Horft til þess að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir lok júní

Ríkisstjórnin ræddi um afléttingaráætlun sóttvarnatakmarkana á fundi sínum í morgun. Fjórar vörður eru teiknaðar upp á leiðinni að hömlulausu samfélagi, sú síðasta fyrir lok júnímánaðar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Auglýsing

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir afléttingaráætlun varðandi sóttvarnaráðstafanir og samkomutakmarkanir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Horft er til þess að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt í lok júní, eða þegar um 75 prósent landsmanna yfir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni.

Svandís sagði í samtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund dagsins að það búið væri að teikna upp „fjórar vörður á leiðinni“ að afléttingu sóttvarnaráðstafana í samfélagi, í takt við þann árangur sem væri að nást í bólusetningu.

Fyrsta varðan hafi þegar náðst, nú um miðjan mánuðinn, þegar yfir 25 prósent landsmanna höfðu fengið að minnsta kosti einn skammt af bólusetning. Síðan þegar fleiri verða bólusettir að minnsta kosti einu sinni verði slakað enn frekar á aðgerðum, í þremur skrefum.

Svandís sagði að afléttingaráætlunin yrði útskýrð nánar í fréttatilkynningu sem nú hefur borist, „með það skýrum hætti að allir sjái á hvaða leið við erum, þannig að við höfum vegvísi fyrir þessar síðustu vikur.“

Hér að neðan má sjá þennan vegvísi.

Tilllögur að afléttingum.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að afléttingaráætlunin verði til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, þar verði hægt að koma á framfæri umsögnum og athugasemdum til 3. maí.

Áætlun ráðuneytisins sé sett fram með hliðsjón af því hversu hratt gangi að bólusetja landsmenn og jafnframt með fyrirvara um mat sóttvarnalæknis á aðstæðum og stöðu faraldursins á hverjum tíma.

Sextán smit greindust innanlands í gær, en þar af voru þrettán manns í sóttkví.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent