Fjórir eru látnir – hundruð brutust inn í þinghúsið

Óeirðirnar í Washington hafa vakið margar spurningar. Hvernig gátu hundruð manna komist inn í þinghúsið? Og hvers vegna virtust viðbrögð lögreglunnar svona sein? Fjórir liggja í valnum.

Atburðir gærdagsins í myndum. Þeir hófust með glaðbeittum Bandaríkjaforseta á fundi við Hvíta húsið og þróuðust út í uppþot.
Atburðir gærdagsins í myndum. Þeir hófust með glaðbeittum Bandaríkjaforseta á fundi við Hvíta húsið og þróuðust út í uppþot.
Auglýsing

Eftir að Don­ald Trump sagði stuðn­ings­mönnum sín­um, sem safn­ast höfðu saman við Hvíta húsið í gær að þeir ættu aldrei að við­ur­kenna ósigur gengu hund­ruð þeirra fylktu liði að þing­hús­inu, sumir vopn­að­ir, og brut­ust þar inn. Margir eru þegar farnir að tala um valda­ránstil­raun því til­gang­ur­inn var sá að koma í veg fyrir að þing­deild­irn­ar, sem voru á fundi í þing­hús­inu, myndu stað­festa úrslit for­seta­kosn­ing­anna frá því í nóv­em­ber sem Joe Biden sigr­aði í.

Lög­reglu­menn og örygg­is­verð­ir, sem stóðu framan við þing­hús­ið, hörf­uðu er múg­ur­inn lét til skarar skríða, veif­andi fánum sem margir tengj­ast hvítum öfga­hóp­um. 

Í um klukku­stund barði fólk á glugga húss­ins og dyr og hróp­aði: Hleypið okkur inn! Lög­reglu­menn sem voru inni í hús­inu beittu piparúða og reyk­sprengjum en tókst hins vegar ekki að brjóta upp­reisn­ina á bak aft­ur.

Auglýsing

Og múgnum tókst að kom­ast inn. Alla leið inn í þing­sali og á skrif­stofur þing­manna sem höfðu leitað skjóls ann­ars staðar í hús­inu. Nú er ljóst að atburðir næt­ur­innar hafa kostað fjóra líf­ið. Á sjötta tug hafa verið hand­tekn­ir, meiri­hlut­inn fyrir að brjóta útgöngu­bann sem borg­ar­stjóri Wahs­ington setti á í gær.

Sífellt fjölg­aði svo í hópi stuðn­ings­manna við þing­húsið og fyrir þá sem á horfðu í beinum útsend­ingum sjón­varps­stöðva virt­ist biðin eftir auknum lög­reglu­stuðn­ingi við húsið engan enda ætla að taka. 

Stuðningsmenn Trumps veifa bandaríska fánanum framan við þinghúsið. Mynd: EPA

Lög­reglan reyndi að verj­ast múgnum við aust­ur­hlið húss­ins framan af en gafst svo upp og hörf­aði. Æstur hópur stuðn­ings­manna Trump stóð öskr­andi fyrir framan og þegar hann komst inn fyrir varnir lög­regl­unnar hóf hann að syngja banda­ríska þjóð­söng­inn.

Ein kona var skotin innan veggja þing­húss­ins. Skotið kom úr byssu þinglög­reglu­manns. Hún var flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést. Táragasi var beitt á múg­inn og fyllti það marm­ara­lagða ganga og sali þing­húss­ins.

Þetta var áhlaup. Þetta voru óeirð­ir. Joe Biden, verð­andi for­seti, ávarp­aði þjóð­ina og sagði slíkt aldrei áður hafa gerst í nútíma­sögu lands­ins. Don­ald Trump ávarp­aði hana einnig, á Twitt­er, og bað fólk að halda frið­inn en hann sagði stuðn­ings­mönnum sínum einnig að muna þennan dag að eilífu. Og hélt áfram að segja að kosn­ing­unum hefði „verið stolið“.

Bæði Twitter og Face­book læstu aðgangi Trumps að miðl­unum í nótt. Hann gat því ekki lengur skrifað nýjar færsl­ur.

Umræðum um úrslit for­seta­kosn­ing­anna var skilj­an­lega hætt á meðan öllu þesu stóð. „Haldið ykkur frá gluggum og dyr­um. Ef þið eruð úti, leitið skjóls,“ voru skila­boðin sem þing­menn fengu er áhlaupið á þing­húsið hófst.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, eftir að fundir hófust að nýju í þinginu. Mynd: EPA

Þjóð­varð­liðið í Was­hington-­borg var virkjað í gær­kvöldi. Borg­ar­stjór­inn Muriel E. Boswer sagði að vegna útgöngu­banns­ins mætti engir aðrir en fram­línu­starfs­menn vera á ferli utandyra.

Sá fyrsti sem fór inn í þing­húsið er tal­inn hafa brotið sér leið inn um glugga. Einnig rudd­ist múg­ur­inn í gegnum örygg­is­hlið­in. Hund­ruð áttu eftir að fara inn áður en yfir lauk, segir í frétt Was­hington Post og grunar lög­reglu að þeir sem fyrstir komu inn hafi opnað dyr fyrir félögum sínum fyrir utan. 

Þegar inn var komið var farið inn í sali og á skrif­stofur og margt brotið og braml­að.

„Myrðið fjöl­miðla“ stóð á miða sem hengdur var á hurð einnar skrif­stof­unn­ar. „Við munum ekki hætta“ sagði á öðrum sem skil­inn var eftir á skrif­stofu Nancy Pelosi, for­seta full­trúa­deildar þings­ins. 

Fjórir eru látnir að sögn lög­regl­unnar eftir atburð­ina. Einn féll fyrir byssu­skoti en þrír lét­ust af öðrum sökum sem enn hefur ekki verið greint ítar­lega frá. 

Um átta í gær­kvöldi að banda­rískum tíma, þegar lög­reglu­mönnum hafði loks tek­ist að fjar­lægja alla upp­reisn­ar­segg­ina úr þing­hús­inu, fylgdu þeir þing­mönnum aftur í þingsal­ina svo þeir gætu haldið vinnu sinni áfram.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar