Samherji neitar að hafa áreitt blaðamenn

Aðstoðarkona forstjóra Samherja segir að yfirlýsingar fyrirtækisins og myndbandagerð þess á samfélagsmiðlum sé hluti af málfrelsi þeirra. Samherji hafi aldrei áreitt blaðamenn Kveiks.

samherji
Auglýsing

Mar­grét Ólafs­dótt­ir, aðstoð­ar­kona Þor­steins Más Bald­vins­sonar for­stjóra Sam­herja, segir í skrif­legu svari til Committee to Prot­ect Journa­lists (CPJ) að fyr­ir­tækið hafi ekki áreitt blaða­menn Kveiks eftir umfjöllun frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins um starf­semi Sam­herja í Namibíu sem birt­ist í nóv­em­ber 2019.

CPJ fjallar um her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins til að koma óorði á blaða­mann­inn Helga Seljan og kollega hans á RÚV. Sú her­ferð birt­ist í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á vef­síðu þess, YouTu­be-­mynd­bönd­um, kæru til siða­nefndar RÚV og til­raunum til að hafa áhrif á kjör for­manns í Blaða­manna­fé­lagi Íslands.

Rakel Þor­bergs­dóttir frétta­stjóri á RÚV segir við CPJ að aðgerðir Sam­herja séu „gíf­ur­lega alvar­leg­ar“ og „geti ekki á nokkurn hátt verið rétt­lættar eða útskýrðar af Sam­herja sem ein­hvers konar við­brögð við umfjöllun þeirra“.

Mar­grét telur yfir­lýs­ingar Sam­herja og færslur á sam­fé­lags­miðlum vera hluti af mál­frelsi þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun CPJ.

Auglýsing

Jón Óttar „stöku sinn­um“ unnið að verk­efnum fyrir Sam­herja

Varð­andi hegðun Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, ráð­gjafa og einka­spæj­ara, þá segir Margét að hann hafi „stöku sinnum unnið að verk­efn­um“ fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins en þau verk­efni hafi aldrei falið í sér áreiti eða ein­elti í garð Helga Selj­an.

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst 2020 að Helgi hefði marg­sinnis orðið fyrir áreiti af hálfu Jóns Ótt­ars síðan Kveiks-þátt­ur­inn um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu fór í loft­ið. Jón Óttar var meðal ann­ars tíður gestur á Kaffi­fé­lag­inu, kaffi­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga. Hann sendi Helga enn fremur ítrekað skila­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­reikn­ing eig­in­konu sinn­ar.

Í fram­haldi af umfjöllun Kjarn­ans baðst Jón Óttar afsök­unar en hann sagði að Sam­herji hefði ekki haft vit­neskju um skila­boð sem hann sendi til Helga. Honum hefði fund­ist miður að hátt­semi hans væri bendluð við fyr­ir­tæk­ið. „Hún er alfarið á mína ábyrgð.“

Hluti af „skæru­liða­deild­inni“

Jón Óttar kom einnig við sögu í umfjöllun Kjarn­ans um „skæru­liða­deild Sam­herja“ sem birt­ist í maí á þessu ári. Var hann hluti þess hóps sem rekur áróð­urs­stríð Sam­herja gegn blaða­mönnum og ákveðnum fjöl­miðlum sem fjallað hafa um fyr­ir­tækið en hóp­ur­inn lýsti sér sjálfur í sam­tölum sem skæru­liða­deild.

Mar­grét neitar einnig að fyr­ir­tækið hafi skipt sér að kosn­ingum til for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands. Kjarn­inn greindi frá því í vor að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hefðu reynt að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í fyrr­nefndu for­manns­kjöri.

Sagði hún að þeir aðilar sem um ræðir í „skæru­liða­deild­inni“ hefðu ekk­ert umboð haft frá Sam­herja til að taka slíkar ákvarð­an­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent