„Skæruliðadeildin“ grennslaðist fyrir um meint heimshornaflakk Helga Seljan

Eftir að Helgi Seljan fór í vinnuferð til Kýpur í janúar sagði Jón Óttar Ólafsson að „skoðun“ væri hafin á því hvort hann væri í Namibíu. Páll Steingrímsson leitaði líka til ráðuneytisstjóra í upphafi árs í von um að fá upplýsingar um ferðir Helga.

Jón Óttar Ólafsson sagði Páli Steingrímssyni þann 3. febrúar að „skoðun“ væri hafin á því hvort Helgi Seljan væri staddur í Namibíu.
Jón Óttar Ólafsson sagði Páli Steingrímssyni þann 3. febrúar að „skoðun“ væri hafin á því hvort Helgi Seljan væri staddur í Namibíu.
Auglýsing

Jón Óttar Ólafs­son ráð­gjafi Sam­herja sagði í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar á þessu ári að „skoð­un“ væri hafin á því hvort frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan væri mögu­lega staddur í Namib­íu. „Það er verið að tekka a þvi. Su skoðun byrj­aði i dag,“ sagði Jón Óttar í spjalli við skip­stjór­ann Pál Stein­gríms­son, sem hafði spurt Jón Óttar að því hvort frétta­mað­ur­inn væri staddur í Namib­íu.

Þetta er sami Jón Óttar og var opin­ber­aður í lok ágúst í fyrra á síðum Kjarn­ans fyrir að hafa áreitt Helga ítrekað um nokk­urra mán­aða skeið, meðal ann­ars með því að sitja fyrir honum á kaffi­húsi í mið­borg Reykja­víkur og senda honum ógn­andi SMS-skila­boð. Í kjöl­farið baðst Jón Óttar afsök­unar á skila­boð­unum sem hann sendi Helga og kom því á fram­færi að hann sjálfur hefði verið undir miklu per­sónu­legu álagi vegna nei­kvæðrar umfjöll­unar um hann í fjöl­miðl­um. Sam­herji hefði ekk­ert vitað af því sem hann var að gera.

Helgi Seljan fór til Kýpur undir lok jan­ú­ar­mán­aðar og heim­sótti borg­ina Limassol, en þar hafa þónokkur félög Sam­herj­a­sam­stæð­unnar verið skráð með skrif­stof­ur. Ferðin var farin til þess að varpa ljósi á umfang starf­semi Sam­herja á Kýpur og kom­ast í sam­band við þá sem að nafn­inu til hafa verið í for­svari fyr­ir­tækja sam­stæð­unnar þar sem stjórn­ar­menn. Lítil svör feng­ust og starf­semi Sam­herja á Kýpur virð­ist öll í mýflugu­mynd þrátt fyrir að hafi verið umfangs­mikil á papp­írum árum sam­an, eins og þáttur Kveiks varp­aði glöggu ljósi á.

Nokkrum dögum eftir að Sam­herji fékk veður af Kýp­ur­ferð Helga birti fyr­ir­tækið yfir­lýs­ingu á vef sínum undir fyr­ir­sögn­inni „Rík­is­út­varpið reynir fyr­ir­sát á Kýpur í ferða- og útgöngu­banni“ og gagn­rýndi þar að Helgi hefði „freistað þess að end­ur­vinna fréttir um mál sem tengj­ast útgerð í Namibíu og sett sig í sam­band við núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn félaga sem tengj­ast Sam­herj­a.“ Þar var einnig birt mynd­band af Helga við störf ásamt kvik­mynda­töku­manni.

Jón Óttar sagði í sam­tali við Pál þann 29. febr­úar að mynd­bandið sem Sam­herji hefði birt á vef sínum kæmi úr örygg­is­mynda­vél hjá „lög­manns­stof­unni okk­ar“ og Páll lýsti yfir ánægju með birt­ingu þess. „Haha já ok en djöf­ull er þetta gott á þá,“ sagði Páll.

Helgi Seljan fréttamaður fyrir utan lögmannsstofu Samherja á Kýpur í janúar.

Í fram­hald­inu lýsti Páll þeirri skoðun sinni að Sam­herji ætti að ráð­ast í að taka „við­töl í Namib­íu“ því „þessi hópur [innsk. blm.: senni­lega fjöl­miðla­fólks] er ekk­ert að hætta svo mikið er víst“. Jón Óttar svar­aði því til að það væri allt væri til­búið fyrir slík við­töl og hægt væri að byrja á þeim strax næsta mánu­dag.

Í sam­skiptum Páls við aðra innan Sam­herja hafði hann ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að það ætti að fara til Namibíu og tala við fyrr­ver­andi skip­verja sem störf­uðu fyrir dótt­ur­fé­lög Sam­herja þar í landi, því þeir hefðu þá sögu að segja að allur aðbún­aður hefði verið betri þegar Sam­herji var enn að róa á miðin syðra. Ljóst virt­ist á Jóni Ótt­ari að slíkt stæði til, þarna í lok jan­ú­ar­mán­að­ar. Slíkt mynd­band úr smiðju Sam­herja hefur þó ekki birst.

Auglýsing

Þann 3. febr­úar hefur Sam­herj­a­menn grunað að Helgi væri mögu­lega staddur í Namib­íu, en óljóst er af þeim sam­skiptum sem Kjarn­inn hefur undir höndum af hverju það var. Ein af mörgum spurn­ingum sem Sam­herji hefur kosið að svara ekki í tengslum við yfir­stand­andi umfjöllun Kjarn­ans um starfs­hætti starfs­manna og ráð­gjafa Sam­herja snýr einmitt að því hvernig þessi „skoð­un“ hafi farið fram.

Leit­aði til ráðu­neyt­is­stjóra eftir upp­lýs­ingum

Ofan­greint var ekki í eina skiptið sem meintar ferðir Helga Seljan um heim­inn báru á góma í sam­skiptum Sam­herj­a­fólks. Í upp­hafi þessa árs ræddi Páll við lög­mann­inn Örnu McClure um að hann ætl­aði sér að kom­ast að því hvort Helgi hefði verið við­staddur er upp­ljóstr­ar­inn Jóhannes Stef­áns­son fór til Berlínar í Þýska­landi árið 2019 og gaf namibískum yfir­völdum skýrslu um Namib­íu­málið í sendi­ráði lands­ins þar í borg.

Páll sagð­ist þann 3. jan­úar ætla að leita til per­sónu­lega til Mart­ins Eyj­ólfs­son­ar, fyrr­ver­andi sendi­herra í Þýska­landi og núver­andi ráðu­neyt­is­stjóra utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, og grennsl­ast fyrir um þetta – hvort Helgi Seljan hefði farið með Jóhann­esi til Berlín­ar. Páll sagði við Örnu að hann ætl­aði að „heyra í Mart­in“ því Martin hefði eitt sinn sagt að hann myndi hik­laust ráða sig í borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri. Mynd: EFTA„Var að tala við Martin Eyj­ólfs,hann er núna ráðu­neyt­is­stjóri í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu 😃“ sagði Páll síðan við Örnu þann 4. jan­úar og lét fylgja að það hefði verið „mjög gott spjall“ sem Páll sagð­ist ætla að „segja mönnum af“ því hann teldi það end­ur­spegla „svo­lítið hvað fólk er að hugs­a“, en ekki var þó á Páli að skilja að hann hefði fengið nokkrar upp­lýs­ingar frá ráðu­neyt­is­stjór­an­um.

Kjarn­inn bar þessi sam­skipti undir Martin Eyj­ólfs­son ráðu­neyt­is­stjóra í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

„Ég get stað­fest að Páll Stein­gríms­son leit­aði til mín í byrjun árs til að kanna mögu­leika á aðstoð utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Eins og við­brögð Páls bera með sér var ekki unnt að verða við beiðn­inni enda fellur hún utan verk­sviðs utan­rík­is­þjón­ust­unnar og kom því ekki inn á borð henn­ar,“ segir Martin í skrif­legu svari til Kjarn­ans.

Blaða­maður spurði Martin einnig um kynni hans og Páls, en Páll sagði Örnu frá því að þeir hefðu kynnst fyrir nokkrum árum og haldið sam­bandi. Martin seg­ist mál­kunn­ugur Páli vegna vanda­sams borg­ara­þjón­ustu­máls frá þeim tíma er hann gegndi emb­ætti sendi­herra í Berlín.

„Sökum eðlis slíkra mála get ég ekki greint frekar frá því en sam­starf sendi­ráðs­ins og Páls við úrlausn þess máls gekk með ágæt­u­m,“ segir Mart­in.

Páll sagði við Örnu í spjalli þeirra tveggja að Martin bæri mikla virð­ingu fyrir honum og að hann hefði sagt við Máa, Þor­stein Má Bald­vins­son, að fyr­ir­tæki sem hefði mann eins og Pál inn­an­borðs væri ekki á flæðiskeri statt.

Kjarn­inn spurði Martin út í þessi sam­skipti og hvort hann ætti ein­hverjar skýr­ingar á þeim orðum sem voru eignuð honum í sam­tali Páls og Örnu.

„Varð­andi þau orð sem eftir mér eru höfð hef ég senni­lega getið sam­skipta Páls og sendi­ráðs­ins við úrlausn áður­nefnds borg­ara­þjón­ustu­máls og hrósað honum í sam­tali sem ég átti við Þor­stein Má Bald­vins­son nokkru síðar í Cux­haven við nafn­gift­ar­at­höfn tveggja nýrra skipa Deutsche Fisch­fang Union, dótt­ur­fé­lags Sam­herja. Þangað var ég boð­inn sem sendi­herra Íslands,“ segir Mart­in.

Páll sagði við Örnu að hann hefði sagt Jóni Ótt­ari frá sam­skiptum sínum við Mart­in.

„Ég sagði Jóni Ótt­ari frá sam­tali mínu við Martin til að nota á okkar menn, til að benda á hvaða fólk við erum að tala við þegar að við erum að koma fram með okkar mál­stað" skrif­aði Páll.

Bókaútgefandi les yfir Berlínarkenningu

Jónas Sig­ur­geirs­son bóka­út­gef­andi, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings og eig­in­maður Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Hafn­ar­firði, hafði ein­hverja aðkomu að grein­ar­korni sem stóð til að birta í nafni Páls Stein­gríms­sonar fyrir síð­ustu jól.

Þann 18. des­em­ber 2020 sendi Jónas yfir­lesna grein, sem upp­haf­lega virð­ist hafa verið rituð á tölvu Örnu sjálfr­ar, til hennar með tölvu­pósti.

Arna áframsendi grein­ina síðan áfram á Pál með tölvu­pósti og í hönd fóru sam­skipti þeirra á milli á spjall­þræði, meðal ann­ars um ein­hverja grein sem til stæði að ýta í birt­ingu. Sú grein sem Jónas sendi á Örnu birt­ist aldrei opin­ber­lega, eftir því sem næst verður kom­ist.

Í þessum grein­ar­drögum var sett fram mikil gagn­rýni á frétta­menn RÚV og upp­ljóstr­ar­ann Jóhannes Stef­áns­son.

Því var einnig haldið fram í text­anum að tveir frétta­menn RÚV hefðu fylgt Jóhann­esi til Þýska­lands sum­arið 2019 og verið honum til halds og trausts á meðan hann gaf skýrslu um Sam­herj­a­málið í sendi­ráði Namibíu í Berlín.

Kjarn­inn hafði sam­band við Jónas, sem sagð­ist ekki muna eftir þessum tölvu­pósti til Örnu og þyrfti að fletta þessum sam­skiptum upp. Hann hafði síðan ekki sam­band til baka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent