Riða á barmi hamfara

Sjúkrahús eru yfirfull og súrefni af skornum skammti. Skyndileg fjölgun smita af Delta-afbrigði kórónuveirunnar í Indónesíu hefur skapað neyðarástand líku því sem gerist í stríði.

Tómar götur í Jakarta eftir að útgöngubann var sett á.
Tómar götur í Jakarta eftir að útgöngubann var sett á.
Auglýsing

Spreng­ing hefur orðið í stað­festum kór­ónu­veirusmitum í Indónesíu og að minnsta kosti sex­tíu manns lét­ust á einu sjúkra­húsa lands­ins um helg­ina vegna skorts á súr­efni. Delta-af­brigðið er orðið útbreitt í land­inu og er talin helsta skýr­ingin á hinni snörpu bylgju far­ald­urs­ins nú.

Indónesía er fjórða fjöl­menn­asta ríki heims og þar er far­aldur COVID-19 nú skæð­astur af öllum löndum Asíu. Síð­ustu daga hafa milli 25-30 þús­und smit verið greind dag­lega. Útgöngu­bann er á eyj­unum Jövu og Balí en á þeirri fyrr­nefndu er höf­uð­borg Indónesíu, Jakarta.

Þetta er nokkuð kunn­ug­legt stef því stærsta bylgja far­ald­urs­ins varð á Ind­landi í vor og var aðdrag­andi hennar mjög svip­að­ur. Í ofaná­lag hefur straumur ferða­manna til eyja Indónesíu auk­ist hratt sem er einnig hluti af skýr­ingu smit­fjöld­ans.

Auglýsing

Eitt sjúkra­húsið á Jövu, Sar­djito, yfir­fyllt­ist um helg­ina sem varð til þess að súr­efn­is­birgðir þraut þrátt fyrir að reynt hefði verið að afla alls þess súr­efnis sem hægt var dag­ana á und­an. Á sunnu­dag feng­ust meiri birgðir en á tveimur sól­ar­hringum þar á undan lét­ust að minnsta kosti 60 vegna súr­efn­is­skorts­ins og talið er að flestir þeirra hafi verið með COVID-19. Rík­is­stjórn Indónesíu hefur fyr­ir­skipað gas­fram­leið­endum að auka við fram­leiðslu á súr­efni til lækn­inga.

Tíu sinnum fleiri útfarir

Sjúkra­hús um alla Jövu eru að glíma við sömu vanda­mál og gríð­ar­legt álag. Heil­brigð­is­starfs­fólk lýsir því í við­tali við BBC að það hafi þurft að vísa sjúk­lingum frá. Sjúk­lingar segja ástandið líkj­ast því sem ger­ist á stríðs­tím­um. Rauði kross­inn og Rauði hálf­mán­inn segja landið „riða á barmi ham­fara“ vegna COVID-19.

Borg­ar­yf­ir­völd í Jakarta segja að tíu sinnum fleiri útfarir séu í borg­inni nú en snemma í maí.

Í frétta­skýr­ingu CNN er haft eftir heil­brigð­is­ráð­herra Indónesíu að yfir­völd hafi ekki verið við­búin þeirri spreng­ingu sem orðið hefur í smitum síð­ustu daga. Hann kennir Delta-af­brigð­inu, sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi, um. „Þetta afbrigði leggst á alla, bæði börn og full­orðn­a.“ Smitum hafi fjölgað hraðar nú en nokkru sinni í far­aldr­in­um.

Aðeins rúmlega 5 prósent Inónesa eru fullbólusett. Mynd: EPA

Fleiri börn hafa verið lögð inn á sjúkra­hús nú en í fyrstu bylgj­unni en mjög mik­ill fjöldi barna hefur smit­ast. Mun færri börn eru þó á sjúkra­húsum sam­an­borið við full­orðna, hefur CNN eftir heil­brigð­is­ráð­herr­an­um.

Heil­brigð­is­starfs­fólk í Indónesíu var bólu­sett með kín­verska bólu­efn­inu Sinovac. Um miðjan júní var birt nið­ur­staða rann­sóknar um að þrátt fyrir bólu­setn­ing­una hafi yfir 350 læknar og aðrir heil­brigð­is­starfs­menn fengið COVID-19.

Bólu­setn­ingar í land­inu hófust í jan­úar en þeim hefur miðað hægt. Rétt rúm­lega 5 pró­sent þjóð­ar­innar eru full­bólu­sett. Fyrir nokkrum dögum gaf rík­is­stjórnin út að börn á aldr­inum 12-17 ára gætu einnig fengið bólu­setn­ingu með Sinovac.

Á morgun þriðju­dag, taka gildi hertar aðgerðir á landa­mærum Indónesíu. Aðeins bólu­settir og þeir sem eru með nýlegt og nei­kvætt PCR-­próf mega koma til lands­ins. Þeir þurfa engu að síður að dvelja í ein­angrun í átta daga eftir kom­una til lands­ins.

Indónesar hafa orðið hvað verst úti í far­aldr­inum af öllum Asíu­þjóð­um. Þar hafa rúm­lega 2,3 millj­ónir greinst með veiruna og yfir 60 þús­und hafa lát­ist. Talið er að báðar þessar tölur séu þó mun hærri í raun þar sem sýna­tökur hafa að mestu verið bundnar við höf­uð­borg­ina Jakarta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent