„Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hún sé hneyksluð eins og flestir aðrir landsmenn á framgangi Samherja. „Það er alvarlegt ef stórfyrirtæki eru að hafa áhrif á lýðræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt.“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kollegi hennar Njáll Trausti Friðbertsson.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kollegi hennar Njáll Trausti Friðbertsson.
Auglýsing

Þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, segir að fyr­ir­tæki sem taka sam­fé­lags­lega ábyrgð alvar­lega eigi að virða lýð­ræðið og ekki beita sér gegn því. Fyr­ir­tæki sem ekki huga að sam­fé­lags­legri ábyrgð eigi sér ekki fram­tíð.

Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins í dag en í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir hún að þarna hafi hún átt við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herja.

„Ég er að sjálf­sögðu að vísa til Sam­herja­hneyksl­is­ins. En það getur verið að hægt sé að setja fleiri undir þennan hann en í dag gengur þetta út á það sem er að ger­ast í sam­fé­lag­in­u,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing

Hneyksluð á þessum fram­gangi

Mikið hefur verið fjallað um svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ Sam­herja und­an­farna viku en Kjarn­inn greindi meðal ann­ars frá sam­ræðum þar sem fram kom að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, vildi ekki að Njáll Trausti Frið­berts­son yrði næsti odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Enn fremur greindi Kjarn­inn frá því að Sam­herji hefði reynt að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna í síð­asta mán­uði.

„Ég er eins og flestir lands­menn hneyksluð á þessum fram­gangi – þetta er sorg­leg­t,“ segir Bryn­dís. „Það er alvar­legt ef stór­fyr­ir­tæki eru að hafa áhrif á lýð­ræð­ið. Mér finnst það mjög alvar­leg­t.“

Í ræðu sinni á þingi í dag hóf hún mál sitt á því að segja að Ísland væri frjálst land, land þar sem fólki væri frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skað­aði ekki aðra.

„Á Íslandi ríkir mál­frelsi, skoð­ana­frelsi og trú­frelsi og við verðum ávallt að standa vörð um þetta frelsi. Hið opin­bera þarf að stíga niður með hóg­værð og jafn­ræði að leið­ar­ljósi. Fjöl­miðlar eiga að vera beittir og veita aðhald. Þeir eiga að segja satt og rétt frá. Þeir eiga að vera gagn­rýnir og þeir eiga að vera opnir fyrir gagn­rýni. Fyr­ir­tæki þurfa að hlíta sömu regl­um. Öll fyr­ir­tæki sem ætla að eiga sér fram­tíð þurfa að huga að sam­fé­lags­legri ábyrgð sinni. Þau þurfa að axla ábyrgð og hafa upp­byggi­leg áhrif á umhverfi sitt. Stuðn­ingur við íþrótta­fé­lög og menn­ingu er góður og mik­il­væg­ur, en það er ekki nóg. Fyr­ir­tæki sem taka sam­fé­lags­lega ábyrgð alvar­lega virða lýð­ræðið og beita sér ekki gegn því. Fyr­ir­tæki sem ekki huga að sam­fé­lags­legri ábyrgð eiga sér ekki fram­tíð,“ sagði hún að lok­um.

Finnst „menn ganga of langt“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tjáði sig um málið í gær en hann sagð­ist í sam­tali við frétta­stofu RÚV ekki vera ánægður með að stórir öfl­ugir aðilar í fyr­ir­tækja­rekstri beittu sér af fullum krafti í fjöl­miðlaum­fjöllun sem þeir eru ósáttir við.

Bjarni Benediktsson Mynd: Bára Huld Beck

Þegar hann var spurður hvað honum fynd­ist um þessa her­ferð gagn­vart ein­stökum fjöl­miðla­mönnum og jafn­vel fjöl­miðlum þá svar­aði hann að hægt væri að hafa alls konar skoð­anir á því að fólk ætti ekki að gera eitt­hvað eða gera hlut­ina öðru­vísi heldur en gert væri.

„En ég er í prinsipp­inu þeirrar skoð­unar að það er skoð­ana­frelsi á Íslandi. Fólki er frjálst að hugsa hluti, fólki er frjálst að segja hluti, fólki er frjálst að beita sér. Það er mjög stórt mál að fara að ganga gegn því frelsi. Ég er hins vegar ekk­ert sér­stak­lega ánægður með að stórir öfl­ugir aðilar í fyr­ir­tækja­rekstri beiti sér af fullum krafti í fjöl­miðlaum­fjöllun sem þeir eru ósáttir við. Aðal­lega vil ég að hlut­irnir séu uppi á borði, gegn­sæir og það sé verið að ræða mál­efna­lega um hlut­ina. Það er það sem mér finnst vera mik­il­vægt. Ég held líka að við verðum að hlusta ef menn segja að rík­is­mið­ill­inn, sem hefur mjög ríkum skyldum að gegna, ef menn segja að hann sé ekki að rísa undir því sem að honum ber að gera að lögum og er rétt­læt­ingin fyrir því að við öll tökum sam­eig­in­lega þátt í því að halda honum á floti og fjár­magna hann þá ber okkur að hlusta. Ekki skella við skolla­eyr­um. Jafn­vel þó að fyr­ir­tæki eigi í hlut og það geta verið fyr­ir­tæki sem ganga vel. Okkur ber að hlusta og vera gagn­rýn­in. Beita gagn­rýn­inni hugsun í allri umræðu um þessi mál. Þarna er ég að tala um þetta á almennum nótum en í þessu til­tekna máli finnst mér menn ganga mjög lang­t,“ sagði Bjarni við RÚV í gær.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent