inn að Jón Óttar Ólafsson, fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­manns, sem starf­aði hefur fyrir Sam­herja árum sam­an, hefði allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar um við­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu birt­ist þann 12. nóv­­em­ber á síð­­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­­­fé­lag­inu, kaffi­­­húsi í miðbæ Reykja­vík­­­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. 

Kjarn­inn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hefði ítrekað sent Helga skila­­boð, bæði í gegnum SMS og Facebook-­­reikn­ing eig­in­­konu sinn­­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­­son, blaða­­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­­boð þar sem honum var hótað „um­­fjöll­un“.Jón Óttar Ólafsson Mynd: Skjáskot/Samherji

Jón Óttar sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­far umfjöll­un­ar­innar og sagði að það hefði verið rangt af sér að senda Helga SMS-skila­­boð. Þau end­­ur­­spegl­uðu dóm­­greind­­ar­brest af hans hálfu og hann sagð­ist sjá mikið eftir að hafa sent þau. Jóni Ótt­­ari fannst miður ef þessi gagnrýniverða hátt­­semi hans yrði á ein­hvern hátt bendluð við Sam­herja „og starfs­­fólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð“.

Félög Jóns Óttars fengu um 135 milljónir króna í greiðslur frá Samherja yfir nokkurra ára tímabil vegna vinnu þeirra við Seðlabankamálið svokallaða. Samherji gerði kröfu um að Seðlabanki Íslands myndi greiða þann kostnað í skaðabótamáli sem fyrirtækið höfðaði á hendur bankanum. Það mál tapaðist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent