Ekki ljóst hvort kaup Samherja á útgerð í Noregi verði skoðuð á grundvelli nýrra reglna

Sjávarútvegsráðherra Noregs segir Kjarnanum að ekki sé búið að ákveða hvort nýjar reglur sem hann setti norsku Fiskistofunni um umsvif útlendinga í norskum sjávarútvegi verði látnar gilda afturvirkt — og þá um kaup dótturfélags Samherja í Eskøy.

Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Auglýsing

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort nýjar reglur sem norski sjávarútvegsráðherrans setti norsku Fiskistofunni (Fiskeridirektoratet) í upphafi þessa mánaðar muni leiða til þess að viðskipti með hluti í norskum sjávarútvegsfélögum sem þegar hafa átt sér stað verði skoðuð og mögulega snúið við. Þetta segir sjávarútvegsráðherrann sjálfur, Odd Emil Ingebrigtsen, í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans.

Kjarninn spurði hvort ráðherrann teldi að kaupum dótturfélags Samherja, Icefresh GmbH í Þýskalandi, á 40 prósent hlut í útgerðinni Eskøy í Noregi, yrði ef til vill snúið við í ljósi nýrra reglna sem ráðherrann boðaði fyrr í þessum mánuði. Ráðherrann dró ekki dul á það helsta ástæða þess að gripið var til aðgerða var íslenski sjávarútvegsrisinn Samherji. Sérstaklega var fjallað um kaupin á Eskøy í fréttatilkynningu norska sjávarútvegsráðuneytisins.

Nýju reglurnar voru settar vegna grunsemda um að erlendir fjárfestar í sjávarútvegi væru að sniðganga norsk lög sem segja til um að skip með úthlutuðum fiskveiðikvóta verði að vera í að minnsta kosti 60 prósent eigu Norðmanna, með því að raunverulegt eignarhald væri til að mynda falið með lánveitingum frá erlendum aðilum. Þeir, erlendu aðilarnir, hefðu svo mun meiri áhrif á það hvernig útgerð sé rekin en uppgefið eignarhald þeirra segir til um.

„Ég hef ekkert að segja við þessari spurningu núna (e. I have no comment to that question now). Við höfum ekki enn ákveðið hvort við munum skoða mál afturvirkt,“ segir í skriflegu svari Ingebrigtsen við fyrirspurn Kjarnans, sem barst undir lok síðustu viku.

Stendur við fyrri orð sín um „laskað orðspor“ Samherja

Það vakti nokkra athygli hér á Íslandi að norski ráðherrann kaus að lýsa Samherja sem fyrirtæki með „laskað orðspor“ í viðtali við viðskiptablaðið Dagens Næringsliv fyrr í mánuðinum, eða um það leyti sem nýju reglurnar til Fiskeridirektoret voru opinberaðar. Kjarninn bað ráðherrann um að útskýra þessi orð sín í meiri smáatriðum.

„Þetta var tilvísun í það orðspor sem nú eltir fyrirtækið, eftir allar fréttirnar sem við höfum séð á síðustu árum. Þetta viðtal við DN var einnig einungis nokkrum dögum eftir útgáfu skýrslu Fjármálaeftirlitsins um norska bankann DnB og þeirra samband við Samherja. Ég tel enn að „laskað orðspor“ sé viðeigandi lýsing á stöðu þeirra,“ segir ráðherrann.

Ráðuneytið veitti samruna Nergård og Norsk Sjømat grænt ljós

Nokkra athygli vakti síðasta haust að áform Samherja um að selja sig út úr norska sjávarútvegsfyrirtækinu Nergård gengu ekki eftir. Þar á Samherji 39,9 prósenta hlut, en félagið ætlaði að selja út á sama tíma og Nergård myndi sameinast fyrirtækinu Norsk Sjømat, sem til stóð að skrá á hlutabréfamarkað í Ósló.

Sameinað félag, sem Samherji ætlaði að selja 29 prósent hlut sinn í samkvæmtfrétt Viðskiptablaðsins frá því í október, hefði orðið það næst stærsta í norskum sjávarútvegi.

Auglýsing

Ekkert varð þó af sameiningunni, skráningu á markað og þá ekki heldur sölu Samherja á hlut sínum í Nergård, sem samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins var verðmetinn á um 19 til 22 milljarða íslenskra króna. Í yfirlýsingum um að samruninn hefði verið sleginn af og skráningu á markað aflýst var vísað til aukinnar óvissu og ókyrrðar á fjármálamörkuðum.

Samkvæmt því sem Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði við Viðskiptablaðið þann 1. nóvember lá ekki fyrir hvort samrunaviðræður Nergård og Norsk Sjømat myndu hefjast á ný. „Maður verður bara að sjá hvernig þetta þróast. Við erum ekkert að hugsa um samruna núna,“ sagði Þorsteinn Már.

Kjarninn beindi þeirri spurningu til norska sjávarútvegsráðherrans hvort ráðuneyti hans hefði haft einhver áhrif á þennan fyrirhugaða samruna síðasta haust — og þá mögulega hvernig hann fór.

„Við höfðum ekki áhrif á samrunaferlið sem slíkt,“ segir ráðherrann í svari sínu til Kjarnans. Hann bætir því við þó við að norsk lög kveði á um að hlutar í fyrirtækjum sem eigi, beint eða óbeint, norsk fiskiskip, geti ekki verið seldir eða skipt um hendur án samþykkis frá norskum yfirvöldum.

„Af þeim sökum, þá voru samskipti á milli Nergård og lögfræðinga þeirra og ráðuneytisins varðandi uppbyggingu nýja fyrirtækisins og hvernig fyrirtækið gæti verið skráð á hlutabréfamarkað, í samræmi við kröfur laganna. Þessu ferli lyktaði með formlegu samþykki frá ráðuneytinu,“ segir Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent