„Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hún sé hneyksluð eins og flestir aðrir landsmenn á framgangi Samherja. „Það er alvarlegt ef stórfyrirtæki eru að hafa áhrif á lýðræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt.“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kollegi hennar Njáll Trausti Friðbertsson.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kollegi hennar Njáll Trausti Friðbertsson.
Auglýsing

Þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, segir að fyr­ir­tæki sem taka sam­fé­lags­lega ábyrgð alvar­lega eigi að virða lýð­ræðið og ekki beita sér gegn því. Fyr­ir­tæki sem ekki huga að sam­fé­lags­legri ábyrgð eigi sér ekki fram­tíð.

Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins í dag en í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir hún að þarna hafi hún átt við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herja.

„Ég er að sjálf­sögðu að vísa til Sam­herja­hneyksl­is­ins. En það getur verið að hægt sé að setja fleiri undir þennan hann en í dag gengur þetta út á það sem er að ger­ast í sam­fé­lag­in­u,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing

Hneyksluð á þessum fram­gangi

Mikið hefur verið fjallað um svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ Sam­herja und­an­farna viku en Kjarn­inn greindi meðal ann­ars frá sam­ræðum þar sem fram kom að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, vildi ekki að Njáll Trausti Frið­berts­son yrði næsti odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Enn fremur greindi Kjarn­inn frá því að Sam­herji hefði reynt að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna í síð­asta mán­uði.

„Ég er eins og flestir lands­menn hneyksluð á þessum fram­gangi – þetta er sorg­leg­t,“ segir Bryn­dís. „Það er alvar­legt ef stór­fyr­ir­tæki eru að hafa áhrif á lýð­ræð­ið. Mér finnst það mjög alvar­leg­t.“

Í ræðu sinni á þingi í dag hóf hún mál sitt á því að segja að Ísland væri frjálst land, land þar sem fólki væri frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skað­aði ekki aðra.

„Á Íslandi ríkir mál­frelsi, skoð­ana­frelsi og trú­frelsi og við verðum ávallt að standa vörð um þetta frelsi. Hið opin­bera þarf að stíga niður með hóg­værð og jafn­ræði að leið­ar­ljósi. Fjöl­miðlar eiga að vera beittir og veita aðhald. Þeir eiga að segja satt og rétt frá. Þeir eiga að vera gagn­rýnir og þeir eiga að vera opnir fyrir gagn­rýni. Fyr­ir­tæki þurfa að hlíta sömu regl­um. Öll fyr­ir­tæki sem ætla að eiga sér fram­tíð þurfa að huga að sam­fé­lags­legri ábyrgð sinni. Þau þurfa að axla ábyrgð og hafa upp­byggi­leg áhrif á umhverfi sitt. Stuðn­ingur við íþrótta­fé­lög og menn­ingu er góður og mik­il­væg­ur, en það er ekki nóg. Fyr­ir­tæki sem taka sam­fé­lags­lega ábyrgð alvar­lega virða lýð­ræðið og beita sér ekki gegn því. Fyr­ir­tæki sem ekki huga að sam­fé­lags­legri ábyrgð eiga sér ekki fram­tíð,“ sagði hún að lok­um.

Finnst „menn ganga of langt“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tjáði sig um málið í gær en hann sagð­ist í sam­tali við frétta­stofu RÚV ekki vera ánægður með að stórir öfl­ugir aðilar í fyr­ir­tækja­rekstri beittu sér af fullum krafti í fjöl­miðlaum­fjöllun sem þeir eru ósáttir við.

Bjarni Benediktsson Mynd: Bára Huld Beck

Þegar hann var spurður hvað honum fynd­ist um þessa her­ferð gagn­vart ein­stökum fjöl­miðla­mönnum og jafn­vel fjöl­miðlum þá svar­aði hann að hægt væri að hafa alls konar skoð­anir á því að fólk ætti ekki að gera eitt­hvað eða gera hlut­ina öðru­vísi heldur en gert væri.

„En ég er í prinsipp­inu þeirrar skoð­unar að það er skoð­ana­frelsi á Íslandi. Fólki er frjálst að hugsa hluti, fólki er frjálst að segja hluti, fólki er frjálst að beita sér. Það er mjög stórt mál að fara að ganga gegn því frelsi. Ég er hins vegar ekk­ert sér­stak­lega ánægður með að stórir öfl­ugir aðilar í fyr­ir­tækja­rekstri beiti sér af fullum krafti í fjöl­miðlaum­fjöllun sem þeir eru ósáttir við. Aðal­lega vil ég að hlut­irnir séu uppi á borði, gegn­sæir og það sé verið að ræða mál­efna­lega um hlut­ina. Það er það sem mér finnst vera mik­il­vægt. Ég held líka að við verðum að hlusta ef menn segja að rík­is­mið­ill­inn, sem hefur mjög ríkum skyldum að gegna, ef menn segja að hann sé ekki að rísa undir því sem að honum ber að gera að lögum og er rétt­læt­ingin fyrir því að við öll tökum sam­eig­in­lega þátt í því að halda honum á floti og fjár­magna hann þá ber okkur að hlusta. Ekki skella við skolla­eyr­um. Jafn­vel þó að fyr­ir­tæki eigi í hlut og það geta verið fyr­ir­tæki sem ganga vel. Okkur ber að hlusta og vera gagn­rýn­in. Beita gagn­rýn­inni hugsun í allri umræðu um þessi mál. Þarna er ég að tala um þetta á almennum nótum en í þessu til­tekna máli finnst mér menn ganga mjög lang­t,“ sagði Bjarni við RÚV í gær.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent