Óeirðirnar í Washington: Frá upphafi til enda

Trump tók sér góðan tíma í að kalla út liðsstyrk við lögreglumennina sem höfðu ekkert í skrílinn sem braust inn í þinghúsið í Washington í gær. Hersingin hafði þrammað að húsinu undir herópi leiðtoga síns.

Þær eru margar furðulegu myndirnar sem birst hafa í kjölfar innbrotsins í þinghúsið. Hér stormar einn uppreisnarseggur með suðurríkjafána um ganga og annar situr sallarólegur í sófa, með loðskinn um sig.
Þær eru margar furðulegu myndirnar sem birst hafa í kjölfar innbrotsins í þinghúsið. Hér stormar einn uppreisnarseggur með suðurríkjafána um ganga og annar situr sallarólegur í sófa, með loðskinn um sig.
Auglýsing

„Land okkar hefur þurft að þola nóg. Við munum ekki sætta okkur við þetta lengur og um það snýst þetta allt sam­an. Svo ég vitni í eft­ir­lætis orðin sem þið í raun funduð upp: Við ætlum að stöðva þjófn­að­inn.“Þessi orð Don­alds Trump frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, sem hann lét falla á úti­fundi með þús­undum stuðn­ings­manna sinna í garði við Hvíta húsið í gær, úti­fundi undir yfir­skrift­inni „Björgum Banda­ríkj­un­um“, voru það vega­nesti sem hers­ingin tók með sér er hún gekk fylktu liði að þing­hús­inu í Was­hington. Í kjöl­farið hófst for­dæma­laus atburða­rás sem end­aði með dauða fjög­urra manna.Hér að neðan er atburða­rásin í hnot­skurn.

Auglýsing


Klukkan 6 í gær­morgun

Þús­undir stuðn­ings­manna Trumps und­ir­búa sig fyrir úti­fund með for­set­anum í nágrenni Ellip­se, 20 hekt­ara garðs sunnan við Hvíta hús­ið. Margir höfðu þegar safn­ast saman um nótt­ina. Trump hafði sjálfur hvatt til mót­mæla á Twitter þann 19. Des­em­ber þegar hann skrif­aði: Stór mót­mæli í D.C. 6. Jan­ú­ar. Mæt­ið! Þetta verður villt!“Klukkan 10Úti­fund­ur­inn, undir slag­orð­inu „Björgum Banda­ríkj­un­um“ hefst form­lega með því að synir Trumps, Eric og Don­ald Jr., ávarpa mann­fjöld­ann. Rudy Guili­ani, lög­maður for­set­ans frá­far­andi, ávarp­aði einnig hóp­inn. Rétt fyrir hádegi var komið að Trump sjálfum að halda ræðu. „Að þessu loknu munum við ganga þarna niður eft­ir, ég verð þarna með ykk­ur, við ætlum að ganga þarna niður að þing­hús­inu og við ætlum að hvetja okkar kjark­miklu þing­menn.“Ræða Trump stóð yfir í rúm­lega klukku­stund. Að henni lok­inni hófst fjölda­ganga að þing­hús­inu.Klukkan 13 í gær­dagÞing­fundur beggja deilda banda­ríkja­þings hófst í þing­sal full­trúa­deild­ar­inn­ar. Efni fund­ar­ins var stað­fest­ing á úrslitum for­seta­kosn­ing­anna í nóv­em­ber og þar með stað­fest­ing á því að Joe Biden var rétt kjör­inn for­seti.

Donald Trump handan sprenguhelds glers ávarpar stuðningsmenn sína við Hvíta húsið í gær. Mynd: EPA

Klukkan 13.10Aðeins fáum mín­útum eftir að þing­fund­ur­inn hófst hóf lög­reglan að glíma við æsta stuðn­ings­menn Trumps fyrir framan þing­hús­ið. Trump, sem hafði skömmu áður lofað að slást í hóp mót­mæl­enda gerði það ekki heldur fór beint inn í Hvíta húsið og fylgd­ist með atburða­rásinni í sjón­varp­inu.Klukkan 13.26 Lög­reglu­menn úr sér­stakri sveit þing­húss­ins rýma nokkrar bygg­ingar sem því til­heyra, m.a. skrif­stofu­bygg­ing­ar.Klukkan 13.33Til­kynn­ing berst um að óeirð­ar­seggir hafi kom­ist inn í þann hluta þing­húss­ins sem aðskilur þing­sali full­trúa­deildar og öld­unga­deild­ar.

Brotin rúða í þinghúsinu. Mynd: EPAKlukkan 13.40

Muriel Bowser, borg­ar­stjóri Was­hington, fyr­ir­skipar útgöngu­bann sem taka átti gildi fjórum klukku­stundum síð­ar. Lög­reglan óskar eftir auknum mann­afla á vett­vang.Klukkan 13.46Elaine Luria, þing­maður Repúblikana, skrifar á Twitter að þing­sal­ur­inn hafi verið rýmdur eftir að til­kynn­ing barst um sprengju utan við þing­hús­ið. „Stuðn­ings­menn for­set­ans eru að reyna að brjót­ast inn í þing­húsið og ég heyri eitt­hvað sem lík­ist byssu­skot­u­m.“Klukkan 14.11Árás­ar­menn ná að brjóta sér leið í gegnum varn­ar­línur lög­regl­unnar vestan við þing­hús­ið. Um svipað leyti fara margir þeirra að klifra yfir veggi umhverfis hús­ið.Klukkan 14.22Fréttir ber­ast af því að Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sé meðal þeirra sem lög­reglan hafi fylgt út úr þingsaln­um. Tveimur mín­útum eftir að sú frétt berst skrifar Trump á Twitt­er:„Mike Pence skorti hug­rekkið til að gera það sem hefði átt að gera til að verja land okkar og stjórn­ar­skrá, að gefa ríkj­unum tæki­færi til að votta leið­rétt­ingu [á kosn­inga­úr­slit­un­um], ekki þessi fölsuðu og óná­kvæmu sem þeir hafa áður beðið um vottun á. Banda­ríkin krefj­ast sann­leik­ans!“

Hundruð náðu að brjóta sér leið inn í þinghúsið í gær. Mynd: EPA

Klukkan 14.38Trump tístir á ný og skrif­ar: „Vin­sam­lega virðið lög­regl­una okk­ar. Hún er sann­ar­lega með okkur á bandi í land­inu okk­ar. Haldið frið­inn!“Klukkan 14.39Myndir eru birtar af því þegar upp­reisn­ar­seggirnir brjóta rúður í gluggum sjálfs þing­húss­ins. Fimm mín­útum seinna er til­kynnt um að byssu­skotum hafi verið hleypt af í sal full­trúa­deild­ar­inn­ar. Greint er frá því í fréttum að hópur manna hafi kom­ist inn í sal­inn.Margt ger­ist á næstu mín­út­um. Hver þing­mað­ur­inn á fætur öðrum upp­lýsir um stöð­una á sam­fé­lags­miðl­um. Að þeir hafi þurft að setja upp sér­staka hlífð­ar­skildi fyrir and­lit, sem í er gas­gríma, áður en þingsalir voru rýmdir og þeim komið í öruggt skjól. Rétt fyrir kl. 15 fara að ber­ast myndir af upp­reisn­ar­mönn­unum sitj­andi í pontu í þing­sal öld­unga­deild­ar­inn­ar. „Ég hef aldrei komið hingað inn,“ hrópar kona til mann­fjöld­ans utan við þing­hús­ið, eftir að hún hafði náð að brjóta sér leið inn í hús­ið. „Við eigum þing­hús­ið. Við eigum ykk­ur!“Nokkrir úr inn­rás­ar­lið­inu fóru inn á skrif­stofur þing­manna og einn þeirra kom sér fyrir á skrif­stofu Nancy Pelosi, for­seta full­trúa­deild­ar­inn­ar. „Við munum ekki hætta!“ stóð á miða sem hann lagði á skrif­borð henn­ar.

Tistið sem Ivanka Trump birti en eyddi svo stuttu síðar.

Klukkan 15.13Trump skrifar enn einu sinni á Twitt­er: „Ég bið alla í banda­ríska þing­hús­inu að halda frið­inn. Ekk­ert ofbeldi! Mun­ið, VIÐ erum flokkur laga og reglna – virðið lögin og okkar frá­bæra fólk í bláu. Takk fyr­ir!“Dóttir hans, Ivanka, deilir tísti föður síns og ávarpar óeirð­ar­segg­ina sem „föð­ur­lands­vin­i“. Hún eyðir tíst­inu seinna.Klukkan 15.21CBS-­sjón­varps­stöðin greinir fyrst fjöl­miðla frá því að kona hafi orðið fyrir skoti í þing­hús­inu og að ástand hennar sé alvar­legt. Lög­reglan til­kynnti síðar að hún hefði lát­ist.Klukkan 15.25Meira en klukku­tíma eftir að fólkið rudd­ist fyrst inn í þing­húsið tekst lög­reglu að koma því út úr húsa­kynnum öld­unga­deild­ar­inn­ar.Klukkan 15.36Þjóð­varð­lið 1.100 manna er loks hvatt á vett­vang til að aðstoða lög­regl­una. Trump beið í margar klukku­stundir frá upp­hafi ólát­anna að kalla það út. Heim­ildir CNN herma að hann hafi í fyrstu neitað að gera það, jafn­vel eftir að ljóst var að vopn­aðir menn hefðu brotið sér leið inn í þing­húsið sjálft. Í sumar hik­aði hann ekki við að kalla slík lið til aðstoðar lög­reglu í að minnsta kosti 23 ríkj­um, alls um 17 þús­und manna aukalið. Það var í tengslum við mót­mæli Black lives matt­er.Um svipað leyti eru fréttir að ber­ast af því að lög­reglu­menn hafi særst í átökum við upp­reisn­ar­menn­ina.

Þessi tók því rólega á skrifstofu Nancy Pelosi. Mynd: EPA

Klukkan 16.15Joe Biden ávarpar þjóð­ina í sjón­varpi og segir atburð­ina „for­dæma­lausa árás“ og hvetur Trump til þess að bregð­ast við.Klukkan 16.17Trump birtir einnar mín­útu langt mynd­band á Twitter þar sem hann segir m.a.: „Ég veit að þið finnið sárs­auka. Ég veit að þið eruð sár. Kosn­ing­unum var stolið af okk­ur. Við unnum með yfir­burðum og allir vita það, aðal­lega and­stæð­ing­arn­ir. En þið verðið að fara heim núna. Við verðum að halda frið­inn. Við verðum að hafa lög og reglu. Svo farið heim. Við elskum ykk­ur, þið eruð mjög sér­stök í okkar huga. Ég veit hvernig ykkur líð­ur. En farið heim og farið heim í frið­i.“Ein­hverjum tístum for­set­ans um óeirð­irnar hefur verið eytt af reikn­ingi hans. Þá ákvað Twitter í nótt að loka fyrir nýjar færslur frá Trump.Klukkan 20 í gær­kvöldiÞing­menn halda fundi sínum áfram eftir að árás­ar­menn­irnir höfðu verið fjar­lægðir úr þing­hús­inu.Þeir stað­festa nokkru síðar nið­ur­stöðu kosn­ing­anna: Joe Biden er rétt­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Fjórir lét­ust í átök­unum í nótt. Tugir voru hand­tekn­ir. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent