Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu

Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.

Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji greindi frá því í til­kynn­ingu á vef sínum á þriðju­dags­kvöld að búið væri að aflétta kyrr­setn­ingu tog­ar­ans Heina­ste, sem legið hafði við bryggju í Wal­vis Bay í Namibíu að kröfu namibískra yfir­valda í rúmt ár. Einnig sagði fyr­ir­tækið frá því að búið væri að ganga frá sölu á skip­inu til namibíska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Tunacor Fis­heries.

Það sem ekki fylgdi frétta­til­kynn­ingu Sam­herja um málið var það að sölu­and­virði skips­ins verður enn kyrr­sett á banka­reikn­ingi í Namib­íu, sem namibíska ríkið hefur hald í. RÚV greindi frá þessu á fimmtu­dag, en þeir fjár­munir sem fást fyrir skipið verða kyrr­settir til trygg­ingar mögu­legum upp­töku­kröfum vegna saka­máls sem sem rekið er í Namibíu vegna Sam­herj­a­skjal­anna. Kaup­verðið nemur 2,3 millj­örðum íslenskra króna.

Einnig fylgdi það ekki sög­unni frá Sam­herja að deilur eru uppi um sölu skips­ins til Tunacor Fis­heries. Þær eru innan Heinaste Invest­ment Namibia, eign­ar­halds­fé­lags um togar­ann sem félag tengt Sam­herja á meiri­hluta í. Namibískir aðilar eiga minni­hluta í því félagi og hafa lög­menn á þeirra vegum verið að reyna að koma í veg söl­una, án árang­urs, að því er virð­ist.

Tog­ar­inn að drabb­ast niður við bryggj­una

Fregn­irn­ar af aflétt­ingu kyrr­setn­ingar Heinaste vöktu upp ein­hverjar spurn­ingar í Namib­íu, sam­kvæmt frétt blaðs­ins Namibian frá því á fimmtu­dag, ekki síst þar sem að Martha Imalwa rík­is­sak­sókn­ari lands­ins gefið út að hún reikni með að félög tengd Sam­herja og stjórn­endur þeirra muni sæta ákærum í Namibíu vegna máls­ins. 

Í frétt­inni kom þó ekki fram að kyrr­setja ætti pen­ing­ana sem fengjust fyrir þessa verð­mæt­ustu eign Sam­herja í Namib­íu.

Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ar­inn útskýrði í sam­tali við vefritið Repu­blikein að það hefði ekki verið hennar ákvörðun að aflétta kyrr­setn­ingu Heina­ste, heldur lög­regl­unn­ar, sem var með skipið kyrr­sett á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­sem­i. 

Á rík­is­sak­sókn­ar­anum er þó að skilja að það hafi verið ágætis lend­ing að aflétta kyrr­setn­ing­unni, þar sem það hafi bæði verið kostn­að­ar­samt fyrir namibíska ríkið að halda verk­smiðju­tog­ar­anum við bryggju í Wal­vis Bay og einnig hafi þetta verð­mæta atvinnu­tæki verið að drabb­ast niður við hafn­ar­kant­inn í stað þess að nýt­ast við að sækja fisk á namibísk fiski­mið.

Tvær kyrr­setn­ingar

Það vakti mikla athygli hér á landi þegar fregnir bár­ust af því 20. nóv­em­ber í fyrra að Heinaste hefði verið kyrr­sett­ur. Kyrr­setn­ingin virt­ist vera á mjög óljósum grund­velli, vegna ólög­mætra veiða á hrygn­ing­ar­svæði við strendur Namibíu sem átti að vera lokað fyrir veið­um. Sak­ar­efnið virt­ist þannig ekk­ert tengt Sam­herj­a­skjöl­un­um, sem þá höfðu viku fyrr verið til umfjöll­unar bæði hér á landi og í Namib­íu.

Íslenskur skip­stjóri Heinaste var hand­tek­inn og sætti far­banni í Namibíu þar til búið var að dæma hann til þess að greiða and­virði 7,9 millj­óna íslenskra króna í reiðufé í sekt fyrir þessar ólög­mætu veið­ar. Þetta var 5. febr­úar og þegar sektin var greidd var skip­stjór­inn frjáls ferða sinna og kyrr­setn­ingu Heinaste aflétt.

Eða svo virt­ist ver­a. 

Þann 7. febr­úar sagði Kjarn­inn frá því að Heinaste hefði verið kyrr­settur á ný og nú á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, ekki brota á fisk­veiði­lög­gjöf­inni eins og í fyrra skipt­ið. Ljóst varð að áætl­anir sem Sam­herji hafði kynnt í frétta­til­kynn­ingu degi fyrr, um að gera ætti Heinaste út með því að leigja hann namibískum aðil­um, væru í upp­námi. Sam­herji sagði þessa seinni kyrr­setn­ingu með öllu ólög­mæta.

Hin skipin sigldu á brott

Dag­ana áður en Heinaste var kyrr­settur í síð­ara skiptið höfðu namibískir fjöl­miðlar greint frá því að spill­ing­ar­lög­reglan í Namibíu (ACC) hefði ráð­lagt stjórn­völdum að leyfa skipum Sam­herja ekki að sigla frá land­inu nema lög­regla yrði látin vita. Þrátt fyrir það fóru tvö af þremur skipum Sam­herja á brott úr namibískri lög­sögu og hafa ekki snúið aft­ur. 

Namibísk yfir­völd töldu rök­studdan grun um að áform væru uppi um að færa Heinaste einnig úr namibískri lög­sögu, en tog­arar sem áður hétu Saga og Geysir höfðu farið úr land­inu í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar og voru sagðar fréttir um að skip­verjar hefðu fengið boð um að sækja eigur sína í tog­ar­ana með skömmum fyr­ir­vara.

Björgólfur Jóhanns­­son, annar for­­stjóra Sam­herja, fjall­aði um Sögu og Geysi í til­kynn­ingu á vef Sam­herja 6. febr­­ú­­ar. Þá sagði hann að Saga væri á leið í slipp vegna tíma­­bærs við­halds og að Geysir væri við veiðar við strendur Márit­aníu þar sem ekk­ert af dótt­­ur­­fyr­ir­tækjum Sam­herja hefði fengið kvóta fyrir skipið í Namib­­íu.

Kjarn­inn sagði svo frá því í lok júlí að bæði skipin væru komin með ný nöfn og beindi spurn­ingum til Sam­herja um það hvort breyt­ingar hefðu orðið á eign­ar­haldi togar­anna tveggja. 

Þeim spurn­ingum var ekki svar­að, þrátt fyrir fyrri orð for­stjóra Sam­herja um að allar ákvarð­anir sem tengd­ust því að Sam­herji væri að hætta rekstri í Namibíu yrðu teknar í sam­ráði við þar til bær stjórn­völd og að greint yrði opin­ber­lega frá fram­vindu máls­ins jafn­óð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent