Kolbeinn sækist eftir sæti í Reykjavík eftir að hafa verið hafnað í Suðurkjördæmi

Kolbeinn Óttarsson Proppé bauð sig fram til að vera oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til að hafa meiri áhrif í pólitík. Þar var honum hafnað. Nú sækist hann eftir sínu gamla sæti í Reykjavík.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, hefur ákveðið að sækj­ast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu í kom­andi kosn­ing­um. Hann var í öðru sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður í kosn­ing­unum 2017 á eftir Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra. 

Kol­beinn ákvað fyrr á þessu ári að færa sig um set fyrir kosn­ing­arnar í haust og sækj­ast eftir því að verða nýr odd­viti Vinstri grænna í Suð­ur­kjör­dæmi. Flokks­menn þar höfn­uðu honum hins vegar og Hólm­fríður Árna­dóttir varð í efsta sæti í for­vali þar. Kol­beinn lenti í fjórða sæti sem hefði þýtt að hann ætti enga mögu­leika á áfram­hald­andi þing­set­u. 

Í gær til­kynnti Kol­beinn að hann hefði ákveðið að þiggja ekki sæti á lista Vinstri grænna í Suð­ur­kjör­dæmi og í dag barst yfir­lýs­ing þess efnis að hann ætl­aði sér að reyna fyrir sér í for­val­inu í Reykja­vík. 

Í yfir­lýs­ing­unni segir Kol­beinn meðal ann­ars: „Yf­ir­lega síð­ustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sann­inn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir póli­tík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyf­ing­una og íslenskt sam­fé­lag síð­ustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskor­unum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áfram­hald­andi starfa fyrir VG á Alþing­i.“

Auglýsing
Hann segir að oft hafi gefið á bát­inn á stjórn­mála­ferli hans, sem staðið hefur frá árinu 2016, en hann hafi talið það vera hlut­verk þeirra, sem styðja for­ystu VG, að halda sínum sjón­ar­miðum hátt á lofti, benda á það góða sem rík­is­stjórnin hefur gert, ekki síst ráð­herrar Vinstri grænna, og taka þátt í umræðu innan og utan þings, þó hún sé stundum býsna óvæg­in. „Stjórn­mál eru bæði súr og sæt og við þurfum að þola bæði, sem á að vera auð­velt þegar við trúum á mál­stað­inn. Ég er ekki í neinum vafa um að það er gæfa að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir hefur setið við völd síð­ustu ár, ekki síst í heims­far­aldr­in­um.“

Kol­beinn fjallar einnig um þá ákvörðun sína að hafa boðið sig fram í Suð­ur­kjör­dæmi. Það seg­ist hann hafa gert vegna þess að hann hafi viljað leiða lista flokks­ins í næstu kosn­ingum til að hafa meiri áhrif. „Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en það er nægur tími til þess síðar á lífs­leið­inni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Sam­keppnin var enda mikil við frá­bært fólk og efstu sæti list­ans skipa öfl­ugar kon­ur. Und­an­farið hefur mér borist fjöldi áskor­ana og hvatn­ing frá býsna mörgum um að gefa kost á mér í for­val­inu í Reykja­vík. Góðir og gegnir félagar skor­uðu á mig opin­ber­lega og enn fleiri hafa haft sam­band við mig per­sónu­lega. Frómt frá sagt varð ég undr­andi og hrærður yfir við­brögð­un­um. Mér þykir ótrú­lega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auð­mjúk­lega fyrir stuðninginn.“

Fram­boðs­frestur í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík rennur út á morg­un. Bæði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra, sem leiddu lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum haustið 2017, hafa lýst yfir fram­boði á nýjan leik og munu án efa leiða lista Vinstri grænna áfram. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, sem var í öðru sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður á eftir Katrínu fyrir tæpum fjórum árum, og er sitj­andi þing­mað­ur, sæk­ist líka eftir end­ur­kjöri. Á meðal ann­arra sem hafa til­kynnt fram­boð er Dan­íel E. Arn­ar­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­tak­anna ´78, sem sæk­ist eftir 2. sæti í öðru hvoru Reykja­vík­ur­­­kjör­­dæmanna líkt og Kol­beinn og Stein­unn. Það hafa Elva Hrönn Hjart­ar­dótt­ir, sér­fræð­ingur á þró­un­ar­sviði hjá VR, og Andrés Skúla­son, fyrrum odd­viti í Djúpa­vogs­hreppi, einnig gert. Því eru alls fimm sem sækj­ast eftir tveimur sætum á eftir odd­vit­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent