Dræmur lestur á bloggsíðu Trumps slökkti ljósið í „vita frelsisins“

Þann 4. maí opnaði Donald Trump vefsíðu til að koma skoðunum sínum á framfæri en allir stærstu samfélagsmiðlarnir sneru við honum baki fyrr á árinu. Nú hefur síðunni verið lokað en Trump fannst það vandræðalegt hve lítinn lestur færslur hans fengu.

Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Donald Trump þoldi illa slæmt umtal um vefsíðu sína sem varð ekki jafn vinsæl og vonir stóðu til um.
Auglýsing

Lít­ill lestur á blogg­færslum Don­alds Trumps, fyrrum Banda­ríkja­for­seta, var helsta ástæða þess að hann ákvað að loka heima­síðu sinni, From the Desk of Don­ald J. Trump eða Frá skrif­borði Don­alds J. Trumps. Lestur á síð­unni var sam­bæri­legur við lestur frétta frá miðl­ungs­stórum hér­aðsmiðlum sam­kvæmt gögnum og grein­ingu NewsWhip. Frá þessu er greint í net­miðl­inum Axios en í umfjöllun mið­ils­ins kemur fram að þrátt fyrir að stuðn­ings­hópur for­set­ans fyrr­ver­andi geti talist nokkuð stór þá hafi Trump mis­tek­ist að breyta venjum fylgj­enda sinna á net­inu. Af þeim sökum var umferðin á blogg­síðu Trumps ekki jafn mikil og hann hefði ef til vill von­ast eft­ir. Heima­síðu for­set­ans var lokað á þriðju­dag.

Blogg­síða for­set­ans fyrr­ver­andi fór í loftið þann 4. maí síð­ast­lið­inn svo líf­tími síð­unnar náði því ekki að fylla heilan mán­uð. Þegar síðan fór í loftið var hún kynnt með pompi og prakt. Í sér­stöku kynn­ing­ar­mynd­bandi er síð­unni lýst sem „kyndli frels­is“ sem rísi upp á tímum þögg­unar og lyga. Í umfjöllun Was­hington Post er haft eftir einum að ráð­gjöfum Trumps að hann hafi tekið ákvörðun um að loka síð­unni vegna þess að honum lík­aði það ekki að fólk gerði grín af því hve lítið færslur hans væru lesn­ar.

Stóru sam­fé­lags­miðl­arnir „leið­in­legir og and­styggi­leg­ir“

Was­hington Post birti frétta­skýr­ingu í síð­ari hluta maí­mán­aðar þar sem sagt var frá því að áhrif Trumps á net­inu færu dvín­andi og að nýja blogg­síðan væri ekki að ná til fólks í jafn ríkum mæli og ef til vill hefði mátt búast við. Í kjöl­farið sendi Trump frá sér til­kynn­ingu þar sem hann sagði að síðan hefði notið verð­skuld­aðrar athygli, en athyglin hefði tví­mæla­laust verið meiri hefði honum ekki verið úthýst af Face­book og Twitt­er.

Auglýsing

Trump hélt því fram í til­kynn­ing­unni að fylgj­endur sínir í tuga millj­óna tali hefðu snúið bak­inu við Face­book og Twitter vegna þess að miðl­arnir væru orðnir „leið­in­legir og and­styggi­leg­ir“ en gögn frá miðl­unum sjálfum sýna að notkun í Banda­ríkj­unum hefur verið nokkuð stöðug síðan Trump lét af emb­ætti, ef eitt­hvað er hefur notk­unin auk­ist á þeim tíma sem lið­inn er síðan for­set­anum var úthýst af sam­fé­lags­miðl­un­um.

Orð­inn hálf radd­laus

Fylgj­enda­tölur for­set­ans stóðu í hæstu hæðum í fyrri hluta jan­ú­ar, á þeim tíma er æstur múgur réðst inn í þing­hús Banda­ríkj­anna. Einn af eft­ir­málum áhlaups­ins á þing­húsið var víð­tækt bann sem Trump mátti sæta á hinum ýmsu sam­fé­lags­miðlum og vef­síð­um. Áður en lokað var fyrir reikn­inga Trumps hafði hann 88 millj­ónir fylgj­enda á Twitter en um 35 millj­ónir á Face­book.

Rödd Trumps útá­við hefur því hljóðnað tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um. Á síð­asta degi vef­síð­unnar náðu færslur for­set­ans að hala inn um 1500 deil­ingum og athuga­semdum í gegnum Face­book og Twitter sem er ansi lág tala ef miðað er við við­brögðin í formi „li­ke-a“ og „retweet-a“ sem for­set­inn fékk á hvert ein­asta tíst sem hann sendi frá sér en tala þeirra stóð gjarnan í tugum ef ekki hund­ruðum þús­unda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent