Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“

Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.

Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Auglýsing

Odd Emil Ingebrigt­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Nor­egs, hefur fyr­ir­skipað Fiski­stofu þar í landi (Fisker­i­di­rekt­ora­tet) að stöðva útgáfu á heim­ildum til erlendra aðila til að kaupa fiski­skip sem halda á fisk­veiði­kvóta þar í landi. Hann hefur grun­semdir um að erlendir fjár­festar í sjáv­ar­út­vegi séu að snið­ganga lög sem segja til um að skip með úthlut­uðum fisk­veiði­kvóta verði að vera í að minnsta kosti 60 pró­sent eigu Norð­manna, með því að raun­veru­legt eign­ar­hald sé til að mynda falið með lán­veit­ingum frá erlendum aðil­um. Þeir, erlendu aðil­arn­ir, hafi svo mun meiri áhrif á það hvernig útgerð sé rekin en upp­gefið eign­ar­hald þeirra segir til um.

Ingebrigt­sen segir enn fremur að til greina komi að end­ur­skoða við­skipti með skip sem halda á fisk­veiði­kvóta aftur í tím­ann og vinda ofan af þeim. Þetta kemur fram í umfjöllun norska við­skipta­blaðs­ins Dag­ens Nær­ingsliv um mál­ið.

Helsta ástæða þess að Ingebrigt­sen grípur nú til aðgerða er ein­föld: íslenski sjáv­ar­út­vegs­ris­inn Sam­herji.

Grunur um snið­göngu á lögum um erlent eign­ar­hald

Í umfjöllun Dag­ens Nær­ingsliv er greint frá útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Eskøy í Finn­mörku í Norð­ur­-Nor­egi. Þar til nýlega var það í eigu tveggja íslenskra bræðra, Hrafns og Helga Sig­valda­sona, sem hafa búið um skeið í Nor­egi og eru norskir rík­is­borg­ar­ar. Seint á síð­asta ári var gert sam­komu­lag um að Icefresh GmbH, dótt­­ur­­fé­lag Sam­herja í Þýska­landi, myndi leggja fyr­ir­tæk­inu til nýtt fé og fá í stað­inn 40 pró­sent hlut í Eskøy. Greint var form­lega frá frá­gangi við­skipt­anna á vef vef Icefresh seint í apr­íl, eftir að norska Fiski­stofan hafði sam­þykkt ráða­hag­inn. Eskøy hefur um ára­bið verið í sam­starfi við Icefresh sem rekur fisk­vinnslu nálægt Frank­furt am Main í Þýska­land­i. 

Auglýsing
Þetta var ekki fyrsta fjár­fest­ing Sam­herja í norskum útgerð­um. Fyrir um sjö árum síðan keypti sam­stæð­an, í gegnum dótt­ur­fé­lög, fimmt­ungs­hlut í út­­gerð­ar­fé­lag­inu Nergård, sem er meðal stærstu út­­gerða Nor­egs.

Til stóð að nota hið nýja fjár­magn sem Sam­herji lagði Eskøy til til að kaupa upp norsk skip og afla­heim­ildir sem þeim fylgdu. Dag­ens Nær­ingsliv segir að haft hafi verið sam­band við útgerð sem kall­ast Senja með það fyrir augum að gera slík við­skipt­i. 

Sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið í Nor­egi ákvað nýverið að skoða þau við­skipti sér­stak­lega. Í bréfi sem það sendi til Eskøy þann 16. apríl síð­ast­lið­inn var fyr­ir­tækið krafið um ýmis­konar upp­lýs­ing­ar, meðal ann­ars um hlut­hafa­sam­komu­lög og aðkomu ytri aðila að fjár­mögnun á kaup­unum af Senja. Hrafn Sig­valda­son segir við Dag­ens Nær­ingsliv að það hefði verið afar sér­stakt fyrir litla útgerð að fá slíkt bréf frá sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Nor­egs. Það er enda afar óvenju­legt að ráð­herrann, Ingebrigt­sen, sendi slík bréf í eigin nafni beint til útgerða. Í þessu til­felli þótti honum það nauð­syn­leg­t. 

Segir Sam­herja vera með laskað mann­orð

Ingebrigt­sen segir við Dag­ens Nær­ingsliv að svör Eskøy hafi verið ófull­nægj­andi. Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann felur það heldur ekki að hann er ekki jákvæður í garð Sam­herja. „Þetta fyr­ir­tækið er með laskað mann­orð. Í Nor­egi hafa skip sem þeir eiga oft­sinnis verið stöðvuð af land­helg­is­gæsl­unni, sem er auð­vitað óheppi­legt. Meiri áhersla verður lögð á slík mál í fram­tíð­inni þegar sam­þykki verður veitt fyrir breyt­ingum á eign­ar­hald­i.“

Umfjöllun Dagens Næringsliv birtist í gær, laugardag. Mynd: Skjáskot

Í jan­úar hafði norska land­helg­is­gæslan afskipti af frysti­tog­ar­anum Santa Princesa, sem er í eigu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar og er skráður í Portú­gal. Sam­herji segir að dóm­stólar hafi stað­fest að málið hafi verið til­hæfu­laust og til­komið vegna þess að til­kynn­ing­ar­kerfi milli Nor­egs og Portú­gal virk­aði ekki sem skyld­i. 

Í skrif­legu svari til norska við­skipta­blaðs­ins segir Mar­grét Ólafs­dótt­ir, tals­kona Sam­herja, að það valdi Sam­herja von­brigðum að norski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann segi að sam­stæðan sé með „laskað mann­orð“. Hún segir orð ráð­herr­ans vera „mjög ósann­gjörn“. 

Það sé ekki upp­lifun Sam­herja á sjálfum sér og ekki upp­lifum sam­stæð­unnar af sam­skiptum hennar við sam­starfs­að­ila í Nor­egi, hvort sem um sé að ræða þá sem smíði fyrir hana skip, banka sem láni þeim fjár­muni eða starfs­menn Sam­herja þar í land­i. 

Sam­herja­rann­sókn afhjúpaði veik­leika í pen­inga­þvætt­is­vörnum

Þetta er ekki eina málið tengt Sam­herja sem ratað hefur í fréttir í Nor­egi á síð­ustu dög­um. 

Í síð­ustu viku var greint frá því að norska fjár­mála­eft­ir­litið hefði ákveðið að sekta norska bank­ann DNB, sem er að stórum hluta í eigu norska rík­is­ins, um 400 millj­ónir norskra króna, jafn­virði um það bil sex millj­arða íslenskra króna, vegna ára­langra bresta í eft­ir­liti og vörnum bank­ans gegn pen­inga­þvætti. Bank­inn fékk harða gagn­rýni frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu, meðal ann­ars vegna eft­ir­lits með fjár­magns­flutn­ingum fyr­ir­tækja í Sam­herj­a­sam­stæð­unni.

Auglýsing
Norska fjár­mála­eft­ir­litið sendi frá sér tvö skjöl þegar nið­ur­staðan var birt, ann­ars vegar skýrslu um ákvörðun sína um sekt­ar­greiðslu bank­ans og hins vegar sér­staka skýrslu um rann­sókn sína á Sam­herj­a­mál­inu, en sú er dag­sett í byrjun des­em­ber í fyrra.

Mat fjár­mála­eft­ir­lits­ins var að þeir van­kantar sem komu í ljós í tengslum við rann­sókn­ina á Sam­herj­a­mál­inu hafi stað­fest veik­leika í vörnum DNB sem afhjúp­ast hafi í fyrri athug­unum fjár­mála­eft­ir­lits­ins á vörnum bank­ans gegn pen­inga­þvætti árin 2016 og 2018 og sömu­leiðis þeirri nýjustu, sem nú var sektað fyr­ir.

Þau brot sem voru undir í rann­sókn fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Sam­herj­a­mál­inu voru þó sögð fyrnd og framin er eldri lög um pen­inga­þvætti voru í gildi í Nor­eg­i. 

Grunur um ýmis­konar lög­brot víða um heim

Sam­herji er til rann­sóknar hér­lendis og í Namibíu vegna meintra mútu­brota, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvættis í tengslum við við­skipti sín í Namib­íu. Á Íslandi rann­saka bæði emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri málið og alls sex núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja hafa fengið stöðu sak­born­ings við yfir­heyrsl­ur. 

Á mánu­dag var greint frá því að Tind­holm­ur, fær­eyskt dótt­ur­fé­lag Sam­herja, hefði greitt 345 millj­ónir króna vegna van­gold­inna skatta í rík­is­sjóð Fær­eyja. Skatt­skil félags­ins hafa sömu­leiðis verið kærð til lög­reglu í Fær­eyj­um.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.

Málið kom upp í mars síð­ast­liðnum þegar fyrri hluti heim­ild­ar­myndar um umsvif Sam­herja í Fær­eyjum var sýnd er í fær­eyska sjón­varp­inu. Hún var unnin í sam­starfi við Kveik og Wiki­leaks. 

Þar kom fram að Íslend­ingur úr áhöfn tog­ara í eigu Sam­herja, sem gerður var út í Namib­íu, fékk laun sín greidd frá fær­eyska félag­inu Tind­holm­ur, sem Sam­herji stofn­aði þar í landi árið 2011. Gögn sýndu að hann hafi auk þess verið rang­lega skráður í áhöfn fær­eysks flutn­inga­skips í eigu Sam­herja, en útgerðum býðst 100 pró­sent end­ur­greiðsla á skatt­greiðslum áhafna slíkra skipa. 

Þannig er talið að málum hafi verið háttað með fleiri sjó­menn sem unnu fyrir Sam­herja í Namib­íu. Fyrir vikið greiddu sjó­menn­irnir ekki skatta í Namibíu og Sam­herji þurfti því ekki að bæta þeim upp tekju­tap vegna slíkra skatt­greiðslna.

Telur orð­spor íslenskra fyr­ir­tækja ekki í hættu vegna Sam­herja

Áhrif atferlis Sam­herja á alþjóða­vett­vangi á orð­spor Íslands var til umræðu á Alþingi í lið­inni viku.

Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars: „Orð­spor Íslands og Íslend­inga skað­að­ist við banka­hrun­ið. Það gerði það líka þegar fjöldi Íslend­inga, þar á meðal ráð­herr­ar, birt­ust í Pana­ma-skjöl­un­um.“

Hún spurði svo Bjarna hvort hann teldi að nei­kvæð umfjöllun um sam­skipti Sam­herja, meðal ann­ars meint skatt­svik í Fær­eyj­um, pen­inga­þvætti í gegnum banka í Nor­egi og mútu­greiðslur í Namibíu gæti skaðað traust á íslensku atvinnu­lífi. „Að nei­kvæð umræða um við­skipti eig­enda Sam­herja fylgi orð­spors­á­hætta? Hafi nei­kvæð áhrif sem teygir sig yfir í við­skipti ann­arra íslenskra fyr­ir­tækja og við­skipta­samn­inga þeirra? Hvað er hæst­virt rík­is­stjórn að gera til þess að verja orð­spor Íslands að þessu leyt­i?“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar