Hólmfríður Árnadóttir leiðir VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði skaut bæði sitjandi þingmanni og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi. Raunar röðuðust konur í þrjú efstu sætin í forvalinu.

Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði hlaut efsta sætið í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi, en atkvæðagreiðslunni lauk kl. 17 í dag. Hólmfríður hlaut 165 atkvæði í efsta sæti listans.

Í öðru sæti í forvalinu varð Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæða í 1.-2. sæti listans og í þriðja sæti varð Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.-3. sæti.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem í dag er þingmaður flokksins í Reykjavík, hafnaði í fjórða sæti í forvalinu og fékk 176 atkvæði í 1.-4. sæti. Í fimmta sæti varð Helga Tryggvadóttir, en hún fékk 264 atkvæði í 1.-5. sæti.

Viðbúið að leiðrétta þurfi hlut karla

Einungis einn karl er því í efstu fimm sætunum í forvalinu. Samkvæmt Sæmundi Helgasyni, sem er formaður kjörstjórnar Vinstri grænna í kjördæminu, er viðbúið að einhverjar tilfæringar verði á röð efstu frambjóðenda áður en listinn komi fram, til þess að jafna hlut karla og kvenna, í samræmi við lög og stefnu VG.

Frá vinstri: Hólmfríður, Heiða Guðný, Sigrún Birna, Kolbeinn og Helga.

Óljóst er þó nákvæmlega hvernig það verður gert, en Sæmundur segir við Kjarnann að fyrst verði að koma í ljós hvernig vinnst úr þessari niðurstöðu flokksmanna og hverjir hyggist þiggja sæti á lista.

Það verður í höndum kjörstjórnar að leggja fram endanlegan 20 manna lista til samþykktar á kjördæmisþingi.

Auglýsing

Alls voru átta manns í framboði og fimm manns sóttust eftir trausti félaga sinna til að leiða listann til komandi alþingiskosninga.

Auk Hólmfríðar, Heiðu Guðnýjar og Kolbeins sóttust þeir Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Almar Sigurðsson eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu.

Kosningaþátttaka í forvalinu var 68 prósent, samkvæmt tilkynningu frá flokknum, en alls greiddu 456 manns af 671 á kjörskrá atkvæði í forvalinu.

Gaf kost á sér þegar Ari Trausti sagðist ekki ætla fram á ný

Hólmfríður gaf það út snemma að hún hygðist gefa kost á sér til þess að leiða listann, eða einungis degi eftir að Ari Trausti Guðmundsson þingmaður flokksins í kjördæminu gaf það út að hann ætlaði ekki að sækjast eftir þingsæti að nýju. Það var í lok nóvember.

Hún hefur hefur verið virk í starfi VG und­an­farin ár og er for­maður svæð­is­fé­lags flokksins á Suð­ur­nesj­u­m. 

Er hún tilkynnti um framboð sitt sagði hún að það skipti miklu að „íbúi af fjöl­menn­asta og fjöl­breyttasta svæði kjör­dæm­is­ins leiði list­ann með jafn­rétti, jöfn­uð, lýð­ræði, sjálf­bærni, fjöl­menn­ingu og rétt­læti að leið­ar­ljósi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent