Stjórn RÚV fundar í dag – Beiðni Samherja vegna niðurstöðu siðanefndar rædd

Stjórn Ríkisútvarpsins mun í dag funda og meðal annars ræða kröfu Samherja um að Helgi Seljan fjalli ekki meira um mál sem tengjast fyrirtækinu.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Sam­herji hefur krafið stjórn Rík­is­út­varps­ins (RÚV) í skrif­legu erindi um að meina frétta­mann­inum Helga Seljan að fjalla um mál sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu eða komi að vinnslu efnis því tengdu. Fyr­ir­tækið hefur sömu­leiðis kraf­ist þess að Helgi verði áminntur í starfi.

Bréfið var sent í kjöl­far þess að siða­nefnd RÚV komst að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur við siða­reglur fyr­ir­tæk­is­ins með ummælum sem hann lét falla á sam­fé­lags­miðl­um. Siða­nefndin komst þó ekki að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur í starfi að mati stjórn­enda RÚV né að nið­ur­staða hennar varði frétta­flutn­ing af Sam­herja. Sam­herji gerir athuga­semd við þá stað­hæf­ingu stjórn­end­anna. Með því er verið að biðja stjórn RÚV að snúa við ákvörðun stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins.

Stjórn RÚV mun funda í dag og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans verður nið­ur­staða siða­nefnd­ar­inn­ar, end­ur­skoðun siða­reglna og bréf Sam­herja rædd á þeim fundi.

Kærðu 11 frétta­menn

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá kærði Sam­herja ell­efu starfs­menn RÚV í ágúst í fyrra vegna meintra brota á siða­reglum mið­ils­ins, sem kveða á um að frétta­fólk þess taki ekki opin­ber­lega afstöðu í umræðu um póli­tísk mál­efni.

Auglýsing
Í síð­ustu viku komst svo siða­nefnd RÚV að því að fimm ummæli Helga á sam­fé­lags­miðlum um Sam­herja hafi brotið gegn siða­regl­um. Hún hefur síðan end­ur­skoðað þá afstöðu sína og dregið til baka þá nið­ur­stöðu að ein ummæl­in, sem sner­ust um fyr­ir­tækið Eldum Rétt, væru brot á siða­regl­um.

Kallað eftir því að siða­reglur verði end­ur­skoð­aðar

Þorra ummæl­anna var vísað frá eða kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þau brytu ekki í bága við siða­regl­ur, fyrir utan nokkur ummæli Helga. Nefndin flokkar þessi ummæli, sem eru færslur á Twitter og Face­book, sem alvar­leg brot á siða­reglum RÚV, en bætti þó við að hún teldi ekki að Helgi hafi gerst brot­legur í starfi með þeim.

­Stjórn Félags frétta­­manna lýsti von­brigðum sínum með nið­­ur­­stöðu siða­­nefndar RÚV og hefur áhyggjur af því hvaða afleið­ingar nið­­ur­­staðan getur haft fyrir gagn­rýna fjöl­mið­l­un. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sam­­þykkti á laug­ar­dag.

„Upp er komin sú staða sem margir vör­uðu við og ótt­uð­ust þegar siða­­reglur RÚV voru sett­­ar. Ákvæði þeirra um bann við tján­ingu á sam­­fé­lags­miðlum er notað til að hefta tján­ing­­ar­frelsi frétta­­manna og í til­­raunum til að þagga niður í frétta­­mönnum og umfjöllun þeirra. Frétta­­menn geta illa setið undir því að siða­­reglur RÚV séu not­aðar til að kæla umfjöllun þeirra,“ segir í álykt­un­inni og kallað er eftir því að siða­regl­­urnar verði end­­ur­­skoð­að­­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent