Mynd: Skjáskot/Samherji Þorsteinn Már Baldvinsson
Mynd: Skjáskot/Samherji

Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja

Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins. Í niðurstöðum Wikborg Rein kemur fram að greiðslur hafi verið inntar af hendi fyrir „ráðgjöf“ sem veitt var til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu.

Sam­herji birti í gær hluta af nið­ur­stöðum norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein sem fram­kvæmdi rann­sókn á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu og víð­ar. Rann­sóknin var pöntuð eftir að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu að grunur væri á að Sam­herji hefði greitt mút­ur, meðal ann­ars til hátt­settra stjórn­mála­manna, til að kom­ast yfir fisk­veiði­kvóta í Namibíu og Angóla. Á sama tíma voru birtar upp­lýs­ingar sem bentu til þess að Sam­herji væri mögu­lega að stunda stór­fellda skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætt­i. 

Í yfir­lýs­ing­unni þar sem farið var yfir valdar nið­ur­stöður úr skýrslu Wik­borg Rein, og þær túlk­aðar af stjórn­endum Sam­herja á þann hátt að einn maður – Jóhannes Stef­áns­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namibíu og upp­ljóstr­ari – bæri ábyrgð á því aflaga fór, var við­ur­kennt að margt hefði verið í ólagi. Sér­stak­lega kemur fram í yfir­lýs­ing­unni að greiðslur sem inntar hafi verið af hendi hafi verið fyrir „ráð­gjöf“ sem veitt hefði verið fyrir hjálp til að kom­ast yfir fisk­veiði­kvóta en því hafnað að um mútu­greiðslur hafi verið að ræða. Sam­herji tekur þó undir „þá gagn­rýni að við þær aðstæður sem uppi voru hefði átt að gæta betur að því hvernig greiðslur voru fram­kvæmd­ar, hverjir tóku við þeim og á hvaða grund­velli, hverjir höfðu heim­ildir til að gefa fyr­ir­mæli um þær og hvert þær skyldu ber­ast. Einnig er ljóst að samn­ingar á bak við greiðsl­urnar hefðu átt að vera nákvæmir og form­leg­ir.“

Auglýsing

Sam­hliða þessu birti Sam­herji afsök­un­ar­beiðni sem var und­ir­rituð af Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja. Hún var birt í tveimur prent­miðlum í gær­morgun og end­ur­tekin á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. 

Sú afsök­un­ar­beiðni hefst á því að það sé „ein­dregin afstaða“ Þor­steins að hvorki hann, Sam­herji eða aðrir stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins en Jóhannes hafi framið refsi­verð brot í Namib­íu. Þau vinnu­brögð sem hafi verið látin við­gang­ast hafi engu að síður „valdið upp­námi hjá starfs­fólki okk­ar, vin­um, fjöl­skyld­um, sam­starfs­að­il­um, við­skipta­vinum og víðar í sam­fé­lag­inu. Mér þykir mjög leitt að svo hafi farið og bið ég alla þá sem hlut eiga að máli, ein­læg­lega afsök­unar á mis­tökum okk­ar, bæði per­sónu­lega og fyrir hönd félags­ins.“ 

Afsök­un­ar­beiðnin snýr því sér­tækt að starfs­fólki Sam­herja, vinum þeirra og fjöl­skyld­um, sam­starfs­að­ilum og við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins, en óljóst að öðrum sem hafa orðið fyrir skaða vegna fram­ferði fyr­ir­tæk­is­ins, stjórn­enda þess og starfs­manna.

Af hverju núna?

Tíma­setn­ingin á yfir­lýs­ing­unni og afsök­un­ar­beiðn­inni vakti athygli. Eftir að hafa beitt mik­illi hörku í öllum við­brögðum í mál­inu mán­uðum sam­an, meðal ann­ars í gegnum drauga­skrif á umræðu­síðum fjöl­miðla, með birt­ingu fjöl­margra yfir­lýs­inga á heima­síðu Sam­herja og með því að láta fram­leiða alls þrettán mynd­bönd þar sem ráð­ist var að þeim sem um fyr­ir­tækið höfðu fjall­að, breytt­ist tónn­inn í lok síð­asta mán­að­ar. 

Það gerð­ist eftir að Kjarn­inn og Stundin höfðu opin­berað starf­semi svo­kall­aðrar „skæru­liða­deild­ar“ Sam­herja. Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji birti í lok maí, en eng­inn sér­stakur var skrif­aður fyr­ir, sagði að ljóst væri að stjórn­endur félags­ins hafi gengið „of langt“ í við­brögðum við „nei­kvæðri umfjöllun um félag­ið“.

„Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­ast afsök­unar á þeirri fram­göng­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en ekki var útskýrt í frek­ari smá­at­riðum að hvaða leyti gengið hafi verið of langt eða nákvæm­lega hverju verið sé að biðj­ast afsök­unar á.

En fleira kemur til en vilji til að breyta um tón. Heim­ildir Kjarn­ans herma að rann­sóknir yfir­valda hér­lend­is, bæði emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra, séu komnar á umtals­vert skrið. Þær rann­sóknir hafa staðið yfir frá lokum árs 2019.

Umfangs­miklar rann­sóknir í gangi

Í fyrra­sumar voru sex ein­stak­lingar boð­aðir í yfir­heyrslu hjá hér­aðs­sak­sókn­ara vegna máls­ins. Þar var þeim greint frá því að til rann­sóknar væru atvik sem tengj­ast Sam­herja hf., Sam­herja Hold­ing ehf. (sem heldur utan um erlenda starf­semi sam­stæð­unn­ar) og öðrum félögum í sam­stæðu Sam­herja, einkum í tengslum við starf­semi í Namibíu og Angóla, á tíma­bil­inu 2011 og fram til dags­ins í dag. Á meðal þeirra var Þor­steinn Már, sem var yfir­heyrður í byrjun júlí 2020.

Þar var fólk­inu greint frá því að til rann­sóknar væru meintar mútu­greiðslur starfs­manna og fyr­ir­svars­manna Sam­herja til opin­berra starfs­manna í Namibíu og Angóla, eða til ann­arra sem gátu haft áhrif á ákvörð­un­ar­töku slíkra manna, í tengslum við úthlutun á fisk­veiði­kvóta í Namibíu og Angóla.

Auglýsing

Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin varða 109. og 264. grein almennra hegn­ing­ar­laga um mút­ur. Í fyrr­nefndu grein­inni segir að hver sem gef­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­manni, gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­kall til, í þágu hans eða ann­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að fimm árum eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hendi. „Sömu refs­ingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opin­berum starfs­manni, erlendum kvið­dóm­anda, erlendum gerð­ar­manni, manni sem á sæti á erlendu full­trúa­þingi sem hefur stjórn­sýslu með hönd­um, starfs­manni alþjóða­stofn­un­ar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofn­unar eða á opin­beru lög­gjaf­ar­þingi í erlendu ríki, dóm­ara sem á sæti í alþjóð­legum dóm­stóli eða starfs­manni við slíkan dóm­stól, í því skyni að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans.“

Í 264. grein segir að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinn­ings af broti á hegn­ing­ar­lögum eða af refsi­verðu broti á öðrum lög­um, eða umbreytir slíkum ávinn­ingi, flytur hann, send­ir, geym­ir, aðstoðar við afhend­ingu hans, leynir honum eða upp­lýs­ingum um upp­runa hans, eðli, stað­setn­ingu eða ráð­stöfun ávinn­ings skuli sæta fang­elsi allt að sex árum.

Þá eru einnig til rann­sóknar meint brot á ákvæðum kafla XXXVI í almennum hegn­ing­ar­lög­um, sem fjalla um auðg­un­ar­brot. Við brotum á ákvæðum þess kafla liggur fang­els­is­refs­ing sem getur verið allt að þrjú til sex ár. 

Fókus á Kýpur

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sem var lagt niður í þáver­andi mynd í maí síð­ast­liðnum og verður hér eftir deild innan Skatts­ins, er síðan að rann­saka hvort raun­veru­legt eign­ar­hald á allri Sam­herj­a­sam­stæð­unni sé hér­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars­staðar en hér sé þar með stór­felld skatta­snið­ganga. 

Kýpur hefur verið nokk­urs konar heima­höfn alþjóð­legrar starf­semi Sam­herja um margra ára skeið. Fyrir nokkrum árum síðan birti Stundin meðal ann­ars umfjöllun um tölvu­póst frá árinu 2009 frá Bald­vini Þor­steins­syni, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Afr­íku­út­gerðar Sam­herja og núver­andi for­stjóra Sam­herja í Evr­ópu, þar fjallað var um hag­fræði af því að vera með starf­sem­ina skráða í Kýp­ur. Þar stóð: „Til­gang­ur­inn er eft­ir­far­andi: Að búa til hagnað innan sölu­fyr­ir­tæk­is­ins þar sem eng­inn skattur er á hagnað fyr­ir­tæk­is­ins. Við teljum Kýpur vera rétta land­ið. Með því að búa til hagnað innan sölu­fyr­ir­tæk­is­ins Kötlu Seafood getum við lækkað skipta­hlut sjó­manna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. […] Með því að draga úr hagn­aði þar og láta hagn­að­inn mynd­ast hjá sölu­fyr­ir­tæk­inu þá tæk­ist okkur að auka hagnað heild­ar­inn­ar. Þetta teljum við nokkuð snyrti­lega leið til að draga úr skatt­greiðsl­u­m.“ 

Ári síðar færði Sam­herji umfangs­mikla fisk­sölu til Kýpur og hafði mikla starf­semi þar næstu árin, en skattar á fyr­ir­tæki þar í landi eru mun lægri en t.d. á Ísland­i. 

Í Kveiks­þætti sem sýndur var fyrr á þessu ári voru umsvif tveggja Kýp­ur­fé­laga Sam­herja, Esju Seafood og Esju Shipp­ing, og fjöl­margra dótt­ur­fé­laga þeirra rak­in. Félög­in  tvö eru með umsvif og tuga millj­arða króna eignir út um allan heim. Þegar Kveikur bank­aði upp á skrif­stofu þeirra í Limassol á Kýpur var hins vegar eng­inn þar. Og skrif­stof­an, sem líkt­ist frekar her­bergi, virð­ist að mestu vera til mála­mynda sam­kvæmt því sem fram kom í Kveik.

Átti að borga miklu hærri skatta á Íslandi?

Í minn­is­blaði sem emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra sendi til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 18. nóv­em­ber 2019, sex dögum eftir að umfjöllun um starfs­hætti Sam­herja í Namibíu hóf­st, kom fram að í ljósi „mik­il­vægi máls­ins og umfangs þess“ teldi emb­ættið rétt að fara þess á leit við ráðu­neytið að emb­ætt­inu yrði „gert kleift að auka mann­afla emb­ætt­is­ins tíma­bundið til að geta sinnt þessu afmark­aða verk­efni á sem skjótastan og far­sælastan hátt.“ Í kjöl­farið var við­bót­ar­fjár­magni veitt til skatt­rann­sókn­ar­stjóra úr rík­is­sjóð­i. 

Auglýsing

Það sem emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra er meðal ann­ars að rann­saka er hvernig töku ákvarð­ana var háttað innan sam­stæðu Sam­herja. Upp­haf­s­punktur þeirrar rann­sóknar er skýrsla sem KPMG, þáver­andi end­ur­skoð­andi Sam­herja, vann um starf­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014.

Umrædd skýrsla KPMG fyrir Sam­herja, eða öllu heldur drög að henni, var meðal ann­ars til umfjöll­unar í bók­inni Ekk­ert að fela eftir Helga Selj­an, Aðal­stein Kjart­ans­son og Stefán A. Drengs­son sem kom út í nóv­em­ber 2019. Skýrslan er eins konar grein­ing á því hvernig skipu­lag Sam­herj­a­sam­stæð­unnar var á þessum tíma.

Sam­kvæmt mati sér­fræð­inga KPMG, sem byggði m.a. á við­tölum við starfs­fólk Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, var for­stjór­inn og stjórn­ar­for­mað­ur­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu og með alla þræði í hendi sér. Engin form­leg fram­kvæmda­stjórn var sögð innan Sam­herja hf., sam­kvæmt þessum drögum sér­fræð­inga KPM­G. 

Athuga­semdir voru gerðar við ýmis­legt af því sem fram kom í mati KPMG af hálfu Sam­herja og í síð­ari drögum að skýrsl­unni var búið að draga úr umfjöllun um hlut­verk og áhrif stjórn­ar­for­manns­ins. Bæði emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur talið að vert sé skoða þessa skýrslu­gerð sér­stak­lega. 

Með mikið magn gagna sem ná mörg ár aftur í tím­ann

Umtals­verð gagna­öflun hefur átt sér stað af hendi þeirra sem rann­saka mál­efni Sam­herja. Þar er um að ræða þau gögn sem umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wiki­Leaks í nóv­em­ber 2019 byggði á auk ýmissa gagna sem rann­sókn­ar­að­ilar hafa fengið frá yfir­völdum í Namibíu og fleiri lönd­um. 

Auk þess var KPMG, sem sá um bók­hald Sam­herja árum saman og þar til í fyrra, skyldað af dóm­stólum í des­em­ber til þess að aflétta þeim trún­aði sem ríkir milli end­ur­skoð­enda og við­skipta­vina þeirra, en kveðið er á um þagn­ar­skyldu end­ur­skoð­enda í lögum og láta emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í té upp­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þurfti fyr­ir­tækið að láta hér­aðs­sak­sókn­ara hafa upp­lýs­ingar og gögn sem varða áður­nefnda skýrslu sem KPMG vann um starf­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014.

Samherji krafðist skaðabóta úr hendi Seðlabankans í nýlegu dómsmáli. Þar var efnislegt innihald Seðlabankamálsins svokallaða opinberað með skýrari hætti en nokkru sinni áður.
Mynd: Kjarninn

Þrátt fyrir miklar mót­bárur Sam­herja, jafn tækni­legar og efn­is­leg­ar, þá var þeirri ákvörðun ekki hnekkt. 

Í vik­unni var svo birtur úrskurður Per­sónu­verndar um kvörtun Þor­steins Más, sem hann lagði fram í októ­ber 2020, vegna vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga um hann. Þar kemur fram að gögnin sem Þor­steinn er ósáttur með með­ferð­ina á eru þrír diskar, með sam­tals um sex þús­und gíga­bæti af gögn­um, sem lagt var hald á við hús­leit gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands í höf­uð­stöðvum Sam­herja árið 2012. 

Þor­steinn Már taldi að eyða hefði átt gögn­unum eftir að mála­rekstri Seðla­bank­ans gegn Sam­herja lauk, en lesa má um þau mála­lok hér. Gögn­unum var hins vegar ekki eytt. Þvert á móti voru þau borin undir hann í skýrslu­töku hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra og þar upp­lýst um að þeirra hefði verið aflað frá hér­aðs­sak­sókn­ara sem hafði fengið þau frá Seðla­banka Íslands.

Hér­aðs­sak­sókn­ari fékk gögnin eftir að hafa lagt fram beiðni um afhend­ingu á grund­velli laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka vegna þess að emb­ættið mat það sem svo „að gögnin gætu haft sönn­un­ar­gildi við yfir­stand­andi rann­sókn.“

Í úrskurði Per­sónu­verndar kemur fram að stofn­unin telur að miðlun per­sónu­upp­lýs­inga um Þor­stein Má til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara hafi sam­rýmst lög­um. Á meðal gagna sem þarna um ræðir eru tölvu­póstar, upp­lýs­ingar um fjár­mál Þor­steins og ýmis­legt fleira.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar