Stjórn RÚV fundar í dag – Beiðni Samherja vegna niðurstöðu siðanefndar rædd

Stjórn Ríkisútvarpsins mun í dag funda og meðal annars ræða kröfu Samherja um að Helgi Seljan fjalli ekki meira um mál sem tengjast fyrirtækinu.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Sam­herji hefur krafið stjórn Rík­is­út­varps­ins (RÚV) í skrif­legu erindi um að meina frétta­mann­inum Helga Seljan að fjalla um mál sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu eða komi að vinnslu efnis því tengdu. Fyr­ir­tækið hefur sömu­leiðis kraf­ist þess að Helgi verði áminntur í starfi.

Bréfið var sent í kjöl­far þess að siða­nefnd RÚV komst að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur við siða­reglur fyr­ir­tæk­is­ins með ummælum sem hann lét falla á sam­fé­lags­miðl­um. Siða­nefndin komst þó ekki að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur í starfi að mati stjórn­enda RÚV né að nið­ur­staða hennar varði frétta­flutn­ing af Sam­herja. Sam­herji gerir athuga­semd við þá stað­hæf­ingu stjórn­end­anna. Með því er verið að biðja stjórn RÚV að snúa við ákvörðun stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins.

Stjórn RÚV mun funda í dag og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans verður nið­ur­staða siða­nefnd­ar­inn­ar, end­ur­skoðun siða­reglna og bréf Sam­herja rædd á þeim fundi.

Kærðu 11 frétta­menn

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá kærði Sam­herja ell­efu starfs­menn RÚV í ágúst í fyrra vegna meintra brota á siða­reglum mið­ils­ins, sem kveða á um að frétta­fólk þess taki ekki opin­ber­lega afstöðu í umræðu um póli­tísk mál­efni.

Auglýsing
Í síð­ustu viku komst svo siða­nefnd RÚV að því að fimm ummæli Helga á sam­fé­lags­miðlum um Sam­herja hafi brotið gegn siða­regl­um. Hún hefur síðan end­ur­skoðað þá afstöðu sína og dregið til baka þá nið­ur­stöðu að ein ummæl­in, sem sner­ust um fyr­ir­tækið Eldum Rétt, væru brot á siða­regl­um.

Kallað eftir því að siða­reglur verði end­ur­skoð­aðar

Þorra ummæl­anna var vísað frá eða kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þau brytu ekki í bága við siða­regl­ur, fyrir utan nokkur ummæli Helga. Nefndin flokkar þessi ummæli, sem eru færslur á Twitter og Face­book, sem alvar­leg brot á siða­reglum RÚV, en bætti þó við að hún teldi ekki að Helgi hafi gerst brot­legur í starfi með þeim.

­Stjórn Félags frétta­­manna lýsti von­brigðum sínum með nið­­ur­­stöðu siða­­nefndar RÚV og hefur áhyggjur af því hvaða afleið­ingar nið­­ur­­staðan getur haft fyrir gagn­rýna fjöl­mið­l­un. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sam­­þykkti á laug­ar­dag.

„Upp er komin sú staða sem margir vör­uðu við og ótt­uð­ust þegar siða­­reglur RÚV voru sett­­ar. Ákvæði þeirra um bann við tján­ingu á sam­­fé­lags­miðlum er notað til að hefta tján­ing­­ar­frelsi frétta­­manna og í til­­raunum til að þagga niður í frétta­­mönnum og umfjöllun þeirra. Frétta­­menn geta illa setið undir því að siða­­reglur RÚV séu not­aðar til að kæla umfjöllun þeirra,“ segir í álykt­un­inni og kallað er eftir því að siða­regl­­urnar verði end­­ur­­skoð­að­­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent