Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta

Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyti Nor­egs hefur form­lega fyr­ir­skipað Fiski­stofu (Fisker­i­di­rekt­ora­tet) þar í landi að herða reglur sem snúa að erlendu eign­ar­haldi á fisk­veiði­skipum sem úthlutað hefur verið fisk­veiði­kvóta í Nor­egi. Fiski­stofa á nú að leggja sér­stakt mat á hvort reglur séu brotn­ar. Til við­bótar stendur til að setja nýja reglu­gerð sem mun gera það að verkum að norsk stjórn­völd verða að veita sér­staka heim­ild fyrir slíkum kaup­um. Eins og er þá er nóg að til­kynna um kaup erlendra aðila á skipum með fisk­veiði­kvóta, en ekki þarf að sækja sér­staka heim­ild. 

Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef norska stjórn­ar­ráðs­ins í dag vegna þessa er haft eftir Odd Emil Ingebrigt­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Nor­egs, að hann reyni ekki að fela að fyr­ir­skip­unin eigi rætur sínar að rekja til kaupa íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja, eins stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis Evr­ópu, á 40 pró­sent hlut í norskri útgerð, Eskøy í Finn­mörku í Norð­ur­-Nor­egi. „Sam­herji er þegar með við­veru í fjöl­mörgum evr­ópskum fisk­veiði­þjóðum og hefur veitt í okkar lög­sögu undir mis­mun­andi fán­um, og slík alþjóð­leg sam­þjöppun á eign­ar­haldi leiðir af sér sér­stakar stjórn­unar­á­skor­an­ir.“

Auglýsing
Hann segir enn fremur að reglu­verk um þátt­töku í veiðum og eign­ar­hald á fisk­veiði­flot­anum þar í landi miði að því að virkir fisk­veið­endur eigi fisk­veiði­skip, og að strand­byggðir í Nor­egi njóti góðs af sjáv­ar­út­vegi. „Það er þess vegna góð ástæða til þess að skoða gaum­gæfi­lega þá erlendu eig­endur sem þrátt fyrir þetta eru við­ur­kennd­ir. Ég sé enga ástæða til að vera sér­stak­lega hjálp­legur þeir hópum sem eru að reyna að safna eins miklum kvóta þvert á landa­mæri eins og þeir kom­ast yfir fyrir sjálfa sig.“

Sagði Sam­herja með laskað mann­orð

Seint á síð­asta ári var gert sam­komu­lag um að Icefresh GmbH, dótt­­ur­­fé­lag Sam­herja í Þýska­landi, myndi leggja Eskøy til nýtt fé og fá í stað­inn 40 pró­sent hlut í Eskøy. Greint var form­lega frá frá­gangi við­skipt­anna á vef vef Icefresh seint í apr­íl, eftir að norska Fiski­stofan hafði vottað ráða­hag­inn. Eskøy hefur um ára­bið verið í sam­starfi við Icefresh sem rekur fisk­vinnslu nálægt Frank­furt am Main í Þýska­land­i. 

Lög í Nor­egi segja til um að skip með úthlut­uðum fisk­veiði­kvóta verði að vera í að minnsta kosti 60 pró­sent eigu Norð­manna. Eig­endur 60 pró­sent hlutar í Eskøy eru íslenskir bræður sem hafa hlotið norskan rík­is­borg­ara­rétt. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að norsk stjórn­völd gruni Sam­herja um að vera að reyna að kom­ast fram­hjá þeim lögum með því að fela raun­veru­legt eign­ar­hald á Eskøy með lán­veit­ing­um. 

Ingebrigt­sen sagði við Dag­ens Nær­ingsliv í gær að hann væri ekki jákvæður í garð Sam­herja. „Þetta fyr­ir­tækið er með laskað mann­orð. Í Nor­egi hafa skip sem þeir eiga oft­sinnis verið stöðvuð af land­helg­is­gæsl­unni, sem er auð­vitað óheppi­legt. Meiri áhersla verður lögð á slík mál í fram­tíð­inni þegar sam­þykki verður veitt fyrir breyt­ingum á eign­ar­hald­i.“

Í skrif­legu svari til norska við­skipta­blaðs­ins sagði Mar­grét Ólafs­dótt­ir, tals­kona Sam­herja, að það valdi Sam­herja von­brigðum að norski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann segi að sam­stæðan sé með „laskað mann­orð“. Hún segir orð ráð­herr­ans vera „mjög ósann­gjörn“. 

Fjár­fest­ingin í Eskøy var ekki fyrsta fjár­fest­ing Sam­herja í norskum útgerð­um. Fyrir um sjö árum síðan keypti sam­stæð­an, í gegnum dótt­ur­fé­lög, fimmt­ungs­hlut í út­­gerð­ar­fé­lag­inu Nergård, sem er meðal stærstu út­­gerða Nor­egs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent