Sigríður Dögg nýr formaður Blaðamannafélags Íslands

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigraði Heimi Má Pétursson í formannskjöri.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Auglýsing

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, sigraði í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands í kosningu sem lauk á miðnætti.


Sigríður fékk 171 atkvæði eða 54,6 prósent greiddra atkvæða. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, fékk 130 atkvæði eða 41,5 prósent greiddra atkvæða. Auðir seðlar voru 12 eða 3,8 prósent atkvæða. Alls voru 553 á kjörskrá og atkvæði greiddu 313 þannig að kjörsókn var 56,6 prósent.

Sigríður hefur unnið við blaða- og fréttamennsku frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í hagnýtri fjölmiðlun og hóf störf á Morgunblaðinu. Þar var hún fyrst fastráðin og síðan lausráðin sem fréttaritari í London til ársins 2002.

Auglýsing

Í London vann hún við fjölmiðla og almannatengsl þangað til hún kom aftur heim til Íslands árið 2004 og hóf störf á Fréttablaðinu þar sem hún starfaði til ársbyrjunar 2007. Þá stofnaði hún og eiginmaður hennar, Valdimar Birgisson, vikublaðið Krónikuna. Í framhaldinu fór hún til starfa á DV en síðan í almannatengsl hjá Mosfellsbæ, stofnaði eigið almannatengslafyrirtæki og fór loks á Fréttatímann þar sem hún varð ritstjóri til ársins 2014. Eftir nokkurra ára hlé frá fjölmiðlastörfum hóf hún störf sem fréttamaður hjá RÚV árið 2017.

Hjálmar Jónsson, sem verið hefur formaður Blaðamannafélags Íslands frá árinu 2010, tilkynnti í haust að hann myndi ekki bjóða sig fram að nýju. Hann hefur einnig verið framkvæmdastjóri félagsins àrum saman en Sigríður sagði á framboðafundi í síðustu viku að hún vildi að það starf yrði auglýst laust til umsóknar næði hún kjöri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent