Samfylkingin segir framgöngu Samherja óafsakanlega og vill raunverulegar aðgerðir

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að binda í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Samfylkingin segir framgöngu Samherja gagnvart kjörnum fulltrúum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlafólki og öðrum sem fyrirtækið telur til andstæðinga sinna óafsakanlega

Í ályktun sem samþykkt var einróma á flokksstjórnarfundi flokksins í dag er skorað á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að grípa til raunverulegra aðgerða í ljósi afhjúpanna í Samherjamálinu. „Frekar en að gefa út innihaldsrýra afsökunarbeiðni ættu stjórnendur fyrirtækisins að skammast sín fyrir framgöngu starfsfólks sem fylgist með ferðum fjölmiðlafólks, reynir að hafa áhrif á lýðræðislegt val í stjórn Blaðamannafélagsins og á framboðslista hjá stjórnmálaflokkum, og vandar um fyrir ráðherrum og þingmönnum sem nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn á Alþingi.“

Auglýsing
Í ályktuninni segir að hjá Samherja starfi fjöldi harðduglegs fólks, fyrirtækið hafi skapað mikil verðmæti úr þeim auðlindum sem það hefur öðlast rétt til að nýta og útvegað mörgum störf við veiðar og vinnslu víða um land. „Hins vegar skortir fyrirtækið og stjórnendur þess alla auðmýkt gagnvart því að það er þjóðin sjálf sem er eigandi auðlindarinnar sem fyrirtækið hefur fengið að hagnýta. Fyrirtæki verða að starfa í sátt við samfélög, fylgja lögum og reglum og greiða fullt gjald til eigandans fyrir nýtinguna. Komi upp grunur um lögbrot af hálfu svo umsvifamikilla fyrirtækja, er nauðsynlegt að tryggja að lögregluyfirvöld, saksóknaraembætti og aðrar eftirlitsstofnanir búi yfir nægilega rúmum fjárheimildum til að geta hafið rannsóknir án atbeina pólitískt kjörinna yfirboðara.“

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að bundin verði í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja. Eins að lög verði sett um að starfsfólk eftirlitsstofnana verði varið fyrir ásókn af því tagi sem beitt hefur verið gagnvart starfsfólki Seðlabanka Íslands. „Ekki síst telur Samfylkingin löngu tímabært að bundið verði í stjórnarskrá réttmætt eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni og kveðið á um að einungis sé hægt að úthluta sameiginlegum gæðum á grundvelli tímabundinna réttinda sem fullt gjald komi fyrir.“

Í niðurlagi ályktunarinnar segir að Samfylkingin telji nauðsynlegt að við stjórn landsins verði valin ríkisstjórn sem sé reiðubúin að standa að sókn gegn sérhagsmunum og að nýting á sameiginlegum auðlindum taki í miklu meira mæli mið af hagsmunum almennings en tíðkast hafi hjá núverandi ríkisstjórnarflokkum.

Namibía og skæruliðadeildir

Í nóvember 2019 birtu Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks umfjöllun um starfshætti Samherja í Namibíu. Þar komu fram upplýsingar sem bentu til þess að mútgreiðslur hefðu verið greiddar fyrir aðgang að kvóta, að stórfelld skattasniðganga hefði átt sér stað og hún hefði leitt af sér peningaþvætti. Málið er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi, þar sem sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru með stöðu sakbornings við rannsókn málsins.

Kjarninn og Stundin opinberuðu nýverið að innan Samherja hafi verið starfandi hópur fólks sem skilgreindi sig sem skæruliðadeild fyrirtækisins. Hlutverk þeirra var að ráðast gegn þeim sem fjölluðu um fyrirtækið með gagnrýnum hætti. Samherji baðst nýverið afsökunar og sagðist hafa gengið of langt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við 200 mílur, fylgiblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, í dag að honum þætti ákaflega dapurt, svo ekki væri fastar að orði kveðið, að horfa upp á þá stöðu sem hafi byggst upp í kringum Samherja. „Ég sagði það strax þegar þetta mál hófst að forsvarsmenn þess yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag.“ 

Í viðtalinu sagði Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein, sjávarútveginn. „Eins frábærum árangri og íslenskur sjávarútvegur hefur náð á undanförnum árum og áratugum, þá felur þessi staða í sér að hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent