Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Auglýsing

Varnarmálaráðherra Bretlands bauð Íslandi að gerast aðili að samhæfðum viðbragðssveitum Breta, Joint Expeditionary Force (JEF), með bréfi til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra 15. september í fyrra. Utanríkisráðherra tilkynnti síðan Bretum að Ísland hefði þegið boðið með svarbréfi til breska varnarmálaráðherrans þann 11. janúar.

Þetta kemur fram í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Kjarnans um aðild Íslands að JEF, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Ísland er fyrsta ríkið sem bætist inn í þennan tíu ríkja samstarfsvettvang sem Bretar leiða frá því árið 201, er Svíþjóð og Finnland skrifuðu undir samkomulag um að gerast aðilar að sameiginlegu viðbragðssveitunum.

Kjarninn spurði ráðuneytið hvenær pólitísk ákvörðun hefði verið tekin um að gerast aðilar að þessum samstarfsvettvangi og hvenær boð um inngöngu hefði borist.

Til stendur að borgaralegur sérfræðingur frá Íslandi starfi á vettvangi JEF þegar fram í sækir, en í svari ráðuneytisins við spurningu um hvað slíkur sérfræðingur muni fást við segir að starfslýsing hafi ekki enn verið mótuð.

Í svarinu kemur einnig fram að varnarmálafulltrúi við sendiráð Íslands í London muni sinna samstarfinu fyrir Íslands hönd samhliða öðrum verkefnum, fyrst um sinn.

Auk Bretlands, sem leiðir sameiginlegu viðbragðssveitirnar, eru Danmörk, Eistland, Noregur, Finnland, Lettland, Litháen, Holland og Svíþjóð aðilar að Joint Expeditionary Force, ásamt Íslandi.

Fyrsta formlega verkefni JEF var í mars

Joint Expeditionary Force er, eins og Kjarninn fjallaði um á sunnudaginn, hugsað sem vettvangur fyrir samvinnu Breta og vinaþjóða í hernaði og öðrum verkefnum. Í tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands sagði að með JEF sé sérstök áhersla lögð á norðurslóðir, Norður-Atlantshaf og Eystrasaltið, þar sem sameiginlegu viðbragðssveitirnar geti stutt við „fælingarstellingar“ einstaka ríkja og Atlantshafsbandalagsins.

Auglýsing

Hugsunin er sú að samstarfsríkin geti, ef þau vilji leggja Bretum lið í einhverjum verkefnum, komið hratt að málum með sínar eigin sveitir. JEF getur bæði gripið til aðgerða með eða óháð Atlantshafsbandalaginu. Dæmi sem stundum hefur verið tekið um hvernig JEF geti starfað er það hvernig ríki sem síðar urðu hluti af þessu samstarfi studdu við aðgerðir Breta er ebólufaraldur braust út í Vestur-Afríku árið 2014.

Fyrsta formlega verkefni sameiginlegu viðbragssveitanna var hins vegar í mars á þessu ári, en þá fóru þrjú skip úr breska flotanum inn í Eystrasaltið þar sem slógust í eftirlitsferð með skipum úr flotum Eista, Letta og Litháa og æfðu samvinnu.

Við þetta tilefni var haft eftir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í tilkynningu ráðuneytis hans að aðgerðin í Eystrasaltinu væri skýrt dæmi um getu sameiginlegu viðbragðssveitanna. Verið væri að tryggja að bresk skip og mannskapurinn um borð væri reiðubúinn undir að takast á við krefjandi aðstæður við hlið bandamanna frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent