Kristján Þór segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ákaflega dapurt að horfa upp á þá stöðu sem byggst hafi upp í kringum Samherja. Hann segist hafa verið samsamaður fyrirtækinu og að það sé slæmt að Samherjamálið veiki tiltrú fólks til sjávarútvegarins.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

„Það er ákaf­lega dap­urt, svo ekki sé sterkara að orði kveð­ið, að horfa upp á þessa stöðu sem hefur byggst upp í kringum þetta ágæta fyr­ir­tæki [Sam­herj­a]. Ég sagði það strax þegar þetta mál hófst að for­svars­menn þess yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyrir sínum dyr­um. Ég held að flestir sem fylgj­ast með þess­ari umræðu geti verið sam­mála um að það hafi fyr­ir­tæk­inu ekki tek­ist enn þann dag í dag.“ 

Þetta segir Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í við­tali við 200 míl­ur, fylgi­blaði Morg­un­blaðs­ins um sjáv­ar­út­veg, í dag. 

Í við­tal­inu segir Krist­ján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Sam­herja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnu­grein, sjáv­ar­út­veg­inn. „Eins frá­bærum árangri og íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur náð á und­an­förnum árum og ára­tug­um, þá felur þessi staða í sér að hún veikir til­trú fólks til sjáv­ar­út­vegs­ins sem er mjög slæmt.“

Seg­ist hafa lagt sig fram við að svara

Krist­ján Þór, sem var stjórn­ar­for­maður Sam­herja í kringum síð­ustu alda­mót og er per­sónu­legur vinur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, segir að hann hafi í umræðu um Namib­íu­mál Sam­herja, sem snú­ast um meintar mútu­greiðslur til að kom­ast yfir kvóta, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti, verið sam­samaður við­brögðum fyr­ir­tæk­is­ins við mál­inu. „Í póli­tík er ekk­ert spurt um hvort það sé sann­gjarnt eða ekki, en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurn­ingum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyr­ir­tæk­inu, þá helst þá stað­reynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúm­lega tveimur ára­tug­um, en ekki þær ásak­anir sem hafa komið fram á hendur fyr­ir­tæk­inu enda þekki ég þau mál ekki neitt.“ 

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber 2020 að Krist­ján Þór hefði ekki svarað ítrek­uðum fyr­ir­spurnum um „læk“ sem hann setti við færslu á Face­book, sem gagn­rýndi RÚV harð­lega fyrir umfjöllun um Sam­herj­a­mál­ið. Ráð­herr­ann lík­aði við, eða setti „læk“ við, færslu sem birt­ist þann 12. des­em­ber þar sem höf­undur færsl­unnar sagð­ist líta svo á að RÚV færi offari í frétta­flutn­ingi af Sam­herja og félli „í sömu gryfju og Seðla­bank­inn“. Ekk­ert svar hefur borist við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um málið síðan að greint var frá svar­leysi Krist­jáns Þórs.

Löng saga ráð­herra og fyr­ir­tækis

Krist­ján Þór á langa sögu með Sam­herja og þegar hann tók við sem ráð­herra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­mála árið 2017 kom fram gagn­rýni vegna tengsla hans við fyr­ir­tækið og Þor­­stein Má Bald­vins­­son, for­­stjóra og einn aðal­­eig­anda þess. Krist­ján Þór hafði setið í stjórn Sam­herja, þar af í eitt ár sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur, á árunum 1996 til 2000. 

Hann fór auk þess tví­­­vegis sem háseti á mak­ríl­veiðar á vegum Sam­herja, ann­­ars vegar sum­­­arið 2010 og hins vegar sum­­­arið 2012, og þáði laun fyr­­ir. Sam­herji styrkti einnig fram­­boð Krist­jáns Þórs í próf­­kjöri innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins árin 2007 og 2013.

Ráð­herr­ann birti stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book þann 12. des­em­ber 2017 þar sem hann sagði að sér væri ljúft og skylt að upp­­lýsa að hann og Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri Sam­herja, hefðu þekkst síðan þeir voru ungir menn. Þar sagði einnig að hann teldi sig „hæfan til þess að taka ákvarð­­anir um mál­efni sem snerta sjá­v­­­ar­út­­­veg­inn á Íslandi í heild sinni. Komi upp mál sem snerta Sam­herja mun ég að sjálf­­sögðu meta hæfi mitt í ljósi fram­an­­greinds líkt og allir stjórn­­­mála­­menn þurfa að gera þegar fjöl­­skyld­u-, vina- og kunn­ingja­­tengsl gætu haft áhrif á afstöðu til ein­stakra mála.“

Eftir umfjöllun Kveik­­­s, Stund­­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera í nóv­em­ber 2019 um starf­semi Sam­herja í Namibíu var enn á ný fjallað um tengsl ráð­herr­ans við fyr­ir­tækið og var hæfi hans til umræðu. Þegar umfjöll­unin leit dags­ins ljós sagð­ist ráð­herr­ann ekki hafa haft nein afskipti af útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja síðan hann var í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins.

Var sagður „þeirra mað­ur“

Fram kom í fyrr­nefndri umfjöllun að Sam­herj­a­menn hefðu í sam­ræðum við namibíska áhrifa­menn sagt að Krist­ján væri „þeirra mað­ur“. Krist­ján Þór sagði við RÚV að Sam­herj­a­menn yrðu sjálfri að svara fyrir hvað þeir hefðu átt við með þeim ummæl­um.

Jafn­framt kom fram í umfjöllun fjöl­miðla að Krist­ján Þór hefði hringt í Þor­stein Má og í við­tali á RÚV sagð­ist hann bara hafa verið að „spyrja hvernig honum liði ein­fald­lega“.

Frá því var síðan greint í des­em­ber sama ár að Krist­ján Þór hefði ákveðið á grund­velli stjórn­sýslu­laga að víkja sæti við með­­­­­­­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­­­­­­­sýslu­kærum tengdum Sam­herja. Það gerði hann, að eigin sögn, vegna þess að það skipti ekki ein­ungis máli að sá sem tæki ákvörð­un í mál­unum líti á sitt hæfi heldur líka hvernig hún myndi horfa við borg­­­ur­un­­­um.

Krist­ján Þór mælist langóvin­sæl­asti ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Alls sögð­ust 61 pró­sent lands­manna vera óánægð með hans störf í nýlegri könnun Gallup og 11 pró­sent sögð­ust vera ánægð með hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent