Riða á barmi hamfara

Sjúkrahús eru yfirfull og súrefni af skornum skammti. Skyndileg fjölgun smita af Delta-afbrigði kórónuveirunnar í Indónesíu hefur skapað neyðarástand líku því sem gerist í stríði.

Tómar götur í Jakarta eftir að útgöngubann var sett á.
Tómar götur í Jakarta eftir að útgöngubann var sett á.
Auglýsing

Spreng­ing hefur orðið í stað­festum kór­ónu­veirusmitum í Indónesíu og að minnsta kosti sex­tíu manns lét­ust á einu sjúkra­húsa lands­ins um helg­ina vegna skorts á súr­efni. Delta-af­brigðið er orðið útbreitt í land­inu og er talin helsta skýr­ingin á hinni snörpu bylgju far­ald­urs­ins nú.

Indónesía er fjórða fjöl­menn­asta ríki heims og þar er far­aldur COVID-19 nú skæð­astur af öllum löndum Asíu. Síð­ustu daga hafa milli 25-30 þús­und smit verið greind dag­lega. Útgöngu­bann er á eyj­unum Jövu og Balí en á þeirri fyrr­nefndu er höf­uð­borg Indónesíu, Jakarta.

Þetta er nokkuð kunn­ug­legt stef því stærsta bylgja far­ald­urs­ins varð á Ind­landi í vor og var aðdrag­andi hennar mjög svip­að­ur. Í ofaná­lag hefur straumur ferða­manna til eyja Indónesíu auk­ist hratt sem er einnig hluti af skýr­ingu smit­fjöld­ans.

Auglýsing

Eitt sjúkra­húsið á Jövu, Sar­djito, yfir­fyllt­ist um helg­ina sem varð til þess að súr­efn­is­birgðir þraut þrátt fyrir að reynt hefði verið að afla alls þess súr­efnis sem hægt var dag­ana á und­an. Á sunnu­dag feng­ust meiri birgðir en á tveimur sól­ar­hringum þar á undan lét­ust að minnsta kosti 60 vegna súr­efn­is­skorts­ins og talið er að flestir þeirra hafi verið með COVID-19. Rík­is­stjórn Indónesíu hefur fyr­ir­skipað gas­fram­leið­endum að auka við fram­leiðslu á súr­efni til lækn­inga.

Tíu sinnum fleiri útfarir

Sjúkra­hús um alla Jövu eru að glíma við sömu vanda­mál og gríð­ar­legt álag. Heil­brigð­is­starfs­fólk lýsir því í við­tali við BBC að það hafi þurft að vísa sjúk­lingum frá. Sjúk­lingar segja ástandið líkj­ast því sem ger­ist á stríðs­tím­um. Rauði kross­inn og Rauði hálf­mán­inn segja landið „riða á barmi ham­fara“ vegna COVID-19.

Borg­ar­yf­ir­völd í Jakarta segja að tíu sinnum fleiri útfarir séu í borg­inni nú en snemma í maí.

Í frétta­skýr­ingu CNN er haft eftir heil­brigð­is­ráð­herra Indónesíu að yfir­völd hafi ekki verið við­búin þeirri spreng­ingu sem orðið hefur í smitum síð­ustu daga. Hann kennir Delta-af­brigð­inu, sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi, um. „Þetta afbrigði leggst á alla, bæði börn og full­orðn­a.“ Smitum hafi fjölgað hraðar nú en nokkru sinni í far­aldr­in­um.

Aðeins rúmlega 5 prósent Inónesa eru fullbólusett. Mynd: EPA

Fleiri börn hafa verið lögð inn á sjúkra­hús nú en í fyrstu bylgj­unni en mjög mik­ill fjöldi barna hefur smit­ast. Mun færri börn eru þó á sjúkra­húsum sam­an­borið við full­orðna, hefur CNN eftir heil­brigð­is­ráð­herr­an­um.

Heil­brigð­is­starfs­fólk í Indónesíu var bólu­sett með kín­verska bólu­efn­inu Sinovac. Um miðjan júní var birt nið­ur­staða rann­sóknar um að þrátt fyrir bólu­setn­ing­una hafi yfir 350 læknar og aðrir heil­brigð­is­starfs­menn fengið COVID-19.

Bólu­setn­ingar í land­inu hófust í jan­úar en þeim hefur miðað hægt. Rétt rúm­lega 5 pró­sent þjóð­ar­innar eru full­bólu­sett. Fyrir nokkrum dögum gaf rík­is­stjórnin út að börn á aldr­inum 12-17 ára gætu einnig fengið bólu­setn­ingu með Sinovac.

Á morgun þriðju­dag, taka gildi hertar aðgerðir á landa­mærum Indónesíu. Aðeins bólu­settir og þeir sem eru með nýlegt og nei­kvætt PCR-­próf mega koma til lands­ins. Þeir þurfa engu að síður að dvelja í ein­angrun í átta daga eftir kom­una til lands­ins.

Indónesar hafa orðið hvað verst úti í far­aldr­inum af öllum Asíu­þjóð­um. Þar hafa rúm­lega 2,3 millj­ónir greinst með veiruna og yfir 60 þús­und hafa lát­ist. Talið er að báðar þessar tölur séu þó mun hærri í raun þar sem sýna­tökur hafa að mestu verið bundnar við höf­uð­borg­ina Jakarta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent