Ekki ljóst hvort kaup Samherja á útgerð í Noregi verði skoðuð á grundvelli nýrra reglna

Sjávarútvegsráðherra Noregs segir Kjarnanum að ekki sé búið að ákveða hvort nýjar reglur sem hann setti norsku Fiskistofunni um umsvif útlendinga í norskum sjávarútvegi verði látnar gilda afturvirkt — og þá um kaup dótturfélags Samherja í Eskøy.

Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Auglýsing

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort nýjar reglur sem norski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ans setti norsku Fiski­stof­unni (Fisker­i­di­rekt­ora­tet) í upp­hafi þessa mán­aðar muni leiða til þess að við­skipti með hluti í norskum sjáv­ar­út­vegs­fé­lögum sem þegar hafa átt sér stað verði skoðuð og mögu­lega snúið við. Þetta segir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann sjálf­ur, Odd Emil Ingebrigt­sen, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Kjarn­inn spurði hvort ráð­herr­ann teldi að kaupum dótt­ur­fé­lags Sam­herja, Icefresh GmbH í Þýska­landi, á 40 pró­sent hlut í útgerð­inni Eskøy í Nor­egi, yrði ef til vill snúið við í ljósi nýrra reglna sem ráð­herr­ann boð­aði fyrr í þessum mán­uði. Ráð­herr­ann dró ekki dul á það helsta ástæða þess að gripið var til aðgerða var íslenski sjáv­ar­út­vegs­ris­inn Sam­herji. Sér­stak­lega var fjallað um kaupin á Eskøy í frétta­til­kynn­ingu norska sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins.

Nýju regl­urnar voru settar vegna grun­semda um að erlendir fjár­festar í sjáv­ar­út­vegi væru að snið­ganga norsk lög sem segja til um að skip með úthlut­uðum fisk­veiði­kvóta verði að vera í að minnsta kosti 60 pró­sent eigu Norð­manna, með því að raun­veru­legt eign­ar­hald væri til að mynda falið með lán­veit­ingum frá erlendum aðil­um. Þeir, erlendu aðil­arn­ir, hefðu svo mun meiri áhrif á það hvernig útgerð sé rekin en upp­gefið eign­ar­hald þeirra segir til um.

„Ég hef ekk­ert að segja við þess­ari spurn­ingu núna (e. I have no comment to that question now). Við höfum ekki enn ákveðið hvort við munum skoða mál aft­ur­virkt,“ segir í skrif­legu svari Ingebrigt­sen við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem barst undir lok síð­ustu viku.

Stendur við fyrri orð sín um „laskað orð­spor“ Sam­herja

Það vakti nokkra athygli hér á Íslandi að norski ráð­herr­ann kaus að lýsa Sam­herja sem fyr­ir­tæki með „laskað orð­spor“ í við­tali við við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv fyrr í mán­uð­in­um, eða um það leyti sem nýju regl­urnar til Fisker­i­di­rekt­oret voru opin­ber­að­ar. Kjarn­inn bað ráð­herr­ann um að útskýra þessi orð sín í meiri smá­at­rið­um.

„Þetta var til­vísun í það orð­spor sem nú eltir fyr­ir­tæk­ið, eftir allar frétt­irnar sem við höfum séð á síð­ustu árum. Þetta við­tal við DN var einnig ein­ungis nokkrum dögum eftir útgáfu skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um norska bank­ann DnB og þeirra sam­band við Sam­herja. Ég tel enn að „laskað orð­spor“ sé við­eig­andi lýs­ing á stöðu þeirra,“ segir ráð­herr­ann.

Ráðu­neytið veitti sam­runa Nergård og Norsk Sjø­mat grænt ljós

Nokkra athygli vakti síð­asta haust að áform Sam­herja um að selja sig út úr norska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Nergård gengu ekki eft­ir. Þar á Sam­herji 39,9 pró­senta hlut, en félagið ætl­aði að selja út á sama tíma og Nergård myndi sam­ein­ast fyr­ir­tæk­inu Norsk Sjømat, sem til stóð að skrá á hluta­bréfa­markað í Ósló.

Sam­einað félag, sem Sam­herji ætl­aði að selja 29 pró­sent hlut sinn í sam­kvæmtfrétt Við­skipta­blaðs­ins frá því í októ­ber, hefði orðið það næst stærsta í norskum sjáv­ar­út­vegi.

Auglýsing

Ekk­ert varð þó af sam­ein­ing­unni, skrán­ingu á markað og þá ekki heldur sölu Sam­herja á hlut sínum í Nergård, sem sam­kvæmt frétt Við­skipta­blaðs­ins var verð­met­inn á um 19 til 22 millj­arða íslenskra króna. Í yfir­lýs­ingum um að sam­run­inn hefði verið sleg­inn af og skrán­ingu á markað aflýst var vísað til auk­innar óvissu og ókyrrðar á fjár­mála­mörk­uð­um.

Sam­kvæmt því sem Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja sagði við Við­skipta­blaðið þann 1. nóv­em­ber lá ekki fyrir hvort sam­runa­við­ræður Nergård og Norsk Sjø­mat myndu hefj­ast á ný. „Maður verður bara að sjá hvernig þetta þró­ast. Við erum ekk­ert að hugsa um sam­runa nún­a,“ sagði Þor­steinn Már.

Kjarn­inn beindi þeirri spurn­ingu til norska sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ans hvort ráðu­neyti hans hefði haft ein­hver áhrif á þennan fyr­ir­hug­aða sam­runa síð­asta haust — og þá mögu­lega hvernig hann fór.

„Við höfðum ekki áhrif á sam­runa­ferlið sem slíkt,“ segir ráð­herr­ann í svari sínu til Kjarn­ans. Hann bætir því við þó við að norsk lög kveði á um að hlutar í fyr­ir­tækjum sem eigi, beint eða óbeint, norsk fiski­skip, geti ekki verið seldir eða skipt um hendur án sam­þykkis frá norskum yfir­völd­um.

„Af þeim sök­um, þá voru sam­skipti á milli Nergård og lög­fræð­inga þeirra og ráðu­neyt­is­ins varð­andi upp­bygg­ingu nýja fyr­ir­tæk­is­ins og hvernig fyr­ir­tækið gæti verið skráð á hluta­bréfa­mark­að, í sam­ræmi við kröfur lag­anna. Þessu ferli lyktaði með form­legu sam­þykki frá ráðu­neyt­in­u,“ segir Odd Emil Ingebrigt­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Nor­egs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent