Hólmfríður Árnadóttir leiðir VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði skaut bæði sitjandi þingmanni og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi. Raunar röðuðust konur í þrjú efstu sætin í forvalinu.

Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði hlaut efsta sætið í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi, en atkvæðagreiðslunni lauk kl. 17 í dag. Hólmfríður hlaut 165 atkvæði í efsta sæti listans.

Í öðru sæti í forvalinu varð Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæða í 1.-2. sæti listans og í þriðja sæti varð Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.-3. sæti.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem í dag er þingmaður flokksins í Reykjavík, hafnaði í fjórða sæti í forvalinu og fékk 176 atkvæði í 1.-4. sæti. Í fimmta sæti varð Helga Tryggvadóttir, en hún fékk 264 atkvæði í 1.-5. sæti.

Viðbúið að leiðrétta þurfi hlut karla

Einungis einn karl er því í efstu fimm sætunum í forvalinu. Samkvæmt Sæmundi Helgasyni, sem er formaður kjörstjórnar Vinstri grænna í kjördæminu, er viðbúið að einhverjar tilfæringar verði á röð efstu frambjóðenda áður en listinn komi fram, til þess að jafna hlut karla og kvenna, í samræmi við lög og stefnu VG.

Frá vinstri: Hólmfríður, Heiða Guðný, Sigrún Birna, Kolbeinn og Helga.

Óljóst er þó nákvæmlega hvernig það verður gert, en Sæmundur segir við Kjarnann að fyrst verði að koma í ljós hvernig vinnst úr þessari niðurstöðu flokksmanna og hverjir hyggist þiggja sæti á lista.

Það verður í höndum kjörstjórnar að leggja fram endanlegan 20 manna lista til samþykktar á kjördæmisþingi.

Auglýsing

Alls voru átta manns í framboði og fimm manns sóttust eftir trausti félaga sinna til að leiða listann til komandi alþingiskosninga.

Auk Hólmfríðar, Heiðu Guðnýjar og Kolbeins sóttust þeir Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Almar Sigurðsson eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu.

Kosningaþátttaka í forvalinu var 68 prósent, samkvæmt tilkynningu frá flokknum, en alls greiddu 456 manns af 671 á kjörskrá atkvæði í forvalinu.

Gaf kost á sér þegar Ari Trausti sagðist ekki ætla fram á ný

Hólmfríður gaf það út snemma að hún hygðist gefa kost á sér til þess að leiða listann, eða einungis degi eftir að Ari Trausti Guðmundsson þingmaður flokksins í kjördæminu gaf það út að hann ætlaði ekki að sækjast eftir þingsæti að nýju. Það var í lok nóvember.

Hún hefur hefur verið virk í starfi VG und­an­farin ár og er for­maður svæð­is­fé­lags flokksins á Suð­ur­nesj­u­m. 

Er hún tilkynnti um framboð sitt sagði hún að það skipti miklu að „íbúi af fjöl­menn­asta og fjöl­breyttasta svæði kjör­dæm­is­ins leiði list­ann með jafn­rétti, jöfn­uð, lýð­ræði, sjálf­bærni, fjöl­menn­ingu og rétt­læti að leið­ar­ljósi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent