Kristján Þór segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ákaflega dapurt að horfa upp á þá stöðu sem byggst hafi upp í kringum Samherja. Hann segist hafa verið samsamaður fyrirtækinu og að það sé slæmt að Samherjamálið veiki tiltrú fólks til sjávarútvegarins.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

„Það er ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að horfa upp á þessa stöðu sem hefur byggst upp í kringum þetta ágæta fyrirtæki [Samherja]. Ég sagði það strax þegar þetta mál hófst að forsvarsmenn þess yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag.“ 

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í viðtali við 200 mílur, fylgiblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, í dag. 

Í viðtalinu segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein, sjávarútveginn. „Eins frábærum árangri og íslenskur sjávarútvegur hefur náð á undanförnum árum og áratugum, þá felur þessi staða í sér að hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt.“

Segist hafa lagt sig fram við að svara

Kristján Þór, sem var stjórnarformaður Samherja í kringum síðustu aldamót og er persónulegur vinur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, segir að hann hafi í umræðu um Namibíumál Samherja, sem snúast um meintar mútugreiðslur til að komast yfir kvóta, skattasniðgöngu og peningaþvætti, verið samsamaður viðbrögðum fyrirtækisins við málinu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki, en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt.“ 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í desember 2020 að Kristján Þór hefði ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum um „læk“ sem hann setti við færslu á Facebook, sem gagnrýndi RÚV harðlega fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Ráðherrann líkaði við, eða setti „læk“ við, færslu sem birtist þann 12. desember þar sem höfundur færslunnar sagðist líta svo á að RÚV færi offari í fréttaflutningi af Samherja og félli „í sömu gryfju og Seðlabankinn“. Ekkert svar hefur borist við fyrirspurnum Kjarnans um málið síðan að greint var frá svarleysi Kristjáns Þórs.

Löng saga ráðherra og fyrirtækis

Kristján Þór á langa sögu með Samherja og þegar hann tók við sem ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála árið 2017 kom fram gagn­rýni vegna tengsla hans við fyrirtækið og Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra og einn aðal­eig­anda þess. Krist­ján Þór hafði setið í stjórn Sam­herja, þar af í eitt ár sem stjórn­ar­for­mað­ur, á árunum 1996 til 2000. 

Hann fór auk þess tví­vegis sem háseti á mak­ríl­veiðar á vegum Sam­herja, ann­ars vegar sum­arið 2010 og hins vegar sum­arið 2012, og þáði laun fyr­ir. Sam­herji styrkti einnig fram­boð Krist­jáns Þórs í próf­kjöri innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins árin 2007 og 2013.

Ráðherrann birti stöðu­upp­færslu á Facebook þann 12. des­em­ber 2017 þar sem hann sagði að sér væri ljúft og skylt að upp­lýsa að hann og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hefðu þekkst síðan þeir voru ungir menn. Þar sagði einnig að hann teldi sig „hæfan til þess að taka ákvarð­anir um mál­efni sem snerta sjáv­ar­út­veg­inn á Íslandi í heild sinni. Komi upp mál sem snerta Sam­herja mun ég að sjálf­sögðu meta hæfi mitt í ljósi fram­an­greinds líkt og allir stjórn­mála­menn þurfa að gera þegar fjöl­skyld­u-, vina- og kunn­ingja­tengsl gætu haft áhrif á afstöðu til ein­stakra mála.“

Eftir umfjöllun Kveik­­­s, Stund­arinnar, Wikileaks og Al Jazeera í nóvember 2019 um starfsemi Samherja í Namibíu var enn á ný fjallað um tengsl ráðherrans við fyrirtækið og var hæfi hans til umræðu. Þegar umfjöllunin leit dagsins ljós sagðist ráðherrann ekki hafa haft nein afskipti af útgerðarfyrirtækinu Samherja síðan hann var í stjórn fyrirtækisins.

Var sagður „þeirra maður“

Fram kom í fyrrnefndri umfjöllun að Samherjamenn hefðu í samræðum við namibíska áhrifamenn sagt að Kristján væri „þeirra maður“. Kristján Þór sagði við RÚV að Samherjamenn yrðu sjálfri að svara fyrir hvað þeir hefðu átt við með þeim ummælum.

Jafnframt kom fram í umfjöllun fjölmiðla að Kristján Þór hefði hringt í Þorstein Má og í viðtali á RÚV sagðist hann bara hafa verið að „spyrja hvernig honum liði einfaldlega“.

Frá því var síðan greint í des­em­ber sama ár að Krist­ján Þór hefði ákveðið á grund­velli stjórnsýslulaga að víkja sæti við með­­­­­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­­­­­sýslu­kærum tengdum Sam­herja. Það gerði hann, að eigin sögn, vegna þess að það skipti ekki einungis máli að sá sem tæki ákvörð­un í mál­unum líti á sitt hæfi heldur líka hvernig hún myndi horfa við borg­­ur­un­­um.

Kristján Þór mælist langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 61 prósent landsmanna vera óánægð með hans störf í nýlegri könnun Gallup og 11 prósent sögðust vera ánægð með hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent