Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Auglýsing

Varnarmálaráðherra Bretlands bauð Íslandi að gerast aðili að samhæfðum viðbragðssveitum Breta, Joint Expeditionary Force (JEF), með bréfi til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra 15. september í fyrra. Utanríkisráðherra tilkynnti síðan Bretum að Ísland hefði þegið boðið með svarbréfi til breska varnarmálaráðherrans þann 11. janúar.

Þetta kemur fram í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Kjarnans um aðild Íslands að JEF, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Ísland er fyrsta ríkið sem bætist inn í þennan tíu ríkja samstarfsvettvang sem Bretar leiða frá því árið 201, er Svíþjóð og Finnland skrifuðu undir samkomulag um að gerast aðilar að sameiginlegu viðbragðssveitunum.

Kjarninn spurði ráðuneytið hvenær pólitísk ákvörðun hefði verið tekin um að gerast aðilar að þessum samstarfsvettvangi og hvenær boð um inngöngu hefði borist.

Til stendur að borgaralegur sérfræðingur frá Íslandi starfi á vettvangi JEF þegar fram í sækir, en í svari ráðuneytisins við spurningu um hvað slíkur sérfræðingur muni fást við segir að starfslýsing hafi ekki enn verið mótuð.

Í svarinu kemur einnig fram að varnarmálafulltrúi við sendiráð Íslands í London muni sinna samstarfinu fyrir Íslands hönd samhliða öðrum verkefnum, fyrst um sinn.

Auk Bretlands, sem leiðir sameiginlegu viðbragðssveitirnar, eru Danmörk, Eistland, Noregur, Finnland, Lettland, Litháen, Holland og Svíþjóð aðilar að Joint Expeditionary Force, ásamt Íslandi.

Fyrsta formlega verkefni JEF var í mars

Joint Expeditionary Force er, eins og Kjarninn fjallaði um á sunnudaginn, hugsað sem vettvangur fyrir samvinnu Breta og vinaþjóða í hernaði og öðrum verkefnum. Í tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands sagði að með JEF sé sérstök áhersla lögð á norðurslóðir, Norður-Atlantshaf og Eystrasaltið, þar sem sameiginlegu viðbragðssveitirnar geti stutt við „fælingarstellingar“ einstaka ríkja og Atlantshafsbandalagsins.

Auglýsing

Hugsunin er sú að samstarfsríkin geti, ef þau vilji leggja Bretum lið í einhverjum verkefnum, komið hratt að málum með sínar eigin sveitir. JEF getur bæði gripið til aðgerða með eða óháð Atlantshafsbandalaginu. Dæmi sem stundum hefur verið tekið um hvernig JEF geti starfað er það hvernig ríki sem síðar urðu hluti af þessu samstarfi studdu við aðgerðir Breta er ebólufaraldur braust út í Vestur-Afríku árið 2014.

Fyrsta formlega verkefni sameiginlegu viðbragssveitanna var hins vegar í mars á þessu ári, en þá fóru þrjú skip úr breska flotanum inn í Eystrasaltið þar sem slógust í eftirlitsferð með skipum úr flotum Eista, Letta og Litháa og æfðu samvinnu.

Við þetta tilefni var haft eftir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í tilkynningu ráðuneytis hans að aðgerðin í Eystrasaltinu væri skýrt dæmi um getu sameiginlegu viðbragðssveitanna. Verið væri að tryggja að bresk skip og mannskapurinn um borð væri reiðubúinn undir að takast á við krefjandi aðstæður við hlið bandamanna frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent