Ísland gerist aðili að sameiginlegum viðbragðssveitum Breta

Íslands gekk inn í nýjan varnarmálavettvang í vikunni sem leið og það vakti svo litla athygli að það fór næstum því framhjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Ísland mun líklega leggja fram borgaralegan sérfræðing í samstarfið er fram líða stundir.

Bretar leiða Joint Expeditionary Force, en þar erum við nú líka ásamt Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
Bretar leiða Joint Expeditionary Force, en þar erum við nú líka ásamt Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
Auglýsing

Á þriðju­dag­inn í lið­inni viku birt­ist til­kynn­ing á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um að Ísland hefði gerst aðili að „sam­starfs­vett­vangi líkt þenkj­andi ríkja í Norð­ur­-­Evr­ópu um örygg­is- og varn­ar­mál sem Bretar leiða undir merkjum sam­eig­in­legar við­bragðs­sveit­ar.“

Sturla Sig­ur­jóns­son sendi­herra Íslands í London und­ir­rit­aði sam­komu­lagið fyrir hönd Íslands ásamt Ben Wallace, varn­ar­mála­ráð­herra Breta.

Þar með var Ísland orðið aðili að fyr­ir­bæri sem heitir Joint Expedition­ary Force (JEF) – ásamt Bret­landi og átta öðrum ríkj­um; Dan­mörku, Eist­landi, Finn­landi, Lett­landi, Lit­há­en, Hollandi, Nor­egi og Sví­þjóð.

„Það er fagn­að­ar­efni að Ísland taki nú þátt í þessu örygg­is- og varn­ar­mála­sam­starfi nokk­urra af okkar helstu vina­ríkj­um. Ísland getur lagt sitt af mörkum til sam­starfs­ins en um leið njótum við góðs af auk­inni sam­vinnu við þessi líkt þenkj­andi ríki um örygg­is­mál í víðu sam­heng­i,“ var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Þar sagði einnig frá því að Ísland myndi ekki bera kostnað af þátt­töku í sam­starf­inu, að öðru leyti en því að fyr­ir­hugað væri að borg­ara­legur sér­fræð­ingur starf­aði á vett­vangi JEF þegar fram liðu stund­ir. Fram­lag Íslands yrði á borg­ara­legum for­sendum eins og í öðru fjöl­þjóða­sam­starfi um örygg­is- og varn­ar­mál sem Ísland á aðild að.

Fór næstum fram­hjá hern­að­ar­and­stæð­ingum

Fréttir af aðild Íslands að JEF hafa verið fáar, svo fáar reyndar að þær fóru næstum því fram­hjá Sam­tökum hern­að­ar­and­stæð­inga, að sögn for­manns sam­tak­anna, Gutt­orms Þor­steins­son­ar. Hann segir Kjarn­anum að sam­tök­unum sýn­ist þetta „óum­deil­an­lega vera hern­að­ar­batt­erí sem eigi að geta tekið þátt í átökum þrátt fyrir alla fyr­ir­vara íslenskra stjórn­valda um að þátt­taka okkar verði á borg­ara­legum grund­velli.“

Í umfjöllun sér­fræð­ings norsku varn­ar­mála­stofn­un­ar­innar í Ósló (IFS) um upp­bygg­ingu og til­gang Joint Expedition­ary Forces segir að uppi­staðan í þeim her­afla sem verði til­tækur innan JEF komi frá Bret­landi, eða um 80-90 pró­sent. Talað hefur verið um að á hverjum tíma­punkti eigi að vera hægt að kalla til um það bil tíu þús­und manna her­afla til marg­vís­legra aðgerða hvar sem er í heim­in­um.

Auglýsing

Hugs­unin er sú að sam­starfs­ríkin geti, ef þau vilji leggja Bretum lið í ein­hverjum verk­efn­um, komið hratt inn í verk­efnin með sínar við­bragðs­sveit­ir. JEF geti bæði gripið til aðgerða með eða óháð Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Dæmi sem stundum er tekið um hvernig JEF gæti starfað er það hvernig ríki á þessum vett­vangi studdu við aðgerðir Breta er ebólu­far­aldur braust út í Vest­ur­-Afr­íku árið 2014.

Í til­kynn­ingu bresku rík­is­stjórn­ar­innar um aðild Íslands segir að með JEF sé sér­stök áhersla lögð á norð­ur­slóð­ir, Norð­ur­-Atl­ants­haf og Eystra­salt­ið, þar sem sam­eig­in­legu við­bragðs­sveit­irnar geti stutt við „fæl­ing­ar­stell­ing­ar“ ein­staka ríkja og Atl­ants­hafs­banda­lags­ins.

Á Gutt­ormi er að merkja að Sam­tök hern­að­ar­and­stæð­inga séu ekki hrifin af inn­göngu Íslands á þennan vett­vang. „Okkur finnd­ist nær að við efldum sam­vinnu um þau örygg­is­mál sem skipta raun­veru­legu máli eins og lofts­lag­mál og við­brögð við nátt­úru­ham­förum, frekar en að gera það á vett­vangi sem stuðlar að her­væð­ingu norð­ur­slóða og jafn­vel auk­inni spennu á milli Evr­ópu og Rúss­lands, þvert á hags­muni Íslands.“

Fyrsta ríkið sem bæt­ist í hóp­inn frá 2017

Kjarn­inn beindi á mið­viku­dag spurn­ingum til utan­rík­is­is­ráðu­neyt­is­ins um aðild Íslands að JEF, meðal ann­ars um það hvenær póli­tísk ákvörðun um að ganga inn í þennan vett­vang var tekin og hvenær Ísland hefði fengið boð um að ganga inn.

Ísland er fyrsta ríkið sem bæt­ist í hóp­inn frá árinu 2017, er Sví­þjóð og Finn­land skrif­uðu undir aðild sína að við­bragðs­sveit­un­um, sem tóku svo form­lega til starfa árið 2018. Svör hafa ekki borist frá ráðu­neyt­inu.

Norsk stjórn­völd sendu frá sér yfir­lýs­ingu í lið­inni viku þar sem aðild Íslands var sögð gleði­leg. „Stað­setn­ing Íslands er stra­tegískt mik­il­væg og aðild Íslands styrkir enn norð­ur­-­evr­ópsku sjálfs­vit­und­ina í JEF,“ var haft eftir Frank Bakk­e-J­en­sen varn­ar­mála­ráð­herra Nor­egs í til­kynn­ingu, en Norð­menn hafa verið aðilar að sam­eig­in­legu við­bragðs­sveit­unum allt frá upp­hafi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
Kjarninn 22. janúar 2022
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent