„Þetta eru þung og alvarleg orð“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að áhrif hagsmunaaðila „inn í pólitíkina“ sé meinsemd sem íslenskt samfélag hafi þurft að glíma við um langt skeið. Nú þurfi ráðamenn ríkisstjórnarinnar að gefa skýr skilaboð um að hér þurfi að breyta hlutum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Það er grafal­var­legt þegar sjálfur seðla­banka­stjóri segir að Íslandi sé stjórnað af hags­muna­hópum og gerir athuga­semdir við atlögu Sam­herja að starfs­mönnum stofn­unar sinn­ar. Það er grafal­var­legt að seðla­banka­stjóri stígi fram og kalli eftir því að lög­gjaf­inn setji skýr­ari lagaum­gjörð til að verja og vernda opin­bera emb­ætt­is­menn fyrir ásókn stór­fyr­ir­tækja sem svífast einskis í því að hund­elta og kné­setja starfs­fólk stofn­ana.“

Þetta sagði Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag undir liðnum störf þings­ins. Vís­aði hún í nýlegt við­tal Stund­ar­innar við Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra sem vakið hefur mikla athygli í fjöl­miðlum og í almennri umræðu.

Þing­mað­ur­inn sagði orð seðla­banka­stjóra vera þung og alvar­leg – og að ákall hans væri þungt og alvar­legt til þeirra á Alþingi um að setja þyrfti lög í varn­ar­til­gangi.

Auglýsing

Við­brögð for­sæt­is­ráð­herra von­brigði

Rósa Björk gagn­rýndi við­brögð for­ystu­fólks rík­is­stjórn­ar­innar og benti hún að Willum Þór Þórs­son for­maður fjár­laga­nefndar og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefðu talað um að skoða þyrfti þessi mál í sam­hengi, að fara þyrfti var­lega með heim­ildir stofn­ana, að skoða þyrfti í sam­hengi við hvaða heim­ildir stofn­anir hefðu almennt og að umræða þyrfti að fara fram.

„Það eru von­brigði að hlusta á svona við­brögð. Þarna hefði hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra átt, að mínu mati, að stíga fastar niður fæti til varnar opin­berum starfs­mönnum og verja þá ágangi stór­fyr­ir­tækis sem svífst einskis. Á sama tíma og Sam­herji herjar mis­kunn­ar­laust á fjöl­miðla­fólk Rík­is­út­varps­ins með stöð­ugum áróðri svo að fólki ofbýður kemur ákall til okk­ar, lög­gjafans, frá seðla­banka­stjóra um að bank­inn sé varn­ar­laus gagn­vart ágangi í garð starfs­fólks hans. Á sama tíma og verið er að veikja eft­ir­lits­stofn­anir á borð við Sam­keppn­is­eft­ir­litið og fella skatt­rann­sókn­ar­stjóra inn í deild hjá Skatt­inum kvartar seðla­banka­stjóri undan ágangi stór­fyr­ir­tæk­is,“ sagði Rósa Björk.

Þing­mað­ur­inn lauk máli sínu með því að segja að allt of mikil áhrif hags­muna­að­ila á borð við fjár­sterkasta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins inn í póli­tík­ina væri mein­semd sem „við höfum þurft að glíma við í íslensku sam­fé­lagi um langt skeið og nú þurfa ráða­menn rík­is­stjórn­ar­innar að gefa skýr skila­boð um að hér þurfi að breyta hlut­um. Það er ekki eftir neinu að bíða.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent