Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu

Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.

Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Auglýsing

Mót­mæli hafa staðið yfir í Kól­umbíu síðan 28. apríl síð­ast­lið­inn. Upp­haf­lega beindust mót­mælin gegn fyr­ir­hug­uðum skatta­breyt­ingum sem Ivan Duque, for­seti lands­ins, vildi koma til leiðar til þess að reyna að reisa efna­hag­inn við eftir efna­hagslægð­ina sem af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum hlaust. Í kjöl­far mik­illar hörku lög­reglu­yf­ir­valda í garð mót­mæl­anda tóku mót­mælin ákveðnum breyt­ing­um, fleiri tóku þátt og mót­mælin beindust gegn harð­ræði lög­reglu.

Á Twitt­er-­síðu félaga­sam­tak­anna Temblores segir að á fyrstu tíu dögum mót­mæl­anna, fram að morgni laug­ar­dags, hefðu 39 fallið í val­inn í mót­mæl­unum vegna aðgerða lög­reglu. Félaga­sam­tökin halda utan um til­kynn­ingar um ofbeld­is­verk af hendi lög­reglu og hefur The Guar­dian stuðst við tölur frá Temblores í sínum frétta­flutn­ingi af mót­mæl­un­um. Opin­berar tölur eru lægri, þær segja að á fyrstu átta dögum mót­mæl­anna hefðu 26 fallið í val­inn. Til sam­an­burðar segja Temblores að á sama tíma­bili hafi 37 lát­ist vegna aðgerða lög­regl­unn­ar.

Frum­varp for­set­ans hefur verið dregið til baka

Mót­mæla­fundir voru skipu­lagðir af stærstu stétt­ar­fé­lögum lands­ins og verka­fólk streymdi að. Með í hóp­inn slóst fólk úr milli­stétt sem hafði áhyggjur af því að nýja lög­gjöfin myndi steypa þeim í fátækt. Tæp­lega helm­ingur lands­manna í Kól­umbíu býr við fátækt og hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn ein­ungis aukið mis­skipt­ingu þar í landi.

Auglýsing

Skatta­laga­breyt­ingin sem um ræðir fólst meðal ann­ars í því að lækka skatt­leys­is­mörk. Breyt­ingin hefði haft áhrif á alla þá sem hafa meira en 2,6 millj­ónir pesóa í mán­að­ar­laun, eða rétt um 85 þús­und krón­ur. Þar að auki stóð til að fella á brott ýmsar und­an­þágur sem standa ein­stak­lingum til boða sem og að hækka ýmsa skatta sem lagðir eru á fyr­ir­tæki.

Ivan Duque er forseti Kólumbíu. Mynd: EPA

Síð­asta sunnu­dag dró Iván Duque, for­seti lands­ins, frum­varpið til baka. Engu að síður hafa mót­mælin haldið áfram enda þusti fólk út á götur til þess að mót­mæla við­brögðum stjórn­valda og hörku lög­regl­unn­ar. Fjöldi mót­mæl­enda óx eftir því sem á leið og í hópnum má nú finna kenn­ara, lækna, nema, verka­lýðs­leið­toga og aðgerð­ar­sinna í bland við íbúa lands­ins sem aldrei hafa mót­mælt á götum úti áður, líkt og New York Times fjallar um.

Í frétt mið­ils­ins er haft eftir Hel­enu Osorio, 24 ára gömlum hjúkr­un­ar­fræð­ingi að hún sé í sárum vegna ástands­ins í land­inu. „Það eina sem við getum gert til þess að láta raddir okkar heyr­ast er að mót­mæla,“ segir Hel­ena sem mót­mælti í höf­uð­borg­inni Bogotá. „Og fyrir það erum við drep­in.“

Annar við­mæl­andi mið­ils­ins, hin 28 ára gamla Mayra Lemus sem starfar sem kenn­ari, sagði mót­mælin snú­ast um meira en laga­breyt­ing­ar. „Þetta snýst ekki bara um breyt­ingar á skatta­lög­um. Þetta snýst um spill­ingu, mis­skipt­ingu og fátækt. Og við unga fólkið höfum fengið okkur full­södd af þessu öllu sam­an.“

Kór­ónu­veiran hefur leikið landið grátt

Mót­mælin eru að hluta til fram­hald mót­mæla­öldu sem gekk yfir Suð­ur­-Am­er­íku á síð­ari hluta árs­ins 2019 þegar fólk mót­mælti meðal ann­ars á götum Bólivíu, Síle, Kól­umbíu, Ekvador Perú og Ník­arag­va. Mót­mæli innan hvers lands voru hver með sínu sniði en öll áttu þau það sam­eig­in­legt að vera beint gegn spill­ingu stjórn­valda.

Mótmælendur ganga fylktu liði í borginni Medellín í Kólumbíu. Mynd: EPA

Síðan kom heims­far­aldur kór­ónu­veiru sem bitn­aði illa á íbúum Suð­ur­-Am­er­íku á árinu 2020. Kirkju­garðar fylltu­st, fólk lá fyrir dauð­anum á göngum spít­ala og fólk beið í röðum fram eftir nóttu í veikri von um að geta keypt súr­efn­iskúta til þess að halda smit­uðum ást­vinum á lífi.

Efna­hag­ur­inn hefur tekið dýfu í kjöl­far­ið. Sam­dráttur í löndum álf­unnar var að með­al­tali sjö pró­sent á síð­asta ári og atvinnu­leysi hefur auk­ist mik­ið, sér­ílagi meðal ungs fólks.

Og staðan hefur ein­ungis versn­að.

Á fyrstu mán­uðum þessa árs hefur P1 afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, sem kallað hefur verið brasil­íska afbrigð­ið, valdið miklum usla í álf­unni og tölur yfir þá sem lét­ust úr kór­ónu­veirunni fóru að hækka á ný eftir að afbrigðið fór að dreifa sér.

Fyr­ir­hug­aðar skatta­breyt­ingar voru því líkt og neisti sem kveikti í púð­ur­tunnu enda hefði einn angi þeirra haft bein áhrif á vöru­verð. Því tóku íbúar Kól­umbíu ekki þegj­andi og hljóða­laust, eftir að hafa reynt að draga fram lífið við krapp­ari kjör svo mán­uðum skipt­ir.

Stjórn­völd hafa kennt skæru­liðum um ofbeldið

Sam­kvæmt umfjöllun BBC hafa þar­lend stjórn­völd kennt vinstri sinn­uðum upp­reisn­ar­seggjum um ofbeld­ið. Þau segja með­limi Þjóð­frels­is­hers Kól­umbíu (ELN) hafa kynnt undir mót­mæl­unum ásamt and­ófs­mönnum úr röðum skæru­liða­hreyf­ing­ar­innar FARC, þeim sem ekki hafa sam­þykkt frið­ar­sam­komu­lag FARC við stjórn­völd frá árinu 2016.

„Of­beldið var kerf­is­bund­ið, framið vís­vit­andi og það var fjár­magnað af glæpa­sam­tök­um,“ er haft eftir Diego Mola­no, varn­ar­mála­ráð­herra lands­ins, í frétt BBC. Lög­reglu­yf­ir­völd halda því fram að í mörgum til­vikum hafi lög­reglu­þjónar verið beittir ofbeldi við skyldu­störf, er þeir reyndu að hindra glæpa­menn frá því að hnupla úr versl­unum og bera eld að stræt­is­vögn­um, svo dæmi séu tek­in.

For­set­inn hefur sagt að stjórn­völd séu reiðu­bú­inn til að eiga í sam­tali við þjóð­ina. Hann til­kynnti nýlega um að settur hafi verið á lagg­irnar vett­vangur til að hlusta á íbúa lands­ins og móta með þeim lausnir á þeim vanda­málum sem að land­inu steðja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar