Samfélagsmiðlarnir þagga niður í Trump

Twitter er ekki eini samfélagsmiðillinn sem hefur lokað á Trump vegna ummæla hans og ofbeldisins sem talið er að fylgi þeim, en að minnsta kosti tólf samfélagsmiðlar hafa bannað eða takmarkað aðgang Bandaríkjaforseta og fylgismanna hans á síðustu dögum.

Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti
Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti
Auglýsing

Sam­fé­lags­mið­ill­inn Twitter lok­aði í gær aðgang Banda­ríkja­for­seta Don­ald Trump, en for­set­inn hefur notað mið­il­inn óspart til að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi á síð­ustu árum. Til við­bótar við Trump hefur Twitt­er  lok­að  aðgöngum fjöl­margra fylg­is­manna hans sem trúa á sam­sær­is­kenn­ing­una QAnon síð­asta sól­ar­hring­inn í svoköll­uðum „hreins­un­ar­að­gerð­u­m“.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­svars­mönnum mið­ils­ins stafar hætta á því að Twitt­er-­færslur Trump leiði til meira ofbeld­is, en fimm manns eru nú látin eftir að stuðn­ings­menn hans réð­ust inn í banda­ríska þing­húsið síð­asta mið­viku­dag. 

Aðgerðir for­svars­manna Twitter eru ekki eins­dæmi, en fjöl­margir miðlar hafa ákveðið að loka aðgöngum tengdum Trump og fylg­is­mönnum hans af ótta við að þeir leiði til ofbeld­is. Vef­mið­ill­inn Axios tók saman alla þá miðla, en að með­töldum Twitter þeir eru 12 tals­ins.  

Auglýsing

Twitch

Streym­is­mið­ill­inn Twitch hefur bannað rás for­set­ans, sem rekin hefur verið af fram­boðsteym­inu hans síðan í októ­ber 2019. Þar hafa birst mynd­bönd af fram­boðs­fundum Trump, en rásinni var einnig lokað tíma­bundið síð­asta sumar eftir að rasísk ummæli for­set­ans birt­ust þar, sam­kvæmt The Verge. Í við­tali við Axios sögð­ust for­svars­menn Twitch telja lok­un­ina vera nauð­syn­lega til þess að koma í veg fyrir að mið­ill­inn yrði not­aður til þess að ýta undir frekara ofbeld­i. 

Reddit

Sam­fé­lags­mið­ill­inn Reddit hefur einnig lokkað einu af stærstu stjórn­mála­spjall­borðum síð­unnar sem er til­einkað umræðum um for­set­ann, r/Don­ald­Trump. Í sam­tali við Axios segja for­svars­menn Reddit að síðan banni allt efni sem ýtir undir hatur eða ofbeldi gagn­vart ein­stak­lingum eða hópum fólks.

Youtube

Þá hefur mynd­banda­síðan Youtube sömu­leiðis hert not­enda­reglur sínar í kjöl­far inn­rásar stuðn­ings­manna Trump í þing­hús­ið. Nú verða not­endur síð­unnar settir í tíma­bundið bann ef þeir hlaða inn mynd­bandi þar sem því er haldið fram að Trump hafi í raun og veru unnið for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um. Ef not­endur síð­unnar brjóta af sér með þessum hætti í þrí­gang verði þeir settir í var­an­legt bann. Sam­kvæmt Axios hefur Youtube einnig fjar­lægt fyrstu yfir­lýs­ingu Don­ald Trump vegna inn­rás­ar­innar sem birt­ist síð­asta mið­viku­dag, en í því for­dæmdi hann ekki inn­rás­ina beint, heldur sagð­ist hann elska þá sem að baki henni stóð­u. 

Face­book og Instagram

Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book og Instagram, lýsti því svo yfir á fimmtu­dag­inn að Trump væri í tíma­bundnu banni á báðum miðl­unum þangað til að Joe Biden tekur við for­seta­emb­ætt­inu 20. jan­ú­ar. Í yfir­lýs­ingu sinni sagði Zucker­berg áhætt­una af því að leyfa for­set­anum að tjá sig í gegnum miðl­ana vera ein­fald­lega allt of mikla. Rétt eins og Youtube ákvað Face­book líka að fjar­lægja umrætt mynd­band sem Trump birti á sama dag og ráð­ist var inn í þing­hús­ið.

Snapchat

Sam­fé­lags­mið­ill­inn Snapchat ákvað að læsa aðgangi Trump strax á mið­viku­dag­inn. Í við­tali við Axios sagði tals­maður Snapchat að mið­ill­inn teldi for­set­ann dreifa hatri og hvetja til ofbeld­is. Mið­ill­inn læsti einnig aðgangi Trump tíma­bundið í fyrra­sumar í kjöl­far óeirða vegna lög­reglu­of­beldis og kyn­þátta­hat­urs í Banda­ríkj­un­um.  

Tiktok

Mið­ill­inn Tikt­ok, sem birtir stutt mynd­bönd frá not­endum sínum brást einnig við atburðum mið­viku­dags­ins með því að banna mynd­bönd sem inni­héldu ákveðin myllu­merki. Merkið #stormt­hecapitol, sem hvatti til inn­rásar í þing­hús­ið, var bann­að, sem og merkið #pat­riot­par­ty, en tals­maður mið­ils­ins sagði að öll mynd­bönd sem hvöttu til ofbeldis yrðu fjar­lægð í við­tali við Axios.  

Discord

Til við­bótar við þetta greindi blaða­mað­ur­inn Casey Newton frá því að sam­skipta­mið­ill­inn Discord hafi bannað spjall­svæði innan þess undir nafn­inu The Don­ald, sem til­einkað var umræðum um for­set­ann. Tals­menn mið­ils­ins segja svæðið hafa skýra teng­ingu við annað spjall­svæði sem er notað til að hvetja til ofbeld­is. 

Par­ler

Apple og Google hafa einnig sent frá sér yfir­lýs­ingar varð­andi sam­skipta­mið­il­inn Par­ler  sem var í vef­verslun fyr­ir­tækj­anna tveggja, en sam­kvæmt frétt Axios er mið­ill­inn mikið not­aður af íhalds­mönnum og öfga­hægri­mönn­um. Google fjar­lægði mið­il­inn úr vef­verslun sinni stuttu eftir að óeirð­irnar hófust, en Apple hót­aði einnig að gera slíkt hið sama í gær ef mið­ill­inn hyggst ekki ætla að sporna gegn hat­urs­orð­ræðu sjálf­ur.

Shopify

Sölu­torgið Shopify hefur einnig fjar­lægttvær versl­anir sem seldu varn­ing tengdum Trump og fram­boði hans, þar sem fyr­ir­tækið telur að for­set­inn ali á ofbeldi. „Shopify líður ekki gjörðir sem hvetja til ofbeld­is. Í ljósi nýlið­inna atburða teljum við að Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti brjóti okkar not­enda­skil­mála, sem leggur blátt bann við stofn­anir og fólk sem hvetja til ofbeldis til að ná fram mál­staðnum sín­um,“ sagði fyr­ir­tækið í sam­tali við Axios.

Pinter­est

Að lokum hefur sam­fé­lags­mið­ill­inn Pinter­est tak­markað notkun á ákveðnum myllu­merkjum sem stuðn­ings­menn Trump hafa not­að, líkt og #Stopt­hesteal, sem vísar til meintra kosn­inga­svika í nýliðnum for­seta­kosn­ing­um. Trump hefur ekki sjálfur aðgang að miðl­in­um, en tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins segj­ast munu fylgj­ast með öllu efni sem birt­ist þar og fjar­lægja það sem teng­ist sam­sær­is­kenn­ingum sem gætu hvatt til ofbeld­is.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar