Kolbeinn sækist eftir sæti í Reykjavík eftir að hafa verið hafnað í Suðurkjördæmi

Kolbeinn Óttarsson Proppé bauð sig fram til að vera oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til að hafa meiri áhrif í pólitík. Þar var honum hafnað. Nú sækist hann eftir sínu gamla sæti í Reykjavík.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Auglýsing

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í komandi kosningum. Hann var í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2017 á eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 

Kolbeinn ákvað fyrr á þessu ári að færa sig um set fyrir kosningarnar í haust og sækjast eftir því að verða nýr oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Flokksmenn þar höfnuðu honum hins vegar og Hólmfríður Árnadóttir varð í efsta sæti í forvali þar. Kolbeinn lenti í fjórða sæti sem hefði þýtt að hann ætti enga möguleika á áframhaldandi þingsetu. 

Í gær tilkynnti Kolbeinn að hann hefði ákveðið að þiggja ekki sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og í dag barst yfirlýsing þess efnis að hann ætlaði sér að reyna fyrir sér í forvalinu í Reykjavík. 

Í yfirlýsingunni segir Kolbeinn meðal annars: „Yfirlega síðustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sanninn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir pólitík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyfinguna og íslenskt samfélag síðustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskorunum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áframhaldandi starfa fyrir VG á Alþingi.“

Auglýsing
Hann segir að oft hafi gefið á bátinn á stjórnmálaferli hans, sem staðið hefur frá árinu 2016, en hann hafi talið það vera hlutverk þeirra, sem styðja forystu VG, að halda sínum sjónarmiðum hátt á lofti, benda á það góða sem ríkisstjórnin hefur gert, ekki síst ráðherrar Vinstri grænna, og taka þátt í umræðu innan og utan þings, þó hún sé stundum býsna óvægin. „Stjórnmál eru bæði súr og sæt og við þurfum að þola bæði, sem á að vera auðvelt þegar við trúum á málstaðinn. Ég er ekki í neinum vafa um að það er gæfa að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur setið við völd síðustu ár, ekki síst í heimsfaraldrinum.“

Kolbeinn fjallar einnig um þá ákvörðun sína að hafa boðið sig fram í Suðurkjördæmi. Það segist hann hafa gert vegna þess að hann hafi viljað leiða lista flokksins í næstu kosningum til að hafa meiri áhrif. „Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nægur tími til þess síðar á lífsleiðinni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Samkeppnin var enda mikil við frábært fólk og efstu sæti listans skipa öflugar konur. Undanfarið hefur mér borist fjöldi áskorana og hvatning frá býsna mörgum um að gefa kost á mér í forvalinu í Reykjavík. Góðir og gegnir félagar skoruðu á mig opinberlega og enn fleiri hafa haft samband við mig persónulega. Frómt frá sagt varð ég undrandi og hrærður yfir viðbrögðunum. Mér þykir ótrúlega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auðmjúklega fyrir stuðninginn.“

Framboðsfrestur í forvali Vinstri grænna í Reykjavík rennur út á morgun. Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem leiddu lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum haustið 2017, hafa lýst yfir framboði á nýjan leik og munu án efa leiða lista Vinstri grænna áfram. Steinunn Þóra Árnadóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Katrínu fyrir tæpum fjórum árum, og er sitjandi þingmaður, sækist líka eftir endurkjöri. Á meðal annarra sem hafa tilkynnt framboð er Daníel E. Arnars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­takanna ´78, sem sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru Reykja­víkur­kjör­dæmanna líkt og Kolbeinn og Steinunn. Það hafa Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, og Andrés Skúlason, fyrrum oddviti í Djúpavogshreppi, einnig gert. Því eru alls fimm sem sækjast eftir tveimur sætum á eftir oddvitunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent