Mynd: Bára Huld Beck Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Mynd: Bára Huld Beck

Tilkynnt um erlenda fjárfestingu í Samherja nokkrum dögum fyrir Kveiksþáttinn

Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu eru miklar hömlur á því hvað erlendir aðilar mega kaupa í íslenskum sjávarútvegi. Allar slíkar fjárfestingar þarf að tilkynna sérstaklega til atvinnuvegaráðuneytisins. Ein slík tilkynnt barst 4. nóvember 2019. Hún var vegna þess að erlendur aðili hafði, óbeint, eignast stóran hlut í Samherja.

Þann 4. nóv­em­ber 2019 barst atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu til­kynn­ing um að félag í eigu ein­stak­lings sem er skil­greindur erlendur sam­kvæmt íslenskum lögum ætti 49 pró­sent hlut í félagi, sem hefði eign­ast stóran hlut í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja hf. 

Átta dögum síðar átti fyr­ir­tækið eftir að vera á allra vörum hér­lendis í kjöl­far upp­ljóstr­unar nokk­urra fjöl­miðla á því að Sam­herji væri grun­aður um að hafa greitt mút­ur, stundað pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. For­svars­mönnum Sam­herja hafði verið gerð grein fyrir því að upp­ljóstr­unin væri í far­veg­inum 19 dögum áður en að til­kynn­ingin var send til ráðu­neyt­is­ins. 

Opin­ber­lega var ekki sagt frá því að eig­enda­skipti væru að eiga sér stað hjá Sam­herja fyrr en 15. maí 2020. Þá birt­ist til­kynn­ing á heima­síðu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar um að Þor­steinn Már Bald­vins­son, Helga S. Guð­munds­dóttir og Krist­ján Vil­helms­son væru að færa næstum allt eign­ar­hald á Sam­herja hf., sem er eign­ar­halds­fé­lag utan um þorra starf­semi sam­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, til barna sinna. Þau halda hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­sem­inni, og halda á stórum hlut í Eim­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í öðru eign­ar­halds­fé­lagi, Sam­herja Hold­ing ehf. 

Auglýsing

Eitt barn­anna, Bald­vin Þor­steins­son sem er fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Sam­herja, er með lög­heim­ili í Hollandi. Það gerir hann að erlendum aðila í skiln­ingi íslenskra laga og um til­færslu á eignum yfir til slíks þarf að til­kynna til atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. Það var gert, líkt og áður sagði, 4. nóv­em­ber 2019.

Girt fyrir erlent eign­ar­hald á sjáv­ar­út­vegi

Í lögum um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri er að finna ákvæði um tak­mark­anir á fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri hér á landi. Í lög­unum kemur fram að ein­ungis þeir sem eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar, aðrir íslenskir aðilar eða íslenskir lög­að­ilar sem eru að öllu leyti í eigu íslenskra aðila eða þeirra sem upp­fylla ákveðin skil­yrði megi stunda fisk­veiðar í efna­hags­lög­sögu Íslands. 

Þau skil­yrði eru að við­kom­andi sé undir íslenskum yfir­ráðum, séu ekki í eigu erlendra aðila að meiri leyti en 25 pró­sent ef um er að ræða yfir fimm pró­sent hlutur í lög­að­ila sem stundar veiðar eða vinnslu í íslenskri efna­hags­lög­sögu. Sé eign­ar­hlut­ur­inn undir fimm pró­sent má við­kom­andi erlendur aðili þó eiga allt að 33 pró­sent hlut. 

Baldvin Þorsteinsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mynd: Skjáskot

Þrátt fyrir þessi skýru ákvæði er ekki vand­kvæðum bundið að kom­ast fram­hjá því að færa eign­ar­hald á afla­heim­ildum til erlends aðila. 

Fram­sal á hlutum og fyr­ir­fram­greiddur arfur

Til­kynna ber ráð­herra erlenda fjár­fest­ingu á þeim sviðum þar sem sér­stakar tak­mark­anir gilda jafn­skjótt og samn­ingur eða ákvarð­anir þar að lút­andi liggja fyr­ir. Sam­kvæmt lögum skal fylgja „af­rit eða ljós­rit af skjölum eða gögnum sem málið varða og nauð­syn­leg telj­ast að mati ráð­herra. Sé um að ræða erlenda fjár­fest­ingu í íslensku atvinnu­fyr­ir­tæki hvílir til­kynn­ing­ar­skyldan á við­kom­andi atvinnu­fyr­ir­tæki.“

Vegna þessa þurfti K&B ehf., sem er í 2,1 pró­sent eigu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, 49 pró­sent eigu Bald­vins Þor­steins­son­ar, sonar hans, og 48,9 pró­sent eigu Kötlu Þor­steins­dótt­ur, dóttur Þor­steins Más, að til­kynna um það til ráðu­neytis Þór­dísar Kol­brúnar þegar félagið eign­að­ist 43 pró­sent hlut í Sam­herja hf. Áður hafði sá hluti verið í eigu for­eldra þeirra Bald­vins og Kötlu.

Í maí, þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um með hvaða hætti fram­sal hluta­bréfa for­eldra til barna hefði átt sér stað, feng­ust þau svör hjá Björgólfi Jóhanns­syni, ann­ars for­stjóra Sam­herja, að ann­ars vegar hefðu börnin fengið fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar væri um sölu milli félaga að ræða. 

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar hjá Sam­herja um virði þess hlutar sem til­kynnt var um að færður hefði verið á milli kyn­slóða né hvernig til­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu. Engin skjöl hafa heldur verið send inn til fyr­ir­tækja­skrár vegna við­skipt­anna enn sem komið er. Einu upp­lýs­ing­arnar sem þar er að finna um K&B ehf., fyrir utan eign­ar­haldið á félag­inu og að það hafi verið stofnað í apríl 2019, er að hlutafé þess var aukið um 100 millj­ónir króna seint í sept­em­ber í fyrra.

Eigið fé Sam­herja hf. var 446,7 millj­ónir evra í árs­lok 2018, en árs­reikn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins fyrir árið 2019 hefur ekki verið skilað til fyr­ir­tækja­skrár, enda frestur til slíks ekki útrunn­inn. Á gengi þess tíma var eigið féð um 60 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Þær 100 millj­ónir króna sem greiddar hafa verið inn sem hlutafé í K&B ehf. duga vart til að eign­ast næstum helm­ing­inn í því veld­i. 

Til­kynnt um fjár­fest­ingu rétt áður en stormur skall á

Fjár­fest­ing K&B ehf. í Sam­herja var til­kynnt til atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins átta dögum áður en að Kveik­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera opin­ber­uðu margra mán­aða rann­sókn­ar­vinnu sem sýndi fram á meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar í tengslum við veiðar hennar í Namib­íu. 

Í umfjöllun Kveiks, sem sýnd var 12. nóv­em­ber 2019, kom fram að frétta­­skýr­inga­þátt­­ur­inn leit­aði til Þor­­steins Más um við­­tal vegna umfjöll­unar þátt­­ar­ins um meintar mút­u­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu Sam­herja í Namibíu 15. októ­ber, tæpum þremur vikum áður en til­kynnt var um að hlut­ur­inn í Sam­herja hefði verið seldur til K&B ehf.

Þor­steinn Már hafn­aði að mæta í við­tal en fékk svo skrif­­lega beiðni tíu dögum síð­­­ar, 25. októ­ber eða níu dögum áður en atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu var til­kynnt um að 43 pró­sent hlut­ur­inn í Sam­herja hefði verið seldur til barna aðal­eig­enda félags­ins, þar sem Kveikur greindi honum frá því í smá­at­riðum hvað var verið að fjalla um. 

Þrátt fyrir að fjár­fest­ing K&B ehf. í Sam­herja hafi átt sér stað 4. nóv­em­ber 2019 var ekki greint frá henni opin­ber­lega fyrr en 15. maí síð­ast­lið­inn, þegar til­kynn­ing um breytt eign­ar­hald á Sam­herja hf. var birt á heima­síðu sam­stæð­unn­ar. Sam­hliða var greint frá því að Dagný Linda, Hall­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín, börn Krist­jáns Vil­helms­sonar útgerð­ar­stjóra Sam­herja, muni héðan í frá fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­­sent hluta­fjár. Í til­kynn­ing­unni sagði að með þessum hætti „vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­skyld­u­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­steinn í rekstr­in­­um.“ Þar kom einnig fram að und­ir­bún­ingur breyt­ing­anna á eign­ar­hald­inu hafi staðið und­an­farin tvö ár en áformin og fram­kvæmd þeirra voru form­lega kynnt í stjórn félags­ins á miðju ári 2019.

Auglýsing

Engin skjöl hafa enn borist til fyr­ir­tækja­skrár sem skjal­festa að þessi við­skipti hafi átt sér stað. Sam­kvæmt henni eru Þor­steinn Már, Helga S. Guð­munds­dóttir fyrr­ver­andi eig­in­kona hans, og Krist­ján enn helstu eig­endur Sam­herja hf.

Fáar til­kynn­ingar á ára­tug

Ólafur Ísleifs­son, þing­maður Mið­flokks­ins, lagði fram skrif­lega fyr­ir­spurn til Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, í jan­úar síð­ast­liðnum um eign­ar­hald erlendra aðila í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Þór­dís Kol­brún svar­aði fyr­ir­spurn hans síð­ast­lið­inn þriðju­dag.

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lagði fram fyrirspurnina.
Mynd: Bára Huld Beck

Einn liður í fyr­ir­spurn Ólafs sneri að því að fá upp­lýs­ingar um hverjir raun­veru­legir eig­endur þeirra erlendu aðila sem eiga óbeinan eign­ar­hlut í fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi. Í svari ráð­herr­ans kom fram að á grund­velli til­kynn­inga­skyldu um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri hafi ráðu­neyti hennar á síð­ustu tíu árum borist fimm til­kynn­ingar um fjár­fest­ingu erlendra aðila í sjáv­ar­út­veg­i. 

Sú fyrsta er barst á árinu 2010 um fjár­fest­ingu Nautilus Fis­heries Ltd., Hong Kong, í Storm Seafood ehf. í gegnum einka­hluta­fé­lögin Skip­hól ehf. og Aust­mann ehf. Sú næsta árið 2013 þegar til­kynnt var um fjár­fest­ingu Agatha's yard ehf. í Nón­tanga ehf. Agatha's yard ehf. er í eigu tveggja erlendra aðila en til­gangur Nón­tanga ehf. er m.a. vinnsla sjáv­ar­af­urða, fisk­veiða og skyldur rekst­ur.

Næstu árin tak­mörk­uð­ust til­kynn­ingar um fjár­fest­ingar erlendra aðila í sjáv­ar­út­vegi við við­skipti erlendra skamm­tíma­sjóða í HB Granda, sem er skráð fyr­ir­tæki á mark­aði. Í svari Þór­dísar Kol­brúnar er svo greint frá því að ráðu­neyt­inu hafi verið til­kynnt um það, 4. nóv­em­ber 2019, að K&B ehf. hefði fjár­fest í Sam­herj­a. 

Auglýsing

Í svari hennar við fyr­ir­spurn Ólafs segir að K&B ehf. sé í 49 pró­sent eigu erlends aðila, og er þar átt við Bald­vin Þor­steins­son, sem hefur nú lög­heim­ili í Hollandi og er skil­greindur erlendur sam­kvæmt íslenskum lögum vegna þess. Í svar­inu segir enn frem­ur: „Sam­herji hf. stundar hvorki fisk­veiðar í efna­hags­lög­sögu Íslands né rekur fyr­ir­tæki til vinnslu sjáv­ar­af­urða hér á landi í eigin nafni en á að fullu eða að hluta fyr­ir­tæki í slíkri starf­sem­i.“ 

Félag á félag sem á félag

Það er rétt að Sam­herji hf. stundar ekki beinar veiðar eða vinnslu. En dótt­ur­fé­lög og félög sem það á í gera það sann­ar­lega. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­deild í íslenskri efna­hags­lög­sögu allra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­sent. ­Út­­­gerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­sent hans. Síld­­­­­­ar­vinnslan, sem Sam­herji á beint og óbeint 49,9 pró­­sent hlut í, er svo með 5,2 pró­­sent afla­hlut­­deild og Berg­­ur-Hug­inn, í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, er með 2,3 pró­­sent af heild­­ar­kvóta til umráða. Sam­an­lagt er þessi blokk með 16,5 pró­­sent afla­hlut­­deild. 

Bald­vin á því hlut í félagi, sem á hlut í félagi sem á félög, að hluta eða öllu leyti, sem halda saman á stærri hluta af úthlut­uðum kvóta í íslenskri efna­hags­lög­sögu en nokkur önnur sjáv­ar­út­vegs­sam­stæða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar