Mynd: Bára Huld Beck Ásmundur Einar Daðason
Mynd: Bára Huld Beck

Engin sátt um hlutdeildarlánin hjá stjórnarmeirihlutanum

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram marglaga gagnrýni á hin svokölluðu hlutdeildarlán á þingi á föstudag. Formaður VR hefur sagt að ef frumvarpið verði ekki samþykkt, og banni á 40 ára verðtryggðum lánum komið á, séu lífskjarasamningarnir fallnir.

Í upp­hafi þing­fundar á föstu­dag var tek­ist á um fund­ar­stjórn for­seta Alþing­is. Stjórn­ar­and­stæð­ingar mættu hver á fætur öðrum og gerðu athuga­semd við hvernig dag­skrá þings­ins þennan dag væri. Helst gerðu þeir athuga­semdir við að frum­varp Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, um svokölluð hlut­deild­ar­lán, væri síð­ast á dag­skrá þennan dag, eða 16. mál. 

Um væri að ræða umfangs­mikið mál, sem hefði verið kynnt sem hluti af lífs­kjara­mn­ings­gerð­inni í apríl í fyrra, en hefði ekki verið lagt fram sem frum­varp fyrr en á mið­viku­dag­inn í síð­ustu viku, 14 mán­uðum síðar og skömmu fyrir ætluð þing­lok. 

Frum­varp Ásmundar Ein­ars er sann­ar­lega stórt mál. Hlut­deild­ar­lánin voru kynnt sem eitt af lyk­iltilögum starfs­hóps ráð­herr­ans, sem leiddur var af Frosta Sig­ur­jóns­syni, sem lagðar voru fram í aðdrag­anda þess að skrifað var undir lífs­kjara­samn­ing­anna svoköll­uðu. Mik­il­vægi máls­ins fyrir hluta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar var und­ir­strikað í orðum Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, fyrr í þessum mán­uði þegar hann sagði við Morg­un­blaðið að ef ekki yrði staðið við fyr­ir­heit um að koma hlut­deild­ar­lán­unum og banni við 40 ára verð­tryggðum lánum á, þá væru lífs­kjara­samn­ing­arnir falln­ir, en þeir eiga að gilda fram í nóv­em­ber 2022. Sér­stök for­sendu­nefnd mun fara yfir það hvort for­sendur samn­ing­anna séu enn til staðar í sept­em­ber næst­kom­andi.

Auglýsing

Standi Ragnar Þór við þá hótun gætu því kjara­samn­ingar stórs hluta íslensk vinnu­mark­aðar losnað rúmum tveimur árum áður en þeir eiga að renna út, í miðri djúpri efna­hag­skreppu. 

Ríkið lánar vaxta­laust til 25 ára

Frum­varpið sem Ásmundur Einar lagði fram í síð­ustu viku felur í sér að Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofnun fær heim­ild til að veita fyrstu kaup­endum sem hafa tekjur undir ákveðnum við­mið­un­­ar­­mörkum svokölluð hlut­­deild­­ar­lán. 

Lánin geta numið allt að 20 pró­­sentum af kaup­verði hús­næð­­is. Þau bera enga vexti og ekki er borgað af lán­inu fyrr en íbúð er seld. Hámarks­­láns­­tími hlut­­deild­­ar­lána er 25 ár og að þeim tíma liðnum skal end­­ur­greiða rík­­inu lánið hafi íbúðin ekki verið seld.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Mynd: Bára Huld Beck

Verði frum­varpið að lögum mun rík­is­sjóður því lána hluta lands­manna vaxta­laust fjár­magn til að kaupa hús­næði, og verða þar með nokk­urs konar „þög­ull með­fjár­fest­ir“ þar til að 25 ár eru lið­in, íbúðin er seld eða að við­kom­andi lán­taki ákveður að ein­hverjum ástæðum að end­ur­fjár­magna vaxta­lausa lánið án þess að þurfa þess. 

 Lánin má ein­ungis nota til að kaupa nýjar „hag­kvæmar íbúð­ir“. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í síð­ustu viku þá hefur þó enn ekki verið útfært end­an­lega hvernig hag­­kvæmar íbúðir verða skil­­greindar af Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­un. 

Í grein­­ar­­gerð frum­varps­ins kom fram að heild­­ar­fram­­boð nýrra íbúða árið 2018 hafi verið 1.520 íbúðir og af þeim megi flokka 18 pró­­sent, alls 280 íbúð­ir, sem hag­­kvæm­­ar. Í þessum tölum eru nýjar íbúðir í póst­­­núm­er­inu 101 und­an­­skildar því þær eru of dýrar til að flokk­­ast sem hag­­kvæmar íbúð­­ir. Í áætl­­un­inni er gert ráð fyrir að árlegt fram­­boð nýrra íbúða muni aukast um 20 til 80 pró­­sent miðað við árið 2018.

„Lík­­­leg­­ast er þó að umfangið verði um það bil 3,7 millj­­arðar kr. á ári, eða rétt rúmar 400 lán,“ segir enn fremur í grein­­ar­­gerð frum­varps­ins.

Með ónot í mag­anum

Umræða um frum­varpið hófst loks seint á föstu­dag, eða nánar til­tekið klukkan 18:43, með því að Ásmundur Einar mælti fyrir frum­varp­inu. umræður stóðu síðan til tæp­lega tíu á föstu­dags­kvöld áður en að kosið var um að hleypa mál­inu til vel­ferð­ar­nefndar til frek­ari með­ferða.

Auglýsing

Á meðal þeirra sem tók til máls var Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður efna­hags-og við­skipta­nefnd­ar. Í ræðu hans kom skýrt fram að því fer fjarri að ein­ing sé innan stjórn­ar­liðs­ins um hlut­deild­ar­lán­in. 

Óli Björn sagði að á alla mæli­kvarða væri málið stórt. „Það er stórt fjár­hags­lega, við erum að tala um 40 millj­arða eða svo á tíu árum. En það er líka stórt á þann mæli­kvarða að það getur haft veru­leg áhrif á íbúða­mark­að­inn og í raun­inni hvernig hann þró­ast í náinni fram­tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég vil kveða mér hér hljóðs og aðal­lega til að brýna hátt­virta vel­ferð­ar­nefnd til þess að huga vel að því hvað er verið að gera hér. Það skal alveg við­ur­kennt og sagt hér að ég hef pínu­lítil ónot í mag­anum gagn­vart þessu frum­varpi þegar kemur að þeim hraða sem mér virð­ist vera á frum­varp­inu. Vegna þess að þetta er stór­mál.“

Greiðslu­byrði hækkar veru­lega

Óli Björn sagð­ist ekki í grund­vall­ar­at­riðum vera ósam­mála þeirri hug­mynda­fræði sem að það kynni, í ein­hverjum und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, að vera í ein­hverjum til­vikum skyn­sam­legt að ríkið veitti hlut­deild­ar­lán. Það væru hins vegar atriði í frum­varp­inu sem gerði athuga­semdir við, þótt mark­mið þess væri gott. 

Óli Björn Kárason setti fram marglaga gagnrýni á frumvarpið um hlutdeildarlán.
mynd: Bára Huld Beck

Síðan hófst upp­taln­ing. Fyrst var­aði Óli Björn ein­dregið við því að hlut­deild­ar­lánin verði til 25 ára. Hann teldi skyn­sam­legra að þau væru til fimm ára með mögu­leika á fram­leng­ingu. „Það stingur mjög að það sé verið að lauma inn banni á lán sem séu lengri en til 25 ára,“ sagði Óli Björn. Það sé þá í fyrsta sinn sem slíkt yrði lög­fest. Það vinni bein­línis gegn mark­miði frum­varps­ins, sem er að reyna að hjálpa tekju­lágu fólki að geta eign­ast hús­næði. Mán­að­ar­leg greiðslu­byrði þessa hóps muni aug­ljós­lega hækka, og þar af leið­andi muni stærri hluti af ráð­stöf­un­ar­tekjum þessa tekju­lága hóps fara í hús­næð­is­kostnað ef heim­il­aður láns­tími er styttur úr 40 í 25 ár. „Sem hlut­fall af útborg­uðum launum hækkar greiðslu­byrðin upp í 39 pró­sent, tæp­lega 40 pró­sent, úr 29 pró­sent­um. Þegar menn hafa þetta í huga þá hljóta menn að átta sig á því að það er verið að búa til mek­an­isma inni í þessu frum­varpi sem vinnur bein­línis gegn yfir­lýstum til­gangi frum­varps­ins. Sem var að létta undir með þeim sem höfðu lægri tekj­urn­ar.“

„Fyrstur kem­ur, fyrstur fær“

Hann telur vafa­samt að binda hlut­deild­ar­lánin ein­ungis við kaup á nýjum íbúð­um. „Þetta þýðir hátt­virtir þing­menn, í raun, að öll hlut­deild­ar­lánin munu renna til þeirra sem búa hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ég full­yrði það.“ Óli Björn sagð­ist full­yrða að á mörgum stöðum úti á landi verði ekki neinar nýjar íbúðir byggðar í nán­ustu fram­tíð.

Það væri rangt að skylda umsækj­anda til að verja skatt­frjálsum sér­eign­ar­sparn­aði sínum inn á íbúða­lán, þótt öll fjár­hags­leg skyn­semi væri vissu­lega á þann veg að eyða sér­eign­inni með þeim hætti. „Mér finnst frá­leitt að ríkið skuli ætla sér að skylda ein­stak­ling til að verja sínum sér­eign­ar­sparn­aði með ákveðnum hætti líkt og gert er í þessu frum­varpi.“

Auglýsing

Óli Björn telur hlut­deild­ar­lána­frum­varpið ekki stand­ast jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar. „Ég sé ekki að í þessu frum­varpi sem liggur fyrir sé jafn­ræð­is­reglan tryggð. Þvert á móti. Það segir sig eig­in­lega sjálft að þegar um tak­mark­aða fjár­muni er að ræða.[...]Það er alveg aug­ljóst að sú staða getur komið upp að það eru mun fleiri sem óska eftir því að fá hlut­deild­ar­lán, upp­fylla öll skil­yrði lag­anna til þeirra en munu ekki fá. En eng­inn veit hver, hvernig eða með hvaða hætti verður tekin ákvörðun um hver fær já og hver fær nei annað en að það er hægt að leiða líkur að því að það verði svona „fyrstur kem­ur, fyrstur fær“.

Gagn­rýni frá Vinstri grænum líka

Á mánu­dag ræddi Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, líka hlut­deild­ar­lánin í þing­ræðu með gagn­rýnum hætti. Þar sagði hún að áhyggjur hennar lúti að því að hlut­deild­ar­lán séu bundin við nýbygg­ing­ar. Það geti leitt til þess að ekki verði „mögu­leiki að fjár­festa í nýbygg­ingu á mörgum svæðum úti um allt land þar sem trú­lega er ekki mik­ill grund­völlur fyrir því að fara að byggja slíkt hús­næði eða að við­kom­andi ein­stak­lingar hafi að eigin frum­kvæði burði til þess að byggja sjálfir[...]Mér finnst að gæta verði jafn­ræðis hjá tekju­lágu fólki, hvar sem það býr í land­inu, gagn­vart þessu úrræði, sem er vissu­lega mjög gott og þarft og er hluti af lífs­kjara­samn­ing­um.“

Lilja Rafney Magnúsdóttir tjáði sig um málið á mánudag.
Mynd: Bára Huld Beck

Ásmundur Einar sagði í svörum sínum að hann væri fylgj­andi því að skerpt yrði á aðgerðum „gagn­vart lands­byggð­inni í hús­næð­is­málum og að það verði gert í þessu frum­varpi sem og öðrum sem teng­ist hús­næð­is­mál­u­m[...]ég er tals­maður þess að gera allt sem hægt er til að styrkja lands­byggð­ina í sessi og að byggt sé upp allt í kringum land­ið, það er ekki bara mik­il­vægt gagn­vart lands­byggð­inni heldur er það þjóð­hags­lega mik­il­vægt.“

Þegar frum­varpið var kynnt í síð­ustu viku birt­ist til­kynn­ing á vef félags- og barna­mála­ráðu­neyt­is­ins, þar sem haft var eftir Ásmundi Ein­ari að það væri „virki­lega ánægju­legt að hlut­deild­ar­lánin séu orðin að veru­leika.“

Ljóst er á umræð­unum um mál­ið, og gagn­rýni stjórn­ar­liða á það, að hlut­deild­ar­lánin eru ekki enn orðin að veru­leika þrátt fyrir að frum­varp um þau hafi verið lagt fram. Málið virð­ist, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans úr hópi þing­manna, þvert á móti eiga tölu­verðan veg eftir í að sátt ríki um að afgreiða það sem lög frá Alþing­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar