Inni í þinghúsinu voru óeirðarseggirnir við völd

Borgarstjórinn vildi ekki liðsauka. Þinglögreglan taldi viðbúnað nægilegan og alríkislögreglumenn og þjóðvarðliðar létu lítið fyrir sér fara. Stórkostlegt vanmat á hættunni varð til þess að hundruð manna komust inn í þinghúsið með léttum leik.

Uppþot í Washington
Auglýsing

Þau rudd­ust inn. Stukku yfir örygg­is­girð­ingar sem komið hafði verið upp. Lítið mál. Ekk­ert mál. Svo gengu þau um ganga sjálfs Banda­ríkja­þings með fána sína, sum hver klædd furðu­fatn­aði. Rétt eins og þau vissu að þannig myndu þau vekja athygli og undrun þeirra sem síðar fengju að sjá mynd­irn­ar. 

Sumir fóru inn á skrif­stofur þing­manna. Komu sér þægi­lega fyrir við skrif­borð­in. Flettu í gegnum blöð, mögu­lega trún­að­ar­gögn. Skipt­ust á að setj­ast í stól þing­for­seta í þingsaln­um. 

Tóku sjálf­ur. Voru hin róleg­ustu. Því inni í þing­hús­inu voru þeir við völd.

Á meðan höfðu þing­menn og starfs­menn þings­ins flúið undir jörð­ina. Þrætt sig með aðstoð líf­varða og lög­reglu­manna í gegnum völ­und­ar­hús ganga. 

Þetta er sú birt­ing­ar­mynd sem margir hafa fengið af árásinni á Banda­ríkja­þing á mið­viku­dag. Inni í hús­inu og fyrir utan kom þó til átaka. Einn lög­reglu­maður lést. Einn úr inn­rás­ar­hópnum var skot­inn til bana. Fimm hafa því týnt lífi vegna óeirð­anna.

„Hvernig gat [lög­regl­unni] mis­tek­ist svona herfi­lega?“ segir öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn og repúblikan­inn Lindsey O. Gra­ham. „Þeir hefðu getað sprengt bygg­ing­una í loft upp. Þeir hefðu getað drepið okkur öll.“

Fjöl­margar spurn­ingar hafa vakn­að. Hvernig lifir maður það af að brjót­ast inn í mið­stöð lýð­ræðis hins frjálsa heims? Enga nákvæma við­miðun um við­brögð yfir­valda er að finna, þetta hefur ekki áður átt sér stað.

Margir sem furða sig  á því hvernig þetta gat gerst hafa deilt tísti banda­ríska rapp­ar­ans Noah Caine þar sem stendur við mynd af einum árás­armann­anna í stóli for­seta öld­unga­deild­ar­inn­ar: Að kom­ast hingað án þess að deyja er lif­andi dæmi um for­rétt­indi hvítra.



Inn­rás stuðn­ings­manna Don­alds Trump í þing­húsið á mið­viku­dag afhjúpaði í besta falli gríð­ar­mik­inn mis­brest í örygg­is­málum því þetta átti sér stað í höf­uð­borg Banda­ríkj­anna, þar sem við­bún­að­ar­stig var þegar hátt, og í sjálfu þing­hús­inu, sem hefur yfir 2.000 manna sjálf­stæðu lög­reglu­liði að ráða. Lög­reglu­liði sem hefur það hlut­verk að verja nokkrar bygg­ingar og umhverfi þeirra. Lög­reglu­lið sem er á pari við þau lið sem starfa í mörgum minni borgum og bæjum Banda­ríkj­anna. 

Hund­ruð manna tókst þó með að því er virð­ist lít­illi fyr­ir­höfn, fyrst og fremst með fánastangir og varn­ar­skildi að vopni, að brjót­ast inn fyrir varn­ar­línur lög­regl­unnar fyrir framan bygg­ing­arnar og svo alla leið inn í það og inn í þing­sali húss­ins og skrif­stofur þing­manna.



En hvernig má það vera?

Auglýsing



 Það var ekki eins og mót­mælin sem þús­undir stuðn­ings­manna for­set­ans frá­far­andi sóttu hefðu sprottið skyndi­lega upp. Þau höfðu verið skipu­lögð vikum saman og Trump sjálfur þegar um miðjan des­em­ber hvatt stuðn­ings­menn sína til að mæta á þau. Þetta var dag­ur­inn sem þing­heimur átti að stað­festa – nú eða hafna – nið­ur­stöðum for­seta­kosn­ing­anna. Þá hafði Trump egnt stuðn­ings­menn sína í ræðu og riti (á Twitt­er) til að sætta sig ekki við  „falska“ nið­ur­stöðu kosn­ing­anna sem hann sagði, án nokk­urra sönn­un­ar­gagna, hafa verið „stolið“ af sér. Hann væri rétt­mætur sig­ur­veg­ari og hefði unnið með miklum meiri­hluta.



Allir vissu það. Ekki síst and­stæð­ingar hans.



Þegar rýnt er í upp­tökur og myndir af því sem fram fór við þing­húsið í fyrra­dag, og af nógu er að taka í þeim efn­um, virð­ist í sumum til­vikum sem lög­reglan hafi vart verið sýni­leg, að minnsta kosti ekk­ert í lík­ingu við það sem hún var í fjölda­mót­mælum sum­ars­ins – þegar millj­ónir söfn­uð­ust saman víðs vegar um Banda­ríkin og kröfð­ust rétt­lætis fyrir svarta í kjöl­far morðs­ins á George Floyd. Í frétta­skýr­ingu Was­hington Post, þar sem farið er yfir gjörðir lög­regl­unnar í upp­hafi óeirð­anna, segir að  svo virð­ist sem sumir lög­reglu­menn hafi staðið aðgerða­lausir hjá á meðan múg­ur­inn réðst til inn­göngu í þing­hús­ið. Heim­ild­ar­menn dag­blaðs­ins innan lög­regl­unnar segja að þinglög­regl­unni og öðrum emb­ættum sem eiga að tryggja lög og reglu undir þessum kring­um­stæðum hafi mis­tek­ist. Þessir aðilar hafi van­metið fjölda þeirra sem þátt tóku í mót­mæl­unum og þann árás­ar­hug sem margir voru í.



Annað sem vakið hefur athygli er að miðað við þá vit­neskju að til fjölda­mót­mæla myndi koma hafi þinglög­reglan verið illa und­ir­bú­in. Girð­ingum hafði verið komið upp við þing­húsið en þær voru lágar og ekk­ert mál að stökkva yfir þær. Þá voru lög­reglu­menn­irnir flestir í hefð­bundnum lög­reglu­bún­ingum – ekki óeirð­ar­bún­ing­um. Þeir voru klæddir til að fylgj­ast með mót­mælum en ekki til að verj­ast inn­rás.

Donald Trump hvatti stuðningsmenn sína til að fylkja liði að þinghúsinu. Mynd: EPA



Í grein Was­hington Post, sem byggir á við­tölum við bæði lög­reglu­menn og sér­fræð­inga aðra í lög­gæslu, vekja við­brögð lög­reglu­manna inn í hús­inu einnig undr­un. Svo virð­ist sem margir þeirra hafi staðið hjá og lítið brugð­ist við skar­anum sem flæddi þar um ganga. Þetta eru atriði sem sér­fræð­ing­arnir telja sig sjá út frá mynd­böndum og myndum sem birtar hafa verið opin­ber­lega en form­leg rann­sókn á atburða­rásinni allri á auð­vitað enn eftir að fara fram.



Annað sem hefur vakið mikla athygli er hversu fáir voru hand­tekn­ir. Fólk sem hafði brotið sér leið inn í þing­húsið var rekið út úr því en var svo lang­flest frjálst ferða sinna. Í dag, föstu­dag, hefur komið á dag­inn að átökin milli lög­reglu­manna og óróa­seggja utan og innan veggja þing­húss­ins hafi verið meiri en í fyrstu var talið og að minnsta kosti einn lög­reglu­maður týndi líf­i. 

Hið meinta aðgerða­leysi ein­hverra lög­reglu­manna á sér lík­leg­ast, að minnsta kosti að stórum hluta, þá skýr­ingu að þeir áttu ekki von á þessu. Voru illa und­ir­bún­ir. 

Og það skrif­ast á yfir­völd.

Steven Sund, lög­reglu­stjóri þinglög­regl­unn­ar, sagði að hún hefði und­ir­búið sig fyrir hörð mót­mæli. En í stað­inn hafi lið hans þurft að takast á við upp­reisn­ar­menn sem sýndu af sér glæp­sam­lega hegð­un. 

Þrír yfir­menn þinglög­regl­unnar sögðu af sér í gær, þeirra á meðal Sund. En ábyrgðin liggur einnig hærra í stjórn­kerf­inu.

Hryll­ings­mynd í beinni



„Þetta er eins og að horfa á hryll­ings­mynd í beinn­i,“ segir Kim Dane, sem var yfir­maður þinglög­regl­unnar á árinum 2012-2016. „Við æfum okkur og skipu­leggjum á hverjum ein­asta degi til að koma í veg fyrir svona atburði. Hvernig þetta gerð­is­t... ég skil það ekki.“



Dane bendir einnig á að það hafi komið sér á óvart hversu nálægt þing­hús­inu lög­reglan leyfði mót­mæl­endum að koma þegar í upp­hafi. Þeir gátu staðið á tröppum þess. Þá furðar hann sig einnig á því að þeir sem komust inn hafi ekki þegar í stað verið hand­tekn­ir.



Stuttu eftir að einn lög­reglu­maður úr þinglög­regl­unni hafði hleypt af skoti sem hæfði konu sem brot­ist hafði inn í þing­húsið í háls­inn tók lög­reglan í Was­hington-­borg yfir vett­vang­inn og það verk­efni að koma óeirð­ar­seggj­unum út úr bygg­ing­unn­i. „Það sem við gerðum var að end­ur­reisa lýð­ræðið fyrir öll Banda­rík­in,“ sagði Robert Contee, lög­reglu­stjóri Was­hington-­borgar í gær.

Nokkrir þekktir fulltrúar úr hægri öfgahópum voru meðal þeirra sem brutu sér leið inn í þinghúsið. Mynd: EPA





Aðrir sem þekkja til aðgerð­anna í þing­hús­inu segja að þinglög­reglan hafi átt nóg með að tryggja öryggi þing­manna og starfs­manna þings­ins. Hún hafi ekki haft mann­afla til þess að fara í beinar og harðar aðgerðir gegn inn­rás­ar­lið­inu, t.d. að hand­taka fjölda manns. Með öðrum orð­um: Allt fárið kom henni algjör­lega í opna skjöldu.



 „Það átti eng­inn að vera svona nálægt þing­hús­in­u,“ sagði þing­maður repúblikana, Tim Ryan, á blaða­manna­fundi eftir inn­rás­ina en hann fer fyrir þing­nefnd sem fer með fjár­veit­ingar til þinglög­regl­unn­ar. Hann segir að fólk eigi að fá að mót­mæla í nágrenni þing­húss­ins en ekki upp við það eins og gerð­ist í fyrra­dag. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er hópur manna sem á eftir að verða atvinnu­laus bráð­lega.“

Til að hafa það á hrein­u...



Þegar stuðn­ings­menn Trumps tóku að streyma til Was­hington í byrjun vik­unnar ótt­að­ist borg­ar­stjór­inn mest að þeir myndu vinna skemmd­ar­verk á torgi norður af Hvíta hús­inu sem helgað hefur verið bar­áttu Black Lives Matt­er. Málin þró­uð­ust þó á allt annan veg. Þinglög­reglan ber fyrst og fremst ábyrgð á þing­hús­inu sjálfu og næsta nágrenni og þótt að mann­fjöld­inn hafi vaxið í aðdrag­anda gær­dags­ins töldu yfir­menn hennar ekki þörf á aðstoð frá almennu lög­regl­unni í Was­hington. Ein­hver fjöldi alrík­is­lög­reglu­manna var í borg­inni en hafði verið beð­inn að láta lítið á sér bera til að valda ekki óþarfa hræðslu meðal fólks.



Varn­ar­mála­ráðu­neytið heim­il­aði fyr­ir­fram aðkomu 340 þjóð­varð­liða að lög­gæslu í borg­inni á mið­viku­dag en með þeim skil­yrðum að þeir myndu ekki bera skot­vopn og tækju að sér stuðn­ings­verk­efni eins og umferð­ar­stjórn­un.



„Til að hafa það á hreinu þá er alrík­is­hérað Col­umbiu [D.C.] ekki að óska eftir frek­ari alrík­is­lög­reglu­mönnum og hvetur ekki til liðs­styrks án sam­skipta við og eftir ráð­legg­ingar frá [borg­ar­lög­regl­unni] ef slíkar áætl­anir eru í bígerð,“ skrif­aði borg­ar­stjór­inn í bréfi til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins á þriðju­dag.

Lögreglumenn, þjóðvarðliðar og fulltrúar annarra löggæsluembætta, mættu á vettvang töluvert eftir að hópurinn hafði brotið sér leið inn í þinghúsið. Mynd: EPA



Þegar fyrstu mót­mæl­end­urnir höfðu brot­ist inn í þing­hús­ið, með því að brjóta glugga með hlífð­ar­skjöldum sem þeir báru, opn­uðu þeir dyr húss­ins fyrir öðr­um. Þeir ein­fald­lega hleyptu skrílnum inn. Þá þegar var sent út neyð­ar­kall til ann­arra lög­reglu­emb­ætta og þau beðin um liðs­styrk. Við því var hins vegar ekki brugð­ist af krafti þegar í stað og langur tími leið raunar áður en t.d. þjóð­varð­liðar voru kvaddir til. Þegar liðs­auki barst voru þegar hund­ruð manna komin inn í þing­húsið og ástandið orðið óvið­ráð­an­legt.



Fjöl­miðlar austan hafs og vestan hafa borið kennsl á óeirð­ar­segg­ina sem höfðu sig hvað mest í frammi. Sumir þeirra eru þekktir full­trúar öfga hægri hópa eða tals­menn slíkra skoð­ana. Þessir hópar hafa margir hverjir lýst yfir stuðn­ingi við Trump svo í raun ætti þátt­taka þeirra í upp­þot­inu ekki að koma á óvart.

Ein­mana úlfar mynda hjörð



En það er eins og hún hafi komið lög­reglu- og borg­ar­yf­ir­völdum á óvart. Skýr­ingin fel­st, að mati Seyward Dar­by, rit­stjóra tíma­rits­ins Ata­vist Mag­azine og pistla­höf­undar New York Times, í því að hingað til hefur verið litið á hvíta þjóð­ern­is­sinna og aðra hægri öfga­menn sem marga ósam­stæða hópa. Í fjöl­miðlum eru þeir kall­aðir „ein­far­ar“ eða „ein­mana úlf­ar“ þegar þeir fremja hermd­ar­verk. Á glæpi þeirra er svo litið sem „ein­stök til­vik“ – ekki skipu­lögð hryðju­verk. Mis­tökin fel­ast í einmitt þessu; að sam­an­lögð ógn hópanna hafi ekki verið met­in. „Þeir geta ógnað og eru ógn­andi og hér erum við svo stödd, í fyrstu viku árs­ins 2021, að fylgj­ast með óvel­kominni sögu­legri stund í Was­hington.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent