Horft til þess að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir lok júní

Ríkisstjórnin ræddi um afléttingaráætlun sóttvarnatakmarkana á fundi sínum í morgun. Fjórar vörður eru teiknaðar upp á leiðinni að hömlulausu samfélagi, sú síðasta fyrir lok júnímánaðar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Auglýsing

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir afléttingaráætlun varðandi sóttvarnaráðstafanir og samkomutakmarkanir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Horft er til þess að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt í lok júní, eða þegar um 75 prósent landsmanna yfir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni.

Svandís sagði í samtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund dagsins að það búið væri að teikna upp „fjórar vörður á leiðinni“ að afléttingu sóttvarnaráðstafana í samfélagi, í takt við þann árangur sem væri að nást í bólusetningu.

Fyrsta varðan hafi þegar náðst, nú um miðjan mánuðinn, þegar yfir 25 prósent landsmanna höfðu fengið að minnsta kosti einn skammt af bólusetning. Síðan þegar fleiri verða bólusettir að minnsta kosti einu sinni verði slakað enn frekar á aðgerðum, í þremur skrefum.

Svandís sagði að afléttingaráætlunin yrði útskýrð nánar í fréttatilkynningu sem nú hefur borist, „með það skýrum hætti að allir sjái á hvaða leið við erum, þannig að við höfum vegvísi fyrir þessar síðustu vikur.“

Hér að neðan má sjá þennan vegvísi.

Tilllögur að afléttingum.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að afléttingaráætlunin verði til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, þar verði hægt að koma á framfæri umsögnum og athugasemdum til 3. maí.

Áætlun ráðuneytisins sé sett fram með hliðsjón af því hversu hratt gangi að bólusetja landsmenn og jafnframt með fyrirvara um mat sóttvarnalæknis á aðstæðum og stöðu faraldursins á hverjum tíma.

Sextán smit greindust innanlands í gær, en þar af voru þrettán manns í sóttkví.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent