Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Auglýsing

Varn­ar­mála­ráð­herra Bret­lands bauð Íslandi að ger­ast aðili að sam­hæfðum við­bragðs­sveitum Breta, Joint Expedition­ary Force (JEF), með bréfi til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra 15. sept­em­ber í fyrra. Utan­rík­is­ráð­herra til­kynnti síðan Bretum að Ísland hefði þegið boðið með svar­bréfi til breska varn­ar­mála­ráð­herr­ans þann 11. jan­ú­ar.

Þetta kemur fram í svari frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um aðild Íslands að JEF, sem til­kynnt var um í síð­ustu viku. Ísland er fyrsta ríkið sem bæt­ist inn í þennan tíu ríkja sam­starfs­vett­vang sem Bretar leiða frá því árið 201, er Sví­þjóð og Finn­land skrif­uðu undir sam­komu­lag um að ger­ast aðilar að sam­eig­in­legu við­bragðs­sveit­un­um.

Kjarn­inn spurði ráðu­neytið hvenær póli­tísk ákvörðun hefði verið tekin um að ger­ast aðilar að þessum sam­starfs­vett­vangi og hvenær boð um inn­göngu hefði borist.

Til stendur að borg­ara­legur sér­fræð­ingur frá Íslandi starfi á vett­vangi JEF þegar fram í sækir, en í svari ráðu­neyt­is­ins við spurn­ingu um hvað slíkur sér­fræð­ingur muni fást við segir að starfs­lýs­ing hafi ekki enn verið mót­uð.

Í svar­inu kemur einnig fram að varn­ar­mála­full­trúi við sendi­ráð Íslands í London muni sinna sam­starf­inu fyrir Íslands hönd sam­hliða öðrum verk­efn­um, fyrst um sinn.

Auk Bret­lands, sem leiðir sam­eig­in­legu við­bragðs­sveit­irn­ar, eru Dan­mörk, Eist­land, Nor­eg­ur, Finn­land, Lett­land, Lit­há­en, Hol­land og Sví­þjóð aðilar að Joint Expedition­ary Force, ásamt Íslandi.

Fyrsta form­lega verk­efni JEF var í mars

Joint Expedition­ary Force er, eins og Kjarn­inn fjall­aði um á sunnu­dag­inn, hugsað sem vett­vangur fyrir sam­vinnu Breta og vina­þjóða í hern­aði og öðrum verk­efn­um. Í til­kynn­ingu bresku rík­is­stjórn­ar­innar um aðild Íslands sagði að með JEF sé sér­stök áhersla lögð á norð­ur­slóð­ir, Norð­ur­-Atl­ants­haf og Eystra­salt­ið, þar sem sam­eig­in­legu við­bragðs­sveit­irnar geti stutt við „fæl­ing­ar­stell­ing­ar“ ein­staka ríkja og Atl­ants­hafs­banda­lags­ins.

Auglýsing

Hugs­unin er sú að sam­starfs­ríkin geti, ef þau vilji leggja Bretum lið í ein­hverjum verk­efn­um, komið hratt að málum með sínar eigin sveit­ir. JEF getur bæði gripið til aðgerða með eða óháð Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Dæmi sem stundum hefur verið tekið um hvernig JEF geti starfað er það hvernig ríki sem síðar urðu hluti af þessu sam­starfi studdu við aðgerðir Breta er ebólu­far­aldur braust út í Vest­ur­-Afr­íku árið 2014.

Fyrsta form­lega verk­efni sam­eig­in­legu við­brags­sveit­anna var hins vegar í mars á þessu ári, en þá fóru þrjú skip úr breska flot­anum inn í Eystra­saltið þar sem slóg­ust í eft­ir­lits­ferð með skipum úr flotum Eista, Letta og Lit­háa og æfðu sam­vinnu.

Við þetta til­efni var haft eftir Ben Wallace, varn­ar­mála­ráð­herra Bret­lands, í til­kynn­ingu ráðu­neytis hans að aðgerðin í Eystra­salt­inu væri skýrt dæmi um getu sam­eig­in­legu við­bragðs­sveit­anna. Verið væri að tryggja að bresk skip og mann­skap­ur­inn um borð væri reiðu­bú­inn undir að takast á við krefj­andi aðstæður við hlið banda­manna frá Eist­landi, Lett­landi og Lit­háen.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent