Dræmur lestur á bloggsíðu Trumps slökkti ljósið í „vita frelsisins“

Þann 4. maí opnaði Donald Trump vefsíðu til að koma skoðunum sínum á framfæri en allir stærstu samfélagsmiðlarnir sneru við honum baki fyrr á árinu. Nú hefur síðunni verið lokað en Trump fannst það vandræðalegt hve lítinn lestur færslur hans fengu.

Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Auglýsing

Lít­ill lestur á blogg­færslum Don­alds Trumps, fyrrum Banda­ríkja­for­seta, var helsta ástæða þess að hann ákvað að loka heima­síðu sinni, From the Desk of Don­ald J. Trump eða Frá skrif­borði Don­alds J. Trumps. Lestur á síð­unni var sam­bæri­legur við lestur frétta frá miðl­ungs­stórum hér­aðsmiðlum sam­kvæmt gögnum og grein­ingu NewsWhip. Frá þessu er greint í net­miðl­inum Axios en í umfjöllun mið­ils­ins kemur fram að þrátt fyrir að stuðn­ings­hópur for­set­ans fyrr­ver­andi geti talist nokkuð stór þá hafi Trump mis­tek­ist að breyta venjum fylgj­enda sinna á net­inu. Af þeim sökum var umferðin á blogg­síðu Trumps ekki jafn mikil og hann hefði ef til vill von­ast eft­ir. Heima­síðu for­set­ans var lokað á þriðju­dag.

Blogg­síða for­set­ans fyrr­ver­andi fór í loftið þann 4. maí síð­ast­lið­inn svo líf­tími síð­unnar náði því ekki að fylla heilan mán­uð. Þegar síðan fór í loftið var hún kynnt með pompi og prakt. Í sér­stöku kynn­ing­ar­mynd­bandi er síð­unni lýst sem „kyndli frels­is“ sem rísi upp á tímum þögg­unar og lyga. Í umfjöllun Was­hington Post er haft eftir einum að ráð­gjöfum Trumps að hann hafi tekið ákvörðun um að loka síð­unni vegna þess að honum lík­aði það ekki að fólk gerði grín af því hve lítið færslur hans væru lesn­ar.

Stóru sam­fé­lags­miðl­arnir „leið­in­legir og and­styggi­leg­ir“

Was­hington Post birti frétta­skýr­ingu í síð­ari hluta maí­mán­aðar þar sem sagt var frá því að áhrif Trumps á net­inu færu dvín­andi og að nýja blogg­síðan væri ekki að ná til fólks í jafn ríkum mæli og ef til vill hefði mátt búast við. Í kjöl­farið sendi Trump frá sér til­kynn­ingu þar sem hann sagði að síðan hefði notið verð­skuld­aðrar athygli, en athyglin hefði tví­mæla­laust verið meiri hefði honum ekki verið úthýst af Face­book og Twitt­er.

Auglýsing

Trump hélt því fram í til­kynn­ing­unni að fylgj­endur sínir í tuga millj­óna tali hefðu snúið bak­inu við Face­book og Twitter vegna þess að miðl­arnir væru orðnir „leið­in­legir og and­styggi­leg­ir“ en gögn frá miðl­unum sjálfum sýna að notkun í Banda­ríkj­unum hefur verið nokkuð stöðug síðan Trump lét af emb­ætti, ef eitt­hvað er hefur notk­unin auk­ist á þeim tíma sem lið­inn er síðan for­set­anum var úthýst af sam­fé­lags­miðl­un­um.

Orð­inn hálf radd­laus

Fylgj­enda­tölur for­set­ans stóðu í hæstu hæðum í fyrri hluta jan­ú­ar, á þeim tíma er æstur múgur réðst inn í þing­hús Banda­ríkj­anna. Einn af eft­ir­málum áhlaups­ins á þing­húsið var víð­tækt bann sem Trump mátti sæta á hinum ýmsu sam­fé­lags­miðlum og vef­síð­um. Áður en lokað var fyrir reikn­inga Trumps hafði hann 88 millj­ónir fylgj­enda á Twitter en um 35 millj­ónir á Face­book.

Rödd Trumps útá­við hefur því hljóðnað tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um. Á síð­asta degi vef­síð­unnar náðu færslur for­set­ans að hala inn um 1500 deil­ingum og athuga­semdum í gegnum Face­book og Twitter sem er ansi lág tala ef miðað er við við­brögðin í formi „li­ke-a“ og „retweet-a“ sem for­set­inn fékk á hvert ein­asta tíst sem hann sendi frá sér en tala þeirra stóð gjarnan í tugum ef ekki hund­ruðum þús­unda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent