Mynd: EPA

Bókstafleg túlkun orðsins kyn færir hinsegin fólki mikla réttarbót

Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp ákvörðun á mánudag sem fer á spjöld réttindasögu hinsegin fólks í landinu. Með bókstaflegum lestri löggjafar frá 1964 komst sex dómara meirihluti að þeirri niðurstöðu að bannað væri að reka fólk á grundvelli kynhneigðar.

Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna komst að óvæntri tíma­móta­nið­ur­stöðu á mánu­dag­inn, er sex dóm­ara meiri­hluti kvað upp þann dóm að lög­gjöf lands­ins um borg­ara­leg rétt­indi (e. Civil Rights Act) frá árinu 1964 tryggði hinsegin fólki vörn gegn því að kyn­hneigð þeirra eða kyn­gervi væri notuð til þess að mis­muna þeim á vinnu­stað. 

Tveir íhalds­samir dóm­arar sner­ust á sveif með frjáls­lynd­ari dóm­urum rétt­ar­ins, sem hefur vakið gríð­ar­lega athygli og umtal í Banda­ríkj­un­um, ekki síst sú stað­reynd að meiri­hluta­nið­ur­staðan var skrifuð af Neil M. Gorsuch, sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti skip­aði sjálfur í emb­ætti árið 2017.

Nið­ur­staðan var kveðin upp í máli sem mun fara á spjöld sög­unnar sem Bostock v. Clayton County. Hún snýr raunar að fleiri en einu máli, en tekur nafn sitt eftir máli sem Ger­ald Bostock nokk­ur, sam­kyn­hneigður mað­ur, höfð­aði gegn Clayton-­sýslu í Georg­íu­ríki. Bostock var rek­inn úr starfi sínu fyrir sýsl­una eftir að hann byrj­aði að verja frí­tíma sínum í að leika mjúk­bolta með í mjúk­bolta­deild fyrir sam­kyn­hneigða.Auglýsing

Nið­ur­staðan rétt­ar­ins nær yfir tvö önnur svipuð mál sem voru tekin fyrir um leið. 

Don­ald Zarda starf­aði fyrir fyr­ir­tækið Altitude Express, en hann var rek­inn þaðan nokkrum dögum eftir að hafa minnst á það í vinn­unni að hann væri sam­kyn­hneigð­ur. 

Aimee Steph­ens réði sig til starfa hjá útfar­ar­stof­unni R.G. & G.R. Harris Funeral Homes sem karl­mað­ur, en var síðan rekin eftir að hún til­kynnti vinnu­veit­endum sínum að hún ætl­aði í kyn­leið­rétt­ingu og lifa sem kven­maður fram­veg­is.

Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna komst að þeirri nið­ur­stöðu að þann bút lög­gjaf­ar­innar um borg­ara­leg rétt­indi sem segir til um að bannað sé að mis­muna fólki á vegna kyns (e. sex) beri að túlka svo breitt að um ólög­mæta mis­munun sé að ræða ef fólki er sagt upp vegna kyn­hneigðar eða kyn­gerv­is, sem áður seg­ir.

Þannig er það nú álitin ólög­mæt mis­mun­un, ef fólki er sagt upp á grund­velli þess kyns sem það lað­ast að eða þess kyns sem það upp­lifir sig sem.

Orðið kyn bók­staf­lega lesið

Það var ekki við­búið að dóm­stóll­inn myndi kom­ast að þess­ari nið­ur­stöðu, enda skip­aður fleiri sam­fé­lags­lega íhalds­sömum dóm­urum en frjáls­lyndum eftir tvær skip­anir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta í rétt­inn á kjör­tíma­bil­inu. Rétt­inda­hópar hinsegin fólks ótt­uð­ust hið versta.

Áður­nefndur Gorsuch rit­aði meiri­hluta­á­litið og rök­studdi breiða túlkun sína á orð­inu kyn með því að ómögu­legt væri að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en þeirri að mis­munun gegn sam­kyn­hneigðum eða trans­fólki væri mis­munun gagn­vart þeim ein­stak­lingi.

„At­vinnu­rek­andi sem segir upp ein­stak­lingi fyrir að vera sam­kyn­hneigður eða trans segir upp mann­eskj­unni fyrir eig­in­leika eða gjörðir sem hann hefði ekki sett spurn­inga­merki við væri téður ein­stak­lingur af öðru kyn­i,“ ­segir í meiri­hluta­á­lit­inu, Þetta er lyk­il­þátt­ur­inn í mál­inu, það sem sex dóm­arar lögðu nafn sitt við og veitir fjöl­mörgum Banda­ríkja­mönnum mikla rétt­ar­bót.

Þrír voru á móti og þeir voru ansi myrkir í máli. Samuel A. Alito Jr. og Clarence Thomas sendu inn sam­eig­in­legt minni­hluta­á­lit þar sem þeir fundu þess­ari bók­staf­legu túlkun á orð­inu kyn allt til for­átt­u. „Það er ein­ungis eitt orð sem lýsir því sem þessi dóm­stóll hefur gert í dag: lög­gjöf,“ ­segir í álit­inu sem Alito rit­ar.Auglýsing

Máli sínu til stuðn­ings segir hann að þegar ákvæðið um að bannað væri að mis­muna gegn kyni var skrifað inn í lög­gjöf­ina árið 1964 hafi orðið kyn ekki verið skilið á þann máta að það hefði nokkuð að gera með mis­munun gegn sam­kyn­hneigðum eða trans­fólki. „Sú túlkun hefði verið í megnri and­stöðu við sam­fé­lags­leg við­mið þess tíma,“ ­ritar Alito einnig. 

En sam­fé­lags­leg við­mið hafa breyst hratt, raunar alveg ótrú­lega hratt, eins og rakið er í frétta­skýr­ingu í New York Times. Nú er það svo að í nýlegri skoð­ana­könnun segj­ast 83 pró­sent Banda­ríkja­manna vera sam­mála því að ólög­legt ætti að vera að reka fólk úr vinnu á grund­velli kyn­hneigð­ar. 90 pró­sent demókrata eru á þeirri skoðun og 74 pró­sent repúblik­ana.

Nú þegar var ólög­mætt að reka fólk úr vinnu fyrir kyn­hneigð eða kyn­gervi í um það bil helm­ingi banda­rísku ríkj­anna, en nú bæt­ast öll hin við.

Sam­fé­lög heit­trú­aðra, sem sum hver vest­an­hafs líta enn á sam­kyn­hneigð sem mikla synd og meina hinsegin fólki að taka þátt í starfi sínu, hafa gagn­rýnt ákvörðun rétt­ar­ins harð­lega og sam­kvæmt frétt New York Times svíður sumum mjög að ákvörð­unin skuli hafa komið frá íhalds­sömum Hæsta­rétti, sem reynst hefur banda­maður með ýmis­leg önnur efni eins og fóst­ur­eyð­ingar á liðnum árum.

Mun hafa víð­tæk áhrif

Afleið­ingar þessa dóms um mis­munun á atvinnu­mark­aðnum munu teygja sig yfir á fleiri svið banda­rísks sam­fé­lags, eig­in­lega flest, því nú er komið for­dæmi frá hæsta­rétt­inum fyrir þess­ari breiðu skil­grein­ingu kyns í lög­gjöf­inni um borg­ara­leg rétt­indi.

Á vef­miðl­inum Axios og víðar er sagt frá því að ákvörð­unin muni hafa áhrif á reglur sem Trump-­stjórnin er nýlega búin að setja og þrengja að rétt­indum trans­fólks til heil­brigð­is­þjón­ustu, en í því til­viki var um að ræða afnám reglu­gerða sem komið var á í for­seta­tíð Barack Obama.

Einnig er talið lík­legt að ákvörð­unin hafi áhrif á reglur sem Trump-­stjórnin er búin að vera að vinna að, sem myndu gera ætt­leið­ing­ar­stofum auð­veld­ara að sleppa því að þjón­usta sam­kyn­hneigð pör, væri það vilji þeirra. Slíkar stofur fengju alla­vega ekki lengur svo mikið sem einn doll­ara af fjár­munum rík­is­ins.

Sam­kvæmt umfjöllun Vox um málið er trans­bannið í banda­rískra hernum í raun það eina af þeim þónokkru atriðum sem Trump-­stjórnin hefur hrint í fram­kvæmd til þess að draga úr rétt­indum hinsegin fólks frá 2017, sem gæti staðið af sér Bostock-á­kvörð­una, en það hefur þegar komið til kasta rétt­ar­ins, sem ákvað að halda því tíma­bundið í gildi með fimm atkvæðum gegn fjór­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar