30 mega koma saman á barnum – ekki frá Þórólfi komið

Breytingar á reglugerð um samkomutakmarkanir, sem auglýstar voru í Stjórnartíðindum í vikunni, eru ekki byggðar á minnisblaði eða ráðleggingum sóttvarnalæknis.

bjór og hvítt
Auglýsing

Til­slak­anir á sam­komu­tak­mörk­unum sem settar eru fram í reglu­gerð­ar­breyt­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og hafa þegar tekið gildi eru hvorki byggðar á minn­is­blaði sótt­varna­læknis né ráð­legg­ingum hans. Í breyt­ing­unum fellst til dæmis að þrjá­tíu í stað tutt­ugu áður mega vera í sama rými á veit­inga­stöðum með vín­veit­inga­leyfi, svo sem á kaffi­hús­um, krám og skemmti­stöð­um. Þessir staðir mega eftir sem áður ekki hleypa nýjum gestum inn eftir kl. 21 og skulu þeir hafa yfir­gefið stað­inn eigi síðar en kl. 22.

Þá mega 100 manns vera við­staddir athafnir trú­ar- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga í stað 30 í áður. Sama fjölda gesta er heim­ilt að vera við­staddur sviðs­list­ar-, menn­ing­ar- og íþrótta­við­burði, sem og ráð­stefn­ur, fyr­ir­lestra eða aðra sam­bæri­lega við­burði að upp­fylltum skil­yrðum á borð við skrán­ingu á nafni og kenni­tölu, grímunotkun og að 1 metra fjar­lægð milli ótengdra gesta sé tryggð.

Þessar breyt­ingar á reglu­gerð á tak­mörk­unum á sam­komum, sem gildir til 5. maí, voru í aug­lýstar í Stjórn­ar­tíð­indum á mið­viku­dag. Fleiri breyt­ingar voru gerð­ar. Í þeirri grein sem fjallar um tak­mark­anir á lík­ams­rækt­ar­stöðvum er fellt út ákvæði um að bún­aður skuli ekki fara á milli not­enda í sama hóp­tíma og skuli sótt­hreins­aður fyrir og eftir æfingu.

Auglýsing

Þá er bætt við máls­grein um að tjald­svæðum sé heim­ilt að taka við helm­ingi af hámarks­fjölda mót­töku­getu hvers svæð­is.

Reglu­gerð um sam­komu­tak­mark­anir var síð­ast end­ur­skoðuð og upp­færð 13. apríl og þá í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is. Helsta breyt­ingin þá var að 20 máttu almennt koma saman í stað tíu áður.

Níu­tíu greindust á fimm dögum

Fljót­lega eftir að þær tóku gildi fór enn á ný að síga á ógæfu­hlið­ina í far­aldr­inum er hópsmit kom upp á leik­skóla í Reykja­vík. Á fimm dögum greindust 90 manns inn­an­lands, m.a. fjöldi barna, og mátti rekja nær öll smitin til far­þega sem komu til lands­ins en virtu ekki reglur um sótt­kví og/eða ein­angr­un.

Hingað til hefur heil­brigð­is­ráð­herra farið nær alfarið eftir ráð­legg­ingum Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis í tengslum við aðgerðir í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Spurður hvort að þessar breyt­ingar á sam­komu­tak­mörk­unum í vik­unni séu byggðar á minn­is­blaði eða ráð­legg­ingum sótt­varna­læknis svarar Þórólf­ur: „Þetta er frá ráðu­neyt­in­u.”

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent