„Þetta eru þung og alvarleg orð“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að áhrif hagsmunaaðila „inn í pólitíkina“ sé meinsemd sem íslenskt samfélag hafi þurft að glíma við um langt skeið. Nú þurfi ráðamenn ríkisstjórnarinnar að gefa skýr skilaboð um að hér þurfi að breyta hlutum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Það er grafalvarlegt þegar sjálfur seðlabankastjóri segir að Íslandi sé stjórnað af hagsmunahópum og gerir athugasemdir við atlögu Samherja að starfsmönnum stofnunar sinnar. Það er grafalvarlegt að seðlabankastjóri stígi fram og kalli eftir því að löggjafinn setji skýrari lagaumgjörð til að verja og vernda opinbera embættismenn fyrir ásókn stórfyrirtækja sem svífast einskis í því að hundelta og knésetja starfsfólk stofnana.“

Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Vísaði hún í nýlegt viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra sem vakið hefur mikla athygli í fjölmiðlum og í almennri umræðu.

Þingmaðurinn sagði orð seðlabankastjóra vera þung og alvarleg – og að ákall hans væri þungt og alvarlegt til þeirra á Alþingi um að setja þyrfti lög í varnartilgangi.

Auglýsing

Viðbrögð forsætisráðherra vonbrigði

Rósa Björk gagnrýndi viðbrögð forystufólks ríkisstjórnarinnar og benti hún að Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu talað um að skoða þyrfti þessi mál í samhengi, að fara þyrfti varlega með heimildir stofnana, að skoða þyrfti í samhengi við hvaða heimildir stofnanir hefðu almennt og að umræða þyrfti að fara fram.

„Það eru vonbrigði að hlusta á svona viðbrögð. Þarna hefði hæstvirtur forsætisráðherra átt, að mínu mati, að stíga fastar niður fæti til varnar opinberum starfsmönnum og verja þá ágangi stórfyrirtækis sem svífst einskis. Á sama tíma og Samherji herjar miskunnarlaust á fjölmiðlafólk Ríkisútvarpsins með stöðugum áróðri svo að fólki ofbýður kemur ákall til okkar, löggjafans, frá seðlabankastjóra um að bankinn sé varnarlaus gagnvart ágangi í garð starfsfólks hans. Á sama tíma og verið er að veikja eftirlitsstofnanir á borð við Samkeppniseftirlitið og fella skattrannsóknarstjóra inn í deild hjá Skattinum kvartar seðlabankastjóri undan ágangi stórfyrirtækis,“ sagði Rósa Björk.

Þingmaðurinn lauk máli sínu með því að segja að allt of mikil áhrif hagsmunaaðila á borð við fjársterkasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins inn í pólitíkina væri meinsemd sem „við höfum þurft að glíma við í íslensku samfélagi um langt skeið og nú þurfa ráðamenn ríkisstjórnarinnar að gefa skýr skilaboð um að hér þurfi að breyta hlutum. Það er ekki eftir neinu að bíða.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent