Sigríður Dögg nýr formaður Blaðamannafélags Íslands

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigraði Heimi Má Pétursson í formannskjöri.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Auglýsing

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, frétta­maður á RÚV, sigr­aði í kjöri til for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands í kosn­ingu sem lauk á mið­nætti.Sig­ríður fékk 171 atkvæði eða 54,6 pró­sent greiddra atkvæða. Heimir Már Pét­urs­son, frétta­maður á Stöð 2, Bylgj­unni og Vísi, fékk 130 atkvæði eða 41,5 pró­sent greiddra atkvæða. Auðir seðlar voru 12 eða 3,8 pró­sent atkvæða. Alls voru 553 á kjör­skrá og atkvæði greiddu 313 þannig að kjör­sókn var 56,6 pró­sent.

Sig­ríður hefur unnið við blaða- og frétta­mennsku frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í hag­nýtri fjöl­miðlun og hóf störf á Morg­un­blað­inu. Þar var hún fyrst fast­ráðin og síðan laus­ráðin sem frétta­rit­ari í London til árs­ins 2002.

Auglýsing

Í London vann hún við fjöl­miðla og almanna­tengsl þangað til hún kom aftur heim til Íslands árið 2004 og hóf störf á Frétta­blað­inu þar sem hún starf­aði til árs­byrj­unar 2007. Þá stofn­aði hún og eig­in­maður henn­ar, Valdi­mar Birg­is­son, viku­blaðið Krónik­una. Í fram­hald­inu fór hún til starfa á DV en síðan í almanna­tengsl hjá Mos­fells­bæ, stofn­aði eigið almanna­tengsla­fyr­ir­tæki og fór loks á Frétta­tím­ann þar sem hún varð rit­stjóri til árs­ins 2014. Eftir nokk­urra ára hlé frá fjöl­miðla­störfum hóf hún störf sem frétta­maður hjá RÚV árið 2017.

Hjálmar Jóns­son, sem verið hefur for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands frá árinu 2010, til­kynnti í haust að hann myndi ekki bjóða sig fram að nýju. Hann hefur einnig verið fram­kvæmda­stjóri félags­ins àrum saman en Sig­ríður sagði á fram­boða­fundi í síð­ustu viku að hún vildi að það starf yrði aug­lýst laust til umsóknar næði hún kjöri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent