Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu

Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.

Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Auglýsing

Mót­mæli hafa staðið yfir í Kól­umbíu síðan 28. apríl síð­ast­lið­inn. Upp­haf­lega beindust mót­mælin gegn fyr­ir­hug­uðum skatta­breyt­ingum sem Ivan Duque, for­seti lands­ins, vildi koma til leiðar til þess að reyna að reisa efna­hag­inn við eftir efna­hagslægð­ina sem af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum hlaust. Í kjöl­far mik­illar hörku lög­reglu­yf­ir­valda í garð mót­mæl­anda tóku mót­mælin ákveðnum breyt­ing­um, fleiri tóku þátt og mót­mælin beindust gegn harð­ræði lög­reglu.

Á Twitt­er-­síðu félaga­sam­tak­anna Temblores segir að á fyrstu tíu dögum mót­mæl­anna, fram að morgni laug­ar­dags, hefðu 39 fallið í val­inn í mót­mæl­unum vegna aðgerða lög­reglu. Félaga­sam­tökin halda utan um til­kynn­ingar um ofbeld­is­verk af hendi lög­reglu og hefur The Guar­dian stuðst við tölur frá Temblores í sínum frétta­flutn­ingi af mót­mæl­un­um. Opin­berar tölur eru lægri, þær segja að á fyrstu átta dögum mót­mæl­anna hefðu 26 fallið í val­inn. Til sam­an­burðar segja Temblores að á sama tíma­bili hafi 37 lát­ist vegna aðgerða lög­regl­unn­ar.

Frum­varp for­set­ans hefur verið dregið til baka

Mót­mæla­fundir voru skipu­lagðir af stærstu stétt­ar­fé­lögum lands­ins og verka­fólk streymdi að. Með í hóp­inn slóst fólk úr milli­stétt sem hafði áhyggjur af því að nýja lög­gjöfin myndi steypa þeim í fátækt. Tæp­lega helm­ingur lands­manna í Kól­umbíu býr við fátækt og hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn ein­ungis aukið mis­skipt­ingu þar í landi.

Auglýsing

Skatta­laga­breyt­ingin sem um ræðir fólst meðal ann­ars í því að lækka skatt­leys­is­mörk. Breyt­ingin hefði haft áhrif á alla þá sem hafa meira en 2,6 millj­ónir pesóa í mán­að­ar­laun, eða rétt um 85 þús­und krón­ur. Þar að auki stóð til að fella á brott ýmsar und­an­þágur sem standa ein­stak­lingum til boða sem og að hækka ýmsa skatta sem lagðir eru á fyr­ir­tæki.

Ivan Duque er forseti Kólumbíu. Mynd: EPA

Síð­asta sunnu­dag dró Iván Duque, for­seti lands­ins, frum­varpið til baka. Engu að síður hafa mót­mælin haldið áfram enda þusti fólk út á götur til þess að mót­mæla við­brögðum stjórn­valda og hörku lög­regl­unn­ar. Fjöldi mót­mæl­enda óx eftir því sem á leið og í hópnum má nú finna kenn­ara, lækna, nema, verka­lýðs­leið­toga og aðgerð­ar­sinna í bland við íbúa lands­ins sem aldrei hafa mót­mælt á götum úti áður, líkt og New York Times fjallar um.

Í frétt mið­ils­ins er haft eftir Hel­enu Osorio, 24 ára gömlum hjúkr­un­ar­fræð­ingi að hún sé í sárum vegna ástands­ins í land­inu. „Það eina sem við getum gert til þess að láta raddir okkar heyr­ast er að mót­mæla,“ segir Hel­ena sem mót­mælti í höf­uð­borg­inni Bogotá. „Og fyrir það erum við drep­in.“

Annar við­mæl­andi mið­ils­ins, hin 28 ára gamla Mayra Lemus sem starfar sem kenn­ari, sagði mót­mælin snú­ast um meira en laga­breyt­ing­ar. „Þetta snýst ekki bara um breyt­ingar á skatta­lög­um. Þetta snýst um spill­ingu, mis­skipt­ingu og fátækt. Og við unga fólkið höfum fengið okkur full­södd af þessu öllu sam­an.“

Kór­ónu­veiran hefur leikið landið grátt

Mót­mælin eru að hluta til fram­hald mót­mæla­öldu sem gekk yfir Suð­ur­-Am­er­íku á síð­ari hluta árs­ins 2019 þegar fólk mót­mælti meðal ann­ars á götum Bólivíu, Síle, Kól­umbíu, Ekvador Perú og Ník­arag­va. Mót­mæli innan hvers lands voru hver með sínu sniði en öll áttu þau það sam­eig­in­legt að vera beint gegn spill­ingu stjórn­valda.

Mótmælendur ganga fylktu liði í borginni Medellín í Kólumbíu. Mynd: EPA

Síðan kom heims­far­aldur kór­ónu­veiru sem bitn­aði illa á íbúum Suð­ur­-Am­er­íku á árinu 2020. Kirkju­garðar fylltu­st, fólk lá fyrir dauð­anum á göngum spít­ala og fólk beið í röðum fram eftir nóttu í veikri von um að geta keypt súr­efn­iskúta til þess að halda smit­uðum ást­vinum á lífi.

Efna­hag­ur­inn hefur tekið dýfu í kjöl­far­ið. Sam­dráttur í löndum álf­unnar var að með­al­tali sjö pró­sent á síð­asta ári og atvinnu­leysi hefur auk­ist mik­ið, sér­ílagi meðal ungs fólks.

Og staðan hefur ein­ungis versn­að.

Á fyrstu mán­uðum þessa árs hefur P1 afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, sem kallað hefur verið brasil­íska afbrigð­ið, valdið miklum usla í álf­unni og tölur yfir þá sem lét­ust úr kór­ónu­veirunni fóru að hækka á ný eftir að afbrigðið fór að dreifa sér.

Fyr­ir­hug­aðar skatta­breyt­ingar voru því líkt og neisti sem kveikti í púð­ur­tunnu enda hefði einn angi þeirra haft bein áhrif á vöru­verð. Því tóku íbúar Kól­umbíu ekki þegj­andi og hljóða­laust, eftir að hafa reynt að draga fram lífið við krapp­ari kjör svo mán­uðum skipt­ir.

Stjórn­völd hafa kennt skæru­liðum um ofbeldið

Sam­kvæmt umfjöllun BBC hafa þar­lend stjórn­völd kennt vinstri sinn­uðum upp­reisn­ar­seggjum um ofbeld­ið. Þau segja með­limi Þjóð­frels­is­hers Kól­umbíu (ELN) hafa kynnt undir mót­mæl­unum ásamt and­ófs­mönnum úr röðum skæru­liða­hreyf­ing­ar­innar FARC, þeim sem ekki hafa sam­þykkt frið­ar­sam­komu­lag FARC við stjórn­völd frá árinu 2016.

„Of­beldið var kerf­is­bund­ið, framið vís­vit­andi og það var fjár­magnað af glæpa­sam­tök­um,“ er haft eftir Diego Mola­no, varn­ar­mála­ráð­herra lands­ins, í frétt BBC. Lög­reglu­yf­ir­völd halda því fram að í mörgum til­vikum hafi lög­reglu­þjónar verið beittir ofbeldi við skyldu­störf, er þeir reyndu að hindra glæpa­menn frá því að hnupla úr versl­unum og bera eld að stræt­is­vögn­um, svo dæmi séu tek­in.

For­set­inn hefur sagt að stjórn­völd séu reiðu­bú­inn til að eiga í sam­tali við þjóð­ina. Hann til­kynnti nýlega um að settur hafi verið á lagg­irnar vett­vangur til að hlusta á íbúa lands­ins og móta með þeim lausnir á þeim vanda­málum sem að land­inu steðja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar