Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka

Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.

kvika
Auglýsing

Fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir á nú 8,28 pró­sent hlut í Kviku banka. Það gerir Stoðir að stærsta eig­anda Kviku banka, en áður var Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna stærsti eig­and­inn með 7,6 pró­sent eign­ar­hlut.

Stoðir eru stærsti eig­andi trygg­inga­fé­lags­ins TM, en til­kynnt var um sam­runa þess og Kviku fyrir skemmstu. Félagið seldi í dag allan eign­ar­hlut sinn í trygg­inga­fé­lag­inu sem var umfram 9,9 pró­sent, en áður átti það 11,6 pró­sent. hlut. Fyrir selda hlut­inn var greitt með hluta­bréfum í Kviku.

Þetta kemur fram í flögg­unum til Kaup­hallar Íslands í kvöld. Þar segir orð­rétt: „Í ljósi fyr­ir­hug­aðs sam­runa TM hf. og Kviku banka hf. hafa Stoðir hf. dregið til baka umsókn sína um að fara með virkan eign­ar­hlut í TM hf. og hafa því nú selt þann hluta eign­ar­hlutar síns í TM sem var umfram 9,9 pró­sent, gegn greiðslu með hluta­bréfum í Kviku banka.“

Frétta­blaðið greindi frá því á mið­viku­dag að Stoðir hefðu und­an­farið verið að byggja upp stöðu í Kviku í gegnum fram­virka samn­inga en sá eign­ar­hlutur var þá skráður á þann banka sem samn­ing­ur­inn var gerður við, ekki Stoð­ir. 

Stoðir verða áfram sem áður stærsti eig­and­inn í TM. Auk þess er félagið stærsti inn­lendi einka­fjár­festir­inn í Arion banka með 4,99 pró­sent hlut og stærsti eig­andi Sím­ans með 14,86 pró­sent hlut. 

Til­kynnt um sam­ein­ingu fyrir skemmstu

Stjórnir Kviku banka, TM og Lyk­ils sam­­þykktu 25. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að sam­eina félög­in, með fyr­ir­vara um að Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið, Sam­keppn­is­eft­ir­litið og hlut­hafar sam­­þykki sam­run­ann. Gangi sam­run­inn eftir fá hlut­hafar í TM 54,4 pró­­senta hlut í sam­ein­uðu félag­i en hlut­hafar í Kviku 45,6 pró­sent.

Auglýsing
Sam­kvæmt til­­kynn­ing­u sem send var til Kaup­hallar Íslands þann dag höfðu stjórnir allra félag­anna farið yfir nið­­ur­­stöður við­ræðn­­anna og sam­­þykkt sam­runa­­samn­ing. Samn­ing­­ur­inn felur í sér að TM færi vátrygg­inga­starf­semi sína í dótt­­ur­­fé­lag sitt, TM trygg­ingar hf, sem verður svo í kjöl­farið dótt­­ur­­fé­lag nýs sam­ein­aðs félags af Kviku, TM og Lykli. 

Mar­inó Örn Tryggva­­son og Sig­­urður Við­­ar­s­­son, for­­stjórar félag­anna, munu áfram gegna stöðum sín­um gangi sam­ein­ingin eft­ir. Mar­inó Örn verður for­­stjóri Kviku og Sig­­urður verður for­­stjóri TM trygg­inga. 

Eiga eigið fé upp á 25 millj­arða

Stoð­ir, sem hét einu sinni FL Group, töp­uðu 477 millj­­ónum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Á sama tíma­bili í fyrra hagn­að­ist félagið um rúma tvo millj­­arða króna. Tapið má rekja til breyt­inga á virði fjár­­­fest­inga­­eigna sem lækk­­uðu um 694 millj­­ónir króna á tíma­bil­inu. Geng­is­hagn­aður upp á 318 millj­­ónir króna vóg upp það tak.

Eignir Stoða voru metnar á 24,7 millj­­arða króna í lok júní síð­­ast­lið­ins og höfðu rýrnað um tæpan hálfan millj­­arð króna frá ára­­mót­­um. Eignir Stoða skipt­­ast að upp­i­­­stöðu í fjár­­­fest­ingar upp á 19,3 millj­­arða króna, reiðufé upp á 3,3 millj­­arða króna og veitt lán upp á rúma tvo millj­­arða króna. 

Félagið skuldar hins vegar nán­­ast ekk­ert og eigið fé þess því jafnt eign­un­um, eða 24,7 millj­­arðar króna. Þetta kom fram í árs­hluta­­reikn­ingi Stoða sem birtur var í sept­em­ber.

Tengsl við gamla FL Group

Stærstu hlut­hafar Stoða eru S121 ehf. (64,6 pró­­sent), Lands­­bank­inn (12,1 pró­­sent) og sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­­stýr­inga­­fyr­ir­tækis Arion banka (10,12 pró­­sent).

Stærstu end­an­­legu eig­endur S121 hafa margir tengsl við gamla FL Group, annað hvort störf­uðu þar eða sátu í stjórn. Má þar nefna félög tengd Magn­úsi Ármann, sem var hlut­hafi í FL Group og sat í stjórn félags­­ins, Örv­­ari Kjærne­­sted, sem var yfir starf­­semi FL Group London fyrir hrun, og Bern­hard Boga­­syni, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri lög­­fræð­is­viðs FL Group. Þá á Einar Örn Ólafs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Skelj­ungs, líka stóran hlut. 

Auk þess á eig­in­­kona Jóns Sig­­urðs­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra FL Group/­­Stoða og núver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns Stoða, og fjöl­­skylda hennar stóran hlut. Með Jóni í stjórn­­inni sitja Sig­­­­ur­jón Páls­­­­son og Örvar Kjærne­­sted. Fram­­­­kvæmda­­­­stjóri félags­­­­ins er Júl­­­­íus Þor­finns­­­­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent