Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta

Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyti Nor­egs hefur form­lega fyr­ir­skipað Fiski­stofu (Fisker­i­di­rekt­ora­tet) þar í landi að herða reglur sem snúa að erlendu eign­ar­haldi á fisk­veiði­skipum sem úthlutað hefur verið fisk­veiði­kvóta í Nor­egi. Fiski­stofa á nú að leggja sér­stakt mat á hvort reglur séu brotn­ar. Til við­bótar stendur til að setja nýja reglu­gerð sem mun gera það að verkum að norsk stjórn­völd verða að veita sér­staka heim­ild fyrir slíkum kaup­um. Eins og er þá er nóg að til­kynna um kaup erlendra aðila á skipum með fisk­veiði­kvóta, en ekki þarf að sækja sér­staka heim­ild. 

Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef norska stjórn­ar­ráðs­ins í dag vegna þessa er haft eftir Odd Emil Ingebrigt­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Nor­egs, að hann reyni ekki að fela að fyr­ir­skip­unin eigi rætur sínar að rekja til kaupa íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja, eins stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis Evr­ópu, á 40 pró­sent hlut í norskri útgerð, Eskøy í Finn­mörku í Norð­ur­-Nor­egi. „Sam­herji er þegar með við­veru í fjöl­mörgum evr­ópskum fisk­veiði­þjóðum og hefur veitt í okkar lög­sögu undir mis­mun­andi fán­um, og slík alþjóð­leg sam­þjöppun á eign­ar­haldi leiðir af sér sér­stakar stjórn­unar­á­skor­an­ir.“

Auglýsing
Hann segir enn fremur að reglu­verk um þátt­töku í veiðum og eign­ar­hald á fisk­veiði­flot­anum þar í landi miði að því að virkir fisk­veið­endur eigi fisk­veiði­skip, og að strand­byggðir í Nor­egi njóti góðs af sjáv­ar­út­vegi. „Það er þess vegna góð ástæða til þess að skoða gaum­gæfi­lega þá erlendu eig­endur sem þrátt fyrir þetta eru við­ur­kennd­ir. Ég sé enga ástæða til að vera sér­stak­lega hjálp­legur þeir hópum sem eru að reyna að safna eins miklum kvóta þvert á landa­mæri eins og þeir kom­ast yfir fyrir sjálfa sig.“

Sagði Sam­herja með laskað mann­orð

Seint á síð­asta ári var gert sam­komu­lag um að Icefresh GmbH, dótt­­ur­­fé­lag Sam­herja í Þýska­landi, myndi leggja Eskøy til nýtt fé og fá í stað­inn 40 pró­sent hlut í Eskøy. Greint var form­lega frá frá­gangi við­skipt­anna á vef vef Icefresh seint í apr­íl, eftir að norska Fiski­stofan hafði vottað ráða­hag­inn. Eskøy hefur um ára­bið verið í sam­starfi við Icefresh sem rekur fisk­vinnslu nálægt Frank­furt am Main í Þýska­land­i. 

Lög í Nor­egi segja til um að skip með úthlut­uðum fisk­veiði­kvóta verði að vera í að minnsta kosti 60 pró­sent eigu Norð­manna. Eig­endur 60 pró­sent hlutar í Eskøy eru íslenskir bræður sem hafa hlotið norskan rík­is­borg­ara­rétt. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að norsk stjórn­völd gruni Sam­herja um að vera að reyna að kom­ast fram­hjá þeim lögum með því að fela raun­veru­legt eign­ar­hald á Eskøy með lán­veit­ing­um. 

Ingebrigt­sen sagði við Dag­ens Nær­ingsliv í gær að hann væri ekki jákvæður í garð Sam­herja. „Þetta fyr­ir­tækið er með laskað mann­orð. Í Nor­egi hafa skip sem þeir eiga oft­sinnis verið stöðvuð af land­helg­is­gæsl­unni, sem er auð­vitað óheppi­legt. Meiri áhersla verður lögð á slík mál í fram­tíð­inni þegar sam­þykki verður veitt fyrir breyt­ingum á eign­ar­hald­i.“

Í skrif­legu svari til norska við­skipta­blaðs­ins sagði Mar­grét Ólafs­dótt­ir, tals­kona Sam­herja, að það valdi Sam­herja von­brigðum að norski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann segi að sam­stæðan sé með „laskað mann­orð“. Hún segir orð ráð­herr­ans vera „mjög ósann­gjörn“. 

Fjár­fest­ingin í Eskøy var ekki fyrsta fjár­fest­ing Sam­herja í norskum útgerð­um. Fyrir um sjö árum síðan keypti sam­stæð­an, í gegnum dótt­ur­fé­lög, fimmt­ungs­hlut í út­­gerð­ar­fé­lag­inu Nergård, sem er meðal stærstu út­­gerða Nor­egs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent