Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta

Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Auglýsing

Sjávarútvegsráðuneyti Noregs hefur formlega fyrirskipað Fiskistofu (Fiskeridirektoratet) þar í landi að herða reglur sem snúa að erlendu eignarhaldi á fiskveiðiskipum sem úthlutað hefur verið fiskveiðikvóta í Noregi. Fiskistofa á nú að leggja sérstakt mat á hvort reglur séu brotnar. Til viðbótar stendur til að setja nýja reglugerð sem mun gera það að verkum að norsk stjórnvöld verða að veita sérstaka heimild fyrir slíkum kaupum. Eins og er þá er nóg að tilkynna um kaup erlendra aðila á skipum með fiskveiðikvóta, en ekki þarf að sækja sérstaka heimild. 

Í tilkynningu sem birtist á vef norska stjórnarráðsins í dag vegna þessa er haft eftir Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, að hann reyni ekki að fela að fyrirskipunin eigi rætur sínar að rekja til kaupa íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Evrópu, á 40 prósent hlut í norskri útgerð, Eskøy í Finnmörku í Norður-Noregi. „Samherji er þegar með viðveru í fjölmörgum evrópskum fiskveiðiþjóðum og hefur veitt í okkar lögsögu undir mismunandi fánum, og slík alþjóðleg samþjöppun á eignarhaldi leiðir af sér sérstakar stjórnunaráskoranir.“

Auglýsing
Hann segir enn fremur að regluverk um þátttöku í veiðum og eignarhald á fiskveiðiflotanum þar í landi miði að því að virkir fiskveiðendur eigi fiskveiðiskip, og að strandbyggðir í Noregi njóti góðs af sjávarútvegi. „Það er þess vegna góð ástæða til þess að skoða gaumgæfilega þá erlendu eigendur sem þrátt fyrir þetta eru viðurkenndir. Ég sé enga ástæða til að vera sérstaklega hjálplegur þeir hópum sem eru að reyna að safna eins miklum kvóta þvert á landamæri eins og þeir komast yfir fyrir sjálfa sig.“

Sagði Samherja með laskað mannorð

Seint á síðasta ári var gert samkomulag um að Icefresh GmbH, dótt­ur­fé­lag Sam­herja í Þýskalandi, myndi leggja Eskøy til nýtt fé og fá í staðinn 40 prósent hlut í Eskøy. Greint var formlega frá frágangi viðskiptanna á vef vef Icefresh seint í apríl, eftir að norska Fiskistofan hafði vottað ráðahaginn. Eskøy hefur um árabið verið í samstarfi við Icefresh sem rekur fiskvinnslu nálægt Frankfurt am Main í Þýskalandi. 
Lög í Noregi segja til um að skip með úthlutuðum fiskveiðikvóta verði að vera í að minnsta kosti 60 prósent eigu Norðmanna. Eigendur 60 prósent hlutar í Eskøy eru íslenskir bræður sem hafa hlotið norskan ríkisborgararétt. 

Kjarninn greindi frá því fyrr í dag að norsk stjórnvöld gruni Samherja um að vera að reyna að komast framhjá þeim lögum með því að fela raunverulegt eignarhald á Eskøy með lánveitingum. 

Ingebrigtsen sagði við Dagens Næringsliv í gær að hann væri ekki jákvæður í garð Samherja. „Þetta fyrirtækið er með laskað mannorð. Í Noregi hafa skip sem þeir eiga oftsinnis verið stöðvuð af landhelgisgæslunni, sem er auðvitað óheppilegt. Meiri áhersla verður lögð á slík mál í framtíðinni þegar samþykki verður veitt fyrir breytingum á eignarhaldi.“

Í skriflegu svari til norska viðskiptablaðsins sagði Margrét Ólafsdóttir, talskona Samherja, að það valdi Samherja vonbrigðum að norski sjávarútvegsráðherrann segi að samstæðan sé með „laskað mannorð“. Hún segir orð ráðherrans vera „mjög ósanngjörn“. 

Fjárfestingin í Eskøy var ekki fyrsta fjárfesting Samherja í norskum útgerðum. Fyrir um sjö árum síðan keypti samstæðan, í gegnum dótturfélög, fimmtungshlut í út­gerðarfé­lag­inu Nergård, sem er meðal stærstu út­gerða Nor­egs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent