Horft til þess að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir lok júní

Ríkisstjórnin ræddi um afléttingaráætlun sóttvarnatakmarkana á fundi sínum í morgun. Fjórar vörður eru teiknaðar upp á leiðinni að hömlulausu samfélagi, sú síðasta fyrir lok júnímánaðar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra fór yfir aflétt­ing­ar­á­ætlun varð­andi sótt­varna­ráð­staf­anir og sam­komu­tak­mark­anir á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Horft er til þess að öllum tak­mörk­unum inn­an­lands verði aflétt í lok júní, eða þegar um 75 pró­sent lands­manna yfir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bólu­efni.

Svan­dís sagði í sam­tali við Vísi eftir rík­is­stjórn­ar­fund dags­ins að það búið væri að teikna upp „fjórar vörður á leið­inni“ að aflétt­ingu sótt­varna­ráð­staf­ana í sam­fé­lagi, í takt við þann árangur sem væri að nást í bólu­setn­ingu.

Fyrsta varðan hafi þegar náð­st, nú um miðjan mán­uð­inn, þegar yfir 25 pró­sent lands­manna höfðu fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­setn­ing. Síðan þegar fleiri verða bólu­settir að minnsta kosti einu sinni verði slakað enn frekar á aðgerð­um, í þremur skref­um.

Svan­dís sagði að aflétt­ing­ar­á­ætl­unin yrði útskýrð nánar í frétta­til­kynn­ingu sem nú hefur borist, „með það skýrum hætti að allir sjái á hvaða leið við erum, þannig að við höfum veg­vísi fyrir þessar síð­ustu vik­ur.“

Hér að neðan má sjá þennan veg­vísi.

Tilllögur að afléttingum.

Í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu segir að aflétt­ing­ar­á­ætl­unin verði til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þar verði hægt að koma á fram­færi umsögnum og athuga­semdum til 3. maí.

Áætlun ráðu­neyt­is­ins sé sett fram með hlið­sjón af því hversu hratt gangi að bólu­setja lands­menn og jafn­framt með fyr­ir­vara um mat sótt­varna­læknis á aðstæðum og stöðu far­ald­urs­ins á hverjum tíma.

Sextán smit greindust inn­an­lands í gær, en þar af voru þrettán manns í sótt­kví.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent