Samfylkingin segir framgöngu Samherja óafsakanlega og vill raunverulegar aðgerðir

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að binda í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin segir fram­göngu Sam­herja gagn­vart kjörnum full­trú­um, stjórn­mála­mönn­um, fjöl­miðla­fólki og öðrum sem fyr­ir­tækið telur til and­stæð­inga sinna óaf­sak­an­lega

Í ályktun sem sam­þykkt var ein­róma á flokks­stjórn­ar­fundi flokks­ins í dag er skorað á rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur að grípa til raun­veru­legra aðgerða í ljósi afhjúpanna í Sam­herj­a­mál­inu. „Frekar en að gefa út inni­halds­rýra afsök­un­ar­beiðni ættu stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins að skamm­ast sín fyrir fram­göngu starfs­fólks sem fylgist með ferðum fjöl­miðla­fólks, reynir að hafa áhrif á lýð­ræð­is­legt val í stjórn Blaða­manna­fé­lags­ins og á fram­boðs­lista hjá stjórn­mála­flokk­um, og vandar um fyrir ráð­herrum og þing­mönnum sem nýta stjórn­ar­skrár­var­inn rétt sinn á Alþing­i.“

Auglýsing
Í álykt­un­inni segir að hjá Sam­herja starfi fjöldi harð­dug­legs fólks, fyr­ir­tækið hafi skapað mikil verð­mæti úr þeim auð­lindum sem það hefur öðl­ast rétt til að nýta og útvegað mörgum störf við veiðar og vinnslu víða um land. „Hins vegar skortir fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess alla auð­mýkt gagn­vart því að það er þjóðin sjálf sem er eig­andi auð­lind­ar­innar sem fyr­ir­tækið hefur fengið að hag­nýta. Fyr­ir­tæki verða að starfa í sátt við sam­fé­lög, fylgja lögum og reglum og greiða fullt gjald til eig­and­ans fyrir nýt­ing­una. Komi upp grunur um lög­brot af hálfu svo umsvifa­mik­illa fyr­ir­tækja, er nauð­syn­legt að tryggja að lög­reglu­yf­ir­völd, sak­sókn­ara­emb­ætti og aðrar eft­ir­lits­stofn­anir búi yfir nægi­lega rúmum fjár­heim­ildum til að geta hafið rann­sóknir án atbeina póli­tískt kjör­inna yfir­boð­ar­a.“

­Flokks­stjórn­ar­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar skorar á rík­is­stjórn­ina að beita sér fyrir því að bundin verði í lög vernd fyrir fjöl­miðla­fólk sem verður fyrir árásum af hálfu stór­fyr­ir­tækja. Eins að lög verði sett um að starfs­fólk eft­ir­lits­stofn­ana verði varið fyrir ásókn af því tagi sem beitt hefur verið gagn­vart starfs­fólki Seðla­banka Íslands. „Ekki síst telur Sam­fylk­ingin löngu tíma­bært að bundið verði í stjórn­ar­skrá rétt­mætt eign­ar­hald þjóð­ar­innar á sjáv­ar­auð­lind­inni og kveðið á um að ein­ungis sé hægt að úthluta sam­eig­in­legum gæðum á grund­velli tíma­bund­inna rétt­inda sem fullt gjald komi fyr­ir.“

Í nið­ur­lagi álykt­un­ar­innar segir að Sam­fylk­ingin telji nauð­syn­legt að við stjórn lands­ins verði valin rík­is­stjórn sem sé reiðu­búin að standa að sókn gegn sér­hags­munum og að nýt­ing á sam­eig­in­legum auð­lindum taki í miklu meira mæli mið af hags­munum almenn­ings en tíðkast hafi hjá núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­um.

Namibía og skæru­liða­deildir

Í nóv­em­ber 2019 birtu Kveik­ur, Stund­in, Al Jazeera og Wiki­leaks umfjöllun um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu. Þar komu fram upp­lýs­ingar sem bentu til þess að mút­greiðslur hefðu verið greiddar fyrir aðgang að kvóta, að stór­felld skatta­snið­ganga hefði átt sér stað og hún hefði leitt af sér pen­inga­þvætti. Málið er til rann­sóknar í Namibíu og á Íslandi, þar sem sex núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja eru með stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins.

Kjarn­inn og Stundin opin­ber­uðu nýverið að innan Sam­herja hafi verið starf­andi hópur fólks sem skil­greindi sig sem skæru­liða­deild fyr­ir­tæk­is­ins. Hlut­verk þeirra var að ráð­ast gegn þeim sem fjöll­uðu um fyr­ir­tækið með gagn­rýnum hætti. Sam­herji baðst nýverið afsök­unar og sagð­ist hafa gengið of langt.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í við­tali við 200 míl­ur, fylgi­blaði Morg­un­blaðs­ins um sjáv­ar­út­veg, í dag að honum þætti ákaf­lega dap­urt, svo ekki væri fastar að orði kveð­ið, að horfa upp á þá stöðu sem hafi byggst upp í kringum Sam­herja. „Ég sagði það strax þegar þetta mál hófst að for­svars­menn þess yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyrir sínum dyr­um. Ég held að flestir sem fylgj­ast með þess­ari umræðu geti verið sam­mála um að það hafi fyr­ir­tæk­inu ekki tek­ist enn þann dag í dag.“ 

Í við­tal­inu sagði Krist­ján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Sam­herja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnu­grein, sjáv­ar­út­veg­inn. „Eins frá­bærum árangri og íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur náð á und­an­förnum árum og ára­tug­um, þá felur þessi staða í sér að hún veikir til­trú fólks til sjáv­ar­út­vegs­ins sem er mjög slæmt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent