Dræmur lestur á bloggsíðu Trumps slökkti ljósið í „vita frelsisins“

Þann 4. maí opnaði Donald Trump vefsíðu til að koma skoðunum sínum á framfæri en allir stærstu samfélagsmiðlarnir sneru við honum baki fyrr á árinu. Nú hefur síðunni verið lokað en Trump fannst það vandræðalegt hve lítinn lestur færslur hans fengu.

Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Auglýsing

Lít­ill lestur á blogg­færslum Don­alds Trumps, fyrrum Banda­ríkja­for­seta, var helsta ástæða þess að hann ákvað að loka heima­síðu sinni, From the Desk of Don­ald J. Trump eða Frá skrif­borði Don­alds J. Trumps. Lestur á síð­unni var sam­bæri­legur við lestur frétta frá miðl­ungs­stórum hér­aðsmiðlum sam­kvæmt gögnum og grein­ingu NewsWhip. Frá þessu er greint í net­miðl­inum Axios en í umfjöllun mið­ils­ins kemur fram að þrátt fyrir að stuðn­ings­hópur for­set­ans fyrr­ver­andi geti talist nokkuð stór þá hafi Trump mis­tek­ist að breyta venjum fylgj­enda sinna á net­inu. Af þeim sökum var umferðin á blogg­síðu Trumps ekki jafn mikil og hann hefði ef til vill von­ast eft­ir. Heima­síðu for­set­ans var lokað á þriðju­dag.

Blogg­síða for­set­ans fyrr­ver­andi fór í loftið þann 4. maí síð­ast­lið­inn svo líf­tími síð­unnar náði því ekki að fylla heilan mán­uð. Þegar síðan fór í loftið var hún kynnt með pompi og prakt. Í sér­stöku kynn­ing­ar­mynd­bandi er síð­unni lýst sem „kyndli frels­is“ sem rísi upp á tímum þögg­unar og lyga. Í umfjöllun Was­hington Post er haft eftir einum að ráð­gjöfum Trumps að hann hafi tekið ákvörðun um að loka síð­unni vegna þess að honum lík­aði það ekki að fólk gerði grín af því hve lítið færslur hans væru lesn­ar.

Stóru sam­fé­lags­miðl­arnir „leið­in­legir og and­styggi­leg­ir“

Was­hington Post birti frétta­skýr­ingu í síð­ari hluta maí­mán­aðar þar sem sagt var frá því að áhrif Trumps á net­inu færu dvín­andi og að nýja blogg­síðan væri ekki að ná til fólks í jafn ríkum mæli og ef til vill hefði mátt búast við. Í kjöl­farið sendi Trump frá sér til­kynn­ingu þar sem hann sagði að síðan hefði notið verð­skuld­aðrar athygli, en athyglin hefði tví­mæla­laust verið meiri hefði honum ekki verið úthýst af Face­book og Twitt­er.

Auglýsing

Trump hélt því fram í til­kynn­ing­unni að fylgj­endur sínir í tuga millj­óna tali hefðu snúið bak­inu við Face­book og Twitter vegna þess að miðl­arnir væru orðnir „leið­in­legir og and­styggi­leg­ir“ en gögn frá miðl­unum sjálfum sýna að notkun í Banda­ríkj­unum hefur verið nokkuð stöðug síðan Trump lét af emb­ætti, ef eitt­hvað er hefur notk­unin auk­ist á þeim tíma sem lið­inn er síðan for­set­anum var úthýst af sam­fé­lags­miðl­un­um.

Orð­inn hálf radd­laus

Fylgj­enda­tölur for­set­ans stóðu í hæstu hæðum í fyrri hluta jan­ú­ar, á þeim tíma er æstur múgur réðst inn í þing­hús Banda­ríkj­anna. Einn af eft­ir­málum áhlaups­ins á þing­húsið var víð­tækt bann sem Trump mátti sæta á hinum ýmsu sam­fé­lags­miðlum og vef­síð­um. Áður en lokað var fyrir reikn­inga Trumps hafði hann 88 millj­ónir fylgj­enda á Twitter en um 35 millj­ónir á Face­book.

Rödd Trumps útá­við hefur því hljóðnað tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um. Á síð­asta degi vef­síð­unnar náðu færslur for­set­ans að hala inn um 1500 deil­ingum og athuga­semdum í gegnum Face­book og Twitter sem er ansi lág tala ef miðað er við við­brögðin í formi „li­ke-a“ og „retweet-a“ sem for­set­inn fékk á hvert ein­asta tíst sem hann sendi frá sér en tala þeirra stóð gjarnan í tugum ef ekki hund­ruðum þús­unda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent