Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum

Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.

Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson.
Auglýsing

Krist­ján Vil­helms­son, útgerð­ar­stjóri Sam­herja og um ára­bil annar stærstu eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins, sendu tölvu­póst til fram­kvæmda­stjóra Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­dem­í­unnar (ÍK­SA),  sem veitir Eddu­verð­launin ár hvert, þann 17. jan­úar árið 2019, og fór fram á að Helgi Seljan yrði sviptur Eddu­verð­laun­um. Helgi hafði hlotið verð­launin sem besti sjón­varps­maður lands­ins árin 2016 og 2017, en almenn­ingur kýs þann sem hlýtur þau. 

Frá þessu er greint í Stund­inni í dag

Þar segir að í tölvu­pósti Krist­jáns, sem bar yfir­skrift­ina „Helgi Selj­an“ hafi stað­ið: „Sæl. Er svona fölsun frétta­manns til­efni til að draga verð­laun hans til­bak­a?“ Tengd við póst­inn var aðsend grein eftir Elínu Björgu Ragn­ars­dótt­ur, lög­fræð­ing og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fisk­fram­leið­enda, sem birst hafði í Morg­un­blað­inuHelgi Seljan.

Í grein­inni vændi hún Kast­ljós og Helga um slæ­leg vinnu­brögð í þætti um hús­leit hjá Sam­herja vegna meintra brota á lögum um gjald­eyr­is­mál sem sýndur var í lok mars árið 2012.  ÍKSA vildi ekki svara spurn­ingum Stund­ar­innar um mál­ið.

Auglýsing
Kristján seldi stærstan hluta sinn í Sam­herja hf., ann­ars helm­ings Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, til barna sinna fyrir skemmstu. Hann er enn stærsti eig­andi Sam­herja Hold­ing, hins helm­ings sam­stæð­unn­ar, sem heldur utan um þorra erlendrar starf­semi hennar og rúm­lega 30 pró­sent eign­ar­hlut í Eim­skip.

Sendi bréf á þekktan háskóla

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greint er frá því opin­ber­lega að Krist­ján hafi beitt sér gegn nafn­greindu fólki sem hafði fjallað með gagn­rýnum hætti um hann eða sjáv­ar­út­vegs­mál.

Í maí 2014 greindi Kjarn­inn frá könnun sem sýndi að sjött­i hver háskóla­­­maður á Íslandi hafði komið sér hjá því að tjá sig við fjöl­miðla ­vegna ótta við við­brögð valda­­­fólks úr stjórn­­­­­mála- og efna­hags­­­lífi. Þar kom einnig í ljós að meiri­hluti háskóla­­­manna taldi að akademísku frelsi fræði- og ­vís­inda­­­manna á Íslandi stafi ógn af gagn­rýni eða hót­­­unum frá valda­­­fólki í stjórn­­­­­mál­um, efna­hags- og atvinn­u­­­lífi.

Skömmu síðar birti Kjarn­inn umfjöllun eftir Björn Gísla­­son þar sem sagt var frá­ því hvern­ig Jón Steins­­­son, þá dós­ent í hag­fræði við Col­umbi­a-há­­­skól­ann í New York sem flutti sig yfir til Berkel­ey-há­­skól­ans í fyrra, hefði fengið að finna fyrir því að ­skrifa reglu­­­lega um hita­­­mál sam­­­fé­lags­ins í íslenska fjöl­miðla, sér­­­stak­­­lega um ­fisk­veið­i­­­­stjórn­­­un­­­ar­­­kerf­ið, auð­linda­nýt­ingu og skatta­­­mál. 

Þar nefndi Jón dæmi af áhrifa­­manni í íslensku atvinn­u­­lífi sem hafi nokkrum árum áður sent deild­­ar­­for­­seta Col­umbi­a-há­­skóla bréf þar sem hann gerði athuga­­semdir við skrif Jóns í íslenska miðla.  

Umrædd skrif voru skoð­anapist­ill sem birt­ist á Press­unni 10. maí 2011 þar sem Jón gagn­rýndi orð útvegs­­manna um að sér­­stakt auð­linda­­gjald væri í raun lands­­byggð­­ar­skatt­­ur. „Í dag fá eig­endur útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja einka­af­nota­rétt af auð­lindum sjávar nán­­ast án end­­ur­gjalds,“ sagði í grein­inni eftir Jón. „Allur auð­lindaarð­­ur­inn í sjá­v­­­ar­út­­­vegi rennur því til eig­enda útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja. Um þessar mundir er auð­lindaarð­­ur­inn lík­­­lega í kringum 45 ma. kr. á ári. Stærstur hluti þessa fjár fer í lúx­uslíf og gælu­verk­efni útgerð­­ar­­manna, svo sem kampa­vín og kav­íar í útlönd­um, þyrlur og bíla­um­boð og það að dekka tap­­rekstur Morg­un­­blaðs­ins. En vita­skuld eru ein­staka brauð­molar sem detta fyrir fæt­­urna á venju­­legu fólki á lands­­byggð­inni. Útgerð­­ar­­menn styrkja til dæmis íþrótta­­fé­lög víða á lands­byggð­inn­i.“

Jón vildi ekki greina frá því hver þessi maður væri við Kjarn­ann árið 2014 en sagði deild­­ar­­for­­set­ann hafa sagt að aug­­ljós­­lega myndi hann ekki gera neitt í mál­inu enda nyti Jón frelsis sem háskóla­­maður til þátt­­töku í opin­berri umræðu. „Ef þessir menn reyna að hafa áhrif á yfir­­­mann hag­fræði­deildar í Col­umbia, sem þeir hafa aug­­ljós­­lega engin tök á, þá getur maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar ein­hver í háskólum á Íslandi skrifar eitt­hvað svona.“ 

Jón sagð­ist ekki hafa upp­­lifað við­líka hót­­­anir eða gagn­rýni eftir að hafa tjáð sig um önnur mál.

Í bók­inni „Ekk­ert að fela – Á slóð Sam­herja í Afr­ík­­u“, eftir Helga Selj­an, Aðal­­­stein Kjart­ans­­son og Sté­fán Aðal­­­stein Drengs­­son, sem kom út fyrir rúmu ári, var greint frá því hver áhrifa­­mað­­ur­inn er í fyrsta sinn opin­ber­­lega. Um var að ræða Krist­ján Vil­helms­­son.

Þar var líka vitnað í bréfið sem Krist­ján skrif­aði. Í því stóð meðal ann­ars: „„Í krafti stöðu minnar sem for­­maður stjórnar Útvegs­­manna­­fé­lags Norð­­ur­lands beini ég þeirri spurn­ingu til þín hvort slíkur póli­­tískur áróður sam­ræm­ist siða­­reglum Col­umbi­a-há­­skóla.“ 

Starfs­maður Sam­herja áreitti Helga

Kjarn­inn greindi frá því 27. ágúst síð­­ast­lið­inn að Jón Óttar Ólafs­son, fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­manns, sem starf­aði hefur fyrir Sam­herja árum sam­an, hefði allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stund­­­ar­innar um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu birt­ist þann 12. nóv­­­em­ber á síð­­­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­­­­­fé­lag­inu, kaffi­­­­­húsi í miðbæ Reykja­vík­­­­­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­­­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. 

Kjarn­inn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hefði ítrekað sent Helga skila­­­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­­­reikn­ing eig­in­­­konu sinn­­­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­­­son, blaða­­­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­­­boð þar sem honum var hótað „um­­­fjöll­un“.Jón Óttar Ólafsson Mynd: Skjáskot/Samherji

Jón Óttar sendi frá sér yfir­­lýs­ingu í kjöl­far umfjöll­un­­ar­innar og sagði að það hefði verið rangt af sér að senda Helga SMS-skila­­­boð. Þau end­­­ur­­­spegl­uðu dóm­­­greind­­­ar­brest af hans hálfu og hann sagð­ist sjá mikið eftir að hafa sent þau. Jóni Ótt­­­ari fannst miður ef þessi gagn­rýni­verða hátt­­­semi hans yrði á ein­hvern hátt bendluð við Sam­herja „og starfs­­­fólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð“.

Félög Jóns Ótt­ars fengu um 135 millj­ónir króna í greiðslur frá Sam­herja yfir nokk­urra ára tíma­bil vegna vinnu þeirra við Seðla­banka­málið svo­kall­aða. Sam­herji gerði kröfu um að Seðla­banki Íslands myndi greiða þann kostnað í skaða­bóta­máli sem fyr­ir­tækið höfð­aði á hendur bank­an­um. Það mál tap­að­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent