Dræmur lestur á bloggsíðu Trumps slökkti ljósið í „vita frelsisins“

Þann 4. maí opnaði Donald Trump vefsíðu til að koma skoðunum sínum á framfæri en allir stærstu samfélagsmiðlarnir sneru við honum baki fyrr á árinu. Nú hefur síðunni verið lokað en Trump fannst það vandræðalegt hve lítinn lestur færslur hans fengu.

Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Auglýsing

Lítill lestur á bloggfærslum Donalds Trumps, fyrrum Bandaríkjaforseta, var helsta ástæða þess að hann ákvað að loka heimasíðu sinni, From the Desk of Donald J. Trump eða Frá skrifborði Donalds J. Trumps. Lestur á síðunni var sambærilegur við lestur frétta frá miðlungsstórum héraðsmiðlum samkvæmt gögnum og greiningu NewsWhip. Frá þessu er greint í netmiðlinum Axios en í umfjöllun miðilsins kemur fram að þrátt fyrir að stuðningshópur forsetans fyrrverandi geti talist nokkuð stór þá hafi Trump mistekist að breyta venjum fylgjenda sinna á netinu. Af þeim sökum var umferðin á bloggsíðu Trumps ekki jafn mikil og hann hefði ef til vill vonast eftir. Heimasíðu forsetans var lokað á þriðjudag.

Bloggsíða forsetans fyrrverandi fór í loftið þann 4. maí síðastliðinn svo líftími síðunnar náði því ekki að fylla heilan mánuð. Þegar síðan fór í loftið var hún kynnt með pompi og prakt. Í sérstöku kynningarmyndbandi er síðunni lýst sem „kyndli frelsis“ sem rísi upp á tímum þöggunar og lyga. Í umfjöllun Washington Post er haft eftir einum að ráðgjöfum Trumps að hann hafi tekið ákvörðun um að loka síðunni vegna þess að honum líkaði það ekki að fólk gerði grín af því hve lítið færslur hans væru lesnar.

Stóru samfélagsmiðlarnir „leiðinlegir og andstyggilegir“

Washington Post birti fréttaskýringu í síðari hluta maímánaðar þar sem sagt var frá því að áhrif Trumps á netinu færu dvínandi og að nýja bloggsíðan væri ekki að ná til fólks í jafn ríkum mæli og ef til vill hefði mátt búast við. Í kjölfarið sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að síðan hefði notið verðskuldaðrar athygli, en athyglin hefði tvímælalaust verið meiri hefði honum ekki verið úthýst af Facebook og Twitter.

Auglýsing

Trump hélt því fram í tilkynningunni að fylgjendur sínir í tuga milljóna tali hefðu snúið bakinu við Facebook og Twitter vegna þess að miðlarnir væru orðnir „leiðinlegir og andstyggilegir“ en gögn frá miðlunum sjálfum sýna að notkun í Bandaríkjunum hefur verið nokkuð stöðug síðan Trump lét af embætti, ef eitthvað er hefur notkunin aukist á þeim tíma sem liðinn er síðan forsetanum var úthýst af samfélagsmiðlunum.

Orðinn hálf raddlaus

Fylgjendatölur forsetans stóðu í hæstu hæðum í fyrri hluta janúar, á þeim tíma er æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna. Einn af eftirmálum áhlaupsins á þinghúsið var víðtækt bann sem Trump mátti sæta á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og vefsíðum. Áður en lokað var fyrir reikninga Trumps hafði hann 88 milljónir fylgjenda á Twitter en um 35 milljónir á Facebook.

Rödd Trumps útávið hefur því hljóðnað töluvert á síðustu mánuðum. Á síðasta degi vefsíðunnar náðu færslur forsetans að hala inn um 1500 deilingum og athugasemdum í gegnum Facebook og Twitter sem er ansi lág tala ef miðað er við viðbrögðin í formi „like-a“ og „retweet-a“ sem forsetinn fékk á hvert einasta tíst sem hann sendi frá sér en tala þeirra stóð gjarnan í tugum ef ekki hundruðum þúsunda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent