Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu

Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.

Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji greindi frá því í til­kynn­ingu á vef sínum á þriðju­dags­kvöld að búið væri að aflétta kyrr­setn­ingu tog­ar­ans Heina­ste, sem legið hafði við bryggju í Wal­vis Bay í Namibíu að kröfu namibískra yfir­valda í rúmt ár. Einnig sagði fyr­ir­tækið frá því að búið væri að ganga frá sölu á skip­inu til namibíska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Tunacor Fis­heries.

Það sem ekki fylgdi frétta­til­kynn­ingu Sam­herja um málið var það að sölu­and­virði skips­ins verður enn kyrr­sett á banka­reikn­ingi í Namib­íu, sem namibíska ríkið hefur hald í. RÚV greindi frá þessu á fimmtu­dag, en þeir fjár­munir sem fást fyrir skipið verða kyrr­settir til trygg­ingar mögu­legum upp­töku­kröfum vegna saka­máls sem sem rekið er í Namibíu vegna Sam­herj­a­skjal­anna. Kaup­verðið nemur 2,3 millj­örðum íslenskra króna.

Einnig fylgdi það ekki sög­unni frá Sam­herja að deilur eru uppi um sölu skips­ins til Tunacor Fis­heries. Þær eru innan Heinaste Invest­ment Namibia, eign­ar­halds­fé­lags um togar­ann sem félag tengt Sam­herja á meiri­hluta í. Namibískir aðilar eiga minni­hluta í því félagi og hafa lög­menn á þeirra vegum verið að reyna að koma í veg söl­una, án árang­urs, að því er virð­ist.

Tog­ar­inn að drabb­ast niður við bryggj­una

Fregn­irn­ar af aflétt­ingu kyrr­setn­ingar Heinaste vöktu upp ein­hverjar spurn­ingar í Namib­íu, sam­kvæmt frétt blaðs­ins Namibian frá því á fimmtu­dag, ekki síst þar sem að Martha Imalwa rík­is­sak­sókn­ari lands­ins gefið út að hún reikni með að félög tengd Sam­herja og stjórn­endur þeirra muni sæta ákærum í Namibíu vegna máls­ins. 

Í frétt­inni kom þó ekki fram að kyrr­setja ætti pen­ing­ana sem fengjust fyrir þessa verð­mæt­ustu eign Sam­herja í Namib­íu.

Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ar­inn útskýrði í sam­tali við vefritið Repu­blikein að það hefði ekki verið hennar ákvörðun að aflétta kyrr­setn­ingu Heina­ste, heldur lög­regl­unn­ar, sem var með skipið kyrr­sett á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­sem­i. 

Á rík­is­sak­sókn­ar­anum er þó að skilja að það hafi verið ágætis lend­ing að aflétta kyrr­setn­ing­unni, þar sem það hafi bæði verið kostn­að­ar­samt fyrir namibíska ríkið að halda verk­smiðju­tog­ar­anum við bryggju í Wal­vis Bay og einnig hafi þetta verð­mæta atvinnu­tæki verið að drabb­ast niður við hafn­ar­kant­inn í stað þess að nýt­ast við að sækja fisk á namibísk fiski­mið.

Tvær kyrr­setn­ingar

Það vakti mikla athygli hér á landi þegar fregnir bár­ust af því 20. nóv­em­ber í fyrra að Heinaste hefði verið kyrr­sett­ur. Kyrr­setn­ingin virt­ist vera á mjög óljósum grund­velli, vegna ólög­mætra veiða á hrygn­ing­ar­svæði við strendur Namibíu sem átti að vera lokað fyrir veið­um. Sak­ar­efnið virt­ist þannig ekk­ert tengt Sam­herj­a­skjöl­un­um, sem þá höfðu viku fyrr verið til umfjöll­unar bæði hér á landi og í Namib­íu.

Íslenskur skip­stjóri Heinaste var hand­tek­inn og sætti far­banni í Namibíu þar til búið var að dæma hann til þess að greiða and­virði 7,9 millj­óna íslenskra króna í reiðufé í sekt fyrir þessar ólög­mætu veið­ar. Þetta var 5. febr­úar og þegar sektin var greidd var skip­stjór­inn frjáls ferða sinna og kyrr­setn­ingu Heinaste aflétt.

Eða svo virt­ist ver­a. 

Þann 7. febr­úar sagði Kjarn­inn frá því að Heinaste hefði verið kyrr­settur á ný og nú á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, ekki brota á fisk­veiði­lög­gjöf­inni eins og í fyrra skipt­ið. Ljóst varð að áætl­anir sem Sam­herji hafði kynnt í frétta­til­kynn­ingu degi fyrr, um að gera ætti Heinaste út með því að leigja hann namibískum aðil­um, væru í upp­námi. Sam­herji sagði þessa seinni kyrr­setn­ingu með öllu ólög­mæta.

Hin skipin sigldu á brott

Dag­ana áður en Heinaste var kyrr­settur í síð­ara skiptið höfðu namibískir fjöl­miðlar greint frá því að spill­ing­ar­lög­reglan í Namibíu (ACC) hefði ráð­lagt stjórn­völdum að leyfa skipum Sam­herja ekki að sigla frá land­inu nema lög­regla yrði látin vita. Þrátt fyrir það fóru tvö af þremur skipum Sam­herja á brott úr namibískri lög­sögu og hafa ekki snúið aft­ur. 

Namibísk yfir­völd töldu rök­studdan grun um að áform væru uppi um að færa Heinaste einnig úr namibískri lög­sögu, en tog­arar sem áður hétu Saga og Geysir höfðu farið úr land­inu í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar og voru sagðar fréttir um að skip­verjar hefðu fengið boð um að sækja eigur sína í tog­ar­ana með skömmum fyr­ir­vara.

Björgólfur Jóhanns­­son, annar for­­stjóra Sam­herja, fjall­aði um Sögu og Geysi í til­kynn­ingu á vef Sam­herja 6. febr­­ú­­ar. Þá sagði hann að Saga væri á leið í slipp vegna tíma­­bærs við­halds og að Geysir væri við veiðar við strendur Márit­aníu þar sem ekk­ert af dótt­­ur­­fyr­ir­tækjum Sam­herja hefði fengið kvóta fyrir skipið í Namib­­íu.

Kjarn­inn sagði svo frá því í lok júlí að bæði skipin væru komin með ný nöfn og beindi spurn­ingum til Sam­herja um það hvort breyt­ingar hefðu orðið á eign­ar­haldi togar­anna tveggja. 

Þeim spurn­ingum var ekki svar­að, þrátt fyrir fyrri orð for­stjóra Sam­herja um að allar ákvarð­anir sem tengd­ust því að Sam­herji væri að hætta rekstri í Namibíu yrðu teknar í sam­ráði við þar til bær stjórn­völd og að greint yrði opin­ber­lega frá fram­vindu máls­ins jafn­óð­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent