„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“

Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.

Ari
Ari
Auglýsing

„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana. Margir töldu að áhrif COVID-19 yrðu þannig að það leiddi til minni losunar, meðal annars út af samgöngum og öðru slíku, en þvert á móti jókst losun á heimsvísu en minnkaði ekki á árunum 2019 og 2020 samkvæmt nýjum tölum. Ástæðan var aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í orkuframleiðslu, að hluta til til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum COVID-19.“

Þetta sagði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í vikunni.

Benti hann enn fremur á að fréttir af jöklum heims væru heldur ekki góðar. „Þeir halda áfram að minnka og nú bætir í hækkun sjávarborðs sem nemur 0,75 millimetrum á ári. Með öðrum orðum bætir verulega í. Íslenskir jöklar halda áfram að minnka. Árið 1890 var flatarmál þeirra 12.600 ferkílómetrar, 2019 eru það 10.400 ferkílómetrar. Þeir hafa því minnkað um 2.200 ferkílómetra eða 18 prósent.“

Auglýsing

Þá taldi þingmaðurinn að auðvitað væru einhverjar ljóstírur í þessu öllu saman. „Bandaríkin eru komin aftur að Parísarsamkomulaginu. Önnur stórveldi, mestu mengunarvaldarnir, þ.e. Rússland, Kína og Indland, segjast miða við Parísarsamkomulagið eins og áður en þau þurfa auðvitað að sanna að þær áætlanir standist. Við hér höldum máli. Við getum minnkað samdrátt okkar um 45 til 50 prósent fram til 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun þar um.“

Vildi hann minna á að það væri líka til önnur leið sem væri að auka kolefnisbindingu, bæði með skógrækt og endurheimt votlendis. „Ef við stöndum við það sem við höfum samþykkt af áætlunum og gerum aðeins betur höfum við að minnsta kosti staðið við okkar skerf,“ sagði hann að lokum

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent